Þjóðviljinn - 01.08.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.08.1970, Blaðsíða 10
J Q SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 1. ágúst 1970. JULIUS BARK: SEM LINDIN 12 Óli leit upp og horfði grun- semdaraugum á Peter. En það hafði ekfci verið hæðni í rödd Peters, hvorki hæðni né lygi til að fá hann til að halda áfram. Hann sá alvarlegt andlitið á Pet- er, leit á það sem staðfestingu og uppörvun. — Ég gekk nær og sneri kroppnum við, sagði Óli lág- róma. — Tók í öxlina og rykkti í. Andlitið var á kafi í f'orar- svaðinu, eins og forin hefði sog- að það til sín. Sá galopin, tóm augu Cæsars sem honfðu beint í gegnum mig, munninn á honum sem jafnvel í dauðanum var hálfopinn og forarvaitjnið lak úr munnvikunum. For á enninu, for í skeggbroddunum, for í auga- brúnunum. Ég sleppti takinu á öxlinni og andlitið hlunkaðist niður í bleyt- una aftur, það heyrðist dynkur þegar vatnið tók við því aftur og sendi frá sér notkikrar loft- bólur. Síðan hljóp ég af stað eins og óður maður Óli reis á fætur, burstaði af buxunum sínum og gekk af stað upp haUann í átt að veginum. Peter fylgdi á eftir í nokkiurra metra fjarðlægð, leit betur á tjörnina, sem hann þekkti svo vel atf myndunum. ÓU stanzaði á veginum og sneri sér við. — Hvað hefðir þú gert? spurði -hann. — Eftir þessa uppgötvun, áttu •við? sagði Peter spyrjandi. — Já sagði Óli. — Hefðir þú líka ætt af stað eins og vitlaus maður? — Sennilega. Annars er erfitt að vita hvemig maður brygðist við undir slíkum kringumstæð- um — Fóikið þóttist að minnsta kosti vita hvemig ætti að bregð- ast við, sagði Óli og vottaði fyrir beiskju í rómnum. — Hvaða fólk? EFNI SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Sími 42240. Hárgreiðsla — Snyrtingax. Snyrtivörur. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Eaugav. 188 m. hæð (lyfta) Simi 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68. — Lögreglan. Rannsóknarlög- regluþjónninn. Hann spurði mig fimmtíu sinnum hvers vegna ég hefði hlaupið heim til mín og ekki til Fagerkvists. Já, það er Fagerkvist sem á býlið héma uppfrá, fimm mínútna gang héðan. En hvemig átti ég að muna eftir því? Eins og mér var innanbrjósts? — Þú hefur þá hlaupið heim? Óli kinkaði kolli og gekk af stað í áttina að trjágöngunum. — Furðuiegt, sagði hann. — Það er næstum eins og ég sé að lifa þetta allt upp á nýtt. Ég get sagt þér að ég hef ekki komið hingað síðan þetta gerðist. Efcki í eitt einasta skipti. — Hve lengi ertu að komast héðan og heim til þín? spurði Peter. — Kannski tuttugu mínútur, sagði Óli. — Stundanfjórðung ef maður hleypur. Sennilega var ég enn fljótari þá, ég veit það ekkl Ég var að minnsta kosti kominn heim klukkan náfcvæm- lega níu. — Ég veit það, sagði Peter. — Veiztu það? Hvernig get- urðu vitað það? — Lögregluskýrslan. Já, fyrir- gefðu, Óli. Ég hef kynnt mér skýrslumar frá réttarhöldunum. Það er eins gott að þú fáir að vita það stax. — Til hvers þarf ég þá að vera að segja þér þetta? Þú veizt allt. — Kannski til að ég fái svolít- ið kjöt á beinin, sagði Peter og hló víð. — Það var ekkert minnzt á svaninn í skýrslunum. Óli gekk þögull. Þeir voru komnir inn í trjágöngin milli stórra, grófgerðra álmtrjáa sem gróðursett höfðu verið fyrir nokk- ur hundruð árum af þáverandi eiganda býhsins bakvið tjarnim- ar. Ef til vill hafði það verið sýndarmennska, þvi að býlið var ekkert óðal, gat varla talizt herragarður. Fagerkvist stóð sj'álfur fyrir búskapnum, átti góðan vélakost og fékk mann- hjálp við uppskeruna. — Þekktirðu Ström lögreglu- þjón áður? spurði Peter. — Já, sagði Óli. — Við þekkj- umst vel. Það er ágætis náungi. Við stóðum oft saman við Axar- vatn og veiddum þar. Já, hann hefur Mka heimsótt mag ntnkkr- um sinnum í hjáleiguna. — Og var það hann sem svar- aðd? — Já, hann trúði mér ekiki fyrst í stað. Ég var ringlaður og stamaðd eitthvað alveg óskilj- anlegt, hann gerðd ekki annað en hlæja. En eftir nokkra stund varð hann alvarlegur og fór smám saman að gera sór ljóst, að Gæsar var dáinn í raun og veru og lá þama í tjöminni. Og þá tók hann við sér. Ég fékk fyrir- mæli um að vera kyrr heima og bíða, fara ekki út, hringja ekiki í neinn, biða bara þangað til hann létí aftur frá sér heyra. Hann varð að gera rannsófcnar- lögreglunni í borginni aðvar' sjálfur gat hann ekfci gert annað en fara út að tjöminni. — Og þú beiðst? Óli kinkaði kolli og brosti- Það var léttir að hann skyldi brosa. Niðri hjá tjöminni hafði Óli verið yfirspenntur og tauga- óstyrkur. Nú var, tjömin að baiki og óróleikinn á bak og burt. Hann hló. — Ég verð að segja þér frá einu, sem hvergi hefur staðið í skýrslu, sagði hann. — Ström er yfirleitt kallaður Strömpóili, hann heitir reyndar Vemer að skírn- amafni og er einhver yfirmaður, að ég held. En hann var kominn í þjónustuna þegar það var fínt að vera ,,pólití“, hann heldur fast við það og hefur stundum kynnt sig sem Strörn pólití og fyrir bragðið kallar almenningur hann Strömpóla. 8. Trjágöngin að Hindrunamesi eru meira en k.flómetri að len.gd, þráðbein og heldur leiðinleg að ganga eftir. Peter fann að hann var að fá hælsæri, en hann sagði ekkert tíl að truifla Óla ekki í frásögninni. Óli var nú kominn vel á veg og hann virt- ist eiga aiuðveldara með að taila um þetta þegar búið var að segja frá fundi Uksdns. Hann sagði firá biðinni eftír samtalið við Strömpóla, hvemig hann stikaði um stofuna sína án þess að geta tekið sér neitt fyrir hendur. Honum datt- í hug að hringja í Lisbet unnustu sína, en hætti við það, vildi ekkd gera hana hrædda. Og allan tímann sá hann fyrir sér myndina aí leirugu, líflausu andlitinu á Cæsari. Hann skrúfaði frá útvarpinu, gat ekki einbeitt sér að því að hlusta, en þessi framandi rödd sem þuldj einlhivers konar erindi, var eins konar félagsskapur og hann leyfði hennd að tala. Á meðan hringdi Strömpóli í rannsóknarlögregiuna í borginni. Peter Ullman mundi það úr skýrslunum: Bernhardsson saka- málafulltrúi var á vakt. Hann var ferðbúinn þegar í stað og var korninn til Hindrunamess eftir hálftíma. Hann ók beint að tjöminni þar sem Strömpóli þeið, framkvæmdi flýtisrannsókn á staðnum og fékk síðan mönnum sínum verkefni. Héraðslæknirinn var kallaður á vettvang tíl að gera bráða- birgðaathugun á líkinu, ljós- myndari lögreglunnar sem verið hafði með í ferðinni gerði það sem honum bar og báðir hinir lögregluþjónarnir í Hindrunar- nesi, Strand og Frösell, fengu fyrirmæli urn að standa vörð á staðnum um nóttina. Síðan settust Strömpóli og Bernhardsson upp í svairta lög- reglubílinn og beygðu inn á ó- sléttan veginn að hjáleigu Óla Lindell. Óli sá ljóskastarana og gefck út á tröppurnar. Hann fann til léttís, var sárfeginn því að ein- hver skyldi loksins koma. Strömpóli kynnti Bemhardsson. fyrir honum og heilsaði sjálfur, ef til vill kuldalegar en hann var vanur. En sáðan var það Bernhardsson sem tók við stjóm- inni, Strömpóli stóð álengdar, stóð reyndar bakvið Bemhards- son meðan á yfirheyislunni stóð, mijög prúður og virðu egur, en deplaði augunum nokfcrum sinn- um til Óla líkt og. til uppörv- unar. Bernhardsson var svo sem hálffimmtugu.r, stfllilegur og manneskjulegur náungi sem hatfði róandd áh-rif á Óla. Hann spurði lágum rómi og stundum virt- ist hann næstum kæruleysisleg- Hver býður betur? Það er hjá okkur sem þið getið fengið AXMINSTER teppi með aðeins 10% útborgun. AXMINSTER — annað ekki. ANNAÐ EKKI Grensásvegi 8 - Laugavegi 45 B sími 30676. - sími 26280. Minningurkort ¥ Akraneskirkju. ¥ Borgarneskirkju, ¥ Frikirkjunnar. ¥ Hallgrimskirkju. ¥ Háteigskirkju. ¥ Selfosskirkju. V Slysavarnafélags íslands. ¥ Barnaspítalasjóðs Hringsins. ¥ Skálatúnsheimilisins. & FjórðungssjúkrahússinB á Akureyri. ¥ Helgu ívarsdóttur, Vorsabæ. ¥ Sálarrannsóknarfélags íslands. ¥ S.Í.B.S. ¥ Styrktarfélags vangefinna. ¥ Maríu Jónsdóttur, flugfreyju. ¥ Sjúkrahússjóðs Iðnaðar- mannafélagsins á Selfossi ¥ Krabbameinsfélags íslands. ¥ Sigurðar Guðmundssonar, skólameistara. ¥ Minningarsjóðs Ara Jónssonar, kaupmanns. ¥ Minningarsjóðs Steinars Richards Elíassonar. ¥ Kapellusjóðs Jóns Steingrímssonar, Kirkjubæjarklaustri. ¥ Blindravinafélags íslands. ¥ Sjálfsbjargar. ¥ Minningarsjóðs Helgu Sigurðardóttur skólastj. ¥ T íknarsjóðs Kvenfélags Keflavíkur. ¥ Minningarsjóðs Astu M Jónsdóttur, hjúkrunark. ¥ Flugbjörgunarsveitar- innar. ¥ Minningarsjóðs séra Páls Sigurðssonar. ¥ Rauða kross Islands. Fást í Minningabúðinni Laugavegi 56 — Simi 26725. HARPIC er Ilmandi efni sem hreinsar saleraisskálina og drepur sýkla Húsráðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMÁR J. H LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.h. IH!l!!H!Í!l!!!il!ll!!!S li!iil!i!l!!!!l!!!!i!!!l!!!!i!i!!!!!!t!!!!!i!!!!!Ílit!U!!!!!U!l!!!! !i!!lUÍ!!!liÍ!!Íll!!i!!!!ii!!!ll!l!! jl|!l|lil D HEFUR TEPPIN SEM HENTA. YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS- BRAUT 10 * SÍMI 83570 f JHlsíliiiliSliHuiniiiiiiíÍiÍ:: mmniiimmfHHHfiSiiHHnnminuiHSníiiiiisunmiiiSslHítitfnif BÍLASKOÐUN & STILUNG Skúlagötu 32 MOTORSTILLINGAR Dömusíðbuxur — Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur — Laugavegi 71 — sími 20141. SÓLÓ-eidnvéiur Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum staerðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. VARAHLUTAÞJÓNUSTA. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVÉLAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 - Sími 33069 Volkswageneigendur Höfum fyrirliggj andi BRETTl — HURÐIR — VÉLALOK og GEYMSLULOK á Volkswagen 1 allflestum litum. — Skiptum á einum degj með dagsfyrirvara fyrir ákveðið veirð - REYNIÐ VIÐSKIPTIN. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25. — Sími 19099 og 20988, Auglýsingasíminn er 17 500 ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.