Þjóðviljinn - 29.01.1971, Page 10

Þjóðviljinn - 29.01.1971, Page 10
Harper Lee: hwrfliaii i»aft gntomataþrd naeírt nSsesní, gneðnt MttCV- án stMMitsr og Æloídbiað þa/o, og þegair Jemintí gastí afibur fiarið að hogsa, yrði hrtnaa iíka eisns og 'harm eetti að sér. Að granda söngfugli 77 Ég rétti upp höndina, því ad ég mundi allt í einu eftirgömlu kosningaslagorðunum sem Atti- cus halfði einu sinni sagt mér £rá. — Hvað heldur þú að það tákni, Jean Louise? — Jafnrétti handa öJlum, eng- in forréttindi handa neinum, sagði ég. — Frábært, Jean litla Louise! Ungfrú Gates brosti út að eyr- um. Fyrir framan LÝÐRÆÐI skrifaðd hún nú VIÐ ERUM og sagði síðan: — Nú getur allur békkurinn sagt þetta í hóp: Við erum lýðræði! Og við sögðum það. Og ung- frú Gates sagði: — Þama hafið þið allan mis- muninn á Bandaríkjunum og Þýzkalandi. Við erum lýðræði og Þýzkaland er einræðd — Ein- ræð-i endurtók hún. — Hér of- sækjum við ekki fólk. Ofsóknir á sérstökum kynþáttum stafa ævinlega af hleypidómum — hleyp-i-dóm-um, endurtók hún með álherzlu. — t>að er ekki til betra fólk í heimi en gyð- ingamir, og mér er hulin ráð- gáta hvers vegna Hdtler er á annarri skoðun. Fróðleiksfús sál í miðjum bekfcnum spurði: — Af hverju haldið þér að honum sé í nöp við gyðingana, ungfrú Gates? </ EFNI / SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR HARGREIÐSLAN Hárgreiðslu. og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18 III. hæð (lyfta) Síml 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21, SÍMI 33-9-68 VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN T I -kaawur LagerstœrSir miðað við múrop: Haeð: 210 sm x breidd: 240 sm - 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir. smíðeðar oftír beiðni. gluggasmiðjan SíiomúJo 12 - Sfmi 38220 — Ég hef enga hugmynd um það, Henry. Þeir eru hverju samfélagi ávinningur og um- fram allt eru þeir innilega trú- aðir. En Hitler er að reyna að afnema trúarbrögðin, og kannski er það þess vegna sem htmum er í nöp við þá. Cecil upphóf raust sína: — Tja, ég veit auðvitað ekki mikið með vissu, sagði hann,* — en það er sagt að gyðingam- ir víxli peningum eða eitthvað svoleiðis, þótt ég geti ekki skil- ið að þörf sé á að hatast við þá þess vegna — því að þeir eru þó hvítir, er það ekki? Ungfirú Gates sagði: — Þeg- ar þú kemur í menntaskólann, Cecil litli, kemstu brátt aðraun um að gyðingar hafa orðið fyr- ir ofsóknum frá örófi alda og hafa auk þess verið reknir burt úr sínu eigin landi. Þetta er eitt af því skelfilegasta sem hægt er að lesa um í mannkynssog- unni ... Og nú er rétt að taka upp reikningsbæfcurnar, bömin góð. Ég hafði aldrei kunnað að meta reikning að neinu ráði, og það sem eftir var af tímanum horfði ég út um gluggann. Ég hafði aldrei séð Atticus fúlan, nema þegar Elmer Davis sagði nýjustu fréttir af Hitler í út- varpinu, þá slökkti Atticus á útvarpinu í skýndi, gremjuleg- ur á svip og sagði: — Svei att- an! Og þegar ég spurði hann einu sinni, hvers vegna hann sýndi Hitler svo lítið umburð- arlyndi, svaraði hann: — Af því að maðurinn er brjálaður. Ég gat nú ekki komið þessu saman og heim og ég velti þessu enn fyrir mér, meðan bekikjarsystkini mín beygðu sig yfir reikningsbækumar. Einn brjálaður maður og miljónir af Þjóðverjum? Mér fannst endi- lega sem það væri ofurauðvelt fyrir þá að setja hann bakvið rimla, í stað þess að láta hann setja þá bafcvið rimla. Og svo var eitt enn sem hlaut að vera rangt ... Ég ákvað að spyrja föður minn nánar um þetta. Það gerði ég líka, og hann sagðist ekki geta svarað spurn- ingu minni, vegna þess að hann vissi ekki hvert svarið væri. — En er þá leyfilegt að hata Hitler? — Nei, það er það ekki, sagði hann. — Það er efcki leyfilegt að hata nokkra mannveru. — Já, en Atticus, sagði ég, — það er eitt sem ég skil ekki: Ungfrú Gates sagði að það væri hræðdlegt að gera eins og Hitl- er gerir og hún varð eldrauð í framan og . . . — Já, ég get vel ímyndað mér það. — En . . . — Já? — Ekki neitt, Atticus. Og ég dró mig í hlé, því að ég var ekki alveg viss um að ég gæti útskýrt fyrir Atticusi hvað var að brjótast um í mér; ég var ekki viss um að ég gæti komið orðum að því sem var í rauninni ekki annað en til- finning. En kannski gæti Jemmi svarað mér; hann hafði meira vit á skólamálum en Atticus. Jemmi var alveg slituppgef- inn eftir allan vatnsburðinn. fcostí M i 'hniga fyrfar framan núntíð Ihaös við MSðtoa á tnmri — A£ hverju treðurðu svona í þig? spwrði ég. — ÞjáMairinii segir að ef ég geti bætt við ntíg tuttugu og firnm pundum fyrir nassta ár, geti ég orðið með í Hðinu, sagði hann. — Þetta er fljótlegasta að- ferðin. — Já, ef þú gubbar því ekiki öllu aftur upp, sagði ég. — Jemmi, það er délítið sem mig langar til að spyrja þig wn. — Láttu það koma, sagði hann, lagði frá sér bókina og teygði úr fótunum. — Ungfrú Gates er virðingar- verð fcona, er það eldki? — Jú, auðvitað, sagði Jemmi. — Mér líkaði ágætlega viðhana þegar hún fcenndi ofcfcur. — En hún hatar Hitler svó óskaplega . . . — Hvað er athugavert við það? — 1 dag var hún að tala um hve ljótt það væri af honum að fara svona með gyðingana. Jemmi, það er rangt að of- sækja fólk, er það ekki? Ég á við — að hugsa ljótar hugs- anir um aðra — er það ekki rangt? — Hamingjan góða, nei, Skjáta. Hver skollinn gengur eiginlega að þér? — Jú, sjáðu til, þarna um kvöldið þegar við komum út úr dómhúsinu, þá stóð ungfrú Gates og — já, hún gefck á undan okkur niður stigann, en þá sástu hann víst ekki — hún stóð og var að tala við ung- frú Stefaníu Crawford, og ég heyrði hana segja, að það væri bráðum tím-i til kominn að ein- hver kenndi þeim eitt og ann- að, að þeir væru famir að færa sig fulllangt upp á skaiftið, að þið liði víst ekki á löngu áður en þeir færu að halda að þeir gætix gifzt okkur. En Jemmi: hvernig er hægt að hata Hitler svona mikið en ráðast samt að negrunum héma heima . . . Jemimi fébk al-lt í einu reiði- kast. Eins og örskot stötok hann fram úr rúminu, þreif í hnafcka- drambið á mér og hristi mig. — Ég vil aldrei framar heyra mipnzt á . þetta dómihús. Al.drei nokkurn tíma! Skilurðu það? Ha? Og snáfaðu svo út! Ég var alltof agndofa til að gráta. Ég rölti út úr herbergi Jemma og lokaði hljóðlega á eftir mér, svo að ha-nn fengi ekki annað æðiskast. Ég var allt í einu dauðþreytt og hafði þörf fyrir Atticus. Hann sait í setustófunni og ég læddist tdl hans og reyndi að sfcríða upp í fang honum. Atticus leit upp og bnosti. — Þú ert víst að verða full- stór fyrir þetta, telpa mín; ég verð víst að láta mér nægja að leggja arminn utanum þig, sagði hann og þrýsti mér að sér. — Skjáta, hélt hann síðan áfram með lægri röddu. — Vertu nú ekki niðurdregin vegna Jemma. Honum líður ekki allt- of vei um þessar mundir. Ég heyrði til yfckar . . . Atticus sagði svo, að Jemmi gerði sitt bezta til að gleyma því sem gerzt hefði — það leit að minnsta kosti út fyrir það — en hann hefði samt grun um að Jemmi bægði því bara frá sér um stundarsakir og tæbi þaö síðan til meðferðar að nýju, þeg- ar nógu langur tími væri lið- inn. Þá gæti hann yfirvegað það 27 Að mestix fór allit aftur í sama, gamla horfið, rétt edns og Attious hafði saigt fyrir. Um miðjan október gerðist aðeins tvennt óvenjulegt í bæmi-m. Ned, annars, það gerðist þrennt, og að vissu leyti stóð það ekifci í neinu beinu sambandi við oiklkur — Findh fjölskylduna — en að öðru leyti var það n-ú tengit okfcur samt. Það fyrsta sem gerðist var það, að herra Bób Ewell fékk vinnu og missti hana aftur inn- an fárra daga og tókst með því að vinna einstætt afrek í sögu fjórða áratugsins. Hann var eini maðurinn sem ég hafði nokfcum tíma heyrt um sem var rekinn úr atvinnubótavin-nu vegna leti. Ég geri ráð fýrir að hin skammvinna frægð hans í bænum hafi komið af stað enn skammvinnari atorku, enda var hún brátt á enda. Síðan gleymdu allir herra Ewell rétt eins og þeir höfðu gjleymt Tom Robin- son, og hann fór aftur að koma vikulega á framfærsluskrifstotf- una til að sækja ávísunina sína, meðan hann urraði og tautaði. ókvæðisDrð um það, að þessir sfcíthælar sem stjómuðu bænum gætu ekki unnt heiðarlegum manni þess að bafa til hnJfs og skedðar. Ruth Jones, konan á framfærsluskrifstofunni, sagði að herra Ewell ásakaði Atticus fyrir það leynt og Ijóst að hafa svipt hann vinnunni. Hann va-r svo æstur að hann hótaði því að fara á skrifstofuna til Atti- cusar Dg segja það upp í opið geð- ið á honum. Atticus sagði við um-g- frú Ruth hún skyldi engar áhyg-gjur hafa, og ef Bob Ewell héfði hug á að ræða misgjörðir Atticusar við hann sjálfan, þá rataði hann á skrifstofuna til hans. SINNUM LENGRI LÝSING neOex 2500 klukkustunda lýslng við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf BergstaSastr. 10A Sími 16995 m Í8LEÍVZKRA HLJÓMLISTARMAIVWA útvegar ybur hljóðfœraleikara og hjómsveitir við hverskonar tækifæri “ \ * . Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl. I4-I7 LÆKKIÐ ÚTSVÖRIN! PLASTSEKKIR í grindum ryðja sorphinnum og pappírspokum hvarvetna úr vegi, vegna þess aS PLASTSEKKIR gera sarao gogn og eru ÓDÝRARI. feinsun kostar og útsvo»grei3endur stórfé. Hvers vegna ekki a5 lækka þó upphæS? PLASTPRENT h.f. GRENSÁSVEGI 7 Útsalal — Útsala! Geriö kjarafcaup á útsölunni hjá okkur! r O.L. Laugavegi 71. Símd 29141. BILASKODUN & STILLING Skúlagöiu 32. MOTORSTILLINGAR HJOLfiSTILLINGAR L J Ú S A STILLIN G AR Látlð stilla i tima. 4 Fljót og örugg þjónusta. I 13-10 0 Auglýsingasími Þjóðviljans er 17500 GLERTÆKNI Ingélfsstræti 4 Framleiðum tvöfalt einangrunargler og sjáum um ísetningu á öllu gleri. Höfum einnig allar þykktir af gleri. — LEITIÐ TILBOÐA. Símar: 26395 ogf 38569 h. Tökum að okkur breytingar, viðgerðir og húsbyggingar. Vönduð vinna Upplýsingar í síma 18892.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.