Þjóðviljinn - 19.10.1971, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.10.1971, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJHNN — Þiáðrjiídiagur 19. ofctðber 1971. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Siml 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12,00. / áföngum ^lþýðubandalQgið varð til 1956 sem einingarsam- tök verkalýðssinna úr tveimur flokkum. í>ann- ig varð Alþýðubandalagið til sem áfangi í samein- injgarviðleitni vinstrimann-a. Enda þó'ltt þannig hafi til tekizt að Alþýðubandalagið hafi síðar klofnað verður ekki sagt að þessi tilraun hafi imis- tekizt. Enn er Alþýðubandalagið öflug stjóm- málasamtök og víðfeðm og enn er Alþýðubanda- laigið reiðubúið til þess að leggja sameiningarvið- leitni vinstrimanna lið. Hins vegar ber að taka fram að raunveruleg sameining vinstrimanna ger- isf ekki með ákvörðunum forustumanna — til þess að sameining sé raunveruleg verður hvati hennar að koma frá fólkinu sjálfu í hinum ýimsu stjóm- málafélögum vinstrimanna. „Toppa“-sameining er engin sameining — slíkt er aðeins gervieining. jþrír vinstriflokkar hafa nú myndað með sér rík- isstjóm og ríkisstjómarsamstarfið hlýtur ein- mitt að verða nokkur prófsteinn á þau viðhorf sem aðilar stjómarinnar hafa til vinstrasamstarfs. Alþýðubandalagið hefur jafnan lagt áherzlu á að það væm málefnin sem ráða úrslitum um það hvort ríkisstjóm fylgir vinstristefnu — ekki það hvort flokkamir kalla sig vinstriflokka. Málefna- samningur ríkisstjórnarinnar er svar við kröf- um síðustu alþingiskosninga um vinstristefnu og heilindi þeirra, sem .að rikisstjóminni standa við framkvæmd þeirrar stefnu, verða vitnisburður um viðhorf til frekara samstarfs. Jsjameining flokka gerist nefnilega ekki með einu handtaki — sajmeining vinstri flokka hlýtur að gerast í áföngum, mörgum áföngum, og sam- starfið að ríkisstjóm getur heitið fyrsti áfangi á langri leið. Hugmyndir um tafarlausa sameiningu heilla stjómmálaflokka eru bamaskapur sem ekki eiga stoð í raunveruleikanum. / samræmi við fyrírheit jþjóðviljinn birti á sunnudaginn tilvitnanir í um- mæli fjögurra stjórnmálamanna frá umræð- um þegar ísland varð aðili að NATO. í þessum tilvitnunum kemur fram að allir töldu þessir stjórnmálamenn óeðlilegt að hér væri her á frið- artímum og þeir hétu því að hernám landsins og aðild að Atlanzhafsbandalaginu ættu alls ekki að fara saman. Nú hefur annað hins vegar komið á daginn síðustu 20 árin, en núverandi ríkisstjóm hefur hins vegar ákveðið að láta á það reyna og hefur ákveðið að vísa hernum úr landi. Það væri í samræmi við álit og fyrirheit stjómmálamann- anna fjögurra, þeirra Bjarna Benediktssonar, Her- manns Jónassonar og Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar, og Dean Achesons utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. — sv. Nokkur meginatriði úr ræðu forsætisráðherra í gær Sterkur vilji til samstöðu og samstarfs í stjórnarflokkunum 1 lok ræðu sinnar á alþingi í gær lagöi forsætisráftherra Ól- afur Jóhanncsson áherzlu á þau meginatriði sem í stefnu núver- andi ríkisstjómar væru frá- brugðin stefnu „viðreisnar"- stjómarinnar. I lokaorðum sín- um sagði forsætisróðherra m.a.: RÍKISSTJÓRN VINNANDI FÓLKS Ég hygg, að ein mikilvægasta gmnidvallarstefnuibreytingin sé sú, að líúverandi ríkisstjóm er og vill vera ríkisstjóm hins vinnandi fóllks í landdnju, laiun- þega og framleiðenda til sjévar og sveita. Hún vill stjóma í þeirra þégu og ihafa sem nónast samstarf við samtök laiunafólics og framleiðanda. Fyrrverandi ríWsstjióm beitti hins vegar rík- isvaldinu hvað eftir annað giegn verkalýðsihreyifingu og launa- fólki, bæði með setningu bráðan birgðallaga og gerðardómum í kjaradeilum, en einnig með því að beita gengistekkun æ ofan í æ og rýrðd þannig kjör laun- þega eftir að þeir höfðu háð árangursrfka kjarabaráttu Nú- verandi rfkdsstjóm hefur aftur á móti sett sér það meginimark- mið, að bæta verulega afkomu verkafólks, bænda, sjómanna. iðnverkafólks og allra þeirm, sem búa við hliðstæð kjör. Jaifln- framt hefur hún heitið því, að hún muni ekki beita gengis- lækkun gegn þeim vanda, sem nú er við að glíma í efnahags- málum. Þar að auki hefur hún ákveðið að stytta vinnuvikuna rúður í 40 situndir án breytinga á vikukaupí og lenigja orlof i 4 vikur. Hún hefur þegar leiðrétt þau 1,3 vísitölustig. sem felld voru. niður með verðstöðvunar- lögum fyrrverandi ríkisstjómar og látið taka inn í kaupgjaMs- vísitöluna þau 2 visitölustlg, sem ákveðið var í verðstöðvunarlög- um, að ekki skyldu reiknuð í kaupgjaldsvisitölunni fram til 1. sept.. Auk þess viil núver- andi ríkisstjóm vinna að því í nánu samstarfi við samtök vinn- andi fólks í landinu, að kaup- móttur launa verkafðlks, bænda, sjómamna, iðnverfcaflólks og ann- ars láglaunafóflks auikist i áflöng- um um 20% á næstu tveimur árum. Verður að vona að þessi markmáð náist með frjálsum sammimgum launþega og at- vinnurekenda, og ríkdsstjómin mun að sjálfáögðu beita élhrifumO eínium í þó átt að svo megi verða. Umifram allt mun hún reyna að tryiggja að umsamdar kjambætur renni ekki út í sandinm, svo að steifna ríkis- stjómairínnar um kaupmáttar- aukningu komisit raiunverulega í framkvæmd. Hér heifur þvi orð- ið grundvallar stefnubreyting hvað snertir meðferð ríkisvalds- ins miðað við það sem var. í stað þess sfyrjaldarástands sem alltof oft rfkti á vimnumarkað- inum I tfð fyrrverandi rfkis- stjómar, leitar núverandi rfkis- stjóm samvinnu við launþega- samtökin og samtök framleið- enda til sjávar og sveita til þess að stuðla að vinnufriði, aukinni hagsæld, meiri fram- leiðslu og framleiðni og bættum hag og betra iffi fólksins í land- imu. AÆTLANABÚSK A PUR Ég vil niefna aðra meginbreyt- ingu. Með málefnasamningnum frá 14. júli er því slegið föstu, að komið skuli á skipulögðum á- aetlunarbúskap á íslandi, þannig að undirstöðuatvinnuvegimir verði efldir á grundvelli áætlun- argerðar undir forystu rikis- valdsins. 1 þessu skyni verður komið á fót Framvæmdastofn- un ríkisins, sem hafa skal á hendi heildarstjóm fjárfesting- armála og frumfcvæði í atvinnu- mólum, gera áætlanir til langs tíma um þróun þjóðarbúsins og framkvœmdaáætlanir til skemmri tíma og raða fjóirfest- ingairframkvæmdum með tilliti til mi'kilvægi þeirra fyrir þjóð- arbúið. í stað handabólfsins, sem einkenndi eflnaihagsstefnu fyrr- verandi ríkisstjómar, koma nú skipuleg vinnubrögð og áætlun- arbúskapur. I stað þess að láta Ólafur Jóhanncsson. handahófsleg og skammvinn gróðasjónarmið ráöa forgangi fjórfestingarframfcvæmda, verö- ur nú steflnit markvisst að auknum hagvexti, meiri fram- leiðslu, meiri framleiðni og fiullri atvinnu fyrir alla með þvl að skipuleggja efinahagskerfið þannig, að það þjlóni bezfc mairk- rniðum ríkisstjómarinnar um bætt kjör, betra líf og bjartari firamitíð fióflksins í landinu. En jaiflnfinamt hinum skipulega áætlumarbúskap vill ríkisstjórn- in efla firjálst framtak í at- vinnurefcstri, bæði eimstaklinga og féiaga, en þar sem firjálst framtak einstaklingslns og fé- laga duigir ekiki til verður hið opmbera, rfki og sweitarfélög, að jkoma til ag hjáli>a viö að ryðja Iframlþróuninni braut. Két.t er að taka fram, að það er langt í fná að rífcisstjómin stefni að hafitabúskap eða skömmtunar- kerfi, þótt tefcinn verði upp skipulegur áætlunarbúsfcapur. Það hefiur aldrei komið til greina að stefna að haftabúsfcap og skömmtunarkerfi. Hins vegar er höfuðmarkmiðið, að skipu- leggja ríkisbúskapinn þannig, að fióllkið í landinu njóti betra iífs og baitnamdi kjara án hafita og skömmitunar, en raða fjárfest- ingarframfcvæmdum efitir milcil- vasgi þedrra fyrir þjóðarbúið og hagsæld þjóðairinnar allrar. LANDHELGISMAL Þá vil ég nefna steflnuna í landhelgismálinu. I stað þess tómlætis og sdnnuleysis sem lengst af ríkti um landhelgis- miálið á því tímábili, sem fyrr- verandi nfcisstjóm sat að völd- um hefiur núverandi ríkisstjórn tekið upp þá stefnu, að segja upp landhelgissamningunum við Breta og Vestur-Þjóðverja og feera út fiskveiðilögsögunia í 50 sjómílur í síðasta lagi 1. sept- ember 1972. Þetta er eitt stærsta og mikilvægasta mál þjóðairinn- ar í dag og ég segi óhikað að þjóðin öll er nú einhuga um þessa stefnu. Við erum þeirrar skoðunar, að þjóð, sem byggir um 80-90% útfflutningstekna sinna á öski og fiskafuirðum, eigi rétt til fiskveiðilögsögu sem nær til alls landsigrunnsins. Það er greini- legt að fiskistofnamir við Is- land þda ekfci meiri veiði en nú á sér stað. Elf Islendingar ætla að aufca fistoveiðar sínar verður það að gerast á þann hátt, að við töfcum stærra hlutfall af vciðinni úr sjónum umhverfis landið en við Höflum gert fram að þessu. En útlendingar veíða nú um helmimg aifflans við Is- land. Reynslan hefiur sýnt, að beir hirða lfitt um flskvemdun- arsjónarmið, en stunda gjaman rányrfcju á miðunum. Við er- um því að vemda lífthagsmnni ckkar Islendiiniga, þegar við fær- um út landhelgina í 50 mílur. Enda þótt því hafii verið haldtð fram af erlenidum aðilum, að við vasrum að brjóta alþjóða- lög með þvi að færa út flisk- veiðilögsöguna, þá hefiur þeirn sömu eríendu aðilum vafizt tunga um tönm, þegar þeir hafa verið heðnir að benda á, hrvaða afiþjóðalög við séum að brjóta með fyrirhugaðri útfserslu. Emda er það sannast sagnai, að við brjötum engin alþjóðalög með því að færa út fflskveiðilögsögu okkar í 50 sjómílur, heldur eiga þessar aðgerðir okfcar stoð í á- kvörðumim margra ríkja, auk þess sem alþjóðalög um land- grunnið eru ótvíræð hvað snert- ir rétt strandríkja til þess að hagnýta sér eflnahagsdeg gæði á botmi landgrunmsins. En auð- vitað er það í samræmi við heil- brigða skynsemi, að rétturinn til botnsins og gæða sjávarims yfir honum fylgist að. En aðalatrið- ið er þó, að það er ekki til nem almennt viðurkennd þjóðréttar- regla um viðáttu landheligi. Þess vegna er það réttur hvers strandríkis að ákveða fisfcveiði- landhélgi sfilna með einhliða að- gerðum innan sanngjamra og eðlilegra marka. Núverandli rí'k- isstjóm hefiur mótað trausta og farsæla stefnu í samræmi við haigsmuni þjóðarinnar og við munum framfcvæma þessa stefnu á grumdvelli réttlætis og sann'girmi. Það hefur einnig orðið mik- il breyting frá því sem var í tíð fyrrverandi ríkisistjómar hvað snertir kynnin-gu á lond- helgismálinu og röksemdum okkar í því. Þann stutta tíma, sem núverandi ríkisstjóm hefi- ur setið að völdum. hiefiur hún gert meira til þess að kynna landhelgismálið heima og er- lendis, heldur en fyrrverandi ríkisstjóm gerði öll þau 12 ár samanlögð, sem bún sat að völdum. Þessu mikla kynning- arstarfi mun baldið áfram og sttafnt að því, að sá ^Jning^y sbapist sem víðast í heimdnum, að ísland eigi fylista rétt til þeirrar 50 máina fisfcveiðilög- sö'gu, sem ríkisstjomin hefu'r ákveðið að skúli taka gildi 1. september n.k. Það getur að sj-álfsögðu orðið þungur róður í landhelgismálinu. Vel má vera að einhverjum detti í hug að beita okkur þvingunar- aðgerðum En í þesgu máli verða íslendinigar ekki kúgað- ir. Það skal hér sagt í eitt skipti fýrir öll. í STAÐ AFTANÍOSSA- HÁTTAR . . . Það hefur einnig orðið stór- kostleg stefnubreyting i utan- ríki-smálum. í stað aftaníossa- háttar og undanlátssemi, sem Framh. á 2. síðu. Stjórnarandstaðan á þingi í gær*. Alvarlegast er gáleysiB í utanríkis- og öryggismálum sagði Jóhann Hafstein Það langalvaríegasta við sátt- mála sitjómarflókka-nna er gá- laus stefna þeirra í utanríkis- og öryggismálum, sagði Jóhann Hafstein formaður Sjálfstæðis- flokksins í ræðu sinni á al- þingi í gær er hann fjallaði um stefnuyfirlýsiingu ríkis- stjórnarinnar. Jóhann sagði þó, að Sjálf- stæðismenn vildu ekki hafa her á friðartímum, en samt mætti ekki byggja neina stefinu á þessu hugtaki „friðartímar" svo margt hefði breytzt frá því að það varð til. Jóhann Haístein taldi að það væri ákaflega alvarlegt að láta „kommúnista" ráða ferðinni í utanríkismálum. Taldi hann háskalega þá staðreynd að það væri ágredningur meðal ríkis- stjórnarflokkanna um afstöðuina til NATO. f lok ræðu sinnar lýsti Jó- hann yfir andstöðu við stefnu ríkisstjómarinnar í hvivetna, enda væri hún andstæð stefnu Sjálfstæðisflokksiins. Kvaðst Jó- hann sérstaklega andvígur rík- isstjóminni vegna mikilla á- hrifa kommúnista. Hann sagði að stjómarandstaða Sjálf- stæðisflokksins yrði hörð, mál- efnaleg og sanngjöm. I ræðu Jóhanns Hafstein kom fram fyrirheit um stuðningvið það markmið að færa út land- helgina. Jóhann Hafstein vakti athygli í þingsalnum í gær fyrir ýmis ummæli sín. Meðal annarskvað hann eftir Davíð „Orðstír hlaut af illum sigri Ólafiur kóngur digri“, og ennfremur sagði hann um vinstri stjómina 1956- 1958 „Þá var hún bezt er hún sveik mest“. ENDURHÆFING. Benedikt Gröndal sagði i ræðu sinni að Alþýðuflokkur- inn stæði nú einn og yrði að enduihæfa stefnu sína i ýms- um málum í anda jafnaðar- stefnunnar. Hann sagði Al- þýðuflokkinn verða í málefna- legri stjómarandstöðu ogmyndi það metið á hverjum tíma sem fram kynni að koma frá ríkis- stjórninni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.