Þjóðviljinn - 27.09.1970, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.09.1970, Blaðsíða 7
Sunnudagur 27. septemíber 1970 — ÞJÓÐVIUINN — SlÐA J DANÍEL DANÍELSSON, læknir, Neskaupstað: TÆKNIN 0G LANDIÐ Danícl Daníclsson Páir atburðir munu hafa valc- ið meiri athygli hérlendis á síðustu vikum en sá verknaður Þingeyinga, að rjúfa stíflu Lax- árvirkjunar í Miðkiviísl við Mý- vatnsósa. Ýmsum mun virðast svo sem hér sé um ofur einfalt mál að ræða: „Hópur fólks hefur að yfirlögðu ráði vaidið spjöllum á mannvirkjum í annara eigu. Hér er því um augttjóst lögbrot að raeða, sem verðskuldar refs- ingu sarnkv lögum“. Þeir munu þó vera marigir, sem líta öðrum augum á þetta mái, og telja, að e£ dýpra er skyggnzt sé eðli þessa atburðar allt annað en virðast kann við fyrstu yfirsýn. Ef við beinum huganum að viðureign Þingey- inga við Laxárvirkjunarstjóm og ytfirvöld raforkumála í land- inu, svo og sjálft ríkisvaldið, þá vakna vissulega ýmsar spumingar, sem kalla á svar, og ýmislegt, sem áður virtist ein- falt fer að orka tvímælis. Lítum fyrst á hin skráðu lög. Em þau látin ganga jafnt yfir alla í oltkar þjóðtfélagi? Hvemig hefiur lögunum t. d. vecið beitt í virkjunarmálum okikar yfirleitt? Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem landeigendur mótmæla virkjun. Mér er eíkld kunnugt um, að í eitt einasta skipti hafí tá-llit verið tekið til slífcra mótmæla. Hátfcurinn mun yfiríeitt hafa verið sá, að verkfræðingar hafa hannað virfcjun á einhverjum stað, og síðan hefur hún verið reist án nokkurs tillits til þess, hverjum spjödluim hún kunni að valda. Ekki er mér kunnugt um, að í nokkru tilfólli hafi farið fram vísindalegar rannsóknir á áhirif- um þessara mannvirkja á um- hwerfið. Vissulega mæla lög svo fyrir, að réttur einstaklingsins skuli víkja, er almenningsheill krefst. En getur ek'ki otft orkað tvímælis, hvort almenningsheill kreíst ákveðinnar framkvæmd- ar eða ekfci? Augljóst virðist, að öll mannvirkjagerð, sem veldur spjöllum á eignum manna, og framkvæmd er þrátt fyrir mót- mæli þeirra, er Mut eiga að máli, sé ólögleg, nema fyrir liggi óyggjandi rannsóknir, er sanni, að almenningsiheill krefj- ist þess, að mannvirkið sé reist. t>ví blasir sú staðreynd við, að allar frekari virkjunar- framkvæmdir við Laxá séu a. m. k. ennþá algjör lögleysa, þar eð vitað er, að enn liggja engar niðurstöður slíkra rannsókna fyrir. Þvert á móti virðast sterfc rök benda til, að almennings- heill krefjist þess, að állar slík- ar framfcvæmdir verði bann- aðar. Það virðist all áberandi, hve tregir við Islendingar erum til að veita stuðning þeim sem órétti eru beittir alf opinberum aðilum. Við eigum það til að þvarga um það í kunningjahópi eða á vinnustað, hvílíku ofbeldi beitt hafi verið gegn bessum eða hinum. En sé' minnzt á raun- hæfan stuðninf! við fórnaríamb- ið, stingur hver hcfðinu í barm sér. í þeirri baráttu, sem Þing- eyingar nú heyja til verndar mestu verðmætum í héraöi sínu, ern þeir Islendingar alltof fáir, sem orðið hafa til þess að veita þeim að málum á opin- berum vettvangi. Veldur það hvað mestri undrun, að sam- tök bænda um land allt skuli ekki hafa risið upp til stuðn- ings stéttarbraeðrum sínum. Þetta tómlæti er þeim mun sárara sem Þingeyingar eru hér að verja hagsmuni þjóðarinnar allrar. HUGLEIÐING UM LAXÁRMÁLIÐ Alkunna er, að Mývatn og Laxá í Þingeyjarsýslu edga naumast sína lfka á jarðkringl- unni, hvað náttúruitöfra snertir. Sterik röfc hníga að þvi, að innan fárra ára verði tekjur af ferðamönnum einn meðal stærstu liða í þjóðarteikjum ofckar. Þá kann svo að fara, að óspillt náttúra þessa landsvæð- is verði ofckiur ísfendingum meira virði en nofckur stór- virfcjun. Einmitt um þessar mundir eru ýmsar af fremstu menn- ingarþjóðum heims að vakna upp við vondan draum, þar sem í ljós heffiur komið, að í stóriðjuæði síðusifcu áratuga eru þær vel á veg komnar með að eyðileggja néttúruvorðmæti landa sinna og gera þau ó- byggileg mönnum. Við íslendingar erum svo heppnir, að enn er náttúra landsins tiltöluiega óspillt, þótt ýmsar blikur séu á loft komnar hin síðari ár Það hlýtur því að vera krafa okfcar í dag, að bannaðar séu allar framkvæmdir, sem hugs- anlega gætu valdið spjöllum á náttúru landsins. Því hefur óspart verið haldið á loft af talsmönnum stór- virkjunar í Laxá, að andstæð- ingar hennar væru afturhalds- seggir, sem berðust gegn raf- væðingu landsins, og þeim um- bótum og lífsiþægindum, er hún skapar. Að sjálfsögðu vita þessir menn sjáltfir, hversu fjarri sanni slíkar fullyrðingar eru. Við Islendingar eigum senni- lega greiðari aðgang að virkjan- legum fallvötnum en flestar aðrar þjóðir. Við höfium úr svo mMu að velja í þessum afnum, að við ættum algjörlega að geta kom- izt hjá því að reisa virkjanir á þeim stöðum, þar sem hætta er á, að þær geti valdið veru- legum spjöllum á náttúruverð- mætum. Það hlýtur þvi að vera algjör krafa allra raiunsærra manna, að í kostnaðaráætlun- um fyrir nýjar virfcjanir verði fiullt tillit tekið til þeirra nátt- úruspjalla, er þær muni hafa í för með sér og áætla raf- magnsverð frá þeim ákveðið í samræmi við það. Að setja ræktað eða rætobanlegt land varanlega undir vatn er sfcierð- ing á nýtilegu landi um alla®>- framtíð Sú skuld, sem við þannig stoínum til verður ekfci afsfcrifiuð á örfáum árum. Hún er varanleg. Sama máli gegnir um rýmun á fistogengd í ár og vötn. Slík spjöll eru því allt annars eðlis en spjöll á mannvirkjum, sem aðeins hatfa takmarkaðan endingartíma, þar sem hér er um endanlegt afsal lands og landsgæða að ræða. Til þess að framkvæma slífct óaflturfcailan- legt afsal lands, hlýtur að þurfa mjög brýnar ástæður. Ástæður, sem örugglega eru ekki fyrir hendi í sambandi við Laxár- virkjun. Að hinu ber að gæta, að Lax- árvirkjun er einkafyrirtæki. Það er engin nýlunda, að hags- munir einkafyrirtækja og þjóð- arheildarinnar fari ekfci saman. I slíkum tilfellum hljóta hags- munir einkaaðilans að verða að víkja. Ég hefi hér að firaman fjallað nokfcuð um náttúruspjöll af mannvirkjagerð, og þá með sérstöku tilliti til Laxárvirkjun- ar. Ef ræða sfcal sérstafclega þann atburð, er Þingeyinigar sprengdu upp stáfluna í Mið- kvísl, virðist augljóst, að tvær meginástæður halfi legið að baki þeim verknaði. Annars- vegar var verið að fjarlægja mannvirki, er Mývetningar töldu, að valdið hetfði alvar- legu tjóni á silungsveiðj i vatn- inu. Hinsvogar var hér mót- mælt í verki öllum frekari að- gerðum, er kynnu að valda náttúruspjöllum á þvi dýrmæta og viðkvæma landssvæði, er hér um ræðir. Þingeyingar hafa með þessari aðgerð, sem og allri hinni ein- örðu baráttu sinni í Laxár- mélinu gjört lýðum ljóst, að ekiki verði lengur þolað, að ó- metanlegum náttúruverðmætum landsins sé óafturfcallanlega fómað á altari blindrar tækni- stefnu. Við nútímamenn liggjum for- feðrum okfcar á hálsi fyrir eyð- ingu skóga landsins. Vafalaust að verulegu leyti vegna kola- gerðar í þégu þeirrar fiábrotnu tæfcni, er beir höfðu yfir að ráða. Forfeður okkar hölfðu þá cildu afsökun, að þeim var nauðugur einn kostur í þess-um efnum. Við nútfmamenn eigum flestra kosta völ og því verður dómur framtíðarinnar um það tjón, er við vinnum landinu, harður og mistounnairtaus. Stjórnmílokkarnir munu notn völd sín til þess ni sviptn menn rnunkæíum kjnrnbótum — segir í ályktun kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi um dýrtíðarmál og kjaramál ■ Samningar um hækkað kaup og um vísitölutryggimgu launa duga skammt, ef á alþingi og í ríkisstjóm ráða þeir flokkar, sem þar hafa ráðið undanfarin ár. Völd sín á alþingi munu þeir nota til að ógilda í fra’mkvæmd allar raunverulegar kjarabætur launafólks. — Meðal annars á þessa leið er komizt að orði í ályktun aðalfundar kjör- dæmisráðs Alþýðubandalagsins á Austurlandi um dýrtíð- ar- og kjaramál. Ályktunin er birt í heild hér á eftir. „Kjördæmisréðisifundiur Al- þýðuibandalagsins í Austur- landskjördæmj haldinn á Fá- skrúðsfirði dagana 5. og 6. sept- ember 1970 telur, að sú þróun, sem orðið hefir í verðlagsmál- um á liðnu sumri, sé hin háskaiegasta og beri auigljósan vott um getu- og viljaleysi rik- isstjómarinnar til að hafa stjóm á efnahaigsmálum þjóðarínnar. Stjórnvöld bregðast skyldu sinni Hver verðhækkunin hetfir rekið aðra. Rafmagn hefir hætokað, ölíur hafa hækkað, flutningsgjöld hafa hækkað, allar helztu nauðsynjavörur hafa stórihækfcað, flest þjón- ustugjöld hafa hætokað og nú síðast hefir verið tilkynnt stór- felld hækkun á öllum landbún- aðarvörum. Verðhækkanir þessar verða á engan hátt skýrðar sem eðli- legar afleiðingar af þeim kaup- hækkunum, sem samið var um í sumar á milli verkalýðisfé- laganna og aitvinnuretoenda. Þær kauphækkanir, sem þá var samið um, vtcru sannigjamar og óhjákvæmilegar vegna þeirrar kj araskerðingar, sem áður hafði átt sér stað Ljóst var, að stjórnvoldum landsins bar skylda tíl, að af- loknum hinum nýju kaup- gjaldssamningum, að setja skorður gegn öllum óeðlilegum verðhækfcunum og gera þannig ráðstafanir til að tryggja þá samninga, sem gerðir höfðu verið og stuðla að fiestu og öryggi í atvinnulifi landsins. Stjómvöldin hatfia brugðizt þessari skyldu. Þau hafia sjálf gengið á undan með verð- hækkanir og efckert gert tíl að kioma f veg fyrir stóraukna dýrtíð. Af hverju kosningar í haust? Engum getur blandazt hugur um, að tillögur Sjálfstæðis- flokksins um aö flýta Aliþingis- kosningum, voru í bednu sam- hengi við ástandið, sem er að skapast í efnahagsmálum vegna dýrtíðaröldunnar miklu. Foringjar Sjélfstæðisflokksins hugsuðu sér að komast fyrst í gegnum kosningar Og síðan átti að beita sömu gömlu ráð- unum og áður gagnvart launa- fólki, banna vtfsitölulbæbur á laun, fleUa gengið eða endur- heimta af vininandi fólki með öðrum hætti umsamdar kjara- bæbur. Reynsla urtdanfarandi ára og sú þróun, sem orðið heör í sumar í verðlagsmálum, ætti að hafia sýnt öllu launafóilM, að það verður að standa betur saman en það hefir gert á stjómmálasviðinu. Samningar um hækkað kaup og um vísitölutryggingu launa duga skammt, e£ á Alþingi og í ríkisstjóm ráða þeir fldkkar, sem þar hafa ráðið undanfarin ár. Völd sín á Alþingi munu þeir nota tíl að ógilda í fram- kvæmd allar raunverulegar kjarabætur launafólitos. Aðeins Alþýðu- bandalagið Alþýðubandalagið er forystu- floktour vinnandi fóilks til sjév- ar og sveita. Það stendur við hlið stéttarfólaganna í kjara- deilum og það eitt stjómmála- fiokka stendur öruggan vörð um hagsmunamái alþýðufólks á Alþingi. Allt vinnandi fólk, verfca- menn, sjómenn, bændur og annað launafólk, verður því að efla ainn fflokik — Aiþýður bandalagið — það er eina ráð- ið til að tryggja varanlegar kjarabætur, eina ráðið til að koma í veg fyrir óeðlilegar verðhæfckanir, eina ráðið til að tryggja, að unnið verði eftir áætlun að atvinnuiegri upp- byggingu í landinu og þannig lagður grundvöllur að bættum lífskjörum“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.