Þjóðviljinn - 15.09.1971, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.09.1971, Blaðsíða 3
MSðvaikflaidagur 15. septesmlber 1«71 — *>JÓ©vmiNN — SlöA J AF ERLENDUM VETTVANGI fítír fíótta Tupamaros-skæruliða \ Það var edlilegt að lögreglu- þjónar í Montevideo tryðu ekki sínum eigin eyrum, þeg- ar maður einn hringdi í þá klukkan fjögur á mánudags- morgni fyrir rúmri viku, og sagði að hann hefði séð leyni- göng opnast í gólfi íbúðar sinnar sem liggur skammt frá aðalfangelsi borgarinnar, og fjolmarga fanga koma hvern á fætur Öðrum upp úr gólfinu, skipta um föt í íbúðinni og aka síðan á braut í stolnum leigubílum og strætisvögnum. •Tqrtryggni lögregluþjónanna varð enn meiri þegar • þeir hringdu í fangelsið og fengu þar þær upplýsingar að allt væri með kyrrum kjörum. En þeir urðu brátt að horfast í augu við staðreyndirnar; 106 r.ianna hóp skæruliða úr Túpa- maros hreyfingunni hafði tek- izt að flýja úr fangelsi, þar á meðal Raul Sendic stofn- andahreyfingarinnar og ýms- um öðrum leiðtogum hennar. Og þessi atburður var ekki einsdæmi því að einungis fimm vikum áður hafðd 38 konuan, sem eru félagar í skæruliðahreyfingunni, tekizt að . Vja úr kvennafangelsi í Monnrvideo á, svipaðan hátt. Þ**sir atburðir hafa sýnt mönnum fram á að Jorge Pacheco Areco, forseti Uru- guay. er ekki fær um að vinna styrjöldina við Tupa- maros-hreyfinguna sem stað- ið hefur yfir í þrjú ár. Það eru því miklar líkur til þess að hainn bíði ósigur í for- •etakosningunum, i sem fram eiga að fara í nóvember. '^'T'l.iMtegaeftir að Tupamar- os-hreyfingin t var stofnuð kom í Ijós að styrkur hennar "¦og"Skiputög vár með fádæm- um, og hún vann að því á markvissari hátt en flestair aðrar skæruiiðáhreyfingar í þessum heimshtuta að steypa stjórn landsins. Styrkur hreyf- ingarinraar hefur sifellt auik- izt, svo að Pacheco Areco verður að horfast í augu við þá staði-eynd, að hún hefur nú a.m.k. hliðstæða stjórn í Uruguay og hann' sjálfur, eins og brezka bláðið „Economisf' sagði. _¦';* Gleggsta sönnunin fyrir þessu er i-ánið á.brezka sendi- herranum í landinu semfram- ið var hinn 8. janúar í vetur. Það er reyndar etokert eins- dæmi í Suður-Ameríku að skæruliðar rænj i sendimönnum erlendr^ ríkja. 'til að kný.ia st.iórnarvöld 'til (að láta póli- tíska fanga . lausa og yfir- . leitt beyg.ia yfirvöld sig fyrir slíkum aðgerðum. En ránið á George Jackson. sendiherra var þó óvenjulegt, því að Pacheco Areco forseti'neitaði að fall- ast á kröfur skæi-uliðanna og gerði allar hugsanlegar ráð- stafanir til að finna sendi- herrann En þótt hann léti þúsundir lögre^gluþjóna og her- marena fínkemba Montevideo hvað eftir annað og gera dauðaleit um allt landið í átta mánuði. tókst lionum ekki að hafa upp á sendiherranurn. Fréttamenn úr kúbönsku fréttastofunni Prensa Latina höfðu iangt viðtál við hann fyrir f.iórum mánuðum. Hann sagði þá frá því að sér liði vel. Hann læsi. mjög mikið og gerði leikfimisæfingar, og ætti lan gar samræður við fangaverði síhá um stjórn- mál. Hann sagði- að þeir hefðu mikinn pólitískan þroska og mikla menntun pg væru sann- færðir um væntanilegan sigur síns málstaðar. En eftir fflðtta-skæruliðanna úr fangelsunum í Montevideo lýsti stjórn hreyf ingarinnar því yfir í bréfi til blaðs í Montevideo að það væri ekki lengur nein ástæða til að halda sendiherranum í faing- elsi og hann myndi því fljót- lega fá „uppgjöf saka". 1 samræmi við þessa yfirlýsingu var hann síðan látinn laus aðfaranótt föstudags. Þessi ákvörðun skærulið- anna var eins og svar við leiðara í Lundúnablaðimu The Times. þar sem sagt var að „nú (eftir flóttann) væri kominn tími til þess að skæru- liðarnir sýndu styrk sinn á annan hátt, þ.e.a.s. með því að iáta Jackson lausan". Margir toldu að leiðarinn væri ábending til st.iórnar Pacheco Areco um að Bretar væru reiðubúnir til að semja við skæruliðana beint, og um leið var hann gott dæmi urn þann álitshnekki, sem stjórn Uruguay hefði beðið við þetta mál; hún er nú að flestra dómi ein getulausasta íhalds- stjórnin í Suður-Ameríku. Talið er að kjarni Tupa- maros-hreyfingarinnar sé um 600 manna hópur. Hversu snjallir sem þessir menn kunna að vera, er auglióst að þéir fengju þessu ekki til leiðar komið nema með því að hafa stuðningsmenn í há- um stöðum, í embættismanna- kei-fi ríkisins. lögreglu og her. Það er nefnilega efcki vafi á því að vinsældir Tupamar- osskæruliða eru nú orðnar miög miklar, og ekki aðeins meðal alþýðu landsins heldur líka millistéttarinnar, sem hefur beðið talsverðan hnekki vegna ófrerndarástands í efna- hagsmálum landsins undir í- haldsstjórn. Pacheco Areco. Helztu útflutningsvörur lands- ins eru kjöt og ull, en sauða- eign landsmanna er minni nú en hún var árið 1908, og á hverju ári flytjast 10.000 menn úr landi margir þeirra faglærðir verkamenn, til að forðast atvinnuleysi. Yfir- stéttin sér ekki önnur bjarg- ráð en þau afl koma fjár- magni sínu úr landi. Reikn- að hefur verið út að hún hafi komið 292 miliónum doll- ara undan á þennan hátt á árunum 1962 til 1967. Óánægia manna í landinu hefur aukizt mjög að und- anförnu, ekki sízt vegna fjár- málaspillingar, sem þróazt hefur undir stiórn Pacheco Areco og Túpamaros-hreyf- ingin hefur átt talsverðan þátt í að koma upp um. Þess vegna hefur fylgi hinnar svo kölluÖu „breiðfylkingar" auk- izt stöðugt, en það er banda- lag kommúnista, sósíalista, kristilegra demókrata og ým- issa smáflokka. sem stofnuð var eftir sigur alþýðufýlking- arinnar í Chile og að fyrir- mynd hennar. — Á stefnskrá hennar eru landbúnaðarurh- bætur. þjóðnýting banka og auðhringa, og ýmsar aðgerðir gegn fátækt og hungri. eins ög sú að gefa öllum börnum hélfan lítra af mjólk á dag. Túpamaros-skæruiiðar telja að vopnuð barátta sé eina lerðin til sigurs sósíalismans, en þeir álíta þó að breiðfylk- ingin sé mjög góð leið til að fá alþýðu manna til fylgis við sósíalisma. Og allt bendir til þess að breiðfylkingin kunni að eiga í vændum mikinn sig- ur. Þeir fíokbar, sem að henni standa fengu aðeins tíu aí hundraði atkvæða í kosning- unum 1966 en samkvæmt skoðanakönnunum er fylgi þeirra nú yfir 25 af hundraði. og virðist stöðugt aukast. CF.ndúrságt). Varnarliðsmenn og húsnæðismál Eitthvað virðast Suðurnesja- menn vera farnir að þreytast á veru bandaríska setulidsins í Keflavík. 1 Suðurnesjatíðindum. sem gefin eru út í Keflavík, er allharkalega ráðizt að leigu- okrinu, sem fylgir í kjölfar hersetunni. Þar kemur fram, að erfiðleikar hafa verið á að fá húsnæði handa kennurum og öðrum þeim, sem þar hafa viljað setjast að vegna þess að menn geti ekki keppt við Kan- ann um leiguna. Það sanna í málinu mun vera það að í Keflavfk og Njarðvík eru um 260 íbúðir í kanaleigu. Þessar íbúðir ei-u leigðar á 100- 270 dollara. Litlar risíbúðir eru leigðar á a.m.k. 100 dollara en einbýlishús og stærri íbúðir eru leigaðar fyrir llt að þriúhundr- uð dollara. Enginn venjulegur íslenzkur launamaður getur keppt við þessa okurieigu. I mörgum tilvikum vilja húsaeig- endur ekki leigja Islendingum vegna þess að leiga til Amerí- kananna er í fyrsta lagi hærri og svo það að það hefur ekki talizt til manndómsmerkia h.iá þeim sem Könum leig.ia að gefa leigutekiuirnar upp til skatts. Oft á tíðum hafa íbúðirnar stað- ið auðar vegria þess að enginn Kani hefur sýnt þeim áhuga þá stundina, þótt fiöldi íslendinga hafi falazt eftir þeim. Þá er enn ekki fullkannað og verður sennilega aldrei. hvert tap sveitarfélaganna er af því að íbúðirnar eru setnar mönn- um sem ekki greiða gjöld til byggðanna, en njóta allrar þiónustu sem sveitarfélögin veite. Þá er og óvíst hver upn- hæðin er sem húseigendur svíkia undan skatti með kana- leigunni. Væri óskandi að Suðurnesia- mönnum tækist að knýja stiórnir sveitarfélaganna til þess að hafa forystu í því að hreinsa Kanana úr byggðunum og hafa iokið því áður en þeir verða sendir lengra. Frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík Mann rneð farmanna- eða fiskímannaprófi vantar til að veita forstöðu 1. bekkjardeild fiskimanna á Akureyri á vetri komanda. Æskilegt að umsækj- andi sé búsettur á Akureyri. Námstími frá 1. okt. til marzloka. Umsóknir sendíst undirrituðum fyiir 25. sept- ember. Skólastjórinn. Eigendum farandvinnuvéla er hér með bent á, að þeirn er, samkv. lögum nr. 23 frá 1952 um öryggisráðstafanir á vinnustöðum, skylt að tilkynna "til 'Öryggiseftirlits ríkisins vélar sínar svo unntsé að slaxía þær. Öryggismálastjóri. cc o cr UJ m o r> o 26.232 KLST. 1 þremur árum eru 156Vt vikur, 1093 dagar eða 26.232 klst. Er þá við þaðmiðað, aS éitt þessara þriggja ára sé hlaupár. Þetta er nokkuð langur tími, og margt getuir því skeð. Ef þér veljið KUBA, þegar þér festið kaup á sjónvarpstæki, skiptir þetta yður þó engu máli, vegna þess, að þeim fylgir skrifleg ábyrgð í einmitt þrjú ár, 156H vikur, 1093 daga eða 26.232 klst., og nær sú ábyrgð til allra hluta tækjanna. — 1 þessu tilliti, sem flestum öðrum, getum við því boðið það, sem aðrir geta ekki boðið. Af þessari ástæðu ættuð þér að minnast KUBA, þegar að sjónvarpskaupunum kemur. Það borgar sig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.