Þjóðviljinn - 28.11.1971, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.11.1971, Blaðsíða 7
Suwniudagur 2®. nóvember 1971 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA heimllistæki S ífí Jíl Tf >fl RÆTT VIÐ SIGRÍÐI HARALDSDÓTTUR HJÁ LEIÐBEININGASTÖÐ KVENFÉLAGASAMBANDS ÍSLANDS Sigríður Haraldsdóttir starfsmaður Leiðbeiningarstöðvarinnar að sinna húsmóður, sem vildi fá up^lýsingar um ákveðna tegund þvottavéla. Veitir allar upplysingar um heimilistæki Kæliskápar og frystikista af nýjustu gerð. Það er nauðsynlegt fyrir fólk, sem ætlar að kaupa dýr heimilistæki, að ge'ta aflað sér hlutlausra upplýsinga um hinar fjölmörgu tegundir, um galla þeirra og kosti. Þessar upplýs- ingar er að finna í blöðum og bæklingum opinberra aðila, í ýmsum löndum, sem stunda rannsóknir á neyzluvöruim og öðru þvi sem til heimilis þarf. Kven- félagasamband íslands rekur leiðbeininga- stöð fyrir húsmæður, óg þar er hægt að fá á einum stað allar upplýsingar sem að gagni mega koma við heimilisstörf og innkaup. Við sþjölluðum við Sigríði Haraldsdóttur starfsmann Leið- beiningastöðvarinnar, og í viðtali því sem á eftir fer kemur m,a eftir'farandi fraim: • Frystikistur eru ekki eingöngu fyrir kjöt og slátur, geymið þar einnig grænmeti, fisk, bakstur o.fl. sem búið er til í stórum skömmtum. • Það kostar 6000 kr. á ári að reka frysti- kistu, nýtið geymslu- plássið vel. • Athugið að hver þvottur í sjálfvirkri þvottavél kostar 50 til 60 krónur. • Hugsið ykkur um tvisvar áður en þið kauþið dýra og flókna eldavél. Það cr meiri nauðsyn að kaupa ryksugu en hrærivél. • Hitaveituvatn og uppþvottavélar eiga «kki samán. Kvenfélagasamband fslands hefur rekið leiðbciningarstöð fyrir húsmæður frá því árið 1963, og hefur hún nú aðsetur sitt að Hallveigarstöðum við Túngötu. Þar situr Sigríður Ilaraldsdóttir alla virka daga, og milli kl. 3 og 5 svarar hún í síma allskonar fyrirspurnum varðandi heimilishald. Við lit- um inn til hennar einn daginn áður en símatími hófst til að fræðast um starfsemina, sér- staklega veigamesta þáttinn í starfseminni upplýsingar um heimilistæki. Flestir spyrja um heimilistæki — Um hvað er mest spurt, Sigríður? — í»að er spurt um ýmislegt, matargerð og ræstin,gu svo eitt- hvað sé nefnt, en flestir sipyrja um innkaup á heimilistækjum. Jafnvel þótt þetta sé lfeiðbein- ingarstöð húsmæðra hringj karlmenn eklki síður til okkar, og virðist áhugi þeirria á heim- ilistækjum fara vaxandi. Oftast er spurt t.d. hivaða þvottavél við mælum með, én því getum við að sjálfsögðu ekki svarað. Að vísu getum við flett upp í neytenidabílöðum og sagt frá niiöuirBtöðum á rannsólmum á heimilistækjum, sem fara- fram erlendis. En tekið skal fram að hér eru aðrar aðstæður og þar að auki reyna framleið- endur að breyta og betrumbæta framledðslu sína þegar þær hafa verið birtar. Það má nefna sem dæmi, að leiði niðurstaða atliugunar í ljós að liáta iþurfi þvottavél þivo öðruvísi er því breytt, eða bakarofn í einihverri tegund eldavéla hafi ekki jafna hitadreifingu, þá er bætt úr því. Spurningar se/n berast til leiðbeiningarstöðvarinnar gefa okfcur vísbendingu um það hvað við eigum að taka fyrir í málgagni Rvenfélagasam- bandsins Húsfreyjunná. Það gerðist t.d. fyrir nokkrum ár- um. að kona hringdi í mig og spurði hvar fenigist átoveðin gerð af vöfflujámum, sem einn- ig mátti nota sem brauðrist. Konan vissi að rafmagnseftir- litið ihefði bannað þetta vötfifihir jám,Vn hún vildi fá það samt. Þé hafði ég samband við raf- magnseftirlitið og féklk þær upplýsingar að þetta tæki er stórhættulegt. Síðan skrifaði ég grein um störf rafmagnseftir- litsins í Húsfreyjuna. En slík stofnun er fyrst og fremst í þágu neytenda. Svo má nefna, að Kvenfélaga- sambandið hefur m.a. gefið út fræðsluibæklinga um hreinsun bletta, sjálflvirkar þvottavélar og frystingu matvæla. Síðast- nefndi bæklmgurinn heflur ver- ið prentaður í 1300 eintökum og er uppseldur eins og er en verður endurprentaður. Það er erfðavenja að birgja sig upp af mat — Eí' við förum útí einstök heimilistaííki er kannski ekki svo vitlaust að byrja á frysti- kistunni sem geysimargir hafa eignazt á síðustu árum, en aðr_ ir halda fram að sé ekki fjár- festing sem borgi sig. — Það má segja að það sé erfðavenja á Islandi að geyma matvæli. Prá alda öðll hafa menn orðið að birgja sig upp af mat fyrir veturinn, og ég heid að það hafli ýtt undir þessa miklu útbreiðslu flrysti- kistumnar. En þau heimili sem éigá frystikistu veröa lilra að fcunna að nýta hana. Það á ekki ein- göngu að flrysta slátur og 'kjot, heldur líka nýtt grænmeti Iþann stutta tíma sem það er á boð- stóöium, sérstaMega grænkál og blómkál. í þeirri flæðu er mákið aí c-vítamíni, seim oktour skort. ir oft á vorin. Það má líka frysta fisk og það er stundum hagkvæmt þegar miikið berst að £ sj ávarplássum en einnig á að frysta nokkurt magn afl flisJci þar sem erfitt er að fá hann, til þess að eiga ávallt þirgðdr af nýjum fiski. Þegar kjöt er fry-st á ekki að frysta það í heilium eða héilf- um skrakfcum, iheldur hluta þá niður í hæfiiega skammita, t.d. það semnægir í matirun í hvert skipti og mjög mikiivægt er að pakka skömmtunum inn í loftþéttar umibúðir, annars rýmar kjötið mjög mikið að gæðum. Svo má benda á það, að á vorin þegar maturinn er að mestu uppurinn úr kistumni má nota hana til að koma á virrnu- hagræðingu á heknilinu. Það má t.d. frysta allskonar bakst- ur, og baka þá mfkið í einu. Einnig xná búa til flleiri skammta af mat, sem seinlegt er að matbúa, t.d. kálböggla. Þ>að mu,nar ekki miklu hvort búnir eru til kólbögglar fyrir 5 manns eða 20, en þessi réttur er allt of sjaldan á borðum vegna þess hvað seinlegt er að búa hann tia. Frystikista kostar 6000 kr. á ári — Hafið þið reiknað út hvað kostar að eiga og reka frysti- kistu? — Jé, við höfium reiknað það út í stórum dráttum, að það kosti um 6000 krónur á ári að reka 300 lítra frystákistu, sem kostar 30 þús. krónur. í því verði er reiknað með af- skriftum á 10 árum vöxtam og rafmagnskostnaði, en slík kista eyðir um 600 kílówattstundum á ári, Það er því einfalt reifcn- Framhald á 9. síðu v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.