Þjóðviljinn - 09.12.1970, Síða 4

Þjóðviljinn - 09.12.1970, Síða 4
4 SlÐA —- ÞJÖÐVTLJINN — Miðviteu<iá3tif 9. desemiber 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandl: Otgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjóri: EiSur Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson, SigurSur GuSmundsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Fréttastjóri: SlgurSur V. FriSþjófsson. Auglýsingastjórf: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiSsla, auglýsingar, prentsmiSja: SkólavörSust. 19. Siml 17500 (5 línur). — AskriftarverS kr. 195.00 á mánuSl. — LausasöluverS kr. 12.00. Alvarleg staðreynd m er unnið að því að ganga frá fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar eins og annarra bæjarfélaga í latndinu. Þegar frumvarp var lagt fram að fjár- hagsáætlun ársins 1971 á fundi borgarstjómar í síðustu viku kom fram, að fyrirsjáanlegur er veru- legur samdráttur í framkvæimdum borgarinnar á næsta ári, sem hefur í för með sér minni atvinnu og síðan afturför á þeim þáttum borgarmála, sem harkalegast verða fyrir barðinu á niðurskurðar- stefnunni. Það kemur ennfremur til ftádráttar á fnamkvæmdapeningum borgarinnar, að borgar- sjóður verður á næsta ári að greiða verulegar fúlg- ur í afborganir og vexti af lánum, sem borgar- stjóri hefur tekið til þess að vega upp á imóti aukn- ingu rekstrarútgjalda á þessu ári, þ.e. umfram 'fjárhagsáætlun yfirstandandi árs. Er nú talið að lántökur borgarsjóðs á þessu ári nemi nær 200 miljónum króna, að meðtöldum þeim peningum sem borgarsjóður greiðir til kaupa á togurum handa einkaaðilum í Ögurvík h.f. jgn öll eru þessi vandamál borgarinnar til. kom- in vegna stjórnarstefnunnar, og það er alvarlegt mál, þegar meirihluti borgarstjómar undir for- ustu borgarstjórans sættir sig við þá stjómarstefnu sem þannig leikur hag borgarbúa. Meirihlu'ti borgarstjómar hefur í öllum stærri málum sætt sig við afarkosti stjórnarstefnunnar og nú hefur sjálfur borgarstjóri tekið það að sér að verða einn af aðaltalsmönnum stjómarstefnunnar í kosning- unum, en hann mun að líkindum skipa efsta sæt- ið á lista Sjálfsfæðisflokksins í alþingiskosning- unum. Þannig verða flokkshagsmunir Sjálfstæðis- flokksins enn um sinn settir ofar hagsmunum allra borgarbúa — svo hefur raunar lengi verið gert, en það er mál til komið að borgarbúar veiti þeirri alvarlegu staðreynd atihygli. Því ekki að reyna? j£onur fjölmenntu á áheyrendapalla borgarstjórn- ar í síðustu viku, þegar rætt var um tillögu Öddu Báru Sigfúsdóttur um dagvistunarstofnanir. Á- stæðan til þessa mikla áhuga kvenna á tillögunni var skiljanleg vegna þess að hefði hún verið sam- þykkt hefði það þýtt stefnubreytingu í dagvistun- armálum í Reykjavík, þannig að giftir foreldrar með eðlilegar heimilisaðstæður hefðu getað feng- ið böm sín vistuð á dagvis’tarheimilum. Jafnframt gerði tillaga Öddu Báru ráð fyrir því að greitt yrði fyrir dagvistun í sambandi við vinnustaði og for- eldrar sem útveguðu húsnæði til dagvistunar sjálfir nytu einnig fyrirgreiðslu af hálfu borgar- innar. Það er til marks um þröngsýni íhaldsmeiri- hlutans í borgarstjórn, að þessari tillögu var hafn- að, en áhugi kvennanna sem fjölmenntu á áheyr- endapallana bendir til þess, að imálið eigi hljóm- grunn og það hefur komið í ljós áður, að unnt ér að þoka málum áleiðis með því að beita mætti samtaka þrátt fyrir íhaldssama stjórnendur. Því ekki að reyna? — sv. Minning Jón Gunnar Þórðarson símaverkstjóri frá Siglufirði Fæddur 16. des. 1935 — Dáinn 26. nóv. 1970 Þeir deyja ungir, sem guðim- ir elska. Sé það rétt, sem þetta máltæki segir, hefur Jón Gunn- ar Þórðarson verið einn í hópi þeirra, sem elsteu og náðar hafa notið í rikum mseiti hjá giuði sán- um. I blóma lífsins, hraustur og hamingjusamur, er hann svo sikyndilega og öMum á óvart hrif- inn af lífsis braut. Það er svo ein af hinum torráðnu gátum tilverunnar og ofar mínum skilningi, hvern tilgang algæzk- an sér í þessu, sem svo þung- an harm kveður að ungri eigin- konu, þrem börnum og öðrum nákomnum skyldmennum. Jón Gunnar Þórðarson var fæddur 16. des. 1935, sonur hjónanna Sigríðar Aðalbjörns- dóttur og Þórðar Jónssonar, símamanns. Ef segja má með sanni um nókkum mann, aðhann hafi vaxið upp í lífsstarf sitt, þá var það Gunnar Þórðarson. Hann mun hafa strax í bemsku fylgt föður sínum eftir og kynnzt sförfum hans, byrjaði sem unglingur að vinna í síma- vinnu og síðan að tatea æ virk- ari og ábyrgðarmeiri þátt í störfum. Hann stundaði vinnu og nám í Reykjavfk um nokteurt skeið og lærði símvirkjastörf, jarðsímalagnir o.fl., og sótti síðan námskeið sér til aukinnar fræðslu. Sem áður segir nam Gunnar verklega kunnáttu mest af föð- ur sa'num, og þegar hann féll frá tók hann við störfum hans, og var skipaður símaverkstjóri frá 1. otet. 1964. Gunnar naut álits sem góður verkstjóri og var verksvið hans oft ærið víðfemt, því að á sumrin var hann með vinnu- floktea sína inni um Skagafjörð, í Ólafsfirði og jafnvel víðar. Hann var mjög samstarfsgóður maður, hjálpsamur og viljugur að leysa vanda samborgaranna, eftir því sem aðstaða hans leyfði. Að eðlisfari var Gunnar jafn- lyndur maður, kíminn og góð- samur svo sem faðir hans var. Hann var listelskur, hafði yndi af tónlist og söng, var áhuga- samur og starfandi félagi í Karlakórnum Vísi. Skíðamaður var hann góður og starfáði lengi og \el í Skíðafélagi Sigiu- fjarðar. Hann var einnig virkur félagi í Lionsklúbb Siglufjarðar og í Bridgefélagi Siglufjarðar. Þegar Gunnar skrapp út á Sauðanes fimmtudaginn 26. nóv. s.l. til að kveðja vin sinn og samstarfsmanns og að ganga frá loftskeytastöðvarhúsinu þar að lokinni viðgerð á tætejabúnaði, hvarflaði ekki að neinum að sú ferð yrði í nokkru frábrugðin öllum fyrri ferðum hans, svo margar sem þær voru orðnar á þann stað. Því teom fregnin um hið hörmulega slys eins og reið- arslag yfir vini og samstarfs- fólk. Við trúðum þvi tæpast að fregnin væri sönn„ að vindhviða hefði feykt símabílnum af veg- inum og þar með lífi vinar og félaga af braut. En svona er mjótt bilið milli lífs og dauða, svo skjót geta umskiptin orðið. Jón Gunnar Þórðarson var kvæntur æskuvinu sinni, élsku- legri og ástríkri konu, Guðnýju Hiílmarsdóttur, og áttu þau þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku, öll myndarleg og vel gefin og falleg- böm. Þau höfðu búið séF yndislegt heimili og voru hvort sem annað umhyggjusöm um heimilið og samhent í uppeldi bama sinna. Enginn veit né skiiur hvílíkur missir það er, sem þau fjögur hafa nú orðið fyrir. Hugljúf minning um elsteulegan bernskuvin og eigin- mann, og ljúfan föður er þó harmabót, ylur, sem lengi mun verma. Minningin um Gunnar Þórð- arson mun verða mér og öðrum starfssystkinum hans hér góð og fögur. Ég votta eiginkonu hins látna, bömum hans, móður og stjúp- föður, systkinum og öðrum vandamönnum mína hjartanleg- ustu samúð. Orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getr. E. M. A. JÓN ÓSK71R H6RN7ÍMS7ÍR7ISOLD MINNI57ITRIÐI UM LÍF SK7ÍLD7I OG LIST71M7INN71 í R6YKJ71VÍK í þessari bók rekur Jón Óskar minningar sinar um rithöfunda og bókmenntalíf höf- uðstaðarins f beinu framhaldi af bókinni FUNDNIR SNILLINGAR, sem út kom á síð- asta ári. Fá lesendur hér „meira að heyra“ um nafnkunna höfunda og ýmsar hræringar í bókmenntalífi, sem höfundur kann frá aö greina. — Fyrri bók Jóns var vel tekið, eins og eftirfarandi tilvitnanir sýna: „Allar... Iýsingar eru yljaðar hófsamri kímni, og fordómaleysið virðist vera aðal Jóns Óskars ... ég hef ekki iesið bók mér til meiri ánægju ... á þesari vertið ... ísmeygilega og stórvel skrifuð ... borin uppi af hinum beztu höfundarkostum ... Hún mun veita mörgum óblandna ánægju.“ Andrés Kristjánsson „Fundnir sniilingar er þægileg bók, skemmtileg aflestrar ... bök, sem vekur forvitni. Hún er með athyglisverðustu bók- um þessa árs. Jóni Óskari ber að þakka fyrir hreinskilnina." Jóhann Hjáimarsson „Einiægni Jóns, ást hans á fjöiskyidunni, skilningur á smatímanum, án dóms, frá- sagnargleðin og heiðarleikinn, gerir hann svo notalegan gest.... Éggat ómögulega hætt við bókina fyrr en hún var öll. Því var hún ekki svolítið lengri?“ Kristján frá Djúpalæk „Fundnir snillingar er vissuiega vinaleg og viðfelldin bók. Og það stafar fyrst og fremst af fráságnarþokka Jóns Óskars, ofureinföldum en launkímnum ... Hinn persónuiegi tónn ... er Iöngu orðinn að alveg persónulegum rithætti, frásagnarstíl, S9m Jón Óskar virðist ná á æ meira vaidi." Ólafur Jónsson IÐUNN Skeggjagötu 1 símar 12923,19156 Pantið húsgögnin í eldhúsið tímanlega fyrir jól. Betra fyrir yður, betra fyrir okkur. KRÓMHÚSGÖGN Hverfisgötu 82 Sími 21175.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.