Þjóðviljinn - 28.11.1971, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 28.11.1971, Qupperneq 6
EFNI OG ALHEIMUR g SlÐA — ÞJCÆJfVŒLJTINiN —- Sunnuidaguir 28. iniölvemiber 1971- ÞANKAR UM VÍSINDASTARFSEMI Mér sýnist oít gæta nokfcurs misskilnings í umræðum um rannsóknastarfsemi hér á landi. Meðal þeirra atriða sem eru oft misskilin eða rangtúlkuð, má nefna skiptingu eða flokk- un rannsókna (hugvísindi — raunvísindi; hagnýtar rann- sóknir — tmdirsitöðurannsókn- ir) og hlutverk háskóla í vís- indastarfi. Vafalaust má tína til ýmis fleiri atriði, en þeim yrðu hivort sem er eJcki gerð skil í einni blaðagrein. Hugvísindi — raun vísindi Flestir hafa Hkiegia einihverjia hiugmynd um, hvað átt er við með þessari skiptingu vísinda. Orðinu hoigvísindi er ætliað að taka til þeirra vísindagreina sem kenndar eru við húanian- ismia á erlendum miáilum t.d. heimspeki, sálfræði, féiags- fræði, bagfræði, máivísindi, sagnfræði, lögfræði o^.frv. Undir raunvisindi falia hina vegar sfcv. málvenju stærð- fræði og náttúruvísindi. en til þeirria teljiast rrua. eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, Hffræði og læknisfrœði Áður en lengra er haldið vil ég vekja athygli á því að hin íslenzku org um þessa skipt- ingu eru meingölluð. Skv. merkingu þeirra ætti stærð- fræðin t.d. skilyrðislaiust að teljast til hugvísinda en ekiki raunvísinda, því að stærðfræð- in byggir ekki á reynslu. held- ur á hugsun. Þetta hefur kom- ið mjög greinilega i Ijós á þess- ari öld með auknum skilningi á tongslum stærðfræði, rök- fræði og heimspeki. Líklega liggja sögulegar ástæður til þess að stærðfræðin hefur lent á röngum bás, því að hún var lengi veJ eingöngu notuð sem hjálpartæki náttúruvísindanna. Á siðari árum hafia hins veg- ar æ fleiri visindagreinar tek- ið stæiðfræðina í þjónustu sína Væntanlegá verður þess ekfci langt að bíða að iang- flestir visindamenn þurfi á að halda einbverjum greinum stærðfræðinnar í starfi sánu. í öðru lagi tefcur merking orðsins raunvísindi til ými^a þeirra vísindagreina sem tald- ar eru til bugvísinda. Með raunvísindum tei ég að hljóti að vera átt við öll vísindi sem byggjast á reynslu, t.d. til- raunum, mælingum aHskönar o.s.frv. Samkvæmt þessum sfcilningi teljast t.d. sálfræði og félagsfræði ótvírætt til raunvísinda. Spumingaeyðublöð sálfræðinga og félagsfræðinga eru t.d. ekkert annað en mæli- tæki. Að vísu miá vera að mælingaóvissan sé oft og táð- um meiri en gengur og gerist í hefðbundnum raunvísindum, en hún fer væntanlega minnk- andi þegar þessum greinum vex fiskur um hrygg. Auk þess gegnir slík óvissa medra hiut- verki t.d. í nútíma eðlisfræði en margir halda. Þess má geta að mér skilst að það sé eitt meginvandamál sálar- og fé- lagsfræði að sjálf mælingin hefur áhrif á það sem mælt er, en þetta er einmitt Wka óthj'á- kvæmilegur vandi í eðlisfræði atáima oig öreinda. Ég get Ktoa sagt frá því til gamans að ég hef orðið þess var að ungir félagsvísindamenn þekkja betur til sumra sviða stærð- fræðinnar en ég, og tel ég mig þó þekkja eins vel til þeirrar ágætu fræðigreinar og hver annar venjulegur nátt- úruivísindamaður. Að lokinni þessari gaignrýni á hinum íslenzku orðum skui- um við snúa okfcur að sjálfri skiptingunni. sem að baki Hgg- ur. Eins og kunnugt er viija margir geria mjög miikdð úr henni og er jafnvel talað um tvo menningarheima (,,two cul- tures", sbr. Bretamn C. P. Snow) og óbrúaða og jaínvel óbrúanlega gjá milli þeirra. Margir vísindamenn í báðum hópunum ýta undir þessia skoð- un í verki með gagnkvæmri fyrirlitnángu á starfi hins hóps- ins. (Hverjum þykir sinn fuigl fagur, og vísindamenn eru sjálfsagt ekki síður breyslkir en aðrir). Hugvisindamenn teija starfsbræðúr sína í raiunvís- indium kalda og tilfinninga- iausa en raunvísindaimenn telja vinnutorögð hinna óvísindaleg og einskis nýt. Mín skoðun er i stuttu máli sú að fyrgreindur þankagang- ur sé reistur á misskilningi og þröngsýni og að yfirleitt sé lögð alltof mikil áherzla á um- rædda skiptingu vísinda Ef að er gáð er það sem sameinar aiia vísindastarfsemi mikiu mikilvægara en það sem sundr- ar. Undirrót aiira vísinda virðist mér hin sarna. seimsé forvitni mannsins eða þeikk- ingarþrá. Það er einnig samr eiginlegt markmið vísindanna að finna samhengi milli ein- stakra þekkingaratriða, sem leiði til aukins skilnings á því þekkingarsviði sem um er að ræða hverju sinni. Ýmislegt er einni-g sameiginlegt aðferð- um aUra visinda, t.d. er narað- synlegt að vísindamenn beiti nákvæmni og gagnrýni í starfi símu, saimiflara ímyndunaraflj þegar kemur að túlkun á nið- urstöðum einstakra atbugana og framsetningu nýrra lögmála eða kenninga. Ag öðru leyti eru aðferðimar ekki ólifcari en eðlilegt er þegar tekið er tiilit tii mismunandi vi’ðfangs- efna. Bókmenntafræðingar vita fuilvel að sömu aðferðir duga elkki til rannsókna á verfcum nýs rithöfundar og á kenningum um höfund Njálu Eðlisfræð- ingar vita Hka að aðferðir til rannsókna á öreindum og úthafsöldum hljóta að verða mjög mism-unandi. Báðum má vera ljóst að aðferðamunur- inn hJýtur að verða mikilu meiri þegar um enn ólikari þekkingarsvið er að ræða. Raunar kann að vera að þessi aðferðamunur fiari minnkandi frekar en hitt eins og ég hef getið um. Hagnýtar rannsóknir undirstödurannsóknir Þessi skipting er mikið not- uð í umræðum um raunvís- indi, og sjálfsagt geta t.d. fié- laigsvísindamenn átt von á henni þegar vísindagreinar þeirra efLast. Með hagnýtum rannsóknum er átt við rann- sóknir sem miðaist beinHnis við áfcveðna hagnýtingu nið- urstaðna, venjutega í þágu framleiðslu (m.ö.o. peninga- sjónarmið). Á ensfcu toallast slíkar rannsóknir „applied re- search" en á dönsku „anvendt forskning". Undirstöðurann- sóknir miðast aftur á móti ekki við beina hagnýtingu held- ur alnienna þekkingaröflun. Þær nefnastt á erlendum mál- um „basdc research’1 eða „gru ndforsfcning“. Hér er aftur um að ræða ó- unum, eins og að rækta epli án trés. Reynsla annarra þjóða stað- festir eirunig að ekid er hægt að njóta ávaxta án trés. Hér voru fyrir skömm-u sérfræðing- ar frá Efnahags- og framfara- stofnun Evrópu (OECD) — menn sem þekkja vel mæli- kvarða peninganna. Þeir sögðu þá sögu að eitt aðildarríki stofnunarinnar, sem þeir vildu ekki nefna, hefði tekig upp þá stefnu fyrir ailnokkrum ár- um að leggj,a aila áherzlu á hagnýtingarrannsóknir á kostn- að undirstöðurannsókna. Eft- ir nokkur ár var öll rann- sóknastarfsemi í þessu landi í leitt með fiorystuhlutverk í rannsóknum þeirra. Rannsókna- svið hivers skóla markast yfir- leitt af kennslusviði hans, þannig að ahnennir háskólar (-universiteter) sjá um undir- stöðurannsóknir í bennslugrein- um sínum, verkfræðihásfcóiar (tekniske höjsfcoler) um rann- sóknir í verkfræðigreinum, sem flokkast yfirleitt undir bagnýtingarrannsóknir, o.s.frv. Hvemig er svo ástatt hér á landi? Samkvæmt lögum er Háskóla Islands ætlað tvíþætt hlutverk: kennsla og rannsóikn- ir. Hins vegar væri synd að segj-a að þessum tveim hlut- vertoum hafi verið gert j-afn- hátt undir höíði í reynd. (Við erlenda háskóla gengur rann- sóknahlutverkið gjaman fyrir hinu, t.d. vig ráðningu kenn- ara (starfsmann-a) og ráðstöf- im á tíma þeirra) Varla er hægt að tala um skipuiagða rannsóknastarfsemi við Háskól- ann, nema þá á einstökum af- mörkuðum sviðum. Háskólinn rís því varla undir nafni hvað þetta snertir, enda var það ekki ókunnugur maður útd í bæ sem gaf bonum auknefnið „súpergaggó“. Hér kann að vákna hin gamaifcunna spum- ing: Hvað veldur? Ég treysti mér ekki tii að svara henni til hlítar. enda eru ors'akimar vafalaiust mjög margar. Ég vil þu freista þess að tína til nokkrar þeirra. Þá ber fyrst að nefna skiln- ingsleysi stjómvaida á gildi rannsókna og samhenginu milU þeirra og háskóiakennslu. Því miður nær skilningsleysið að nokkm einnig til háskóla- kennaranna sjálfra. m.a. vegna þess að þedr hafa etv. eidki fylgzt með þeim breytingum sem hafa orðdð á skdpuiaigi rannsókna erlendis á síðari árum. (Kannsfci kem ég að þeim síðar á þessum vett- vangi). Önnur atriði sem ég nefni hér á eftir eru ef til vil að meira eða minna leyti afleiðing þessa skilningsleys- is. Háskólinn hefur mér vitan- lega ekki markag sér nein-a heildarstefnu varðandi rann- sóknir. Þeir háskólakennarar, sem vinna á annað borð að rannsóknum, gera það oft hver í sínu homi án tengsla sín á milli. Efnisleg aðstaða kennara til rannsóknastarfa hefur verið mjög léleg. Á köflum hafa lé- leg launakjör neytt menn til óhóflegra aukastarfa, svo sem algengt er í þessu þjóðfélaigi auikavinnunnar en þess ber að gæta að veruieg aiukastörf og rannsóknir fiara mjög illa saman Háskólinn veitir ýms- um kennurum alls enga rann- sóknaaðstöðu — ekki einu sinr^ skrifborð! Samkvæmt lögum um rann- sóknir í þágu atvinnuveganna eru þær ekki í neinum tengsl- um vig Háskólann. Þessar rannsóknir hafa óneitanlega eflzt allmjög á undanfömum áxum svo sem marka má af hinum efnislega ramma sem vegfarendur um Keldnaholt og Skúlagötu geta borið vitni um. Sú ráðstöfun að slíta þessar rannsófcnir úr tengslum við Há- skólann kann að hafia verið réttmæt á sdnum tíma. Hins vegar hefur Háskóiinn nú á prjónunum áætlanir um að út- skrifia verkfræðinga, m.ö.o að gerast öðmm þræðí fiullgildur tækniháskóli. Hann hefur þó hvorki á boðstólum rannsókna- aðstöðu fyrir kennara í verk- fræði né aðstöðu tii verklegr- ar (rannsókna-)þjiálfunar verk- fræðinema sem eiga að ljúka fuLLgiidu námi. Rannsókna- stofnanir aitvinnuveganna (og raunar fleiri ríkisstofnanir) gætu hins vegar veitt slíka að- stöðu. Þess vegna tel ég brýna þörf á að endurskoða hlut Há- sikólans í rannsóknum í þágu atvinnuveganna; siíkt gæti orð- ið báðum aðilum til hagsbóta. í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1972 er gert ráð fyrir 12 nýjum kennarastöðum í ýmsum greinum verkfræði vegna fyrr- nefndrar aukningar á kennslu. þessara greina. Sá böggnHi fylgir skammrifi að þessum kennurum er ekki ætlað að stunda rannséknir heldurskulu þeir ráðnir til kennslu ein- göngu gogn samsvarandi hlrjta fastra launa. Eftir það sem ég hef aður sagt er líklega óþarft að taka fram að ég tel þetta ótvírætt skref afturábak frá því markmiði ag breyta Hásfcólanum úr súpergaggó í raunveruiegan háskóla. Ég vil hér með varpa fram þeirri hugmynd til lausnar vandan- um að nefndir kennarar verði ráðnir í fiuilt starf við Há- skólann og viðeigandi rann- sóknastofnun í sameiningu. Stofinrjnm legigi kennaranum til rannsóknaaðstöðu og njóti ásamt Háskólanum góðs af rannsóknum hans. Auk þess gætu t.d prófverkefni stúdenta tengzt starfi stofnunarinnar. Með slíku fyrirkomulagi mundfj bæði peningar, starfsfcraftar og starfsaðstaða nýtast vel og hið litia samfélag okkar mundi slá margar flugur í einu höggi. Hins vegar er hér um að ræða nýmæli. sem karin að daga uppi í ranghölum hins ísienzka stjórnkerfispýramída, meðal annars vegna þesis að það krefst samvLmu margra aðila sem eru vanastir því að vera smákóngar í eigin ríkjum. Þorsteinn Vilhjáimsson. ' ' : " Ini : : I' I - I . Bæði raunvísindamenn og hugvisindamenn þurfa að sýna nákvæmni í starfi, en mismunandi viðfangsefni kalla á mismunandi aðferðir. heppilega og villandi íslenzkun varðandi orðasambandið „bag nýtar rannsóknir“, því að eðli- logast er að skilja floktounina þannig að undirstöðurannsókn- ir hafi ekfci hagnýtt gildi. Það er hing vegar alrangt; undir- stöðurannsóknir reynast mjög oft bagnýtar eftir á. Betri ís- lenzk þýðing væri því t. d. „hagnýtingarrannsóknir“ eða eitthvað í þá átt. Mörkin milli þessana tveggja flokfca rannsókna eru oft mjög óglögg og skiptingin því hæpin, þegar af þeirri ásitæðu. Fleiri þungvæg rök, sem ég kem að síðar hníga að sömu ni’ður- stöðu. Ég minntist áðan á að hagnýtingarrannsóknir hefðu gjaman beint peningagildi. Þeir sem vilja helzt leggja mælikvarða peninganna á alla hlrati, álykta því gjarnan að þjóðfélaginu sé róttast a’ð leggja alla áherzlu á siíkar rannsóknir en láta t.d. undir- stöðurannsóknir sitja á hak- anum. Hjá smáþjóð eins og okkur bætist í kórinn rödd sem segir að við eigum að láta stórþjóðimar algerlega um undirstöðurannsóknirnar Mér er kunnugt um að þessi sjón- arprið eiga nofckum íájóm- grunn meðal þeirra íslenzkra embættismanna sem bafia meS höndum hluta fjárveitinga- valdsins eða eru nánustu ráð- gjafiar þess. Þessar skoðanir eru I stuttu máli sagt alrangar, ekki aðeins vegna þesis að forsendan (pen- ingamælikvarðinn) er röng heldur einnig af öðrum ástæð- um. Eins og fram kam í sjón- varpsþætti frá Danmörku fyr- ir skörnmu má nefnilega Hta á afrakstur hagnýtingarrann- sókna sem áver.ti á tré, hvers stofn er undirsiöðurannsóknir. Það er því jafnvitlaust að ætla sér að komast hjá slíkum rannsóknum en balda ávöxt- kaldaköLum og hagivöxturinn eftir því. Ríkisstjóm landsins kúventi því algerlega. Samlík- ingin um tréð sannaði gildi sitt. Röksemdin um mismunandi hlutverk smáþjóða og stór- þjóða í þessu viðfangi ber að sjálfsögðu nokkum keirn af huigsunarhætti sníkjudýrsins; smáþjóðimar eiga að njóta góðs af þeiim molum sem hrjóta af allsnægtaborði und- irstöðurannsókna stórþjóðanna. Auk þess gleymist sú hlið máLsins sem sinýr að menn- ingarlegu sjálfstacði. Þessi huigsunarháttur er sem betur fer ekki algengrjr meðal smá- þjóðla, a.m.k í Vestur-Evrópu, þar siem ég þekfci bezt tiþ í stað þess að eftirláta stór- þjóðum ýmiis dýrustu rann- sóknasviðin baf:a smáþjóðir í ýmsum tilvikum bundizt sam- tökum til að leysa verkefni siem eru ofviða einsitökum smáþjóðum. Ég vona að mér hafi tekizt að sýna lesandanum fram á, að skipting rannsókna í und- irstöðu- og hagnýtingarrann- sóknir er bæði hæpin og get- ur verið skaðleg. einkum ef hún er tekin of bókstaflega. Við fslendingar eigum að sjálf- sögðu að stunda báða þessa þartti jöfnium höndum. í sum- um tilvikum er þetta raunar tiltöluiLega augljóst: Hverjum stendur t.d nær en okkur sjálf- um að gera undirstöðurann- sóknir á náttúru lands og bafs? Þegar um er að ræða aLþjó’ð- leg verkefni ein,s og t.d. í stærð- fræði er svarið kannsfci ekki aiveg eins auigljóst, en það er samit jáfcvætt af fyrrgreindum ástæðum. Rannsóknahlutverk háskóla Pað er ailkunna að hás-kól- ar erlendna þjóða fiara yfir- i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.