Þjóðviljinn - 01.08.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.08.1970, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓ ÐVnUlNN — Laugardagur 1. ágúst 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Utgáfufélag ÞjóSvlljans. Framkv.stjóris EiSur Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson SigurSur GuSmundsson Fréttaritstjóri: SigurSur V. FriSþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.s Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiSsla, auglýsingar, prentsmiSja: SkólavörSust. 19. Simi 17500 (5 iinur). — AskriftarverS kr. 165.00 á mánuði. — LausasöluverS kr. 10.00. Nýr meiríhluti í Kópavogi j^ópavogskaupstaður er eitt þeirra bæjarfélaga sem Framsóknarflokkurinn hefur kosið að stjóma ásamt íhaldinu þe'tta kjörtímabil, í stað þess að halda áfram því samstarfi vinstri manna sem reynzt hefur hinu unga bæjarfélagi vel á und- anförnum árum. Það hefur vakið athygli að bæj- arfulltrúi Hannibalista, Hulda Jakobsdóttir, hefur haft samvinnu við þennan nýja meirihluta íhalds og Framsóknar um nefndakjör í bæjarstjóm Kópavogs, og mun það hafa komið ýmsum á ó- vart að fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogskaupstað- ar, bæjarstjóri vinstri manna, lúti svo lágt, þó margt hafi gerzt ólíklegt þar syðra á undanförnum árum. | nýútkomnum „Kópavogi“, málgagni Félags ó- háðra kjósenda í Kópavogskaupstað, er rætt um hinn nýja bæjarstjómarmeirihluta, og segir þar m. a.: „Nýr meirihlu'ti hefur nú verið myndaður í bæj- arstjóm Kópavogs. Nýir imenn, flestir lítið kunn- ugir málefnum bæjarins, taka nú við stjórninni. Slíkir atburðir eru algengir í lýðræðisþjóðfélagi og væri engin ástæða til athugasemda ef: kjós- endur hefðu sýnt það í kosningum að þeir vildu þennan meirihluta. Sú ályktun verður þó enganveginn dregin af úrslitum síðustu kosn- inga hér í Kópavogi. Mikill meirihluti kjós- enda greiddi vinstri flokkunum atkvæði sitt í kosningunum og yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra ætlaðist til þess að haldið yrði áfram því vinstra samstarfi sem hér hefur verið undan- farin ár og um það var auðvelt að ná málefna- legri samstöðu, en bæjarfulltrúar Framsóknar og lítill hópur í forystuliði flokksins vildu aðeins samstarf við íhaldið. Þeir hlupu frá samninga- viðræðum sem þeir tóku þatt í um vinstra sam- sfarf og fengu samningana við íhaldið samþykkta í fulltrúaráði flokksins með naumum meirihluta. Há Sjálfstæðisflokknum var einnig mikil óánægja og óhugur í mönnum að taka upp sam- sfarf við slíka hentistefnumenn sem bæjarfulltrúa Framsóknar án þess að fá nokkra á- hrifastöðu í stjóm bæjarins. Báðir meiri- hlutaflokkarnir ganga því klofnir til sam- starfsins og án þess að hafa mótaða sfefnu í nokkru máli. Því fer mjög fjarri að hinu nýja samstarfi sé fagnað af bæjarbúum heldur mætir það andúð og tortryggni. Sérstaklega vekur þó augljóst valdastreð Guttorms Sigurbjömssonar megna fyrirlitningu bæjarbúa. JJlutverk bæjarfulltrúa Félags óháðra kjósenda og Alþýðubandalagsins, sem nú hafa lent í minni- hlut í bæjarstjóm, er því óvenju þýðingarmikið við þessar aðstæður. Flestir bæjarbúar munu seíja traust sitt á þá og hinn nýkjöma bæjar- stjóra, Björgvin Sæmundsson verkfræðing". Sigurður fshólm bankastarfsmaður Fæddur 30. marz 1892 — Dáinn 25. júlí 1970 Andlit sumra manna era með því yíirbraigði að ætla mætti, að ekki aðeins sæti þeim á herðum drjúgur hliuti af heims- ins airmæðu, heldur einnig að þeir væru ábyrg'ir fyrir ekki ósmáum hluta af heimsins syndum, og nú væxu þeir fam- ir að sjá eftir því framtaki sánu. Blessunarleg andstæða siíkra hversdagssálna var öðlingsmað- urinn Sigurður íshóim, sem í diag er kvaddur hinztu kveðju. En andlát Sigurðar bar að með þeim hörmulega hætti, að eld- ur kom upp á heimili hans, Nj álsgötu 4b; var honum bjairg- að meðvitundarlausum út úr logandi íbúðinnj og fluttur á Borgarsj úkr aihú si ð, þar sem hann lézt fimm dögum síðar án þess að komast til rænu. Sigurður íshólm var óvenju- lega vel gerður maður á marg- an hétt, og atgervi sínu héit hann svo vel að undrum sætti. Hann var mikill á velli og fyr- irmannlegur, svipurinn bjartur og karlmannlegur, viðmótið einkenndist af góðvild og hátt- prýði. En það sem ekki sízt gerir Sigurð fshóhn ógleym- anlegan þeim sem kynntust honum og gerði það: að verk- um, að' menn sem samkvæmt dagsetningum í kirkjubókum voru tveimur kynslóðum á eftir Sigurði sóttust eftir fé- lagsskap hans og tóku honum raunar sem jafnaldra, var ein- staklega létt og glaðvært geðs- lag Sigurðar, og umgengnismáti hans ávann honum hylli flestra, ef ekki allra sem skipti áttu við hann. Þó gat Sigurður ís- hólm verið fastur fyrir ef á þurfti að halda, og nánast ó- bifanlegur ef því var að skipta, en á hinn bóginn eitt prúðasta lipurmennj sem ég hef fyrir hitt. og svo æðrulaus að mikið þurfti til að koma jafnvægi hans úr skorðum. Ekkj efa ég að Sigurður ís- hólm hefur staðið við borgara- legar skyldur sínar af sóma bæði og prýði, og ekki frek- ar þar en annars staðar lát- ið standa neitt upp á sig. því svo heilsteyptur var Sigurður að orð hans voru jafngildi vott- festra undirskrifta annarra. En skyldunum við gleðina brást hann heldur ekki, og var það undravert hvað Sigurður, kom- inn hátt á áttræðisaldur, naut lífsins enn í ríkum mæli: að slá í spil, tefla skák. renna fyT- ir fisk, eða lyfta glasi, og það stóð sjaldnast á Sigurði fshólm. í mannfagnaði var bann sá sem flestir kusu að blanda geði við, kvadidi' bann oft með þeim sið- ustu, þó óbugaður, beinn í baki og glaður í hjaæta. Sigurður íshólm var mikill rausnarmaður, veitull og gjaf- mildur, og sást lítt fyrir í höfð- ingskapnum. Þess nutu ekki sízt þeir sem höfðu farið ball- oka í stríði sínu. Hann var meiri tilfinningamaður en al- mermt gerist og bjó yfir ríkri samúð þeim tE banda sem fá- ar áttu sólskinsstundimar. Eft- ir upplagi sínu var Sigurður fshólm sjálfskipaður hjálpar- maður þeirra sem sátu skugga- megin tilverunnar,. hvort sem var vegna persónuiegra brak- falla í baráttunni eða voru olnbogiaböm, þvi að náttúran*®— MUNIÐ: ALGERT ÁFENGISBANN HUSAFELL 70 .Verzlunarmannahelgin 31. júlí til 3. ágúst Heiðursgestur mótsins Ásgeir Ásgeirsson fyrrum forseti. Ingimar Eydal og hljómsiveit, Gautar Siglufirði, Karlakórinn Vísir, Siglufirði. Trúbrot — Náttúra — Ævintýri — Óðmenn, Trix. Frjálst leiksvið — Támngahljómsveitakeppni — Gunnar og Bessi — Alli Rúts — Duo Mamei — Svavar Gests kynnir mótsins. — Skozkur dans- flokkur með sekkjapípur. Fyrsta þjóðlagafestival á íslandi: Ríótríóið — Þrjú á palli — Fiðrildi — Lítið eitt, — Þrír undir sama hatti — Árni Johnsen — Sturla Már. Fallhlífarstökk —- Fjölbreytt íþróttakeppni. M U N I Ð : ALGERT ÁFENGISBANN Hjúkrunarkonur Staða deildarh'júkrunarkorLU við skurðlækninga- deild, (legudeild), Borgarspítalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. október eða eftir samkomulagi. Ennfremur óskast hjúkrunarkonur á ýmsa-r deild- ir. Næturvaktarhjúkrunarkona óskast í hluta af starfi á lyflækningadeild. Upplýsingar gefu-r forstöðukona Borgarspítalans í síma 81200. Reykjavík, 31. 7. 1970. Borgarspítalinn. 1 ** i •4 Staða sveitarstjóra á ReyðarfirSi er laus til um- sóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist fyrir 15. ágúst til Páls Elíssonar oddvita, sem gefur nánari upplýsingar. Hreppsnefndin. Ný staða aðstoðarborgarlækms í sambandi við breytta skipan heilbrigðismála Reykjavíkur og aiukningu á starfi borgarlæknis- embættisins er ný staða aðstoðarborgarlæknis aug- lýst laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. nóv- ember 1970, og skulu umsóknir hafa borizt undir- rituðum fyrir 15. september 1970. Æskilegt er — en ekki skilyrði — að umsækjend- ur hafi aflað sér sérbekkingar á sviði heilsuvemd- ar. Launakjör eru samkvæmt satnningi borgarinn- ar við Læknafélag Reykjavíkur. Borgarlæknir. • Verjum gróður — verndum land síðan gegndi til æviloka. Og við sérstakiar vinsældir starfs- systkina og viðskiptamanna bankans. Af síð til komnum kynntun okkar leiddi, að ég þekkti aðeins lítillega til fyrri ára bans, og mun því fá orð um hafa. Hann stundaði lengst af sjómennsku og útgerð og siðar fangavörzlu á Litla- Hrauni. Sigurður íshólm sdgldá ekki alltaf lygnan sjó í tilveru sinni: áföll þoldi hann bæði mörg og stór. Hann missti báð- ar konur sínar, þá seinni eftir þungbær og langvarandi veik- indi. Og þótt Sigu-rður segði ekki mikið, vissi ég þó hvað það helstríð gekk nærri hon- um. Einnig sá hann á bak tveimur barna sinna. En Sig- uæður íshólm var næsta fá- orður um það sem honum var til ama, hversu sem hann kenndi til. Sigurði var það skapi nær að bafa það eitt í orðræðu sem öðmm mátti vera til hugarléttis. Gleði sinni kaus hann að deila með öðrum. Huirman.a ba-r hann einsam-all. Orð mín verða ekki mikdð fleiri. Aðeins vil ég þ-aikka hin- um látna heiðu-rsmanni fyrir mig og mína, ekki sízt fyrir alltof strjálar heimsóknir hans til okk-ar, ljúfairi gest gátum við vart h-ugsað okkur, að ég ekki gleymi samverustundum okkar á vinnu-st-að og á heimili Si-gurðar. Hvernig þessd maður gat jafnan leitt huga manns að hinum bjartari hliðum tilver- unn-ar með prúðmennsku sinni, glaðværð og hjartahlýju. Sá sérstaki hæfileikj Siigu-rðar fs- hólm skál vera okikur minnis- stæður á kveðjustundinni í dag. Bömum Sigurðar íshólm óska ég alls hins bezta; megi minningin 'jm vamml-ausan gæðad-reng létta þeim scjknuð- inn. En ég ætl-a að sé líf eftir þetta líf, þarfnist Sigurður fs- hólm naumast minn-a fyrir- bæna. Einsog hann sýndd karl- mennsku og kjark í þessu lífi, m-un hann sjálfur og hjálp-ar- laust standa fyrir sínu í næstu tilveru. Og hér skaltu kv-addur, Sig- urður fshólm. Ég og fölkið mitt hrósum happi að hafa kynnzt þér. Og við þökkum þér vináttu þína. Már Kristjónsson. sjálf hafði skorið þeim helzt til þröngan staikik. Og það er trúverðuigur vitnisburður um hjartalag Si-gurðar íshólm, hvað böm hænduist skilyrðis- laust að honum, er mér þar ekiki sízt í minni hvað lítil stúlka, Sigurði óvand-abundin, sem um nokkurt skeið bjó í Heima og að Sea-ski sólaráburður, Adrett hárkrem og heiman Adrett hárlagningarvökvi. skjóli hans. f-agnaði innilega þegar hann k-om heim. Og hvað þau fögnuðu bæði. Kynnj mín við þennan látna heiðursmann hófust ekki fyrr en liðið var á ævi hans. En þá réöist hann til starfa í Út- vegsbanka f silands, sem hann, Söluumboð: FARMASÍA H.F. — Sími 25385.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.