Þjóðviljinn - 10.10.1971, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.10.1971, Blaðsíða 6
£ SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Summíudaguir 10. október 1971. Raflagnaefni úr plasti ódýrt létt og þjált TVÖFÖLD EINANGRUN, ENGINN SAGGI — EKKERT RYÐ ALLT ANNAR KOSTNAÐUR HJÁ ÞEIIVI SEM BYGGJA ALLT ANNAÐ LÍF HJÁ ÞEIM SEM LEGGJA Raflagnaefni úr piasti - létt og þjált í meSförum - við margvísleg skilyrði. IVIjög góöar rafíagnir aS dómi eftir- litsmanna og þeirra fagmanna sem reynt hafa. Helmingi ódýrari en járnrör. Fylgist meö tímanum. Dæmi: 1 24 íbúSa blokk munaSi 96 þúsund krónum f hreinan efnissparnað meS þvf a3 nota plast rafiagnaefnl, auk þæginda og minni flutningskostnaSar. Plastið er hreinlegra og fljótunnara. Með plast raflögn fæst einnig tvöföid einangrun. Aðalsölustaöir: REYKJAFELL HF LJÓSFARI HF SKIPHOLTI 35 GRENSÁSVEGI 5 RAFLAGNDEILD KEA AKUREYRI Si LANDSSAMBAND ÍSL. RAFVERKTAKA - HÓLATORG 2 PLASTIÐJAN BIARG AKUREYRl SlMI (96) 12672 Ekki bara falleg Hurðirnar okkar þekkjast af fallegri áferð, völdu efni og faglegum frágangi. Hitt sést ekki ein.s vel. Þær eru gerðar með fulikomnustu tækni, sem hér þekkist. Smiðirnir hjá okkur smíða fátt annað en hurðir, — en þvf meira af hurðum. Þess vegna merkjum við hurðirnar, sem fara frá okkur. Þá geta aliir séð, að þær eru ekki bara faliegar, — heldur líka góðar. SE. INNIHURDIR ■ GÆDI í FYRIRRÚMI SIGURÐUR ELÍASSONHF. AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI, SÍMl 41380 07 Indversk undraveröld Avallt mikið úrval al sérkennilegum aust- urlenzkum skraut og listmunum til tæki- færisgjafa. — Nýjar vörur komnar. m.a. Bali-styttur, útskorin borð, vegghillnr vörur úr messing og margt fleira, Einn- tg margar tegundir af reykelsi og reyk- elsiskerjum. Gjöfina sem veitir varanlega ánægju fóið þér í JASMIN Snorrabr. 22. Gamalt erindi og gleymt Framhald af 5 síðu safnsins er talinn 28. ágúst 1818, þótt ekki væri það opn- að til afnota fyrr en nokkrum árum síðar. £>að má telja Rafn helzta stofnanda stiftsbóika- saínsins sem nú heitir Lands- bókasafn. Hann var vakinn og sofinn við að safna bókagjöf- um handa hinu unga safni. og í skýrslu frá 1826 hafði hann safnað hjá sjálfum sér og öðr- um 918 bókum af 1545, sem safnið þá átti. Nokkru áður hafði hann tekið að sér að veita viðtöku öllum erlendum gjafabókum, búa um þær og senda til fslands. Þetta starf rækti hann kauplaust til dauðadags. í október næsta ár verða 100 ár liðin frá dauða hans og væri fslendingum þá skylt að minnast þessa holl- vinar íslands og íslenzkra mennta. Stiftsbókasafnið var til heim- ilis á dómkirkjuloftinu í Reykjavík fram til ársins 1881, er það var flutt í hið ný- byggða Alþingishús. Á báðum þessum stöðum sprengdi safn- ið brátt utan af sér húsnæð- ið, og á fyrstu árum þessarar aldar voru þrengslin orðin svo mikil, að varla var hægt að vinna við safnið. Hannes Haf- stein ráðherra átti mestan og beztan þátt í að leysa vandann. Árið 1905 fékk hann samþykkt lög er heimiluðu honum aðláta byggja fyrir 160 þúsundir króna byggingu úr steini svo stóra er nægði Landsbókasafn- inu og Landsskjalasafninu í 50-60 ár, en hýsti jafnframt hin önnur söfn meðan húsrúm leyfir. Hornsteinn safnsins var lagður 23. sept. 1906 og við það tækifæri sagði Hannes Hafstein þessi orð: „1 dag eigum vér að leggja homstein að mikilsverðu og merkilegu húsi, stórhýsi er á að geyma fjársjóðu, sem vér vonum að eigi fyrir sér að vaxa með vaxaindi viðgangi og menning þessarar þjóðar, eins og safn það sem þetta hús er sér- staklega ætlað að varðveita, hefur eflzt og aiukizt með vaxandi mannrænu, sjálfsdáð og sjálfstæði þjóðar vorrar á öldinni sem ieið.“ Safnahúsið kostaði með öll- um innanstok'ksmunaim 222 þúsundir kr., en sjálf byggingin hafði farið 14. þ. kr. fram úr áætlun. Þegar Landsbókasafnið var flutt í hið nýja húsnæði taldi það 70 þúsund bindi. Þegar safnið var aldargamalt 1918 var bindafjöldinn orðinn 100 þúsund. Arfeg aukninv þess var því að meðaltali 1000 bindi á ári í eina öld. Á nasstu 25 árum frá 1919-1944 var aukinángin að meðaltaili 2200 bindi, en á árunum 1945- 1963 var hún 4500 bindi á ári, og nú er bókaeign safnsins um 250 þúsundir binda. Svo sem fyrr var sagt gerðu lögin frá 1905 ráð fyrir því að byggt yrði hús, sem nægja mundi þörfum Lands- bókasafnsins og Landsskjala- safnsins í næstiu 50-60 ár. Þeir sem sömdu þessi lög reyndust furðuglöggir f þessum efnum. Fonnmenjasafnið og náttúru- gripasafnið eru nú basði flutt á brott og hefur Landsbóka- safnið fengið húsnæði beggja. Ef svo hefði ekki orðið mundi Landsbókasafnjð nú vera kom- ið í álíka vandræði og það var í á síðustu árum vistar sinnar í Alþingishúsinu í byrjun þessarar aldar. En ef safnið heldur áfram að vaxa þótt ekki verði nema í sömu hlutföllum og undanfarna tvo áratugi þá mun það á fáum árum sprengja af sér það hús- næði sem það nú hefur. En að sjálfsögðu verður að gera ráð fyrir aðsafniðmuni vaxa miklu örar í næstu framtíð en það hefur gert til þessa. Því að í rauninni er vöxtur Landsbóka- safnsins svo grátlega lítill, að þjóðin má blátt áfram blygðast sín fyrir. En það er engin furða þótt vöxtur þess sé lítill þegar litið er til þeirrar fjár- veitingar sem alþingi mylgrar í það. Ég hef litið í fjárlögin frá 1959 til þessa dags og koma þá í ljós þessar snautlegu töl- ur: Á árinu 1959 er safminu veitt til bólca-tímai'ita-hand- ritakaupa og bókbands 400 þús. kr.; á árunum 1960-1962 450 þús. kr. og 1963 600 þús kr. Meira en hélmdngur þessarar fjárveitingar gengur til bók- bandsins eins saman. Afgang- urinn fer að mestu í áskriftar- kaup á tímaritum og öðrum slíkum ritum og safnið hefur svo til ekkert fjármagn til kaupa á bókum eftir frjálsu vali. Mér íinnst slíkt fjárfram- lag ekki ná nokkurri átt. Þessa stundina ætti fjárveiting til bókakaupanna einna ekki að vera undir 1 miljón á ári handa aöalbók.aaafni þjóðar, sem telLur sig siðmenntaða. Eða hafa menn alls ekki gert sér grein fyrir því, að á þeim ár- um, sem hér hafa verið rædd í sambandi við fjárveitingar til Landsbókasafnsins, hafa farið fram tvær gengisfelling- ar á krónunni ókkar? essi furðulegi naúmleiíd fjárveitingarvaldsins við Landsbókasafnið stingur mjög í stúf við örlæti þess á öðr- um sviðum. Á þessu ári hefur alþingi fært þjóðkirkjunni að gjöf Skálholtsstað og 1 milj. kr. á ári hverju í skotsilfur til áframhaldandi uppbygglng- ar í Skálholti og- þeirrar starfrækslui, sem biskup og kirkjuráð koma þar u.pp. Ég er í sjálfu sér ekki að telja þetta verk eftir. Að vísu er ég einn af hinum þjáðu skatt- greiðendum þessa lands. Ég og starfsfélagar mínir erum í hin- um fjölmenna hópi þeirra ís- lendimga, sem ekki geta svik- ið undan skatti, þótt við vær- um allir af vilja gerðir. Við borgum ekki aðeins okkar, eigin skatta, heldur borg- um við einnig skatt fyrir þá sælu samborgara okkar, sem kunna að telja fram, eins og sagti er. Við gerum þettai þegjandi og orðalaust, enda er ok.kur kennt að elska ná- ungann eins og sjálfa okkur — skattsvilcara eldki undan- skilda. Þess vegna minnumst við þelrra í bænum okkar. En m.a. vegna aðstöðu okkar gagnvart skattaframtalinu stendur okkur ekki alveg á sama. um hvernig farið er með skattpening okkar. Ég endurtek því fyrir mína hönd: ég sé efcki eftir þessum gjöf- um til þjóðkirkjunnar. Bn ég vil hafa eitthvert vit og sam- ræmi 1 hlutunum: Ef ríkið getur sér að meinalausu gefið þjóðkirkjunni eina miljón á ári til að risla sér við í tún- fætinum í Skálholti, en hefur ekki ráð á að veita mesta menntabóli Islendinga, Lands- bókasafninu, sömu upphæð til bókakaupa, ef söfinuður í Reykjavík getur á edmium éra- tug byggt kirkju fyrir fjóra tugi miljóna, en hið opinbera getur ekki á sama tíma byggt ríkisbókhlöðu handa landinu, þá er þessi þjóð blátt áfram eitthvað biluð í blessuðum litla kollinum sínum. Ininan fárra ára mun Lands- bókasafnið komast í þá sömu húsnæðiskreppu og svo oft áður í langri sögu þess. Þessari húsnæðiskreppu verð- ur að afstýra og henni verð- ur ekki afstýrt með öðru en því að byggð verði ríkisbók- hlaða af eldci minni framsýni^ en þeirri, þegar aldamótakyn- slóðin reisti af fátækt sinni húsið við Hverfisgötu yfir söfn landsins. Þetta mætti vera afmæligjöf, er þjóðin gæfi sjálfri sér, er 11 aldir eru liðnar frá byggð norrænna manna á Islandi. Slík Ríkis- bókhlaða mundi þá einnig geta leyst annað húsnæðisvandamál íslenzkra mennta. Ég á við, að þjóðskjalasafnið gæti þá feng- ið allt safnhúsð til umráða. Þjóðskjalasafnið á eiranig við mikil húsnœðisvandræði að etja, en með þessu yrði vandi þess leystur um langa fram- tíð. I sama mund mætti stofna nýja deild í þjóðskjala- safninú: atvinnuskjalasafn þar sem geymdar væru fornar og nýjar heimildir um fram- leiðslu og verzlun Islands, heimildir, sem að öðrum kosti verða sorpeyðingarstöðvunum að bráð. Að lokum þetta: bygging ríkisbókhlöðu í Reykjavík er metnaðar- og menningarmál, sem við getum ekki sikotið okfcur undan, og málið þolir efcki bið. Eg sé að mér hefur orðið æði tíðrætt um bækur, kannski ég rabbi að lokum lítilsháttar um manneskjurnar. Og hvað skyldi þá vera hendi nær en unga kynslóðin, sem er að vaxa úr grasi og á að erfa landið. Ég get ekki hrós- að mér af að hafa náin kynni af þessari kynslóð þótt ég hafi kennt henni alllengi er hún var að renna skeiðið frá fermingaraldri til um það bil 17 ára aldurs. En þegar ég hef hlýtt á tál manna um upp- lausnina í æskulýðnum, sjálfs- þótta’ hans og sjálfræði, þá hefur mér oft orðið það á að bera hann : samán við mín eig- in æstouár og. mína eigin kyn- slóð, þótt ég raunar sé kominn á þann aldur er fáir vilja síina bamæsku muna. Við þennan samanburð hefur mér sérstak- lega orðið starsýnt á þá þjóð- félagslegu staðreynd, að hin unga ísl. kynslóð vinnur meira og hefur miklu meiri tekjur en titt var um okkur, kreppu- kynslóðina, sem fékk litla vinnu og lítt borgaða í upp- vextinum. Ef ég lít á þann hluta hinnar ungu kynslóðar. sem ég þekki nánar, hina ungu menntamenn eða mennta- mannaefmi, þá vinna þeir flest- ir baki brotnu alla sumarmán- uðina á sjó og landi, þeir eru gervimálarar húsa, þeir eru í byggingarvínnu, þedr eru togarasjómenn og báta- Bjómenn. Ég veit ekki hvort til eru hagtölur um það. hve mikill er hiutur ungra manna í lauinatekjum þjóðarinnar en trúlega er hann ekki lítiil. En án þessara tekna ungs fólks mundi það alls ekki ge-ta fyllt skóla hins íslenzka fræðslu- kerfis. Ef þið, hlustendur góð- ir, kæmuð inn í kennarastofu i skólum Reykjavíkur, þá munduð þið sjá við hliðina á öldumgum, sem gránað hafa í þjónustu uppeldismálanna, kornunga menn, sem hafa ekki enn losnað við hvolpsilegar hreyfingar skólastráksins. Þetta eru stúdentar jafnvel á fyrsta ári, stundakennarar og íhlaupa- komnarar, sem þegar eru farn- ir að ala upp hina yngri árganga æskulýðsins. Þessir menn stunda flestir héskóla- nám, en verða að vinna fyrir sér með þessum hætti, og án þeirra væri sennilega eikki hægt að halda uppi fuillri kennslu í fræðslukerfinu. Margir þeirra haía þegar stofrnað heimili, og er það enn eitt einkenni ungra manna á íslandi, að þeir vilja ólmir í hjónaband. Hin unga kynslóð nútímans vinnur meira giftir sig fyrr, tekur fyrr á sig þjóð- félagslega ábyrgð en mín kyn- slóð gerði fyrir um það bil 30 árum. Og að sjálfsögðu verður hún að bera allar þær áhyggjur, sem fylgja þessari þjóðfélagslegu ábyrgð, og þær eru margar. Leýfið mér að fara dálítinn útúrdúr. Fýrir meira en 19 öldum var boðuð nýstár- leg hagfræði snauðum lýð og umkomulitlum austur í Galí- leu. Þessi hagfræðiboöskap- ur var ekki boðaður í skraut- legum kirkjum heldur undir beru lofti, guðs blái himinn var kirkjuhvelfing þeirra manna, er hlýddu á fagnaðarerind- ið: Berið ekki áhyggjur fyrir morgundeginum, látið hverjum degi nægja sína þjáning lítið til fuglanna í loftinu ag drag- ið dám af þeim, skoðið akurs- ins liljugrös. Og hinir snauðu menn hlýddu hugfangnir á þennan boðslcap, því að þeir vissu að guðsríki var í nánd og í guðsríki er hagfræði ekki til — vonandi þó kiannski nokkrir hagfræðingar. Þessum léttlynda boðskap frá Galíleu er lítt á loft haldið af kirlcj- unni. Bn hann hefur verið framkvæmdur meðal vissra þjóðfélagshópa, . meðal lista- manna og háskólaborgara á 19. ag langt fram á 20 öld. Ég og margir aðrir Halfnawstúdent- ar lifðum no'kkur ár sam- kvæmt líf sregium þessarar hagfræði: Við bárum ekki á- hyggjur fyrir morgundeginum, við létum hverjum degi nægja sína þjáning, og þegar . við vorurn ekki að læra hagfræði hjá fuglum himinsins, skoðuð- um við liljur vailarins, þess- ar, sem vinna ekki né spinna. En að sjálfsögðu gat þetta ekki varað eilíflega: við hurf- um aftur til borgairalegs lífs og nú tók við heimsalvaram — og hagfræði Benjamíns Ei- rikssonar. Ég hygg aö hin unga íslenzka kynsióð nútímans haífi orðið að læra þá hagfræði miklu fyrr en ég og mínir samtíðarmenn. Þessi kynslóð er borgaralegri en við vorum, meðal annars vegna þess, að hún verður miklu fyrr að taka á sig borgaralegar skyldur og leysa sömu vandamál og þeir sem rosknir eru. Til að mynda verður hún að ráða fram úr þeim vanda hvernig hún á að fá þak yfir höfuðið á sér. Þótt húsnæðisvandræðin séu kannski eikki kyrislóðabundin, þá er víst, að þau hvíla af miklum þunga á ungúm berð- um uppvaxandi iJyTBsIóðar. Þeir sem ekki eru fæddir með íbúð eða einbýlishús í miunn- inum fá brátt ekki með neinu móti leyst húsnæðisvandamál sín. Það er komið svo hér í höfuðstaðnum, að húsnœðis- vandræði fólks eru orðin einn öruggasti gróðavegur einstakra manna. Það er ekki aðeins hægt að græða góðan pening á íbúðum komnum undir tré- verk, eins og það er kallað, 100 þúsund eða hátt upp í 200 þús. á íbúð heldur geta lóð- arréttindin ein fært mönrium upp í hendurnar álíka upp- hæðir. Tveggja herbergja í- búðir eru nú leigðar á 3500 kr. á mánuði, þriggja her- bergja á 5200, og ársleigan greidd fyrirfram. Blygðunar- leysið í húsabraskinu er orð- ið slíkt á íslandi og ekki sízt í Reykjávík, að vart mun þekkjast í siðuðu þjóðfélagi. Einn frægasti byltingarmaður Frakidands á 18. öld, St. Just, sagði einu sinmi, að brauðið væri réttur fólksins. En er; ek.ki húsnæði líka réttur fólfcs- ins, er það ekki jafn knýjandi fi'umþörf manna og matur og drykkur? Ég vil ijúka þessu hjali með þeirri ósk, að hinni ungu kynslóð Isiands megi takast að skrifa húsnæðisrétt- inn á mannréttindaskrá ís- lenzku þjóðarinnar.. Skóla- Skólaúlpur — Skólabuxur skyrtur — og margt fleira fyrir skóla- æskuna. — Póstsendum. V ©X. Laugavegi 71 Sími 20141 U

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.