Þjóðviljinn - 10.10.1971, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.10.1971, Blaðsíða 5
Sunnudagur 10. ofebóber 1971 — ÞJÓÐVrLJXNN — SlBA g Fyrir nserri átta árum, 2. des. 1963, [falaði Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur Um da'ginn og veginn í Ríkisufvarpinu. Sumar staðreyndir þessa erindis eru að sjálfsögðu breyttar, en helztu viðfangsefnin sem þá var drepið á, eru enn óleyst, og Þjóðviljinn telur því ekki fjarri lagi að birta það í fyrsta skipti á prenti. Erindið er óbreytt og óstytt. Góðir hlustendur! Viljl mannsms er hans himnaríki — Des Menschen Wille ist sein Himmelreich. Þessi orð Marteins Lúters fljúga mér oft í hu.g þegar ég geng upp Skólavörðustíginn og stefni í flasið á Leiíi heppna. Him særokna sjóhetja krækir fótum í steinstöpulinn og það er landlþrá farmanns- ins í augum hans en að baki honum rís af grunni mesta kirkjusmíð á Islandi að fomu og nýju, kerand við Hallgrim Pétursson. 1 júlíménuði síðast- liðnum, nokkru fyrir Skól- holtshátíð, las ég það í blöð- um, að Hallgrímssöfnuður ráð- gerði að ljúka við smíði þess- arar skrautkirkju fyrir árið 1974 og minnast þannig 300. ártíðar hins mikla trúarskélds. Slík ákvörðuin ber vott nm bj^rtsýni^, og mikinn stórthug saÆnaðarins, og því minnist ég orða Lúters: mainnsins vilji er hans himnaríki. Það þarf á- reiðanlega stálsoðinn vilja til þess að reisa slíka kirkju á einum áratug, ekki sízt þegar' litið er á kastnaðarhliðina. Mér hefur verið sagt að kostn- aðarásetlun kirkjunnar muni uudir lokin nema rúmlega 40 miljónum króna. Við vitum að byggingar á Islandi standast sjaldan áætlun svo senntlegt er að þessi fari einnig nokkrar miljónir fram úr því sem ráð er fyrir gert. Og í annan stað vaknar sú spurning: hvernig lítur krónan okkar út eftir tíu ár? Mun henni elna tær- ingarsó-ttin eða mun hún rétta við? „Hvað er eiginlega milj- ón?‘‘ er haft eftir gömlum o-g reyndum íslenzkum fjármála- manni, sem nú er nýiátinn. Hva§ íslenzk miljón verður eftir tíu ár — það veit enginn nema hinir vísu veðurguðir ís- lenzkra fjármóla og þeir hylja sig þögn þessa stundina. Það er því allra veðra von þe-gar t'ramkvæma á þessa djörfu byggingaráætlun, en raunar engu ii-B^gt að spá þar sem staðfastur vilji er að baki. Eg sé að lývenfélag Hallgríms- kirkjusafnáðar hefur gefið 250 þúsundir kr. í byggingarsjóð- inn á þesáu ári, og er e-kki að bví að spýrja þar setm kven- i'ólkið leggur sig fram, þar verður eitthvað undan að láta. Kannski tekst söfnuðinum að reisa þessa kirkju sína á næsta áratug og mundi ég te-lja það eitt rnesta afrek í sögu kristn- innar á íslandi Annars v||-ðist mér hafa verið aeði mí|:il grózka í kirkju- byggingum ’ síðustu tíu árin, hér í Reykjavík telst mér svo til að sex kirkjur hafi verið byggðar séu í byggingu og ér þá Hallgí'ímskirkja meðtalin. I sama mund ber að fagna því innvirðulega hve milril grózka Gamalt erindi og gleymt EFTIR SVERRI KRISTJANSS0N er í þeim byggin-gum, er bera framar öðru vott um velmegun landsins og efinalega viðreisn: verzlunarhallir, bankar og bankaútibú risa upp um allt la-nd og í flestum hverfium Reykjavík-urborgar, og þannig höfium við ek-ki látið hallast á redðingnum og gjöldum réttlátlega keisaranum það sem keisaran-s er og guði það sem guðs er. Kannski mætti kalla þetta jafnvægi í húsbyggin-ga- málum. Þegar Hallgrímskirkjusöfn- uður ætlar að. minnast skálds Passíusálmanna með svo mikilli rausn árið 1974, þá er kannski ekki úr vegi að geta þess, að íslenzka þjóðin hefur ekki síður ástæðu til að minnas-t þessa árs. Á því ári eru 11 aldir liðnar frá bygg- ingu Islands, eða svo töldu Is- lendingar er þeir héldu sfna fyrstu þjóðhátíð árið 1874 og fengu sína fyrstu stjórnarskrá í afimælisgjöf úr hendi Dana- konungs, gefna af „frjálsu full- veldi“, svo sem það var o-rð-að. En á árinu 1974 má islenzka þjóðin ekki aðeins miranast 11 alda tilveru sinnar. Hún má einnig minnast þess, að þá eru 11 aldir liðnar síðan fyrstu bækurnareyðilögðust á Islandi, og var það upphaf mikillar sögu. Svo segir Ari fróði í Is- lendingabók: „Þá voru hér menn kristnir, þeir er Norð- menn kalla Papa, en þeir fóru síðan á braut, af því að þeir vildu eigi vera hér við heiðna menn, og létu eftir sig bækur írs-kar, bjöllur og bagla“. Hvað varð um þessar bækur? Það veit enginn. Kannski hafa for- mæður okkar notað bókfellið íreka til að bæta brækur bænda sinna, en hvað sem því líður þær eru horfnar. Og nú Safnhúsiö við Hverfisgötu. er það tillaga min, að við minnumst 11 alda byggðar landsins með því, að þá verði fullbyggð Ríkisbókhlaða handa aðalbó-kasafni íslenzúcu þjóðar- innar. Eitt hús er það í ættborg minni Reykjavík sem ég heimsæki oftar en önnur hús: það er Landsbókasafnshúsið við Hverfisgötu. Mér þykir þetta hús fegurst allra. húsa í bæraum, stílhrei-nt, traust og tígulegt. Landsbókasafnið flutt- ist í þetta hús á öndverðu ári 1909 og hefur nú dvalið þar í rúmlega hálfa öld. En áður en það flutti í þau salarkynni átti safinið sér langa sögu. Það er d-álítið furðulegt, að hugmyndin um stofnun lands- bókas-af-ns á íslandi er ekki upprunnin meðal Islendinga sjálfra. Þessarar hugmyndar verðum við að leita allar göt- ur til Munchen á Suður-Þýzka- landi. Friedrich Schlichtegroll hét maður og var ritari kon- unglegu bajersk-u akademíunn- ar í Munohen. Árið 1817 ritaði hann dönsku-m ma-nni ag gö-ml- um háskólabróður þréf og bar fram þá h-ugmynd að stofn- að yrði á Islandi eins-kon- ar museum, er hefði að .,geyma bó-kasafn £ öllu-m vísindagrein- um“. Þessi tigni þýzki mennta- maður mundi vel Napóleons- styrjaldirnar er Frakkakeis- ari fór ránshe-ndi um söfin Evrópu og þvi lét hann sér detta í hug, að „þarna lengst norðu-r á Thu.le eiga vis-indin að gera sér hæli, sem vera kann að lifi hinar ágætustu Sverrir Kristjánsson. stofnanir annarsstaðar í álf— unni.‘‘ Þessi skemmtilega hug- mynd dó að vísu með höfundi sínum sem andaðist stuttu síð-- ar. En sé sem gerði hugmynd- ina um bókasafn á Is-land-i að veruleik-a var enn annar er- lendur maður, danskur að kyni, og hét Carl Christian Rafn, sá er stofnaði norræna Fom- fræðafélagið ásamt nokkrum Islendingum. Hann skrifaði Is- lenzka Bókmenntafélaginu 1818 og hvatti það til að skipa nefind til að koma upp stifts- bókasafni á Is-landi og með bréfi hans var listi yfir 20 bækur, er hann ætlaði að gefa hinu tilvonandi bókasafni og er bókagjöf hans því fyrsti stofninn að Landsbókasafninu okkar. Islendin-gar bæði í Kaupmannahöfn og Reykjavfk brugðust vel við tilmælum- Rafns, og stofndagur bóka-' Framhald á 6. síðu' PANELOFNAR PANELOFNAR PANELOFNAR PANELOFNAR KÓPAVOGI SÍNil 40922 PANELOFNAR PANELOFNAR PANELOFNAR PANELOFNAR KÓPAVOGI PANELOFNAR PANELOFNAR PANELOFNAR PANELOFNAR KÓPAVOGI PANELOFNAR PANELOFNAR PANELOFNAR PANELOFNAR KÖPAVOGI PANELOFNAR HF. hafa opnað skrifstofu á sama stað og verksmiðjan að Fífuhvammsvegi 23 PANELOFNAR PANELOFNAR PANELOFNAR PANELOFNAR KÓPAVOGI SÍMI 40922 PANELOFNAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.