Þjóðviljinn - 19.10.1971, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.10.1971, Blaðsíða 7
Þriðju<Jaeur 19. ofktóber 1971 — ÞJÓÐVTLJINN — SlÐA [ BRÉF FRÁ JÓNASI Á ALLSHERJARÞINGINU .....................,’^L.- 4 ■■ ^ ■ ;É?1 Á kortinu sést Ijóslega hversu stórt friðaöa svæðið er, Indlanus liaf er ekki teljandi minna en NorC ur-Atlanzhaf. CEYLON LEGGUR FRAM TILLÖGU UM AÐ átjándu öld. Við erum staðráð- in í að láta þetta ekki endur- taka sig, við viljum stugga stríðsvélum stórvéldanna frá Indlandshafi og tryggja bað, að þau geri ekki okkar heimshluta að vigvelli. Bkki ber þó að líta á tillöguna sem bundna við einkahagsmuni þeirra þjóða sem búa við Indlandshaf. Hún er þáttur í allsherjarafvopnun og framlag til friðar og ör. yggis í heiminum. Það er einlæg von mín, að það þing Sameinuðu þjóðanna, sem nú er háð, viðurkenni mik- ilvægi tillögunnar og tryggi það, að hún nái fram að ganga, og leggi þannig sitt af mörkum til velferðar manrikyns og frið- ar á jörðu. ’ Nokkrum dögum áður en frú Bandaranaike hélt ræðu sína, dreifði Shirley Ameransinghe, fastafulltrúi Ceylon á Allsherj- arþinginu, bréfi því er hér fer á eftir, til þingheims. til að kynna tillöguna: Stjóm min hefur falið mér á hendur, að leggja fram tillögu þess efnis fyrir Allsherjarþing- ið, að Indlandshaf verði friS- lýst. Við teljum brýna nauðsyn bera til, að tillagan nái fram að ganga á þessu, hinu tuttug- asta og sjötta, þingi Sameinuðu þjóðanna, Á starfstíma sínum hafa Sameinuðu þjóðimar þegar stigið nokikur mikilvæg spor í átt til varðveizlu friðar, öryggis og afvopnunar í heiminum og sem dæmi um það má nefha Tlateloloo-sáttmálann sem Ein- ing£irsamtök Afríku gerðu um það, að engin kjamavopn skyldu vera í álfunni. Ceylonstjóm telur það afar þýðingarmikinn þátt í afvopn- unarmálum, að æ fleiri svajði jarðarinnar verði friðlýst, og að hemaðarbrölt verði útílægt INDLANDSHAF VERÐI FRIÐLÝST SVÆÐI New Yorlk 11. otktðber. — CeykwTr-tillagan um friðlýsingu Indlandshafs, sem ég minntist á um daginn og A1 lsherj arnefndin heftur nú samfþykfot að taifoa á dagsfcrá, hlýtuir að teljast eitt af stórmálunum hér. Mörgum leifouir eflaust forvitni á að fregna frekar u’.n þessa tillögu. Þess vegna sendi ég ykkur þessa greinargerð, se’m fastafulltrúi Ceylon hjá S.Þ., Shirley Amerasinghe, lét fylgja tillögunni í Allsherjamefndinni. Mér er founnuigt um. að tillaga þessi hefur vakið upp gömlfu huigmyndimar um friðlýsánigu Eystrasaltsins. Að minmsta foosti er um það rsett milll Skandínavanna, að rétt sé að ýta nú fram því máli. Slíkor friðlýsingar, sem í eðli sínu em násfcyldar landhelgisað- gerðum okfoar fslendinga og annarra, eiga sér að sjálfsögðu miarga fylgjendur (Indverjinn sem situr við hlið mér meðan ég skrifa þetta, fullyrðir að iriðlýsing Indlandshafs verði samþykkt á þessu þingi) en þær eiga sér svo öfluga andstæðinga, þá hina stórn sem alltaf eru á nálum út af hemaðarhagsmiunum sánum: Rússa og Bandarikjamenn. En sóknin á þessu sviði sýnir, ásamt mörgu öðru. að stórveldunum liðst efoki lengur að ráðsfoa með þemnan hnött dfokar að vild. Og að sjálfsögðu hljótum við íslendingar að styðja allar slikar friðlýsingartillögur. Hver veit nema þessi þróun leiði til þess, einn góðan veðurdag, að Norður-Atlanzhafið verði friðlýst (setli það sé nema svona þriðjungi stærra en Indlandshaf?) — og þar með verði úr sögiunni allt hersfoipabrölt, hvort heldur Rússa eða NATO-iþjóða, í kring um okfcar góða land? — Jónas. Frú Bandaranaike: Brýn nauðsyn á að tillagran nái fram að ganga tafarlaust, áður en stórveldin hefja hernaðarbrölt á Indlandshafi — við vilj um ekki að þan geri heimshluta okkar að vígvelli. I ræðu sinni á Allsherjar- þinginu fórust frú Bandara- naike, forsætisráðherra Ceylon mcðal annars svo orð: Herra þingíonseti, megintil- gangurinn með ávarpi mínu til Allsherjarþingsins, er að leggja fram tillögu, sem yrði afar mikilsvert spor í friðarátt, ef hún Ihlyti samiþykkt þingsins. Tillaga mín er sú, að Indlands- haf verði friðlýst svæði, og það eitns fljótt og kostur er. Efni tillögunnar er ekki algerlega nýtt í eðli sinu. Friðlýst svæði eru óaðsiljanlegur þáttur hlut- leysisstefnu, og ef að ríki er hlutlaust, þá leiðir þaðafsjálfu sér að allt umráðasvæði þess, hvort heldur er á landi. í lofti eða á sjó, er lokað og friðað fyrir átökum og hernaðarbrölti stórveldanna. Friðun úthafa er mál sem þegar var tekið upp á ráðstefnu hlutlausu ríkjanna í Cairo 1964, og umræður beindúst þá að einum þætiti þess, sem sé að engin kjarnavopn væru höfð um hönd í vissum heimshlut- um, þar á meðal Asíu. Á ráð- stefnu hlutlausu ríkjanna í Lu- saka í fyrra var samþykkt að berjast fyrir því, að Indlands- haf yrði friðað, ekki aðeins frá kjarnavopnum heldur og vígbúnaði stórveldanna. Það var innrás stórveldanna á Ind- landshaf sem varð til þess að Asíubúar glöfcuðu freilsi sfnu á Ceylonmaðurinn Amarasinghe (til vinstri á myndinni) er talinn einna sigurstranglegastur þeirra, er til greina koma sem eftirmenn Ú Þants. Sennilega verður keppnin hörðust milli hans og Jak- obsons hins finnska, enda nýtur Amerasinghe mikils álits, meðal annars fyrir störf sín sem formaður hafsbotnsnefndarinnar Ef hann héldi ekki hendinni svona, mætti sjá rauða rós sem hann ber jafnan í hnappagatinu. Amerasinghe er sagður samkvæmismaður hinn kurteisasti og kvenhollur nokkuð svo. gert af þeim svæðum. og húin er sannfærð um að slíkar á- kvarðanir muni verða ómetan- legur skerfur til friðar og miða að því að draga úr spennu í allþjóöamálum. Þeirrar þrótmar hefur gætt á siðustu árum, að stjóm þeirra jarðarsvæða, sem ékki heyra undir neitt riki, falli í ^fcaut alþjóðlegrar samvinnu, og þetta á til að mynda við um Suður- skautslandið og ytri geiminn. Þessari reglu hefur og verið beitt hvað snertir sjávarbotn- inn; djúpsærirun og jarðeiflnii á hafsbotni. utan landhelgi, er sameign alls mannkyns. Mark- miðið með tillögu okkar til Allsiherjarþinigsins, er að Sam- einuðu þjóðunum sé fengið í hendur nýtt svæði jarðhnattar- ins til umráða, Indlandshaf. Allar aðstœður til þessa eru edmkar hagkvæmar, því að enn sem komið er, er litið um vig- búnað á Indlandshafi og stór- véldin halda ékki úti téljemdi herskipaflotum þar að stað- aldri. Ekkert stórveldi er meðal þeirra landa, sem liggja að Indlandshafi. og öll helztu sjó- veldi heims eru víðsfjarri því. Stórveldin eiga ekki heldur efnalhagslegra hagsmuna að gæta á þessum slóðum. Þjóðir landanna við strendur Iindlandshafs þurfa á friði og öryggi að halda við laiusm efnahagsörðugleika sinna og fé- lagslegra vandamála. Þeim er nauðsyn á, að Indlandshaf verði friðlýst, og það sem fyrst, því að allt bendir nú til þess, að stóveldin ætli að færa út víg- búnað sinn og stríðsbrölt til Indlandshafs. Kjarninn í tillögu Ceylon er að gervallur útsær Indlands- hafs venði lýstur friðhelgur gagnvart vígvélum hvort held- ur er til sóknar eða vamar, og að einungis megi nýta hann í friðsamlegum tilgangi. Herskip og önnur skip er hafa vígbúnað um borð, fái að vísu að sigla yfir hafið, en ekki hafa þar neina töf á, nema hvað ef um er að ræða neyðarástand. Hið sama á við um kafbáta. sigl- ingar þeirra í og á Indlandshafi verði bannaðar. nema sannað sé að förin sé farin i friðsam- legum tilgangi. Flotaæfingar, njósnir á sjó og tilraunir með vopn verði og með öllu óleyfi- legar. Þessir eru höfuðþættir tillögu Ceylonstjómar. I i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.