Þjóðviljinn - 21.02.1971, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.02.1971, Blaðsíða 14
14 SlÐA — í>JÓÐVIL.JINN — Sunnudagur 21. fcbrúar 1971. Frederik Hetmann ÓÐUR TIL ARA Það fór varla nokfcur svo úr skólanum að hann hofði ekki fengið inn í sig eitthvað af þessu viðhorfi. Þeir sem ein- hvem tíma höfðu verið nemend- ur þama höfðu þá tilfinningu eftirleiðis að þedr væru hluti af sérstöku samfélagi. Jafnvel þótt þeir kæmust seinna að þeirri niðurstöðu að margt af því sem þeir lærðu í skóllanum hefði verið óraunsætt og draumóra- kennt, þá eimdi alltaf efttír af einhverju hjá þeim: andúð á því að traðka á öðru fólki, trú á hið jákvæða, hið „notalega“ í manninum og þeirri trú að maður geti og eigi að gera eitt- hvað til að draga úr eymdinni í heiminum, þeirri trú að það sé undir einstaklingnum komið hvort hægt er að hamla gegn niðurrifsöflunum í heiminum. Ari átti erfitt uppdráttar í skólanum fyrst í stað. Hann kom frá Þýzkalandi og í augum margra nemenda jafngilti það því að hann væri nazisti. Hann hafði ekki fengið neina roglu- lega skólagöngu og í fjölskyldu hans hafði verið töluð jiddiska. Þess vegna talaði hann brengl- aða þýzku. Og hann kunni ekki orð í ensku eða frönsku. Hann gat ekki varizt því að hugsa um örlög foreldra sinna. Honum var ljóst að fullyrðing herra Múgglins um að fullorðna fólkið kæmi seinna var ekki annað en hvit lygi. Honum fannst serh hann hefði keypt freflsi sitt á kostnað móður sinn- ar: hefði hann ekki átt að vera kyrr hjá henni? Þegar hann hafði verið í skól- anu-m í tvo daga fann hann miða á rúminu sínu. Á honum stóð: We don't like nazis here. Hann skildi ekki nema næst- síðasta orðið. Hann fór til fjöl- skylduumsjónarmannsins sem var Wacki enskukennari, Sviss- lendingur frá Genf, og sagði: — Viltu gera svo vel að þýða þetta fyrir mig. Wacki las miðann, vöðlaði hann saman og sagði: — Það er betra fyrir þig aðfá ekki að vita hvað þama stend- ur. — Af hverju? — Þú gætir fengið ótrú á Skólánum í upphafi. m vogue k/ EFNI > SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðsln. og snyrtistofa Steinu og Dódó Langav 18 UL hæð (lyfta) Sírni 24-6-16 Perma Hárgreiðslo- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMl 33-9-68 — Ég vil samt vita hvað stend- ur þarna. — Þeir halda að þú sért naz- isti af því að þú kemur frá Þýzkalandi. Þú verður að reyna að skilja, að það eru margir hér í skólanum sem hafa orðið að þola margt vegna nazistanna. — Hvað finnst þér að ég ætti að gera? — Það er um tvennt að velja. Eiginlega finnst mér þetta of alvarlegt tii að láta það afskipta- laust. En þá ásaka þeir þig ef til vill fyrir að verja þig. Auð- veldasta leiðin er að láta sem ekkert sé, sérstaklega af því að bréfið er nafnlaust. Á hinn bóginn verður að koma þeim í skilning um, að það er ekki hægt að bera neinn svona þung- um sökum á svona léttúðarfull- an hátt. Ef þú getur sætt þig við dálítái óþægindi og uppi- stand, þá skal ég leggja málið fyrir skólaþingið. — Það vil ég ekki. Hver sem niðurstaða þingsins verður, þá er ekiki víst að sá sem skrifaði miðann sannfærist um að hann hafi rangt fyrir sér. En það ætla ég að gera. Ég ætla að sannfæra hann. Fyrstu tvo mánuðina var Ari hálfutanveltu. Þegar kennslu- stundunum var lokið á daginn, fór hann helzt einförum, lagðist á bakið í grasið, horfði upp í skýin og hugsaöi, Hann velti fyrir sér, hvar foreldrar hans væru niðuhkomnir og hugsaði um hve undarlegt það væri að hann gæti legið þama meðan verið var að sprengja sundur borgir í nokkur hundruð kíló- metra fjarlægð. Verst af öllu var viðkvæmni hans, sem jaðraði stundum við sjúklega tortryggni. Honum fannst öllu beint gegn honum sjálfum og hann gat ekki van- izt því að þurfa ekki að vera hræddur við neitt. Við alla nema Wacki var hann feiminn og fá- látur. I einverunni fékk hann áhuga á blómum og jurtum: fjallshlíð getur verið eins og töifragarð- ur. Hann fór að safna plöntum og lasrði nöfnin á þeim. Wacki komst að þessu áihugamáli hans og gaf hönum flóru yfir fjalla- svæði norðvestur Sviss. Með hjálp hennar kom hann sér upp stóru grasasafni. Undir haustið blómguðust sjaldgæf brönugrös ofar í fjall- inu. .Enskur drengiur vissi hvar þær var að finna. Þessi Fred Coleman var sá fyrsti í skólan- um sem Ari kynntist að ráði. Það hófst með því að Fred sýndi Ara brönugrasasafnið sitt, sem enginn annar hafði fengið að sjá, og vísaði honum á staðinn þar sem brönugrösin uxu. Þeir fóru í langar, þreyt- andi gönguferðir sem komu Ara tíl að gleyma sjálfum sér. Fred kenndi Ara að klífa fjöll og fór með honuim í jökulgöngur. Ari fann fljótlega ,að f jállgöngur gátu veitt honum kennd frelsis og innri gleði. Honum fannst hann öðlast meira andlegt mótstöðu- afl, en þess hafði hann alltaf óskað sér. Veturinn kom t>g snjórinn tók að falla. Wacki tók á leigu kofa hjá bónda fyrir aUan veturinn. Kofinn var svo sem fjónum Idló- metrum fyrir ofan skólann. A tunglskinskvöíldum, strax í rakkrinu, Möngraðist Wacki- fjölskyldan upp í kofann á skíð- um. Það var erfitt fyrir byrj- anda og Ari varð að bíta á jaxlinn svo að enginn yrði þess var hve örþreyttur hann var orðinn eftir stutta stund. Þegar upp kom var snjónum sópað af skorsteininum og eld- ur kveiktur í stóra, opna eld- stæðinu. I stórum koparkatli var soðið spaghetti eða græn- metissúpa yfir eldinum. Eftir matinn sagði Wacki þeim sög- ur. Þeir urðu að hafa vörð um eldinn aila nóttina, því að ef eldurinn slokknaði myndu þeir ef til vill aldrei vakna framar vegna kuldans. Á morgnana veltu þeir sér naktir í snjónum, þurrkuðu sér vel og vandlega, fóru í skíða- fötin og þutu niður á stundar- fjórðungi sömu leið og þeir höfðu verið tvær stundir að kMfla upp. Klukkan hálfátta voru þeir setzt- ir í borðsalinn með sælutilfinn- ingu í öllum kroppnum og drukku kakóið sitt og átu smurða brauðið eins og hungraðir úlf- ur. Þetta var harður skóli. En Waeki var líka lautinant i svissneska hemum, og fyrir því bar Ari ekfci eins mikla virð- ingu og hinir í fjölskyldunni. Staða Ara í fjölskyldunni var ekki sérlega hagstæð; hann var ’ekki beinlínis tortryggður en mætti vafa Og varasemi. En það átti dálítið eftir að gerast sem varð til þess að hann vann á augabragði virðingu allra og varð umtalaður um allan skól- ann. Á sólbjörtum nóvemberdegi fóm þeir í fjallgöngu. Enginn fullorðinn var með þeim. Fyrsta spölinn gengu þeir á sktfðum en við rætumar á jökli skildu þeir skíðin eftir og settu upp göngu- skó. Loftið var tært og hlýtt, sólin glampaði á ísinn og snjó- inn. Þeir höfðu verið á göngu nókkrar klukkustundir og voru famir að þreytast. Þeir gengu eftir allbreiðum fjallakambi til að komast á stað beint fyrir ofan skólann, þar sem tiltölu- lega lítill snjór var að jáfn- aði, og klifra þar niður, og þeir töldu víst að þeir yrðu komnir niður erfiðasta spölinn fyrir rökkur. Þá gerðist það. Fred hrapaði niður í sprungu sem var hulin nýsnævi og því ósýnileg. Fallið var svo snöggt og ó- vænt að honum tókst ekki að ná taki á neinu til að halda sér í. Hann hrapaði niður um þröngt opið, sem víkkaði þegar neðar dró, rann niður snarbratt- ain, klökugan bergvegg, og stanz- aði í snjóskafli fyrir ofan hyl- dýpið. Það liðu nokkrar mín- útur áður en hann komst til meðvitundar. Hinir piltamir ræddu skelfdir um hvað gera skyldi. Að klilfra upp sprunguna var óhugsandi, því að þar var engin fótfesta. Eina leiðin upp var bröttbrekka sem var þakin meters þyldcum snjó. Þeir bundu saman reipin og fleygðu öðrum endanum nið- ur til Freds. Hann batt hann undir hendurnar og reyndi að klöngrast upp. 1 hverju skrefi sökk hann í snjóinn upp i háls. Það var óskapleg áreynsla að komast hvem metra. Á miðri leið missti hann skóna, sem festust í skoru. Hann valt um koll í djúpan snjóinn og lá þar örmagna — og hægt en misk- unnarlaust lagðist snjórinn þétt- ar að líkama hans. Hann reyndi að brjótast upp en hafði ekki mátt til þess. Hinir hrópuðu til hans hvatningarorð og reyndu að fá hann til að manna sig upp. — Af hverju hreyfirðu þig ekki? hrópaði Waeki. — Mér er svo ilit í fótunum. — Þú verður að reyna að Iosa þig, annars er úti um þig. — Ég get það efcki. Þá settist Ari niður og tðk af sér skóna. Hann hallaði sér fram yfir brúnina og hrópaði: — Líttu upp. Ég fleygi skón- um mínum niður til þín. Skómir lentu svo nærri Fred að hann gat náð til þeirra en gerði samt enga tilraun til þess. Sljór og gegnkaldur lá hann í snjónum. I — Reyndu þá að klæða þig í skóna, hrópaði Ari. — Ég get það ekki. Ég vil bara sofa. Þið þurfið ekkert að bfða. Það er ekki hægt aðhjálpa mér hvort sem er. — Fífflið þitt, öskraði Atri. — Klæddu þig í sfcóna og hættu þessu volæðishjali — annars kem ég niður og drösla þér upp. (V Prentmyndastofa Laugavegi 24 Sími 25775 BILASKOÐUN & STILLING Skúiagötu 32 MOTORSTILLINGAR HJOLflSTILLINGSR LJÚSASTILLINGflfl Simi Látið stilla i tima. 4 O 4 rt O Fljót og örugg þjónnsta. I «J | U GLERTÆKNI H.F. Ingólfsstrætí 4 Framleiðum tvöfalt einangrunargler og sjáum um ísetningu á öllu gleri. Höfum einnig allar þykktir af gleri. — LEITIÐ TILBOÐA. Símar: 26395 og 38569 h. FÉLAGISLEIVZKRA HUðMUSTARMANNA iitvegar yður hljóðfœraleikara °S hljómsveitir við hverskovor tækifœri Vinsamlegast hringið i 20255 milli kl. 14-17 rr [i Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandl BRETTl — HURÐIR — VÉLALOK og GEYMSLCLOK á Volkswagen 1 allflestum litum. — Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrii ákveðið verð - REYNTÐ VIÐSKIPTIN. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25 — Sími 19099 og 20988. íslenzk frímerki tí/ sö/u Upplýsingar í síma 19394 á kvöldin kl. 6-10, laug- ardagia kl. 2-10 og sunnudaga Id. 2-10. LÆKKIÐ ÚTSVÖRIN! PLASTSEKKiR í grindum ryðja sorptunnum og pappírspokum hvarvetna úr vegi, vegna þess að PLASTSEKKIR gera sama gagn og eru ÓDÝRARI. Sorphreinsun kostar sveitarfélög /fj og útsvarsgreiðendur stórfé. Hvers vegna ekki að lækka þó upphæð? PLASTPRENT hi. GRENSÁSVEGI 7 Útsala! — Útsala! Geriö kjarakaup á útsölmmi hjá okkur! r O.L. Laugavegi 71. Sími 20141. Tökum að okkur breytingar, viðgerðir og húsbyggíngar. VönduB vinna Upplýsingar í síma 18892. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.