Þjóðviljinn - 09.12.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.12.1970, Blaðsíða 10
JQ SlÐA — ÞJÓÐ'V’ELJJIíir — M$8wl&iKia|gar«. deæmfeee lOTÍ. -a. Aö gi söng Harper Lee: randa fugli 38 — Ég er aö minnsta kosti eldri en herra Findh, sagdi Calpumia og brosti út að eyruim. — Ég veit ekki vel hve mi'klu eldri. Við reyndum einu sinni að rifja ■þetta upp og reikna út hve göm- ul ég gæti verið. Ég man ekki nema nokferuim árum lengra aft- ur í tímann en hann, og ég get þvi ekki verið mjög miklu éldri en hann, með tilliti til þess að karlmenn em aldrei eins minn- ugir og konur. — Hvenær áttu þá afmæli, Kalla? — Ég er vön að halda upp á það á jóladag, því að það er svo auðvelt að muna, — ég á engan alvöru afmælisdag. — Já, en Kalla, sagði Jemmi TflJo&we f / EFNI Sv/ SMÁVÖRUR I TÍZKUHNAPPAR HARGREIÐSLAN - -y | Hárgreiðslu- og snjrrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18 HL hæð (lyfta) Simi 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMl 33-9-68 2'A 2 SINNUM LENGRI LÝSING neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo iangan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 hugsi. — Þú sýnist ©kki nándar nærri eins gömul og Attieus. — Svertingjar eldast öðru vísi en hvítir menn, sagði hún. — Kannsfei er það vegna þess að þeir kunna ékki að lesa, ha? Kalla, varst það þú sem kenndir Zeebo að lesa? Zeebo var elzti sonur Calpum- iu. Ef ég hefði • nokfcurn tíma hugsað um það, hefði ég átt að geta gert mér Ijóst að Calpurnia gat ekki verið neitt unglamb: Zeebo átti sjálfur stálpuð böm. En mér harfði aldrei dottið í hug að brjóta heilann um það. — Kenndirðu honum þá eftir staErófskveri eins og við gerum? spurði ég. ^ — Nei, það gerði ég reyndar ekfci. Ég lét hann pæla gegnum eina síðu í biblíunni á hverjum degi og svo var líka bók sem ungfrú Buford kenndi mór að lesa í. Getið þið gizkað á hver gaf mér þá bók? Það gátum við auðvitað ekki og Calpumia sagði: — Það var reyndar hann Finch afi ykkar, sem gaf mér hana. — Kemuir þú þá utan frá Höfða? spurði Jemmi. — Þú hef- ur aldrei sagt okkur það! — Já, það geri ég reyndar, ungi herra Jemmi. Ég ólst upp þar út frá milli Bufordeignar- innar og Höfða. Alla mína ævi hef ég unnið fyrir Finch og Buford-fjölskyldumar og ég fHuttist ekki til Maycomb fyrr en daginn sem pabbl ykkar og mamma giftust. Ég hafði aldrei gert mér Ijóst, að Calpumia lifði eigimlega tvö- földu lífi. Það kom næstum flatt upp á mig að hún skyldi líka eiga sér líf utan hússins okkar og ætti sér fortíð. sem var óháð okkur — að ég tali nú ekki um að hún virtist tala að minnsta kosti tvö tungumál. Ég spurði hana: — Kalla, af hverju talarðu niggaramál, þegar þú ert með þínu fólki, þegar þú veizt vel að það er ekki fallegt? — Tja, í fyrsta lagi er ég sjálf niggari, eins og þú segir . . . — Það er ekki þar með sagt að þú þurfir að tala svoleiðis, þegar þú veizt betur, sagði Jemmi. Calpumia ýtti blómskreyttum hattinum aftur á hnakka, kilóraði sér í kollinum og ýtti svo hatt- inum aftur á sinn stað. — Jú, sjáðu til, það er efcki auðvelt að svara þessu, sagði hún. — En ef nú þú og Skjáta töluðuð niggaramál heima hjá ykkur — þá væri það óeðlilegt, er ekki svo? Og hvað finnst ykkur þá um það ef ég talaði eis og hvítt fólk gerir, þegar ég væri heima i kirkjunni minni og innan um nágranna mína? Þeir myndu bara halda að ég væri að gera mig merkilega! — Já, en Kalla,. þú veizt betur, er það ekki? spurði ég. — Það er ekki álltaf nauðsyn- legt að segja allt sem maður veiit, telpa mín. Það er ekki dömuilegt — og auk þess er öðru fólki ekkert um að maður viti meira en það. Það fer bara í fýlu. Maður betrumbætir engan með því að kenna honum að tála fallega; fóTk verður fyrst af öllu að vita það sjálft; ef það gemir það ékkS er bezt að sfceta- þegja eða nttba þess eögið mál ef maður hefiur eittlhvað við það að tala. Mér daitt nokkoíð i hug: — KaHa, sagði ég, — má ég ednhvern tíma heimsæfcja þig — heim til þín á ég við? — Hvenær sem þú váOit, sagði hún. — Það væri mér ánægja að sjá þig. Við vorum nú komin á gang- stéttina fyrir utan Radleyhúsið. — Líttu yfir á veröndina, sagði Jemmi allt í einu. Ég gaut augunum að Radley- húsinu, bjóst hálfpartinn við að sjá vofuna að innan sitja í ról- unní og sóla sig. En rólan var tóm. — Ég er að tala um veröndina ofckar, sagði Jemmi. Ég leit yfir götuna. Einbeitt, va'greif og miskunnarlaus sat Alexandra frænka í ruggustóln- um á veröndinni, rétt- eins og hún hefði setið þar alla sína ævi. 13 — Þú getur sett töskuna mína inn í svefnherbergið, Calpumia, var hið fyrsta sem Alexandra sagði. — Og Jean Louise, vertu ekki að klóra þér svona í höfð- inu. Það var hið næsta sem hún sagði. Calpumia tók þungu töskuna og opnaði dyrnar. — Nú skal ég, sagði Jernmi vikalipur. Ég heyrði hvemig ferðataskan skall í svefnherbergisgólfið. Það var eitthvað endanlegt og óafitur- kallanilegt við þetta Wjóð. — Ertu komin í heimsókn til okkar, frænka? spurði ég. Heimsóknjr Alexöndm frænku frá Höfða vom sjaldgæfar og hún ferðaðist ævinlega með tignar- brag: hún var svo lánsöm að eiga stóra, grænan, ferihymdan Buickbíl og hafði svartan bíl- stjóra,- og- bæði bílstjórinn og bíllinn vom lífshættulega strofcn- ir og fágaðir, en í dag gat ég hvergi nokkurs staðar komið auga á þá. — Br faðir ykíkar ekki búinn að segja ykkur það? spurði hún. Við Jemmi hristum höfuðin í takt. / — Þá hefur hann sjáifsagt gleymt því. Hann er víst ekki kominn heim enn, eða hvað? — Nei, frænka. Hann kemur yfirleitt ekki fyrr en síðdegis. — Nú, jæja þá. En sjáið þið nú til: við komum okfcur saman um það, að það væri tími til kominn að ég byggi hér í húsinu hjá ykkur um tíma. „Um tíma“ gat í Maycomb táknað allt frá þrem dögum og uipp í þrjáibwi ár. Við Jémgm litum hvort á amnað. — Jemnri er á góðri ledð með að verða fullorðinn, og sama er um þdg að segja, sagði hiún við mig. — Þess vegjna töldram við réttast að þú yrðdr fyrir ein- hverjum kvenlegum áhrifum. Þess er ekfci sérlega langt að bíða, Jean Louise, að þú fáir áhuga á fötum og strákum. Ég hefði getað komið með ýmis svör við þessu: Að Kalla hefði óneitanlega kvenleg áhrif. Að það liðu mörg ár áður en ég fengi áhuga á stráfcum. Að ég myndi aldrei fá álhuga á fötum . . . En ég sat á mér. — Hvað um Jimmy frænda? spurði Jemmi. — Kemur hann líka? — Nei, það gerir hann ékki. Hann verður kyrr á Höfða. Ein- hver verður að sjá um rekstur- inn. Um leið og ég sagði: — En saknarðu hans þá ekfci? varð mér ljóst að spumingin var éfcki beinlínis háttvís. Það gat naum- ast skipt miklu máli hvort Jimmy frændi var nærstaddur eða ekki, hann sagði aldrei notokurn skapaðan hlut hvort eð var. Aléxandra frænka lét lika eins og hún heyrði ek'kj spurningu mína. Gg þar með gat ég ékki fundið upp á fleiru að segja við hana. Þannig var það ævin- lega; ég gat aidrei talað um neitt við hana og nú sat ég þama og fór að rifja upp fyrri vandræðasamtöl við hana: Hvem- iig líður þér, litla Jean Louise? Mér líður ágætlega, frænka, hvernig líður þér? Ágætiega, þölck fyTÍr, og hvað hefurðu svo verið að gera upp á síðkastið? Bkki neitt. Tekurðu þér þá ekk- ert fyrir hendur? Nei, frænka. En þú hlýtur að ediga marga vini og vinkonur? Já, frænka. Já, en hvað eruð þið þá að gera? Ekiki neitt. Það var enginn vafi á því að frænka áleit mig vera ólýsanlega hvimleiða mannveru og ég hafði sjálf heyrt hana segja við Atti- cus, að ég væri ekki beinlínis skýr eða skemmtileg. Einhver saga leyndist bakvið’ allt þetta, en ég var ékfci í skapi til að reyna að hafa hana uppúr henni þennan dag. 1 dag var sunnudagur og Alexandra frænka er sérlega geðstirð á sunnudög- um. Ef til vill var það sunnu- dagslífstykkið sem gerði það að vertoum; eiginlega var hún ekiki sérlega feit, en hún var þétt- holda og hún hafði kosið að ganga í brynju sem ýtti barm- inum á henni uppúr öllu valdi, ýtti henni inn í hliðunum en igaf bakhlutanum lausan taum- inn, svo að það var engu líkara en Alexandra frænka væri frá riáttúrunnar hendi hugsuð sem stundaglas. Hún var yttínþyrm- andi á að líta. Úrval FRiMERKJAMIÐSTÖÐIN Skólavörðustig 21 A Sími 21170. HAZE AIROSOL hretnsar andrúmsloftið á svipsfnndn Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi BRETTl — HTJRÐIR — VÉLALOK og GEVMSLULOK á Volksrwagen i allflestum litum. — Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. — REYNIÐ VIÐSKIPTIN. Bflasprautun Garðars Sigtnundssonar, Skipholti 26 — Sími 19099 og 20988. Röskur sendill óskast hálfan eða allan daginn. Þarf að hafa hjóL ÞJÓÐVILJINN. — Sími 17 500. Indversk undraveröld Vorum að taka upp margt fagurra og sér- kennilegra muna frá Austurlöndum fjær, m.a. útskorín borð, hillur, fatahengi, vindla- kassa, o.m.fl. Reykelsisker, kertastjaka, ávaxta- og konfektskálar, könnur, blóma- vasa, öskubakka, borðbjöllur, vindla- og sigarettukassa og margt fleira úr messing. Úr rauðaviði: borð, innskotsborð, styttur, vindlakassa, veggmyndir og margt fleira. Frá Thailandi: handofna borðdnka og renn- inga m/serviettum. Einnig útskorna lampa- fætur og Thaisilki. Margar tegundir af reykelsi. Hvergi meira úrval af fögrum, hanðunnum munum, tilvaldra til jóla- og tækifærisgjafa. n» SNORRABRAUT 22. mi q ***„•*„ r n um fifi 3‘2-''srQ,r> H- ís Tökum að okkur breytingar, viðgerðir og húsbyggingar. Vönduð vinna Upplýsingar í síma 18892. JOLASKYRTURNAR í miklu og fallegu úrvali. PÓSTSENDUM. Ó.L •MJm Laugavegi 71. Sími 20141.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.