Þjóðviljinn - 02.06.1970, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.06.1970, Blaðsíða 5
í>riðju«Jaigur 2. júní 1970 — 5»J<f®VTLJrorN — SlÐA g Jafntefli Sovét- manna og Mexí- kana í 1. leðknum Heímsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu 1970 höfst í Mexíköborg á sunnudaginn var mcd ieik milli gestgjafanna, Mexíkana, og sovétmanna í 1. riðli. Lauk leiknum með jafntefli, ekkert mark var skorað. 1 fréttaskeytum segir að þetta haifi verið lélegur og leiðinleg- ur kappleikur. Leikvarngurinn var fullsetinn áhorfendum, 108 þúsund, og hófu þeir mikinn „pipkonisert“ í hvert skipti sem sovézku leikmennimir voru með knöttinn. Bæði liðin virt- usit taugaóstyrk, en Mexikanar voru naer sigri ef eitthvað var. sey sagði eftir .með Framihald á 9. síðu. íslandsmótið 1. deild: KR — Víkingur 1-0 // Er ekkert réttlæti til ? Várð einum vallargesti að orði, eftir að hafa horft á Víking sækja stanzlaust í 90 mínútur Eiginlega var ekkert að undra þótt manninum yrði þetta á orði, þvj vart getur um órétt- iátari úrslit í knattspymu, en þennan sigur KR yfir Viking. Naer stanzlaust í 90 miínútur söttu Víkingar að KR markinu og það var fyrst og fremst gamia „KR-heppnin“ ásamt EHert Schram, er kom í veg fyrir sigur Vikings. Þáttur Ell- erts í þessum leik var stór- kostiegur og langt er orðSð síð- an hann hefur ieikið betnr. Þótt aldrei sé hægt að segja til um hvemig farið hefði, er ekki ólík- legt að ef Ellerts hefði ekki notið við, þá hefðu Vikingar sigrað með 4—5 marka mun. Mahk KR kom strax á 4. mín- útu leiksins og.það var gullfal- legt. Gunmar Felixson komst inn- að endamörkuim, gaf boltarm þadan út fyrir markið, þar sem Baldvin Baldvinsson kom aðvíf- andi og skaut viðstöðulaust og skoraði. Þetta skot Baldvins var alls óy'erjandi fyrir Sigfús í Vfkingsmarkimu. Einis og áður segir gerðist þatta á 4. mínútu og var þetta ein af örtfáum sóknarlotum KR, sem einhver ógp var í. Aftur á móti má segja að hver einasta sóknarlota Vikings hafi prsakað mark- hættu, en annað hvort höfnuðu skot Vikinganna rétt fyrir utan mrkraimnnainn eða að Maign- ús Sigurðsson, hinn ágæt.i mark- vörður KR, náði að verja. Hins vegar strönduðu flestar sóknir Víkings á Ellert Schram, rétt áður en sóknarmennimir náðu að skjóta. Svo þung var eókm^. Víkings orðin undir lokin, að hinn einlaegi KR-aðdándi Egill raikari sat orðið hljóður með öndina í hálsinum og er þá mikið sagt. En svona er knattspyma, betra liðið sigrar ekki alltaf og ef til vill er það þessi óvissa um úmslit. sem á staersta þátt- inn í þvi hve vinsæi hún er meðal áhorfenda. Þessi leikur KR og Vfkings var skemmtiHeg- ur á að horfa, því að hann var bæði mjög hratt og oftast vel leikinn. Samleikur beggja lið- anna var betri en maður á að vpnjast . meðal íslenzkra liða. sérstaklega samleikur Vfking- anna. 1 liði þeirra em fjölmargir góðir leikmenn, en í þéssum leik fannst mér þeir Gunnar Gunnansstm, Guðgeir Leifeson, Jón Karlsson og Eiríkur Þor- steinsson bera af og voru þétta beztu léikmenn vallarins ásamt Ellert Schram hjá KR sem þó var þeirra beetur. Hjá KR var varla hægt að tala um nokkum annan leikmann, nema ef vera skyldi Jón Sigurðsson, hann er alltaf tráustur leikmaður. Bald- vin Baldvinsson skoraði þetta dýrmæta mark KR og er það ekki i fyrsta sinn, sem þessi markheppni leikrpaður bjargar stiéi fyrir KR, þðtt hann ^rfti lítið sem ekkert annað allan leikinn * Dómari var Magnús Pétursson og átti nú einn af sinum slæmu léik jum, en þegar sá gállinn ér á honum vita allir knattspymu- unnendur hvemig hann hefun vérið og óþarfi að lýsa því nán- ar. . — S.dóir. Úrslit í Reykjavikurmótinu í kvöld: Fram og Valur leika I kvifld fer fram úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins I meistara- flikki. Leika þá Fram og Valur og hefst ieikurinn kl. 20.00 á Melavelli. Fiam K.R. Ármann Þróttur Valur 4 2 2 0 5:0 6 5 2 2 1 9:6 6 5 2 0 3 5:12 4 5 113 5:15 3 4 1 0 3 6:7 2 Staðan í VJkingur mótinu er nú: 5320 16:6 -^S> íslandsmótið 1. deild: ÍA - Valur 1-1 Skagamenn skoruðu tvö mörk En annað hafnaði í eigin marki og Valur fékk annað stigið □ Valsmenn geta þa.kkaö' Benedikt Valtýssyni, bak- ' veröi ÍA, fyrir stigið sem þeir hlutu úr þessum leik, því að á 14. mínútu fyrri hálfleiks skoraði Benedikt sjálfsmark, er hann hugðist skalla frá marki, en í stað þess hafnaði boltinn efst í markhorninu. Þetta er þeim mun sorglegra fyrir Skagamenn, að þeir voru allan síðari hálfleikinn í sókn og áttu sannarlega sigurinn skilið. Fyrri hálfleifcurinn var frem- ur jafn, þá léku Valsmenn und- an nokkúð sterkum vindi og notuðu langsendingar, sem hvað eftir annað orsökuðu hættu við lA markið. En bezta mark- tækifæri leiksins átti Eyleifur Haifsteinsson á 9. mínútu, er hann var kominn innfyrir Vals- vörnina og átti aðeins mark- vörðinn eftir, en skaut framhjá af um það bil 2ja metra færi. Vart er hægt að hugsa sér betra marktækifæri en Eyleifur fékk þama. Svo var það á 14. mín- útu að Skagamennimir skoruðu sjálfemarkið, sem fyrr er lýst og við það dofnaði nokkuö yfir liðinu um tíma. Hættulegasta marktækifæri Vals átti Ingvar Edísson á 30. mínútum, er hann skaut yfir markið af mjög stuttu færi >að voru ekki liðnar nema 5 mínútur aif síðari hálfleiknum, þegar Matthías Hallgrimssön jafnaði fyrir Skagamenn með stórglæsilegu marki. Eyleifur sendi boltann út til Matthiasar, sem var yið vítateigshomið og hann skaut strax og boltinn hafnaði neðst i markhominu fjær, án þess að Sigurður Dags- son ætti nokkra möguleika á að verja, en annars varði Sig- urður nokkrum sinnum meist- aralega í leíknum og tvívegis skot, sem fáir, ef nokkrir ís- lenzkir markverðir hefðu varið nema hann Við þetta mark lifnaði mikið yfir lA-liðinu og má segja að þeir hafi tekið leikinn alger- lega í sánar hendur og sótt stanzlaust. Hvað eftir annað múnaði ekki nema hársbreidd að þeim tseki.st að skora, en Valsmenn komust ekki upp að vítateigi lA fyrr en rétt á loka- minútunum, að þeir áttu tvær nokkuð hættulegar sóknarlotur. Á 35. mínútu komst Eyleifur í ágæt marktækifæri og skaut af vítateigslínu og boltinn virtist ætla að haifna í marfchominu, en á einhvern óskiljanlegan hátt flaug Sigurður Dagsson út i homið og varði og er þetta án efa glæsilegasta markvarzla sem sézt hefur það sem af er þessu keppnistímabili. Greinilegt var að Valur gerði sig ánægðan með jafnteflið, enda sennilega betri útkoma en búizt var við fyrir- fram, því að í sambandi við útspörk, innköst og annað þvi um líkt, fóru leikmennirnir sér mjög hægt og virtist manni þeim mest í mun, að fá tímann til að líða. Þótt Skagamennirnir na#ðu ekki að sigra var léikur þeirra að þessu sinni allur annar og betri en á móti Víkingi um síðustu helgi Mun meiri hraði og drift var í leik þeirra nú en þá. Þó er einn galli áberandi hjá liðinu, en það er hve lítið leikmennimir, sem ekki eru með bóltann, eru með í leikn- um. Fyrir bragðið eru þeir eft of soinir af stað, ef boltanum er spymt í átt til beirra, enda eðlílegt, þar sem viðbragð manna verður aldrei jafn snöggt ef staðið er kyrr eins og ef menn eru á hreyfingu. Bins vantar meiri baráttuanda í lið- ið. Það er engu líkara en að flestum leikmanna sé nokkum veginn sama hvesnig leikurinn fer og slíkt kann ekki góðri lufcku að stýra. Nokkrar stöðu- og mannabreytingar voru gerð- ar á liðinu frá siðasta leik og eru sumar þeirra mjög vafasam- ar. Til að mynda orkar það ekki tvímælis, að liðið hefur ek'ki efni á að taka Jón Al- freðsson úr miðvarðarstöðunni, jafn góður miðvörður og hann er og vömin ekki sterkari en raun ber vitni. Aftur á móti var afturkema Benedikts Val- týssonar í liðið mjög til bóta. En bertu menn liðsins vr>ru án efa Matthías, Eyleifur og Þröst- ur Stefánsson. Ungur nýliði í markinu, Pétur Hallgrímsson, lofar góðu, en á að sjálfsögðu margt ólært ennþá. Haraldur Sturlaugsson og Guðjón Guð- mundsson voru ekki jatfn góðir í þessum leik og þeir eru van- ir að vera. Hjá Val eru málin stórum að lagast, þó enm vanti á, að liðið sé orðið jafn gott og það var í fyrra. 1 þessum leik reyndi mest á vömina og þar bánu af Þor- steinn Friðþjófssom, HaiMdór Einarssón og Sigurður Dagsson í noarkinu, en án hans hefði verr farið. 1 friaimlinunni , átti lngibjöm Albertsson beztan leik og er hann í mikilli framför og á örugglega eftir að verða einn af okkar beztu knatt- spy r numönnum. Dómari var Karl Jólhannsson, kunnari sem handknattleikis- dómari og virðist sarna hvora gmeinina hann daemir; það er oftast óaðfinnanlegt. — S.dór. Víkingur hefur ekki unnið Reykjavíkurmótið siðan 1940 og héfur nú möguleika á sigri, ef Valur sigrar í kvöld Vesði jafntefli, verða Fram og Vík- ingur jöfn að stigum og verða að leika aukaleik. Sigrd Fram í kvöld, verftur Fram Reykja- vfkurmeistari. Að leik loknum imm fosm. I.B.R., Ulfar Þérðarson, afhenda sigurvegunum veaðlaimÍA, ef úrslit í métinu fast i leiknum í kvöld. flrsþing ÍBR verður í kvöld Ársþing Í.B.R. verður haM- ið miðvikudaginn 10. júní í húsi Slysavamafélagsins á Granda- garði en ekki mdðvi'kudaginn 3. júni eins og boðað hefur vegið. Eyleifur Hafsteinsson átti mjög góðan leik á móti Val og í síðari hálfleik var hann hvað eftir annað rfð það að skora sigur- mark lA en Sigurður Dagsson varði af snilld. TUTTUGU OG FIMM — FJÖGUR HUNDRUD — er nýja símanúmerið okkar Johan Rönning hf. 25-400 25-400 i < i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.