Þjóðviljinn - 28.11.1971, Blaðsíða 12
HAUKUR HELGASON SEXTUGUR
Manni finnst það ótrúiegt að
hann Haukur Helgason sé að
verða sextugur, — svona ungur
að sjá hann, alltaf jafn brennandi
í andanum og reiðubúinn til starfs
og baráttu fyrir málstaðinn. Eða
eru þetta sjónhverfingar hjá
manni, þegar maður er sjálfur far-
inn að eldast?
Það verður seint tíundað allt
það starf, sem Haukur hefur unn-
ið fyrir Sósíalistaflokkinn og
önnur samtök sósíalista á íslandi.
Það stendur mér enn fyrir hug-
skotssjónum, er hann kom til
mín á Njálsgötuna fyrir aldar-
þriðjungi, uppfullur af áhuga á að
vinna að framgangi sósíalismans;
— þá líklega nýkominn frá Sví-
þjóð og máske á leið til ísafjarð-
ar. Og sá áhugi hins unga manns
hefur sannarlega verið notaður í
þágu hins góða máistaðar alla ævi
hans síðan.
Það var í þá tíð þrekraun ung-
um vígreifumisósíalistum að fara
í framboð í litlu kjördæmunum
oftast gegn gömlum og reyndum
görpum borgaraflokkanna. Auk
alls starfsins á ísafirði og síðar
í Reykjavík var og Hauki stefnt
á þann vígvöll. Og Haukur Helga-
son var ekki sendur út í bardag-
ann þar sem hann var auðveldast-
ur. Þvert á móti var hann látinn
ráðast á garðinn þar sem hann var
hæstur: sendur fram í Stranda-
sýslu á móti sjálfum Hermanni
Jónassyni við hverjar alþingis-
kosningarnar á fætur öðrum á
fimmta og sjötta áratugnum. Það
þurfti hörku og þékkingu til að
standa í stöðugum fundahöldum
þeirra tíma — og hvoru tveggja
hafði Haukur til að bera, — og
það var líka harður og góður skóli
fyrir unga menn í stjórnmálabar-
áttunni.
Þó voru það eðlilega ísfirðing-
ar, sem fyrst og fremst fengu að
njóta forustuhæfileika hans í bar-
áttu, jafnt í bæjarmálum sem
þingkosningum síðar.
En auk hjnnar almennu póli-
tísku baráttu hefur Haukur
Helgason allan tímann unnið sín
mestu störf fyrir flokkinn á sínu
sérsviði: efnahagsmálum og hefur
menntun hans sem hagfræðings
verið hreyfingunni að miklu
gagni. Þær eru óteljandi ræðurn-
ar, erindin og greinarnar, sem
Haukur hefur flutt eða skrifað um
þau mál — og þá oft hin flókn-
ustu. En honum hefur ætíð verið
sú list lagin, að gera hina flóknu
hluti skýra fyrir almenningi, og
er það mikill kostur sósíalistísk-
um baráttumanni. Hvenær sem
hreyfingin þurfti á grandskoðun
fiókinna efnahagsmála að halda
var Hauki treyst til slíks verks,
hvort heldur tun var að ræða ís-
lenzk innanlandsmál eða Efta og
Efnahagsbandalagið. Því var hann
og fulltrúi Sósíalistaflokksins á
sínum tíma í stofnun eins og við-
skiptaráði og fleirum.
Haukur Helgason var ætíð í
forustuliði Sósíalistaflokksins og
er nú í miðstjórn Alþýðubanda-
Iagsins.
Við samherjar hans í áratuga
baráttu sendum þessum sívirka
baráttumanni bezm heillaóskir og
þakkir á sextugsafmælinu og von-
um að sósíalistísk hreyfing vor
fái enn Iengi að njóta ltrafta hans
og þekkingar. Og þær baráttu-
kveðjur og þakkir skulu og berast
konu hans, Guðrúnu Bjarnadóttur.
Haukur hefði ekki áorkað því,
sem hann hefur unnið hreyfing-
unni, það sem af er ævinnar ,nema
hann hefði átt svo skilningsríka
og góða konu sér við hlið. Það
vita þeir, sem reyna.
Einar Olgeirsson.
★
Haukur Helgason er orðinn sex-
tugur. Þannig líður tíminn miklu
hraðar en maður hefur gert sér
grein fyrir.
En Haukur er samt léttur í
lund, fullur af áhuga fyrir að
berjast fyrir sínum hugðarefnum
og dregur hvergi af sér í störf-
um. Haukur Helgason hefur ver-
ið í fremstu röð íslenzkra sósí-
alista í mörg ár. Hann hefur,
vegna menntunar sinnar, skrifað
margar greinar og flutt margar
ræður, um efnahagsmál og ým-
is hagmál. Honum hefur jafn-
an tekizt að gera slík mál auð-
skildari öllum almenningi og
greiða úr þeim flækjum, sem
ýmsir borgaralegir hagfræðingar
hafa gjarnan tvinnað utan um
slík mál. Fáir munu t.d. hafa upp-
lýst íslendinga á skýrari hátt um
megin-atriði í hinum svonefndu
Eftamálum og um uppbyggingu
og eðli Efnahagsbandalagsins, en
Haukur Helgason. Haukur er
þaulkunnugur íslenzku efnahags-
kerfi. Hann hefur verið banka-
maður í mörg ár. Starfaði sem
forstjóri í viðskiptaráði á sínum
tíma og hefur auk þess kannað
sérstaklega ýmsa mikilvæga
þætti efnahagsmálanna. Haukur
er einn af þeim mönnum, sem
jafnan er reiðubúinn að taka að
sér starfsfrek verkefni fyrir flokk
sinn. Þannig hefur hann leyst af
hendi ómetanleg störf fyrir Sós-
íalistaflokkinn og síðar Alþýðu-
bandalagið.
Við Haukur höfum oft unnið
saman að athugun og undirbún-
ingi mála. Ég þekki því vel
hæfni hans og kunnáttu, þegar
um er að ræða efnahagsleg mál-
efni, og ég þekki vel áhuga hans
og dugnað og hve gott er að vinna
með honum að lausn erfiðra verk-
efna.
Ég nota þetta tækifæri til að
þakka Hauki hans mikla og á-
gæta starf í þágu íslenzkra sósí-
alista. Ég veit, að hann á enn eft-
ir að vinna mikið verk á þessum
vettvangi. Að lokum óska ég svo
vini mínum Hauki hjartanlega
til hamingju með sextugsafmælið
og flyt honum og hans ágæru
konu, beztu heillaóskir frá mér
og minni konu.
Luövík Jósepsson.
★
Á morgun á Haukur Helgason
deildarstjóri í Útvegsbanka ís-
lands sextugsafmæli. Haukur hef-
ur allt frá æskuskeiði tekið mik-
inn þátt í félagsmálum og enn er
áhugi hans og dugnaður óbilandi
og hvergi af sér dregið í baráttu
fyrir góðum málstað.
Raunar eru þetta engin tíðindi
um sextugan mann á okkar tím-
um og sízt fyrir þá sem þekkja
Hauk Helgason og hafa átt hann
lengi að samstarfsmanni. Hann
hefur alla tíð unnið mikið og
vel í samtökum íslenzkra sósíal-
ista hvort sem hann hefur verið
búsettur á æskustöðvunum vestra
eða hér syðra. Ungur hreifst hann
af hugsjónum og stefnu sósíalism-
ans og lagði baráttu verkalýðsins
allt það lið er hann mátti. Vestjjr
á ísafirði var hann kjörinn í bæj-
arstjórn fyrir Sósíalistaflokkinn
1942 og átti sæti í henni eitt kjör-
tímabil. Var hann í stjórn flokks-
félagsins þar í kaupstaðnum í sex
ár. Eftir að Haukur flutti hingað
suður kom fljótt í ljós að sam-
tökunum hér hafði bætzt nýtur og
ötull liðsmaður sem hvergi dró af
sér í störfum. Átti Haukur lengi
sæti í miðstjórn Sósíalistaflokks-
ins og gegndi fyrir hann mörgum
trúnaðarstörfum t.d. Viðskipta-
ráði og stjórn Útflutningssjóðs.
Hann hefur verið öflugur stuðn-
ingsmaður Alþýðubandalagsins
frá stofnun þess og unnið marg-
vísleg verk í þess þágu. Á nýaf-
stöðnum landsfundi Alþýðu-
bandalagsins var hann kjörinn í
miðstjórn flokksins. Verður hann
þar í hópi fornra félaga og
margra ungra og vaskra manna,
sem nú ganga fram til forustu-
starfa með gagnrýnum huga og
sóknarþrótti ungrar kynslóðar.
Haukur Helgason hefur jafnan
látið efnahagsmál mikið til sín
taka og birt um þau margar og
upplýsandi greinar í blöðum og
tímaritum. Árið 1962 ritaði hann
bækling um ísland og Efnahags-
bandalag Evrópu og var hann gef-
inn út á vegum Alþýðusambands
íslands. Hefur mennmn hans í
hagfræði hvatt hann til athugun-
ar og íhygli um þessi mikilvægu
málefni og þekking hans á þess-
um sviðum komið í góðar þarfir
þegar um þau hefur verið fjallað.
Meðal áhugamála Hauks eins
og flestra góðra sósíalista er þró-
un og viðgangur sósíalískrar upp-
byggingar í öðrum löndum. Hann
var aðalforgöngumaður að stofn-
un Pólsk-íslenzka menningarfé-
lagsins og hefur verið formaður
þess frá 1958. Þau menningar-
tengsl sem eru milli íslands og
Póllands eru fyrst og fremst verk
Hauks Helgasonár þótt fleiri hafi
Iagt þar hönd á plóginn. Hefur
hann verið óþreytandi að kynna
hér sögu og frelsisbaráttu Pól-
verja og þá uppbyggingu sem orð-
ið hefur í landinu eftir að þjóð-
in losnaði undan hernámsoki og
ofbeldi þýzka nazismans.
Við þessi tímamót í ævi Hauks
Helgasonar vil ég færa honum
þakkir fyrir Ianga og góða sam-
vinnu og óska honum og hans
ágætu konu, Guðrúnu Bjarna-
dótmr, sem staðið hefur við hlið
hans traust og ömgg í stríði og
stormi daganna, alls hins bezta á
komandi árum. Við félagar hans
vonum að fá að njóta lengi enn
áhuga hans, drengskapar og holl-
ráða í baráttu og starfi að sam-
eiginlegum hugðarefnum.
GuÖmundur Vigfússon.
★
Haukur Helgason, bankafull-
trúi, verður sextugur á morgun.
Hann er borinn og barnfæddur
ísfirðingur og á ísafirði átti hann
heimili fram á fermgsaldur eða
fram til ársins 1946 að hann
fluttist til Reykjavíkur og tók
sæti í viðskiptaráði sem fulltrúi
Sósíalistaflokksins á dögum ný-
sköpunarstjórnarinnar. Því starfi
gegndi hann til ársins 1947, gerð-
ist þá aftur starfsmaður Útvegs-
bankans og hefur síðan starfað
þar sem fulltrúi. Jafnframt því
hefur hann verið varaformaður
Haukur Helgason.
útflutningssjóðs 1957 til 1960 og
í rannsóknarnefnd sjávarútvegs-
ins 1956—1958. Haukur lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um á Akureyri 1933 og stundaði
síðan hagfræðinám í Stokkhólmi
fyrst 1933 til 1935 síðan 1937 til
1939. Áður en hann fór utan í
síðara skiptið var hann orðinn
bókari í útibúi Útvegsbankans á
ísafirði og við þá stofnun starf-
aði hann meðan hann átti heima
á ísafirði.
Haukur byrjaði ungur að
hafa afskipti af opinbenmi
málum og gerðist þá þegar á-
kveðinn sósíalisti. Þeirri stefnu
hefur hann fylgt síðan og ætíð
staðið þar í fylkingarbrjósti. Hann
var bæjarfulltrúi á ísafirði 1942
til 1946, átti sæti í stjórn og mið-
stjórn Sósíalistaflokksins og er
nú í miðstjórn Alþýðubandalags-
ins. Hann var I framboði fyrir
Sósíalistaflokkinn í Strandasýslu
við alþingiskosningarnar 1946.
Einnig var hann í framboði til al-
þingis fyrir Sósíalistaflokkinn
1953.
Það var áreiðanlega engin til-
viljun að Haukur gerðist sósíalisti.
Foreldrar hans Helgi Ketilsson
vélstjóri og Lára Tómasdóttir
voru meðal traustustu fylgis-
manna þeirrar stefnu á ísafirði,
og á æskuheimili hans ríkti
menningar- og frjálslyndisandi
meira en almennt gerist. Það varð
sannarlega skarð fyrir skildi hjá
okkur ísfirzkum sósíalistum þeg-
ar Haukur Helgason fluttist héð-
an, jafn ágætur forystumaður og
liann var og er. En þrátt fyrir
brottflutning og margra ára dvöl
í höfuðborginni hefur hann í
rauninni aldrei orðið Reykvíking-
ur í raun og sannleika. Það er
fólkið á Vestfjörðum og vest-
firzkar byggðir sem hann ber
öðru fremur fyrir brjósti. Hann
hefur ætíð verið reiðubúinn til
að Ieggja hönd á plóginn til
framdráttar öllu sem þessu fólki
og þessum byggðarlögum má
verða til heilla og farsældar. Og
hvorki sparað til þess tíma né
fyrirhöfn. Má í því sambandi.
benda á fyrrnefnd framboð, marg-
ar ágætar greinar sem hann hef-
ur skrifað í blöð okkar vest-
firzkra sósíalista og alþýðu-
bandalagsmanna og ótal margt
fleira sem hér er engin leið að
tíunda. Þar við bætist að hann
er allra manna vinsælastur bæði
meðal samherja og andstæðinga í
stjórnmálum og ég tel mig þar
af Ieiðandi mega fullyrða, að allir
Vestfirðingar sem honum hafa
kynnzt senda honum á sextugs-
afmælinu þakkir og árnaðarósk-
ir.
Oll stjórnmálastörf Hauks
Helgasonar hafa einkennzt af sér-
stakri nákvæmni í röksemda-
færslu. Kemur það glöggt' fram
í greinum sem hann skrifar um
pólitísk efni og ekki síður í
stjórnmálaræðum hans. Af þess-
um sökum er hann flestum öðr-
um snjallari í málflutningi og
andstæðingar koma honum sjald-
an í opna skjöldu.
Heimili þeirra Hauks Helga-
sonar og konu hans Guðrúnar
Bjarnadóttur er þekkt að rausn
myndarskap og skemmtilegheit-
um. Þangað er ætíð gott og gam-
an að koma. Þar verður áreiðan-
lega glatt á hjalla á afmælisdegi
húsbóndans, og þar vildu áreiðan-
lega margfalt fleiri vera viðstadd-
ir en þess eiga kost, Þær verða
því margar afmæliskveðjurnar
sem berast. Þessar línur eru ein
slík kveðja til afmælisbarns-
ins Hauks Helgasonar, konu
hans, dætra og aldraðrar móður.
Halldór Ólafsson.
★
Síðasta áratug hafa jafnan
verið miklar umræður í blöðum
og annars staðar á opinberum
vettvangi um Efnahagsbandalagið
og Fríverzlunarbandalagið. í þess-
um umræðum hefur afstaða sós-
íalista verið ákaflega skýr og 'skil-
ið sig algerlega frá afstöðu ann-
arra flokka. Einn Jjeirra manna,
sem hefur átt ríkan þátt í því
að móta stefnu Alþýðubandalags-
ins til þessara viðskiptabandalaga
er Haukur Helgason, bankafull-
trúi, — og hann er sextugur á
morgun.
Ég skrifa ekki afmælisgrein um
Hauk Helgason, en ég sendi hon-
um í tilefni afmælisins þakkir
frá Þjóðviljanum. Ævinlega þeg-
ar markaðsbandalagsmálin hafa
verið efst á baugi í almennri þjóð-
málaumræðu hefur það verið
Haukur Helgason sem Þjóðviljinn
hefur leitað til. Og það sem er
enn dýrmætara fyrir okkur hér á
Þjóðviljanum er það, að Haukur
hefur sjálfur og iðulega af eigin
frumkvæði lagt Þjóðviljanum til
efni um þessi mál og fylgzt með
skrifum blaðsins af kostgæfni og
þrásinnis veitt gagnlegar Ieiðbein-
ingar. Nú skrifa ég fyrst og fremst
um síðustu árin — þekkingu
brestur mig til þess að greina frá
framlagi Hauks til Þjóðviljans á
fyrri tímum, sem vafalaust hefur
verið blaðinu dýrmætt og lesend-
um þess góður fengur.
Á morgun, 29. nóvember 1971
er Haukur Helgason 60 ára. For-
eldrar Hauks voru Helgi Ketils-
son og kona hans Lára Tómas-
dóttir; Lára er enn á lífi og býr
nú í Reykjavík.
Haukur varð stúdent frá
Menntaskólanum á ■ Akureyri
1933, las hagfræði við, Háskólann
t Stokkhólmi 1933—1935 og
1937—1939. Haulcur starfaði við
Útvegsbanka íslands á ísafirði
1935—1937 og 1939—1944, en
síðan við Útvegsbankann í
Reykjavík frá 1949. Haukur var
bæjarfulltrúi Sósíaíistaflokksins á
ísafirði 1942—1948 og hefur
gegnt mörgum fleiri trúnaðar-
störfum á vegum Sósíalistaflokks-
ins og Alþýðubandalagsins. Hann
á nú sæti í miðstjórn Alþýðu-
bandalagsins. Jafnframt störfum
fyrir sósíalíska hreyfingu hefur
Haukur látið sig mörg önnur mál
miklu skipta og hefur meðal ann-
ars verið formaður Pólsk-íslenzka
menningarfélagsins frá 1958.
Kona Hauks Helgasonar er
Guðrún Bjarnadóttir, bankastjóra.
á Akureyri, Jónssonar.
Þjóðviljinn flytur Hauki Helga-
syni innilegar árnaðaróskir í til-
efni dagsins á morgun, á sextugs-
afmælinu.
Happdrætti Þjóðviiþns 1971
Eins og undanfarin ár efn-
ir Þjóðviljinn til happdrættis
til styrktar útgáfu blaðsins.
Þjóðviljahappdrættið hefur
nú um langan tíma staðið að
verulegu leyti undir reksturs-
halla blaðsins og væntum við
þess að svo geti enn orðið
Vinningar í happdrættinu
að þessu sinni eru: v
1. Bifreið, Citroen GS Club,
árgerð 1972. 334.000,00.
2. Ferð fyrir tvo með ,.Gull-
fossi“ til Kaupmannahafnar
og heim aftur, 40.00'0,00.
3. Ferð fyrir tvo með Flug-
fólagi fslands til Kaupmanna-
hafnar og heim aftur. —
38.000,00.
4 Ctanlandsferð með leigu-
flugi ferðaskrifstofunnar
Sunnu, 19.000,00.
Vinningar samtals krónur
431.000,00.
Dregið verður 23. desem-
ber næstkomandi. Þessa dag-
ana er verið að senda út
miðana og viljum við heita á
menn að bregðast fljótt og
vel við.
Afgreiðsla happdrættisins
er á afgreiðslu Þjóðviljans,
Skólavörðustíg 19 og biðjum
við alla þá, sem aðstæður
Hafa að gera þar skil fyrir
heimsendum miðum svo fljótt
sem unnt er.
, Leggjumst öll á eitt og
tryggjum útgáfu Þjóðviljans.
Svavar Gestsson.