Þjóðviljinn - 10.10.1971, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.10.1971, Blaðsíða 8
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — SuMwudagur 10. október 1971. húsnœðismál ll€ílKai' ít 11 lc i Múrverkið unnið með svokallaðri rapp-vél. Byggingalóðaskortur Framhald af 7. síðu. þess hversu misfljótir verk- takamir hefðu verið að ljúka verkunum. Endanlegur frágangur lóða væri nú skilyrði fyrir þvi að byggingaraðilar fengju aðra lóð til úthlutunar. En vegna mis- bresta á frágangi væru nú nokkrir byggingaraðilar komn- ir á „svartan lista“ hjá bygg- ingaryfirvöldunum og fengju ekki lóðir til framkvæmda í bráð. Gatnagerðargjöld væru mis- munandi eftir því hverslags hús væri um að ræða. Af íbúðurn í fjölbýlishúsum væru greidd 15 — 25 þúsund kr., en allt upp í 300 þús. af ein- býliahúsum. Lokíð var byggingu um 800 ibúða á síðasta ári, eru þá meðtaldar á annað hundrað í- búðir Öryrkjabandalagsins. DÝRUSTU LÓÐIRNAR Að sögn Sigurgeirs Sigurðs- sonar, sveitarstjóra Seltjam- arness, hefur hreppurinn engar lóðir til úthlutunar. Allar byggingarlóðir á Nesinu væru eignarlóðir. Hreppurinn veitti þvi aðeins þyggingaleyfi. Lóða- verð væri nokkuð breytilegt. Hæst verð væri á lóðum sem næst liggja sjó, og þeim sem efet stæðu i Valhúsahæðinni. Milli þessara svæða væru ó- dýrari lóðdr. Verð lóðanna að meðtöldu gatnagerðargjaldi væri frá 400 þúsund kr. upp í 700 þúsund. Nú eru í smíðum 90-100 íbúðir á Seltjamarnesi og er reiknað með að smíði 50 þeirra verði lokið á árinu. Helmingur íbúðanna er í þrem fjölbýlis- húsum, en aðrar íbúðabygging- ar eru raðhús og einbýlishús. Flest eru húsin uppsteypt, að- eins 2-3 hlaðin. Byggingaverktakar ~ byggja sjálfir og selja síðan raðhúsin og blokkirnar, en byggjng ein- býlishúsanna er í umsjá eig- endanna. Búið er að byggja Vs af því sem byggt verður á Seltjamarnesi. EFTIRSPURN EKKI FT7LLN/EGT Ólafur Jensson, bæjarverk- fræðingur í Kópavogi, sagði að ekki hefði verið hægt að sinna öllum lóðaumsóknum til bygg- ingaframkvæmda þar. Gatna- gerðargjöld í Kópavogi eru þau sömu og í Reykjavík, eða á- kveðin prósentutala á fermetra lóðar. Hvort tveggja er að byggð eru stór og lítil hús í Kópa- vogi. Byggingarfélag hefði séð um byggingu nokkurra blokka, svo væru og nokkrir einstak- lingar, sem byggðu og seldu íbúðir. EINGONGU EINBÝLISHÚS Garðahreppur hefur að mestu tekið eignamámi eða keypt þær lóðir sem eru fyrir otfan Hafnarfjarðarveg. Allar lóðir í Arnamesi eru hins veg- ar í einkaeign. Er þar um erfðafestuJjand að ræða. Það land, sem ehn er óbyggt í Amamesi, er í eigu 11 ein- staklinga, sem allir eru af sömu ættiruni. Lóðir í Amarnesinu em mjög stórar eða frá 1200-1600 ferm. Verð lóðanna er og mis- jafnt; minnsta verð á fermetra er 85 kr., og eru þær lóðir nasst Hafnarfjarðarveginum, en hæst er verðið á sjávarlóðun- um og kostar fennetrinn þar meðalstærð 1400 ferm. á lóð, meðalstærð 1400 m2 á lóð, kosta þær frá 119 þúsund krónum upp í 350 þúsund. Við þelta bætist svo gatnagerðar- gjald, sem er rúmlega 300 þúsund krónur af svo stórum lóðum. Þannig þarf frá 420 þús. kr. og upp yfir 650 þúsund til að hefja bygginga- framkvæmdir í Arnamesi. Annarsstaðar í Garðahreppi er aðeins um að ræða gatna- gerðargjald, en það er 229 þúsund krónur af 1000 fer- metra lóð. Engin fjölbýlishús eru byggð í Garðahreppnum og ekki er fyrirhugað að reisa nein ' í næstu framtið. LÆGSTA LÓÐAVERÐ Bæjarverkfræðingur í Hafn- arfirði er Björn Árnason. Sagði hann, að auglýst hefði verið eftir umsóknum að byggingu einbýlishúsa. 75 bæjarbúar sóttu um lóðir auk 30 utan- bæjarmanna. Úthlutað var að- eins 25 lóðum og voru ínn- anbæjarmenn látnir ganga fyr- ir. Til þessa tíma hefði verið hægt að úthluta raðhúsalóðum eftir því sem sótt hefði verið um þær. Nú væri svo komið, að innanbæjarmenn ednir fengju slíkar lóðir. Gatn agerðargj öld væru nokk- uð lægri en i Reykjavík, t.d. væri það 95 þúsund krónur fyrir hverja íbúð við raðhúsa- lóð, og fyrir meðal einbýlis- húsalóð með bílskúrsrétti 150 170 þús. Norðurbærinn í Hafnarfirði er nú allur skipulagður, en þar eru mestar byggingafram- kvæmdirnar. Á þessu ári verð- ur lokið við u.þ.b, 150 íbúðir í Hafnarfirði. úþ. Vegna fréttar um að lóðir undir fjölbýlishús séu þrotnar hjá Reykjavíkurborg sneri blaðið sér til nokkurra aðila, sem tengdir eru byggingariðnaðinum á einn eða annan hátt. Nokkurs uggs gætti hjá sumuim þeirra vegna þessa. Er þar um að ræða atvinnuleysisvanda, sem kýnni að skapast og þá staðreynd, að ef ekki verður byggt nægjanlega mikið til að svara eftirspurn, muni verð íbúðarhúsnæðis hækka enn til muna. Ef ekki verður hægt að halda áfram byggingu fjölbýlishúsa Hækkar verð íbúða enn meir * • :• Verð innréttinga hefur lækkað að tiltölu um 35—40% síðan 1964. Við Vesturberg byggja bygg- ingameistararnir Öskar og Bragi 30 fbúða hús með þrem stigagöngum. Þeir mimu vænt- anlega hafa næg verkefni fram undir áramót, en þa ætla þeir að Ijúka byggingu hússins. Hvað þá tekur við er óráðið. Nýlega fengu þeir afsvar hjá byggingaryfirvöldum borgar- innar við beiðni um lóð. til byggingar fjölbýlishúss. Á sama tíma eru reikin hér byggingafélög, sem eiga lóðir á lager. Má þar nefna Einham- ar, samstarfsfélag bygginga- Við framleiðslu fspan-einangrunar- glers er notuð nýjasta tækni með reyndu starfsfólki. Leitið tilboða og nánari upplýsinga. Athugið að gera pantanir tímanlega. EINAMGRUNARGLER Framleitt með Bnrjmni^. “ JbSBUs GlTIIIlIilpirö SimBS ÍIHGKiI IMHl imrEKi iPiIiilliI piniiKiHi nnnnníi Aðferð 10 ára ábyrgö PÆ EINANGRUN ARGLER Smiðjuvegi 7, Kópav. Sími 43100 Furuvöllum 5, Akureyri. S. 21332 meistara. Fannst þeim Óskari & Braga eins og verið væri að ýta þeim til hliðar, út úr samkeppni byggingariðnaðar- ins. Hjá þeim væri ekkert ann- að framundan en fri; frí sem æti upp þann hagnað sem kynni að verða af bygging- unni við Vesturberg. Æskilegast töldu þeir að skipulagsmálin væru unnin þannig, að ekki þyrfti að slíta byggingarvinnu í sundur þann- ig að verkfæri og tæki stæðu ónotuð um lenigri eða skemmri tíma. Þannig þyrfti að standa að þessum málum, að hægt væri að flytja tæki og efni frá einum stað til annars án þess að til kæmi verkstopp. Með því væri hægt að halda verði íbúða nokkuð í skefjum, en stöðug bygging íbúarhús- næðis væri forsenda fyrir því að íbúðarverð ryki okki upp úr öllu valdi. Þá væri það vissulega til bóta, ef skipulagsfræðingar borgiarinnar létu svo lítið að leita umsagnar byggingar- meistara um skipulag íbúðar- húsasvæða. Sannarlega væri það efcki gert nú, enda bæri margt í skipulaginu þess aug- ljós merfci. Vflnfc'llvílcfálílg'^ Múrarameistarar telja slg ekki þurfa að kvíða. Þeir eiga enn eftir talsvert óunnið og verða nofekuð fram á næsta ár að ljúka því sem fyrir liggur. Útlitið hjá trésmiðum með atvinnu f vetur er nokkuð sæmilegt. Eftirspum eftir tré- smiðum er enn ta.lsvert mifcil. Hiá þeim verður aðallega um að ræða ínnivlnnu, sem efcki gefur eins mifcið í aðra hönd og uppsláttarvinna. Telja þeir að ef ekki komi til skipulags- stöðvunar eins og 1968 verði næg atvi'nna hjá þeim. Dagsbrúnarmenn telja að verði skipulag íbúðarhúsnæðis ekki tilbúið næsta vor muni það hafa mjög slæm áhrif bæði í atvinnu- og húsnæðis- málum. Dauðir kaflar í bygg- ingariðnaði væru mjög hættu- legir og viðbúið komi þeir til, að talsveirt atvinnuleysi verði hjá byggingarverkamönnum. Lækkað innréttingaverð Jón Pétursson hjá J. P. inn- réttingum sagði, að innrétt- ingar fengjust nú á mun lægra verði en áður. Væri munurinn allt að 35 — 40% miðað við verðlag 1964. Taldi Jón þessa hagkvæmu þróun því að þakka að nú væri unnið eftir skipulagi í þessari atvin,nugrein, en það væri meira en hægt befði verið að segja hér áður. Tilkoma stærri aðila við vinnu innréttinga hefði og dregið úr bílskúrs- framleiðslunni, eða innréttimg- um sem unnar voru í lélegu húsnæði við ófuílnægjandl skil- yrði. Enn er hægt að færa kostn- aðinn niður, sagði Jón. Ef lánsfjármagn væri fyrir hendi, gætu fyrirtækin sjálf séð um efniskaup og þannig losnað við álagningu eins milliliðs. Innréttingasmiðir þyrftu ekkert að óttast þótt til sam- dráttar kæmi við nýsmíði í- búarhúsnæðis, því þeir yrðu allt að tvö ár að vinna upp það sem fyrir lægi í það hús- næði sem þegar hefur verið byggt. Furðulegrar kröfur Magnús Sigurðsson hjá Sig- urði Elíassyni í Kópavogi sagði okkur að þa@ væri ekki meira en svo að þeir væru komnir yfir afleiðingar bygg- ingakreppunnar frá 1968 Þá hefðu þeir við að glíma óeðli- lega samkeppni vegna þéss að menn tækju að sér ag smíða hurðir án þess a@ fá það fyrir þær,' sem þeir þyrftu. Sagði Magnús að fyrirtækið hefði ekki fært verð á hurð- um niður þrátt fyrir þá fjölda- framleiðslu sem þar er. Ekki í eiginlegri merkingu. En þeir hefðu hamlað gegn ’ til að samá miðað við verðlag 1967, þyrfi að hækka framleiðsluna um allt að 20%. Framleiðsluimátinn á hurð- um sagði hann, að væri fyrir neðan allar hellur. Fólk kæmi og pantaði burðir í íbúð og gerði kröfur til þess að þær væru allar nákvæmlega eins. þ. e. a. s me® sama munstri í spóni! Þetta væri að sjálf- sögðu ekki framkvæmaníeigt, en samt sem áður reyndu þeir að verða við þessari beiðni viðskiptavinanna. Þetta eina atriði dragi mjög úr fram- leiðsluhraða og með þvi að kvéða niður þessar óeðlileeu kröfur væri hægt að halda verði íbúðarhurða niðri enn uim stuinid. — úþ. 4 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.