Þjóðviljinn - 01.08.1970, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.08.1970, Blaðsíða 3
l3a**@a£ida8Uír -1. -ágö&t ,1970''— KlOÐVIÖPIÍNÍí-'— TVO LJOÐ ALLT SEM EG Allt sem ég hugsa segi geri hefur þegar verið hugsað gert og sagt áður og svo mun enn og aftur ég tek þátt í náttúruspauginu þrálátu og bitru læt fangast yfrið aum og úrræðalaus eins og fiskur 1 neti ásamt öðrum og enn öðrum án greiningar sundurþykkislaust Æskuíólk víða «m heim fæir nú sífellt meiri áhugia á al- þjóðamálinu esperanto og notagildi þess í heimi nútim- ans. Æ fiteiri læra nú málið á ári hverju, og þeim fjölg- ar stöðugt, sem á því vilja skrifa og yrkja, og er nú al- gengt að sjá sögur og Ijóð eftir ungt fólk í esperanto- tímiaritum. Hér eru birt tvö sýnishom slíkra æskuljóða í íslenzkri þýðingu. Höfundur- inn er 16 ára skólastúlka, Judith Auld, skozk að þjóð- emi, dóttir Williiams Auld, eins þekktasta höfundar, sem nú skrifar á esperanto. Auk esperanto hefur Judith mik- inn áhuga á tennis, skylming- um, rökræðum og leiklist. PETUR Hann sagði að hann elskaði mig, ég sagði að hann elskaði mig ekki. Hann sagði að ©g væri falleg, ég hló og neitaði þverlega. Hann dáðist að ríki náttúrunnar, ég gat nefnt það allt og skýrt. Hann sýndi mér einlægni einfaldleikans, ég fræddi hann um fyrirlitninguna. Hann tók lífinu með þakklæti hjartans, ég barðist gegn því með hnefunum. Hann bjóst til að halda á brott, og ég fylgdi í fótspor hans. Baldur Ragnarsson íslenzkaði. h : mmm I ARTHÚR ÓLAFSSON: SAMSTARF TIL VAKNINGAR Nokkur verkanna í sænsku deildinnj á Ungdomsbiennalen í Osló. Þeir sem á myndinui eru, frá vinstri: Arthúr Ólafsson, höf- undnr greinarinnar, Anders Carlsson og Guðmundur Ármann Sigurjónsson. —■ Ljósmyndari: Rose Österlin. Síðastliðin ár hafa umræður um menningarmál orðið mjög mikil- vægur þáttur í sænskum stjórn- málaumræðum, og sem þáttur í þessum umræðum hófst í Gauta- borg hörð gagnrýni á hlutverk safnanna í þjóðfélaginu. Gagnrýni á söfnin sem rykfallnar stofnanir, dauðar og engum til gagns öðrum en söfnurunum sjálfum og áhuga- málum þeirra, leiddi til þess áð nokkrir fundir voru haldnir til að raÆa breytingar á starfsemi safn- anna, eða aðrar breytingar sem yrðu þess valdandi að húsnæðið, sem söfnin hafa yfir að ráða, gæti orðið almenningi til einhverra nota. Fundir þessir voru haldnir með fulltrúum safnanna og öðr- nm áhugamönnum um safnmál, ásamt gagnrýnendum. Þeir aðilar sem stóðu að gagn- rýninni voru að meirihluta ungt fólk, sem taldi söfnin geta orðið starfsemi sinni gagnleg, eða rétt- ara sagt fólkinu að gagni. Hvers- vegna er kastað ógrynni fjár í að varðveita gamalt drasl, sem þar að auki er notað til að upphefja yfirdrottnun, kúgun og misrétti fyrri tíma undir yfirskini gam- alla menningarverðmæta? Söfnin eru ftill af allskonar „verðmæmm" yfirstéttanna og leggja aðaláherzlu á að sýna hluti og láta það ógert að sýna Iíf fólks fyrri tíma, nema þá úrkynjunarsiði konunga, aðals- manna og annarra tindáta, sem lifðu sníkjulífi á alþýðunni. Þessi gagnrýni leiddi svo af sér að gagnrýnendur voru beðnir að gera tillögur um sýningar og um- bætur á starfsemi safnanna. Vakti mikla athygli menn voru meðal þeirra sem harðast gagnrýndu rykást safn- anna. Allgott samstarf hófst með- al þessara ólíku hópa og farið var að velta fyrir sér hvað væri ráð- legast að gera til að vekja söfnin af þyrnirósasvefninum. Ýmsar hugmyndir komu fram og þeirra á meðal hugmyndin um að gera sýningu um ferðir og flutninga, bílinn og önnur farartæki, ásamt þeim áhrifum, sem feiðatækni nú- tímans hefur haft á menninguna, og fyrst og fremst til að benda á útþensluna og þá ógurlegu hættu sem henni fylgir í þjóðfélögum, ( þar sem auðvaldið ræður ríkjum. L Árangurinn varð sá að sýning- 4 in Vardagstrafik för VEM var ( opnuð almenningi í Konsthallen í Gautaborg hinn 4. október 1969, eftir nær eins árs undirbúning og samvinnu arkitekta, listfraéðinga, verkfræðinga, þjóðfélagsfræðinga | og myndiistarmanna. Sýningin J vakti mikla athygli um alla Sví- j þjóð. Það kom í ljós að vanda- 1 málin, sem meðhöndluð voru, áttu ( erindi til fólksins. Dagblöð skrif- \ uðu fjölmargar greinar um þau ( vandamál sem sýningin fjallaði l um og sýningin sjálf vakti mikla l athygli sem slík. Það, að skapa í samstarf meðai hinna ýmsu aðila / um að tjá almenningi og upplýsa / um vandamál öllum viðkomandi, J eins og umferðarvandamálin, með J myndum og texta og liljóðum og þannig nota allar leiðir, sem gefa skoðandanum réttasta mynd af því sem sýnt er, er tvímælalaust nauðsynlegur Iiður í að gefa manninum í dag kost á sem fjöl- þættustum leiðum til að skoða umhverfi sitt og ástand, gagnrýna og tjá sig, til að geta tekið saman höndum og unnið sameinaðir að þeim umbótum sem nauðsynlegar eru til að sigra auðvaldsöflin. Sýningin vakti blaðaskrif mörg- um mánuðum eftir að henni var lokið. Listatímarit skrifuðu um þetta nýja sýningarform. Nokkúð hefur kveðið að sýningum af þessu tagi upp á síðkastið í Sví- þjóð og sjónvarpið tileinkaði um- ferðarvandamálunum heila kvöld- stund síðastliðinn vetur, ásamt mörgum minni og stærri þáttum. Einnig var sýningin sýnd í sjón- varpi og gerður var þártur með 1 tónlist sem samin var til flutnings í sjónvarpi með myndum frá sýn- ingunni. Biennalinn í Osló Eins og flestum mun kunnugt var haldin sýning ungra mynd- listamanna, ungdóms-biennal, í Osló dagana 20. maí til 14. júní sl. og var sýningin Vardagstrafik för VEM valin framlag Svía á biennalinn. Ungdómsbiennalinn hefur farið fram þrisvar sinnum, fyrst í Danmörku, síðan Finnlandi og nú síðast í Noregi. Þessar sýn- ingar eiga að sýna það sem er að gerast í myndlist á Norðurlönd- í sýningarskrána skrifar Knut Fröysaa formála og segir þar meðal annars: „Til þess að tryggja að þessi sýning sé sýning ungra manna hafa verið sett aidurstak- mörk við 30 ár". Ekki er að sjá að nokkitr önnur trygging sé fyr- i-r hendi til að tryggja að það sem sýnt er sé raunverulega það sem er að gerast í myndsköpun meðal ungra manna á Norðurlöndum í dag. Hvernig velja til dæmis gömlu mennirnir ungu fulltrú- ana? Velja þeir þá ungu sem fara í sporin þeirra eða þá hinna-ungu sem þeir telja verðuga eftirmenn Arkitektar, listfræðingar, þjóð- félagsfræðingar og myndlista- Lungu manns og bilar í enclalausum rödum. — Hluti stærri sani- settrar myndar í sænsku sýningardeildinnl. Fnasnihalid á 9. síðú.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.