Þjóðviljinn - 02.06.1970, Side 6

Þjóðviljinn - 02.06.1970, Side 6
g SlÐÁ — ÍÞOT^vmJINTT — Þtiðjusdagur 2. jöní 1970. 'V- s mM S!HÉ |p* w Í M|||| JjT lána, sem flyzt úr aðalbanka, og Austurbæjarútibú, sem um langt skeið hefur starfað í húsi Tryggingarstofmmar rikisins að Laugavegi 114, en þessar deildir báðar verða í hinum rúmgóða afgreiðslusal á fyrstu hæð, en þar er ennfremur gert ráð fyrir afgreiðslu gjaldeyris- deildar bankans, sem væntan- lega tekur til starfa á naastunni, og verður það nýmæli í starf- semi Búnaðarbankans. Af- greiðslusalurinn er um 300 ferm. að flatarmáli auk rúmgóðrar forstotfu. 1 austurenda er hvelf- ing með um 1100 geymslubólf- um, sem leigð verða viðskipta- mönnum bankans. Svavar Guðnason listmálari hefur gert stórt málverk, sem hangir á suðurvegg í aifgreiðslu- sal. 1 kjallara undir afgreiðslusal er aðalskj a lageymsl a Búnaðar- banbans en skjöl bankans, sem orðin eru mikil að vöxtum, hafa verið geymd á ýmsum stöðum i borginni sökum rúm- leysis til mikils baga. Á annarri hæð verða skrif- stofur endurslkoðunardeildar, gjaldeyrisdeildar og viðtaisher- bergi. Þriðja hæð hefur verið leigð fynst um sinn, en á fjórðu hæð er Teiknistofa landbúnað- arins og skrifstofur Landnáms rfkisins, sem áður voru til húsa í Búnaðarbankanum við Aust- urstræti bg Hafnarstræti. Loks hefur útbygging við Rauðarár- stíg verið leigð Póst-. og sírna- málastjóminni fyric Pósthús Austurbæjar, sem þegar hefur opnað þar rúmgóða afgreiðslu. Greiðfært er í húsið fyrir við- skiptamenn af bílastasðum við Hlemm (aðaldyr), frá Rauðarár- stíg og bakdyr af bílastæðum við Þverholt Næturfiólf viðskipta- manna er í austurenda út að Hlemmi. Stærsfa útibúið Með þessu nýja húsnæði er fyrst og fremst séð fyrir þörfum Austurbaejarútibús bankans, en um leið rýmkað um aðrar deild- ir aðalbankans í miðbænum, sem er fyrir löngu þéttsetinn. Austurbæjarútibú er langstærsta útibú bankans, en velta þess var á s. 1. ári rúmir 23 miljarð- ar króna og spariisjóðs- og hlaupareikningar um 14 þúsund að tölu, enda var svo komið, að þröngur húsakostur torveldaði orðið eðliiega starfsemi og greiða þjónustu. Austurbæjar- útibú tók til starfa á árinu 1948. Með bankahúsinu við Hlemm eru leyst húsnæðisvandræði Búnaðarbankans og jafntframt gert hæfilegt ráð fyrir aukinni húsnæðisþörf á næstu árum á sama hátt og gert var méð smiði aðalbankans við Austur- stræti fyrir 22 árum. (Frá Búnaðarbankanum). Búnaðarbankahúsið nýja við lllcmmtorg. Húsmæðraskólinn á Hallormsstað: Nýja Búnaðarbankahúsið vlð Hlemm í Reykjavík var forrn- lega tekið í notkun föstudaginn 29. maí. Húsið er fjórar hæðir og geymslukjallari, 360 ferm. að grunnfleti, auk viðbyggingar við Rauðár'árstig, sem er 180 ferm., ein hæð og kjallari. Á þaki er lítill fundarsalur. Húsið er allt 8262 teningsmetrar og stendur á reit, sem afmarkast af Rauðarárstíg, Hlemmi, Þverholti og Stakkholti, eða upphaflega 7 lóðum, samtals 3000 ferm. Bílastæði eru 70—80 á allar hliðar hússins. Teikningar að húsinu gerðu Gunnar Hansson og Magnús Guðmundsson arkitektar, verk- fræðiteikningar annaðist skrif- stofa Sigurðar Thioroddsens, hitalögn teiknaði Gunnar Geirs- son tæknifræðingur og raf- magnslögn Jóhann Indriðason verkfræðingur, Byggingarmeistari hússins var Kristinn Sigurjónsson, múr- arameistari Haukur Pétursson, rafvirkjameistari Steinn Guð- mundsson, málarameistarar Reynir Guðmundsson og Anton Bjamason, pípulagningameistari Guðmundur Finnbogason og dúklagningameistari Ólalfur Ól- afsson. Umsjón með fram- kvæmdum fyrir hönd bankans höfðu þeir Hannes Pálsson úti- bússtjóri og Svavar Jóhannsson skipulagsstjóri, sem einnig teiknaði innréttdngar í af- greiðslusal. Tilhögun húsakynna Innréttingar í afgreiðslusal smíðuðu J. P. Innréttingar og Jónas Sólmundsson, skriflborð Helgi Einarsson húsgagnasmið- ur, þiljur og innihurðir smíðaði Gamla Kompaníið hf. 1 húsinu era þýzkir plastgluggar innflutt- ir af Plast og stálgluggum hf„ enskt gler innflutt af Polaris hf. og peningaskápar og geymslu- hólf frá hinu heimsþekkta Chubb Ltd. í London. í>ær deildir Búnaðarbankans, sem fluttar era, eða nú flytja í húscð, era Innlheimtudeild stofn- 1100 geymsluhólf leigð viðskiptavinum bankans Þama eru geymsluhólf viðskiptamanna. Breytt starfstil- högun næsta haust I haust verða f jörutíu ár liðin síðan Húsmaeðraskólinn að Hall- ormsstað var settur í fyrsta sinni. Hjónin Sigrún og Bened- ikt Blöndal voru brautryðjend- ur málsins á Héraði og frú Sig- rún fyrsti stjómandi skólans. Bæði störfuðu við skólann til dauðadags. Hallormsstaðaskóli hefur starfað í tveimur ánsdeilduim, 7 mánuði hvort ár. Nú í haust verður breyting á þessu. Eftir- leiðis verður skólinn rekinn s«m eins áns skóli, starfstími frá 15. septerhber til mafloka, 8V2 mán- uð. Starfar þó í vetur eldri deild fyrir þær stúlkur, sem voru í yngri deild s. 1. vetur. Að sjálfsögðu verða kennd við skólann þau fög, sem kennd era við aðra húsmæðraiskóla svo sem matreiðsla og næringar- efnafræði, hannyrðir, saumar og sniðteikningar, matreiðsla og matarefnafræði, þvottur og ræsting og þar með meðferð þeirra véla og efna ýmiss konar, sem nú eru almennt notuð í heimilishaldi. Eins og áður verður kenndur vefnaður og þau fög, - sem honum tilheyra. Enn má nefna ágrip af uppeldisfræði og heilsufræði og meðferð ung- bama, heimilishagfræði, vöra- þekkingu og hýbýlafræði. Is- lenzka verður að sjálfsögðu kennd við skólann, en ekki önn- ur tungumál, nema hvað stúlk- unum verður kennt að notfæra sér erlendar uppskriftir og leið- beiningar í heimilishaldi. Leit- azt verður við að gera kennsl- una sem hagrænasta, þannig að hún nýtist nsmendum sem bezt í daglegu starfi. ★ Nám við 8—9 mánaða hús- mæðrasikóla er erfitt, enda er það inntökuskilyrði að nemend- ur verði 17 ára fyrir næstu ára- mót. Þeir skulu og hafa lokið unglingaprófi eða hafa góð með- ' maeli. Nánar verður greint frá inntökuskilyrðum í bréfi skóla- stjóra til umsækjenda, en urn- sóknir þurfa að berast fyrir lok júlímánaðar. 20 íslendingum boðin dvöl á norrænum lýðháskólum Eins og undanfarin ár hefur Norræna félagið mi'lligöngu um dvöl íslenzkra nemenda á nor- rænum lýðlhóskólum. Þannig hefur félagið möguleika á að útvega 20 nemendum náms- styrki í hverju landi þ. e. Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. Þeir nemendur, sem hug hefðu á að sækja um vist á lýðháskólum og styrk, þurfa að leggja inn umsókn um skólavist fyrir 15. júm'. Námsstyrkir næsta vetur verða: I Danmörku dJkr. 1250, í Noregi n.kr. 2000 og í Svíþjóð s.kr. 35 á viku meðan á námi stendur. Það nýmæli verður nú tefcið upp í sambandi við darnska styrki að þeir verða einnig veitt- ir nemendum við danska land- oúnaðarskóla. Nánari upplýs- ingar og eyðublöð fyrir umsókn- ir fást á skrifstofu Norræna fé- lagsins í Norræna húsinu kL 17—19, sími 10165. (Frá Norræna félaginu). i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.