Þjóðviljinn - 19.09.1971, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 19.09.1971, Qupperneq 11
Sunwudagur 19. september 1971 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J J Upplausnarástand Framhald af 1. síöu. betra frá fyrri rikisstjóm. Hygg ég að um það séu menn yfirleiít sammála sem einhver tengsl haia við sjávarútveg. Skiptir þá ekki máli hvaða stjórnarflokk menn hafa stutt í kcsningunum. Mað- urinn er það sem fyrst og síð- ast gildir. Landhelgismálið, stærsta mál íslenzku þjóðarinnar, hefur lika myndarlega verið endurvakið. Sýnist mér þar skynsamléga með mikilli festu á haldið. Málið er margslungið og augsýnilega ekki á færi veifiskata að leysa það. Núverandi utanríkisráðherra hefur að mínu áliti vaxið af af- skiptum sínum af þess-u fjöreggd Islendinga og þar mieð afsannað þá sjálfbirgingslegu kenningu að einungis ákveðinn hópur manna vaeiri fær .ucm að gegna ráðherra- stöðum.“ Að lokum segir örn: „Stækkun fiskveiðilögsögunn- ar er í nánum tengslum við ‘ lífæð þjóðarinnar, skynsamleg vinnubrögð og áræðni ráða miklu um úrslitin. Hin nýja ríkisstjóm virðist ráða við hvoru tveggja og er það ósk mín að áframhald verði á, um það er mikill meirihluti ís- lendinga nú áreiðanlega sam- mála.“ Ný skólabók Nú um hélgina er að koma út bókin íslenzka í gagnfræða- skóla eftir Gunnar Finnboga_ son. í formála segir höfundur m.a.. Hér er í eina bók sett það námsefni í íslenzku, sem nem- endum er ætlað í 3. bekk (einnig landsprófsdeildum) og 4. bekk gagnfræðaskóla utan texta og þess, sem heyrir til skriflegri íslenzku. Efni bókarinnar er því fremur fjölþætt, því það tekur til málfræði, setningafræði, hljóðfræði. bragfræði, Ijóðalest- urs og málnotkunar almennt. Æfingar hafa verið nafðar það miklar að vöxtum. að kennarar þurfa ekki að leita annarra fanga að öðru jöfnu. SKÓLARITVELAR BROTHER skólaritvélin hefur farið sigurför um landið. 2ja ára ábyrgð. 4 gerðir. Verð frá kr. 5.131,- Frábær reynsla. 1. flokks þjónusta. Brother rafritvél BROTHER rafritvél kostar aðeins kr. 19.950,— Hefur alla kosti rafritvéla, sem eru allt að helmingi dýrari. Japönsk gæðavara. ÁBYRGÐ 1 ÁR BORGARFELL Skólavörðustíg 23 — Sími 11372 Einn á palli — Já nema ég . . . — Og hvémiing líöur þér þá mitt í allri súpunni? — Nú svona ágætlega, þakka þér fyrir, en til að byrja með stóð ég í þeirri trú, að ég aetti að fara úr líka. Svo á síðustu æfingu. þá fór ég úr eins og allir hinir, en þá var hrópað aftan úr sal, að þetta væri nú alveg ágætt hjá mér, — svona til að skapa stemmniinigu, því þetta væri alltaf erfitt hjá fólkinu svona fyrst, en í hand- ritinu stæði að ég ætti ekki að fara úr og þannig varð það að vera. Svo þú sérð, að það er ekki mér að kenna, þó þau séu ekki nema tuttugu. — Jæja nú höfum við spjall- að um það sem þú hefur haft fyrir stafni undanfarið en hvað er svo framundan hjá Þrem á palli? — Við ákveðum nú ekki mik- ið fram í tímann. en nú þegar eigum við efni í þriðju plöt- una, sem kemur líklega á mark- aðinn með vorinu. Nú svo býst ég við, að við, förum aftur til Svílþjóðar en það er ekki fast- ákveðið ennþá. es Læknaþing Framhald af 4. síðu. staði úti í dreifbýlinu, þannig að til taks verði laakmár, sém hlaupið geti undir bagga, þegar vandræði skapast í ýmsum þáttum læknisþjónustu utan Reykjavíkursvæðisins. Almannavarnir Almannavamir, skipulag þeirra utan sjúkrahúsa og á sjúkrahúsum verða og rædd- ar. Ávana- og fíkni- lyfjamál Ávana- og fíknilyfjavandamál verður einnig á dagskrá. og hefur læknafélagið nú þegar gert tillögur um aukið eftirlit á því sviði til þess að út- rýma ýmis konar misskilningi og auðvelda eðlilega notkun þessara lyfja, svo og gæta þess, að misnotkun verði strax stöðv- uð, ef fram kann að koma. Á það hefur áður verið bent. að þau fíkniefni, sem skapa mest vandamál í tækniþróuðum þjóð- félögum, eru ekki á lyfjaskrá og notkun þeirra alls ekki í höndum lækna. Samvinna sjúkrahúsa og nýliðun Að lokum verður rætt um ýmis önnur félagsleg máléfni, svo sem samvinnu sjúkrahúsa, nýliðun heilbrigðisstétta, þ.á.m. það vandamál, sem skapazt hefur sökum skorts á hjúkrun- arliði. Læknar á landinu eru nú um 300, og svarar það til þess, að hér séu rúmlega 700 íbúar á hvem starfandi lækni. HAUSTSÝNim Félags íslenzkra myndlistarmanna í Nori’æna Húsinu. Síðasti sýningardagur í dag. Sýningin verður ekki framlengd. Stjórnin. Umsækjandi um Digranes- prestakall, Kópavogi Stuðningsménn séra Sigurjóns Einarssonar, Kirkju- bæjarklaustri, umsækjanda um Digranespresta- kall, hafa opnað kosningaskrifstofu í Vogatungu 26, sími 43105. Fyrst um sinn verður skrifstofan opin frá kl. 5-7 alla daga. Stuðningsfólk er hvatt til að hafa samband við skrifstofuna. RÚSKINNSLÍKI Rúskinnslíki i sjö litum á kr. 640,00 pr meter. Krumplakk i 15 litum, verð kr 480 pr. meter. Sendum sýnishom um allt land. LITLI-SKÓGUR Snorr?u-r?ut 22 — Simi 25644. Gerii góB kaup Herrajakkar kr 2700.00 Terylenebuxur herra kr. 900.00 Bláar manchetskvrtur kr 450-00. Sokkar með þykkum sólum, tílvaldir fvrir sára og sjúka fætur og einnig fvrir íbróttafólk. Sendum gegn póstkröfu. LITLI-SKÓGUR Snorrabraut 22 — Simi 25644. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andláf og jarðarför móður okkar téngdamóður, ömmu og langömmiu KRISTÍNAR ÁSGEIRSDÓTTUR, fyrrverandi húsfreyju Kirkjuskógi. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Kennslubækurnar og aðrar skólavörur fyrir framhalds- og menntáskóla % Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18. Símar: ísl. bækur 24240. Erl. bækur 24241. Ritföng 24242.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.