Þjóðviljinn - 15.09.1971, Blaðsíða 9
Miðvitoudagur 15. septemlber 1971 — PJÓÐVILjÍNN — SfÐA 0
Þá var margur
hálshöggvinn
MEIRl VIZKA
SKÓLANEMA
OG áfram með smjörið —
énn sækjum við vizku til ung-
linga og bama, að ví&u ékki
nógu langt niður í aldri, enda
þótt þar sé skemmtunin ein-
mitt mest. Eða muna menn
ekki eftir stráknum sem sagði
við mömmu sína: Mamma, ég
kenni svo í brjósti um hest-
ana. I>eir geta aldrei borað
upp i nefið á sér.
SAGNFRÆÐI
Hinrik áttundi var mesti
lúxusgaei. Hann átti sex kon-
ur og var Anna Boleyn ein
þeirra. Þegar hann sá hana
fyrst henti hann vasaklút í
hana. Þegar hann giftist,
henni sendi Páfinn honum
bullu. Það rak hann inn í
mótmælendakirkjuna. Anna
Boleyn fæddi Elísabet j
drottningu. Eftir að hún hafði
verið lokuð inni í Tower lét
Hinrik höggva af henni haus-
inn af því að hann langaði
aftur til að verða ekkju-
maður.
★
i
Flotinn ósigrandi var þar
: sem' margt fólk var atvinnu-
; laust. og hann átti að vera
þar sem fleiri og fleiri voru
að missa vinnuna og fóru um
betlandi og drottningin reyndi
að stcppa þetta, en hún fann
að þsð gat bún ekki, og þá lét
hún handtaka þá og hóls-
höggwa.
★
Elísaibet drottning var
Rósamegin og þegar hún ótt-
aðist að María Stúart Skota-
drottning mundi giftast manni
sinum. Sir Walter Raleigh lét
hún hálshöggva hana og i
iðrunarkasti sendi hún Ra-
leigh til að finna Bandarikin.
Þegar hann kom aftur án
þess að hafa gert það. var
hann líflátinn af syni Elísa-
betar, ,Takcb fyrsta, eftir að
hafa fengið tíma til að skrifa
hina löngu og fjölbreyttu
ævisögu sána í Tower.
★
fslendingar eru komnir af
norskum víkingum og írskum
munkum.
★
Áður en Kveldúlfur fór til
íslands sendi hann Haraldi
konung hárfagra fiskbita til
að stríða honum.
Jakob konungur fyrsti
krafðist krúnunnar gégnum
afa sinn, því að hann átti
engan föður
★
Walter Raleigh dó á stjóm-
arárum Jakobs fyrsta og
byrjaði að réykja.
•A-
Viktoría drottning var
lengsta drottning á ríkisstóli.
★
Hertoginn af Wellington
vann mikla orustu. Þegar
hann lauk henni hafði hann
eina hönd og eitt auga og
hann horfði í gegnum kíkinn
með blinda auganu og sagði
að þetta væri allt í lagi og
þannig vann hann orrustuna.
Hún horfði á hann meðan hamn
lagði dýrgripina niður í kass-
ann aftur, braut saman og hag-
ræddi og grannar hendur hans
gældu við silkiefnin. Sólargeisli
féll á álútt höfuð hans. Hárið
var þykkt og glansandi og hrokik-
ið í bnakkanum. Honum veitti
ekki af klippingu, hugsaði hún,
en tók eftir því að hann var
hreinn á hólsdnum. Hann lokaði
kassanum og fór að spenna ólarn-
ar.
— Þér gleymduð dálitlu, sagði
hún.
sagði hún. — Ég læt yður ekki
sveita.
— Nei, nei, við skulum semja.
Bandið fyrir egg. Annars er þetta
góður borði, fjórir metrar að
minnsta kosti — ég gæti kannski
fengið tvö egg fyrir hann?
— Ég á nóg af eggjum. Ég
get útbúið handa yður hvað sem
þér viljið.
— Ég hef ekki farið fram á
það, frú mín góð.
— Já, en ekki getið þér étið
þau hrá, eins og þefdýr!
— Það hef ég nú samt gert.
og fcér getið sótt það á eftir. |
Þegar hann var kominn i ör-
ugga fjarlægð hinum megi-n við
hliðið tók hún fram pönnu og
tvö stór egg og skar handa
honum sneið af reyktu fleski.
Hún hikaði andartak, bætti síð-
an einu eggi við og setti þetta
allt út á þrepið, síðan krækti
hún vandlega aftur.
Hún sá hann út um eldhús-
gluggann. Hann hafði farið úr
jakkanum og brett upp ermamar.
Eftir nokkrar mínútur var hann
búinn að kveikja dálítið bál.
Jetta Carletop:
í MÁNASILFRI
89
— Ég veit það.
Hún horfði á rúlluna af bláu
silkibandi sem lá á svölunum
og leit síðan aftur á hann og
tortryggni brá fyrir í augum
hennar. — Af hverju gerið þér
þetta?
— Mig langar til að gera
samning við yður.
— Hvers konar samning? sagði
hún og hörfaði ögn. Haglabyssan
hékk í eldhúsinu og hún vissi
hvernig hún átti að nota hana.
Hann hélt áfram að bjástra við
ólarnar. Þegar hann var búinn
að ganga frá þeim, reis hann
upp og hélt á boröanum. — Ef
það er ekki til of mikils mælzt,
gseti ég þá fengið egg í skiptum
fyrir borðann?
— Egg? Þetta var svo fjarri
þvi sem hún hafði búizt við að
hún gat ekki gert að sór að
hlæja. — Til hvers?
— Ég er svángur,' sagði harnn
og svipur hans var svo spaugi-
legur að hún fór aftur að hlæja.
— Já, en herra minn trúr. Auð-
vitað eruð þér það. eftir að
vera villtur í skóginum alla nótt-
ina!
— Ég náði kú en ég gat ekki
mjólkað hana.
— Leggið borðann frá yður,
Það er ekki svo afleitt.
— Það er óþarfi. Ég skal
stéikja þau handa yður.
— En ég er búinn að téfja
yður nóg — þér hafið verk að
vinna.
— Já, að vísu sagði hún og
mundi hvað hún hafði sagt.
— Ég get matreitt þau sjálfur
eins og ég steikti fiskinn. Ég
kveiki bál og ég er með pönnu.
Ég bjarga mér, ég er vanur því.
— Jæja — Hún hugsaði sig
um andartak. — Ef þér viljið
matreiða morgunmatinn yðar
sjáifur, þá get ég leyft yður að
gera það hér úti i bakgarðinum.
Þá eruð þér nær vatninu.
— Og væri það í lagi?
— Ég býst við því. Gætið þess
bara að kveikja ekk5 í.
— Ég (fer alltaf varlega.
— En þér þurfið ekki að
taka allt dótið yðar upp. Ég skal
lána yður ílát. Komið að bak-
dyrunum.
— Kærar þakkir.
Hún hljóp inn í húsið,
krækti aftur nethurðinini bak-
dyramegin og beið þar til hann
var kominn fyrir hornið. —
Farið nú og kveikið bál yðar
þarna hjá herfinu. Ekki of nærri
viðnum. Ég set þetta út á þrepið
Hann kraup hjá bálinu og blak-
aði hattinum að því. Þegar hún
sá hann ganga í áttina að hús-
inu, færði hún sig frá gluggan-
um. Hann gekk að þrepinu og
það hringlaði í sleðabjöllunni, og
svo gekk hann hringlandi burt
aftur. Frá nethurðinni sá hún
að hann hafði lagt borðann sam-
an vafinn á blað og eitt egg
ofaná. Hann hafði aðeins tekið
tvö.
Hún brosti um leið og hún
gekk út fyrir. — Þakk fyrir,
hrópaði hún.og veifaði bandinu.
Hann veifaði á móti.
Hún hefði vel getað gefið
bonum brauðbita. — Af hverju
hugsaði ég ekki út í það? sagði
hún og fór aftur inn í éldhúsið.
Hún skar þykka sneið, smurði
hana og setti hana út á þrepið í
undirskól. — Hér er brauðbiti
handa yður.
Hún beið eftir honum rétt inn-
anvið dyrnar og nú fannst henni<
ekki taka þvi að festa krókinn.
— Tvö egg eru ekki mikill morg-
unmatur. Ég hélt yður veitti
ekki af brauðsneið.
— Þér hafið látið mig fá
meira en nóg. Ég verð að láta
yður fá meira að borða sagði
hann og.brosti.
glettan
— Hérna þarftu þó ekki alltaf aft vera að vola yfir því að þú vitir ekki í hvað þú eigir að fara
útvarpið
Miðvikudagur 15. september.
7,00 Morgunútvarp. Veðurfregn-
ir kl. 7,00, 8,30 og 10,10.
Fréttir kl. 7,30, 8,30, 9,00 og
10,00. Morgunbæn kl. 7,45.
Morgunleikfimi kl. , 7,50.
Morgunstund bamanna: Sól-
veig Hauksdóttir héldur á-
fram léstri sögunnar „Lísu í
Undralandi“ eftir Lewis
Carrol (3). Útdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna 'kl
9,05. Tilkynningar kl. 9,30.
Létt lög leikin milli ofan-
greindra talmálsliða, en kl.
10,25 kirkjuleg tónlist:
Kammerkórinn í Vín syngur
mótettur eftir Bruckner og
Heiller; Hans Gillésberger
stjómar — Karl Johann Isac-
sen leikur orgélforleiki eftir
Fisoher. 11.00 Fréttir. Sígild
tónlist Rena Kyriakou og
Pro Musica hljómsveitin í Vín
léika Píanókonsert nr. 2 í
d-moll op. 40 eftir Méndels-
sohn; Hans Swarowsky stj.
— Fílharmoniuhljómsveitin i
Vín leikur Sinfóníu nr. 3 í F-
dúr op. 90 eftir Braihms; Sir
John Barbirölli stjómar.
12,00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynmingar-
12,25 Préttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
12,50 Við vinnuna: Tónleikar.
14,30 Síðdegissagan: „Hótel
Beriín“ eftir Vicki Baum. Jón
Aðils les (10).
15,00 Fréttir og tilkynningar.
15,15 Islenzk tónlist: a. Rapsó-
día fyrir hljómsveit eftir
Hallgrím Helgason. Sinfóníu-
hljómsveit Islands leikur;
Páll P .Pálsson stjómar. b.
,,Huldur“ eftir Þórairin Jóns-
son. Kariakór Reykjavíkur
syngur; Sigurður Þórðarson
stjómar. c. Sónata fyrir fiðlu
og píanó eftir Fjölni Stef-
ánsson. Rut Ingólfsdóttir og
Gísli Magnússon leika. d.
Sönglög eftir Jóhann Ö. Har-
aldsson, Ingunni Bjamadóttur
og Sigurð Þórðarson. Frið-
bjöm G. Jónsson syngur; 01-
afur Vignir Albertsson leikur
á píanó.
16,15 Veðurfregnir. Víst er
hann til. Sæmundur G. Jó-
hannesson ritstjóri á Akur-
eyri flytur erindi.
16.45 Lög leikin á horpu.
17,00 Fréttir. Tónleikar.
18,00 Fréttir á ensku.
18.10 Tónleikar og tilkynningar.
18.45 Veðurfrégnir og dagskrá
kvöldsins.
19,00 Fréttir og tilkynningar.
19.30 Daiglegt mál. Jón Böðv-
arsson menntaskólakennari
flytur þáttinn.
19.35 250 þúsumd smálesta salt-
verksmiðja á Islandi. Baldur
Guðiauigsson ræðir við Agnar
Friðriksson.
20.10 Einsöngur: Kristinn Halls-
són syngur lög eftir Þórarin
Jónsson, Gylfa Þ. Gíslgpon,
Sigfús Halldórsson, Karl O.
Runólfsson og Sveinbjörn
Sveinbjömsson. Ólafur Vign-
ir Albertsson leikur á píanó.
20.20 Sumarvaka. a. Undan
Dyrfjölilum. Ármann Hall-
dórsson keainairi á Biðum
fflytur frásöguþátt, sem hann
nefnir Gönguna miklu. b.
Kórsöngur. Kairiakór Akur-
eyrar syngur noktour lög.
Söngstjóri: Áskell Jónsson. c.
Þáttur af Jóni Sigurðssyni
Dalaskáldi. Halldór Pétursson
flytur. d. Tveir mansöngvai-
eftir Símon Dalaskáld. Svedn-
bjöm Beinteinsson kveður.
21.30 Útvarpssaigan: „Innan
sviga“ eftir HaMdór Stefáns-
son. Erlingur E. Halildlánsson
les (8).
22,00 Fréttir.
22,15 Veðurfrégnir. Kvöldsagan:
„Þegar við Harris klifum upd
á Alpatindinn" eftir Mark
Twain. öm Snorrason les (2).
22.35 Nútímatónilist. Halldór
Haraldsson kynnir verk eftir
r- Kariheinz Stockbausesv—(4.
þáttur)
23.20 Fréttir f stutbu méli. Dag-
skrárlok. ____
sjónvarpið
Miðvikudagur 15. sept. 1971:
20,00 Fréttir.
20,25 Veður og aúglýsirigar.
20,30 Veslings ríka stúlkan. —
(Poor Little Rich Girl).
Bandarísk bíómynd frá árinu
1936. Leikstjóri Irving Comm-
ings. Aðalhlutverk Shirléy
Temple, Michael Whalen og
Alice Faye. — Þýðandi er
Kristrún Þórðardóttir. — Lítil
stúlka, sem misst hefur móð-
ur sína, en á auðugan föður,
er send í sköla. Svo hörmu-
lega tekst til að bamfóstran,
sém á að gæta hennar, bíður
bana í umferðarslysi á leið-
inni, og sú litla stemdur ein
uppi. Hún fer nú á flakfc,
kynnist brátt hjónum, sem
vinna fyrir sér með söng, og
slæst í för með þeim.
21,45 A jeppa um hálfan hnött-
inn. 6. áfangi ferðasögu um
ökuferð milli Hamborgar og
Bombay.
— Þýðandi og þulur er Ösk-
ar Ingimarsson.
22,15 Vénus í ýmsum myndum.
Laura. Eintallslþátbur eftir
Aldo Nicholaj. FLytjanidi Ross-
élla Falk. Þýðandi Dóra Haf-
steinsdóttir. Leikkoman Laura
er að búast brott frá Róma-
borg. Hún heflur von um
kvikmyndahlutverk i Parfs,
og bíður nú eftir símskeyti
frá væntanlegum vinnuveit-
anda.
22,35 Daigskrárlok.
RÚSKINNSLÍKI
Rúskinnslíki í sjö litum á kr 640,00 pr meter
Krumplakk í 15 litum, verð kr 480 pr. meter.
Sendum sýnishom um allt land.
LITLI-SKÓGUR
Snorrabraut 22 — Simi 25644.
Skólaúlpur — Skólabuxur — Skóla-
skyrtur — og margt fléira fyrir skóla-
aeskuna. — Póstsendum.
Laugavegi 71 — Sími 20141