Þjóðviljinn - 18.04.1971, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.04.1971, Blaðsíða 16
 ■ . ■ V/fo/í-viý/'fö::. vý'ý'ý' Harður árekstur í gær i Ölfusinu Um kl. 10 í gærmorgun varð mjög harður bifreiðaárekstur nálægt bænuim Núpum í ölfusi. Rákust þar á tveir fólksbílar á hæð á veginum og sikemmd- ust þeir báðir svo miikið að það varð að flytja þá báða burt með kranabifreiðum. Ekki urðu alvarleg meiðsl á mönnum, en ökumennirnir voru einir í bif- reiðunum og skrámuöust þeir báðir lítiisháttar. Fyrirlestur um erfðir mannsins Dr. Guömundur Eggertsson prófessor mun á vegum Islenzka mannfræðafélagsins halda fyrir- lestui' sem hann nefnir: Erfðár mannsins. , Hefist hann í I. kennslustofu Hiáskóila Islands kl. 20.30 mánudaginn 19. apríl. — öllum er heimill aðgangur og frjálsar umræöur verða á eftir. Fjögur malverkanna a syningunni í Neskaupstao. Thieu forseti í ræðu: Úrslit stríðsins eru ráðin á vígvöllum SAIGON 17/4 — Nguyen Thieu forseti Suður-Vietnams sagði í ræðu við hersýningu í Hue, að úrslitin í Vietnamstríðinu yrðu ráöin á vígvöllunum, cn ekki á samningafundunum £ París. Sagði hann, að friður kæmist því aðeins á í landinu, að Suð- ur-Vietnamar bæru sigurorð af Norður-Vietnö.mum og Þjóð- frelsishemum. Tihieiu sagði, að Suður-Viet- narnar myndu halda baráttunni áfram, unz si-gur væri unninn, og ennfremur, að innrásin í Laos hefði verið gerð til að koma í veg fyrir, að Norður- Vietniamiar hertækju tvö nyrztu héruðin í Suður-Vietnam, þeg- ar Bandaríkjamenn væru á brott úr landinu, en um það hefðu þeir gert áætlun og einn- ig um að þvinga stjórn Suöur- Vietnams til samstarfs við þjóð- frelsisiherinn. Framh. á 2. síðu. BLAÐDREIFING Þjóðviljann vantar blaðbera í eftirtalin hverfi: ÁRMÚLA — SUÐURLANDSBRAUT STÓRHOLT — NORÐURMÝRI. HVERFISGÖTU — LINDARGÖTU LAUGARNESVEGUR. Sími 17500 0ECD hókasölusýning Rit OECD, Efnahags- og framfarastofnun- ar Evrópu, sem út hafa komið á síðustu ár- um verða til sýnis og sölu í bókaverzlun okkar í Hafnarstræti 4, uppi, næstu daga. Ritin greinast í eftirtalda flokka: 1. Economics — 2. Internationdl Trade and Pay- ments — 3. Statistics — 4. Development — 5. Agriculture - Food - Fisheries — 6. Energy — 7. Inéustry - Transport - Totmsm — 8. Manpower and Social Affairs 1— 9. Edwcatíxm and Science. BOOKSH'OP Hainarstræti 4 Myndlistarsýn ing í Neskaupstað um páskahelgina Um páskana efndi Myndlistar- fédiag Neskaupstaðar til sýning- ar á verkum 10 féliagsmanna í Bgilsbúð í Neskiauipstað. Voru á sýningiunni aUs um 60 mál- verk og örfáiar tréskurðarmynd- ir. Flest málverkanna vonu eft- ir Öldiu Sveinsdóttur( Einar Sól- heim, Jónas Elíasson, Lilju Jóihiannsdóttur og Svein Vil- hjálmsson, en þau bafa ölil sýnt áður á samsýningum félagsins. Þá voru nobbur verk eftir 5 unga og efnilega félagsmenn, sem fæstir munu hafa sýnt verk sín áður. Sýninguna SQttu um 350 manns, og 9 verbanna seldust. Síðuistu tvo mánuði heéur staðið yfir kvöldnámskeið á veg- um féliagsins og réð féi'aigið til sín sem lei’ðbeimanda Imgiberg Magnússon myndlistarkennara úr Reykjaviik, sem jiafnframt hefur kennt teikningu í skólium í kaupstaðnum. Voru á sýning- unni tvær teikningar eftir Imgi- berg. * Myndlistarfélagið hefur notið nokkurs styrks frá bæ og ríki á undanfömum árum, og hefur það haldið námskeið og baft sýningar nær árlega frá því það var stofnað. Fommaður þess frá uppbafi befur verið Sveimn Vil- bjáimsson. Mikil hríð og hálka á Akureyri Er Þjóðviljinn hafði samiband við lögreigluna á Akureyri um eitt leytið í gær var þar hálf- ger stóríiríð og komið dálítið 'föl á götuimar og milkil hálka. Varð af umferttarömgþveiti sök- uim þess, að menn voru yfir- leitt búnir að taka undan bíl- unum snjódekk. Ekkert alvar- legt umferðarslys hafði þó orð- ið en víða stóð allt fast á göt- unum að sögn lögreglunnar. Sunnudagur 18. april 1971 — 36. árgangur 87. tödubiaö. Ársfundur fulltrúaráðs SÍSF haldinn á morgun og þriðjudag Árlegur fundur fulltrúaráðs Sambands íslenzkra sveitarfé- laga verður haldinn næstkom- andi mánudag og þriðjudag, 19. og 20. apríl. Fundurinn verður haldinn f hinu ný.ia félagsheim- ili Seltjarnarneshrepps og hefst kl. 9.30 árdegis á mánudag. Páffl Líndai bongarlögmaður, formaður sambandsins setur fundinn en síðan flytja ávörp Emil Jónsson félagsmálaráðberra og Karl. B. Guðmundsson odd- viti Seltjamameshrepps Á íundinum verða fiutt tvö framsöguerindi: Páil Sigurðsson ráðuneytisstjóri í heiltorigðis- og tryggingamálaráðuneytinu ræðir um skipan heilbrigðismála og Sigurður Líndal bæstaréttarrit- ari um eiignarrétt að aimenn- ingum. Meðad anmars fumdiarefnis er s^ýrsLa um starfsemi samibands- ins, útgáfa Sveitartjórnanmála og skýrsia um starfsemi Láma- sjóðs sveitarféiaga árið 1970. Á fundinum verður lýst úr- slitum í verðlaunasamkeppni sambandsins um beztu ritgerð- ina um réttindi og skyldur sveit- arstjómarmanna, sem efnt var til í tilefni af 25 ára afmæli sambandsins á s.l. ári. f fuiltrúaráði sambandsins erga sæti 30 fulltrúar, 3 - 4 úr hverja kjördæmi landsins. Þing Sambands ísl. bankamanna hefst á morgun Þing Sambands íslenzkra bankamanna verður baldið dag- ama 19. til 21. apríi í húsa- kynnum sambandsins að Lauga- vegi 103. Þingið verður sett mánuidiaginn 19. aipríl kl. 16 af fonmianni sambandisins Hannesi Pálssyni. Síðian munu hefjast almenn þingistörf. Meðai diagskráratriða þingsins á þriðjmdaginn er, að dr. Gylfi Þ. Gísiason róðherra og Ásgeir Miagnússon forstjóri flytjia er- imdi. Þimgmci lýkur á miðvikudag. Alþýðubandalagið í Kópavogi ■ Fulltrúaráðsfundur verður haldinn í Alþýðubandalaginu í Kópavogi fimmtudaginn 22. apr- il n.k. og hefst hann kl. 3 síð- degis í Þinghól. Helgi Bjarnason, NK-6 á sinni fyrstu siglingu. Nýr bátur hjá dráttarbraut- inni í Neskaupstað fullgerður Á ákírdag war sjósettur nýr I um var gafið nafnið Helgi 16 tonma eikarbátur hjá Drátt-1 Bjarmason NK 6, og eru eigend- arbrautinni í Neskaupstaö. Er | ur hans 3 sjómenn í Neskaup- það fyrsfi báturinn, sem lokið I stað, þeir Jón Hliflar Aðal- er við eftir að nýsmiði hófst i steinsson og bræðumir Guð- þar, en 10. báturinn, sem frá I mundur og Helgi Jóhannssynir. Dráttarbrautinni kemur_ Bátn-1 Bátur þessi er smíðaður eftir teikiHagu Egils ÞorfinnBsomar i Kefítaví'k, búinn 163 hestafla Scaniavél, með ratsjá og dýpt- arimæli, vökwastýrisvél og tog- og límuspili með 6 rafxnagns- færavimdium. Yfirsmiður var Samúel Andrésson. - \ • ¥ Hjá Dráttarbrautinni eru nú í ! smíðum 28 tonna eikarbátur og 64 tonma stálbátur, og eiga báð. ir að afhendast á þessiu ári. Forstjóri Dráttarbrautarinnar er Öm Soheving. Enskir karlmannaskór nýjar sendingar koma í fyrramálið. Skóbúð Austurbœjar Laugavegi 1 00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.