Þjóðviljinn - 15.09.1971, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJDGBlÍN — MSHtv&saáaigae JS, septembœr 1070.
g) DtþO^^ÖD7 @ SpHÍtöðÖIP g) BfölPfí^ðlP (Jj
Tottenham hafði kennslu í sóknarlei
11000 áhorfendur fengu að sjá dýrasta lið Englands sigra Keflvíkinga 6:1 í gærkveldi
D Sjaldan hafa menn fengið að sjá eins glöggt
og í gærkvöld hve hyldjúp gjá er á milli atvinnu-
manna og áhugamanna í knattspyrnu, þegar dýr-
a&ta lið Englands, Tottenham, með leikmenn upp
á 800 miljónir ísl. króna sigraði ÍBK á Laugar-
dalsvellinum 6:1 í UEFA-bikarkeppninní. Greini-
legt var að Tottenham-Iiðið lék ekki á fullum
hraða, en samt var það svo, að mikið hefði ekki
þurft til að mörkin yrðu 10. Það skal þó sagt
Keflvíkingum til hróss að þeir börðust eins og
hetjur gegn ofureflinu og það eitt að skora mark
hjá Tofctenham er afrek.
Chivers og Astráður í baráttu um boltann.
1 þvi besta haustveðri sem
hægt er að hugsa sér. logni
og hita, komu 11000 áhorfendur
á LaugardalsvöUinn til að sjá
Tottémham og IBK leika. Á
méðal þeirra voru 250 áhang-
endur Tottenham, er allan leik-
inn hropuðu eða sungu hvatn-
ingar og aðdáunarsöngva um
sína menn og þessi litli hópur
hafði betur en 10700 Islending-
ar f hvatningarhrópunum. Þedr
gerðu þó meira eri hvetja sína
menn, þeir fögnuðu öllu því,
sem vel var gert í leiknum og
skipti þá ekfci máli hvort það
voru leikmenn Tottenham eða
ÍBK er gott gerðu, því var
fagnað jafnt.
I byrjun leiksins leituðu
Tottenham-menn fyrir sér um
------------------i
SBNDIBÍLASrÖÐINHf
styrkleika andstæðinganna og
virtist það eini tímmm i leikn-
um, er þeir léku af fuUum
kraftí. Þegar þeir höfðu fuinddð
að hér var ekki við sterkt lið
að etja, á masJikvarða atvinmu-
manna drógu þeir af sér eöa
eins og einn áhorfenda sagði: —
þeir fá peninga fyrir það, sem
þeir eru að gera og hver legg-
ur meira á sig í vinnu en hann
þarf? — Þetta má eflaust tii
samnsvegar færa, í það minnsta
iék liðið aldrei á fullum hraða
að sögn þeirra er séð hafa
Tottenham leika i ensku 1.
deildarkeppninni, þar sem
andstæðingarnir eru af sama
gæðaflokki og þeir Keflvik-
ingar urðu fyrir því óhappi að
missa Vilhjálm Ketilsson útaf
í fyrstu mínútunum.. Hann
meiddi sig svo alvarlega i
fyrsta návíginu er hann lenti
í strax á 2. mínútu.
Það var „kóngurinn á White
Hart Lane*' Alan Gilzean, sem
skoraði fyrsta mark Tottenham.
---------------------:--------------------------------------------------------------s>
Bókamarkaður
Helga Tryggvasonar, Amtmannsstíg 2
Opinn aftur
Þorsteinn Ólafsson ver hér eitt af mórgum skotum Tottenhamleikmannanna í leiknum, Þorsteinn
eftir frnnur slaka byrjun.
•íír er & leið leikinn,
Martin Chivers skaut þrumu-
skoti að'marki, Þorsteinn varði
en hélt ekki boltanum sem
hrökk til Gilzean og hann ýtti
honum innfyrir línuna 1:0.
Stephen Perryman inmherji
var í „dauðafæri" á 9. mínútu
en sfcaut • • ýf ir, og nokkrurn
einnum á næstu mínútum brást
Tottenham-mönnum bogalistin
inní vítateig og ekikert gerðist
fyrr en a 25. mínútu.
Þá gaf Gilzean vel fyrir mark-
ið og 40 miljóna króna maður-
inn Ralph Coates, er Totten-
ham keypti frá Burnley í vor,
skoraði glæsilegt mark með
skalla 2:0.
Loks á 30. mínútu komusit
Keflvíkingar í marktæfcifæri,
er Steinar Jóhannsson skaut
hörfcu sfcotí af nokkuð löngu
færi, boltinn stefndi í mark-
hornið niðri en Pat Jennings
marfcvörður varði af snilld.
Keflvíkingannir léku að sjálf-
sögðu varnarleik, en mér fannst
þeir of ragir að sækja og það
sýndi sig í þau fáu stoipti, sem
það var reynt skipulega, kom-
ust þeir í færi eða uppundir
vítateig Tottenham, en það var
bara svo sára sjaldan að þeir
þorðu að sækja.
Á 31. mínútu kom svo mark
númer þrjií og það var enski
landsliðsmaðurinn Alan MuII-
ery, sem það skoraði, eftir að
Gilzean hafði sleppt boltanum
framhjá sér innan vítateigs og
hann hafnaði hjá Mullery er
var óvaldaður á markteig og
hann átti ekki í nelnum erfið-
leikum með að koma boltanum
í markið, 3:0.
Á 40. mínútu mumaði ekki
nema hársbreidd að f jórða
markið kæmi þegar bafcvörður-'
inn Cyril Knowles skaut í
þverslá úr aukaspyrnu rétt ut-.
an vítateigs, og á síðustu mín-
útunni var marfcakóngur Tott-
enham, Martin Chivers í
„dauða færi" en sfcaut yfir og
staðan í leikhléi var því 3:0.
Strax á 1. mínútu síðarihálf-
lejks komst Steinar Jóhannsson
innfyrir Tottenhamvörnina en
skaut yfir af hokfcuð löngu
færi. A 9. mínútu átti Chivers
fast skot, sem Þorsteinn varði
í horn, en svo á 13. mínútu
kom fjórða markið.
Þetta var hroðalegt klaufa-
mark, sem Mullery skoraði með
skoti af 35 til 40 metra færi.
Þorsteinn varði boltann en
missti hann úr höndum sér og
í markið. 4:0. Fimmta markið
kom svo um 4 minútum siðar
og það var Gilzean er það skor-
aði sitt annað mark í leiknum
og var það gert með skalla eft-
ir að boltanum hafði verið
varpað langt inní vítateiginn
úr innkasti. 5:0.
Á 22. mínútu áttu Keflváking-
ar eitt sitt bezta tækifæri, er
Sleinar Jóhannsson skaut firna
föstu sfcoti en Jennings varði
með naumindum í horn.
Loks á 31. mínútu kcm mark-
ið sem allir biðu eftir. Þeir
Steinar og Gisli Torfason léku
vel saman upp völlinn, Gísli
kom í færi og skaut mjög föstu
skoti, sem Jennings varði en
liélt ekki og Ólafur Júlíusson,
er fylgdi vel á eftir, náði bolt-
anum og skoraði við gífurleg
fagnaðarlæti áhorfenda. Þetta
var fallegt mark og sérlega vel
að því unnið.
Mínútu síðar átti Gilzean
skot í þverslá og þar munaði
sannarlega litlu að sjötta mark-
ið kæmi. Og þótt manni finnd-
ist nú nóg komið átti „kóng-
urinn" Gilzean eftir að skora
sitt þriðja mark og var það á
40. mínútu eftir nofckurt þóf
tanan vítateigs, 6:1.
Þetta urðu svo lofcatölur
leifcsins, auðvitað sanngjarn
sigur og sázt of stór. Þótt þarna
léki dýrasta lig Englands með
landsliðsmann í nær hverju
rúmi hélt maður að meira sæ-
ist af góðri knattspyrnu og vel
útfærðum leik en raun varð
á. Þeir menn, som mesta hrifn-
ingu vöktu voru Alan Gilzean
og var hann að mínum dómi
bezti maður liðsins, Alan Mull-
ery, mjög skemmtilegur leik-
maður og Mike England mið-
vörður. Þá var mjög skemmti-
legt a¥S sjá hvemig bakvörð-
urinn Knowles lék og munu
aðrir vart hofa leikið bafcvarð-
arstöðuna betur hér á IJaug-
ardialsvellinum. Ralph Coates
var og einnig mjög skemmtileg-
ur meðan hann var inná, en
hann medddist og varð að yfir-
gefa völlinn snemma í síðari
bálfleik.
Af Keflvíkingunum^biar, rGísli
Torfasion af og var hann eini
maðurinn í liðinu er virtist
hafa í fullu tré vi5,,,aity|nn,u-
mennina. Þeir Guðni Kjart-
ansison og Einiar Gu-nnarsson
áttu einnig góðan leik, sem og
Ástráður Gunnarsson bak-
vörður, en auðvitað var þetta
leitour vamanniannanna. Þor-
steinn Ólarfsson virtist óstyrk-
ur í miarkinu lengi framan af.
en undir 2okin sótti hann sig
og varði þá mjög vel.
Dómari var írskur, D. Barr
rett að nafni og dæmdi sér-
staklega vel, var nákvæmur og
sjálfum sér samkvæmur allan
tímiann. — S.dór
;'':::::i>:
: :mmm
Hörku skot Cyril Knowleg hafnaði i þverslá og boltinn sást hrökkva út á völlinn aftut.