Þjóðviljinn - 28.11.1971, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.11.1971, Blaðsíða 8
g SÍÐA — Þ.TÖÐVTLJ1NN — Sunnudagur 28. náveanber 1971. heimífístæki Um og eftir seinni heimsstyrjöldina urðu geysi- miklar tækniframfarir í eldhúsum þessa lands sem og utan þeirra, og á skömmum tíma var síðustu leifum gömlu eldhúsmenningarinnar útrýmt. Ýmis gömul heimilistæki hafa eflaust farið á haugana einsog hvert annað rusl þegar vélrnar voru keyptar, og hafa víst fáar húsmæður séð eftir þeim. Sem betur fer hefur ötulum starfsmönnum Þjóðminjasafnsins tekizt áð forða einhverju af þessum gömlu hlutum frá glötun og hafa stillt þeim upp til sýnis í sölum safnsins, og ýmsan fróðleik eiga þeir líka til í pokahorninu um notkun hlutanna. En hér ætlum við ekki að fara út í þá sálma, heldur sýna nieð nokkrum mynduim þessi gömlu áhöld, sem margt núlifandi fólk hefur reyndar kynnzf af eigin raun, við hlið nýjustu gerða af heiimilistækjum. Fyrirrennara frystikista og kæliskápa er raunar ekki hægt að sýna á mynd, en gamlar aðferðir við að geyma mat eru reyndar almennt þekktar enn, þ.e. söltun, reyking, kæsing o.fl., sem er enn í fullri no'tkun. GOMUL HEIMILISTÆKI OG NY VERÐ Á HEIMILISTÆKJUM Hér á eftir fer verðlisti yfir nokkrar tegundir heimil- istækja, sem valin voru af handahófi. rétt til þess að gefa nofkkra hugmynd um það hvað þessir hlutir kosta. FÖNIX — Atlas kæliskápar: 190 lítra kr. 22.980,00, 360 lítra kr. 36.450,00. — Atlas frystikistur: 210 1. kr. 25.930,00, 310 1. kr. 31.280,00, 410 1 kr. 36.980,00. — SAG-eldavélar: kr. 24.170,00, Atlas eldavélar: kr. 24.000,00. — Ballerup hrærivélar: kr. 11.380,00. Grillofn (Grillfix): Kr. 11.800,00. DRÁTTARVÉLAR — Frigor frystikistur: 275 1. 27.270,00, 380 1. kr. 31.470,00, 460 1. kr. 35.770,00. Siera kæliskápar: 155 1. kr. 17.500,00, 200 1. kr. 21.635,00, 275 1. kr. 28.775.00. Tveggja hurða kæliskápar (kælir og frystir): 225 1. kr. 25.980,00, 275 1. kr. 28.410,00. ELECTRIC — Kæliskápar: 7 kubikfet kr. 20.490,00, 9 kuib- ikfet kr. 22.117,00, 9 kubikfet, 2ja hurða kr. 28.622,00, 10 kubikfet 2ja hurða kr. 30.240,00. — Uppþvottavélar: kr. 46.680,00. Þvottavélar: kr. 47.880,00. — Þurrkarar: kr. 38.270,00. — Ryksugur: kr. 11.533,00. — Úrgangskvamir: kr. 10.156,00. — Kaffikönnur: kr. 3.379,00. — Brauðristar: kr. 2.000,00. — R-ofnar: kr. 5.342,00. — Straujám kr. 1.157,00 og kr. 1.578,00. — Kr. 2.273,00 (gufustraujám). PFAFF — Candy þvottavélar fyrir heimih: kr. 27.700,00. Candy þvottavélar, fyrir fjölbýlishús kr. 42.600,00. Candy þunfearar kr. 24.500,00. Candy uppþvottavélar kr. 32.400,00. Itt frystikistur frá kr. 28.800,00 til 40.800,00. — Helkama kæliskápar firá fcr. 19.900,00 til kr. 22.900,00. — Helkama frystiskápar fcr. 25.900,00. — Pfaff-saumavélar frá kr. 10.500 Þ'I kr. 21.200,00. — Passap priónavélar kr. 20.950,00 (með borði)’. Passap prjónavélar kr. 38.650,00 (með mótor)’. Þessar þrjáx myndir sýna þrjú áhöld sem gerð esru til þess að slétta lín og annan þvott. Á minnstu myndinni er elzta áhaldið, trafakefli, elzta „strauvél“ sem þekkt er hér á landi. Trafafceflið er í tveimur hlutum, kefli sem þvottin- um var vafið utanum og fjöl, oft fagurlega útskor- in, sem þvotturinn var strokinn með. Á stóru myndinni eru strauboltar, sem hitaðir eru yfir eldi, en þessi áhöld voru al- mennt í notkun langt frameftir þessari öld, og sumstaðar eru þeir notað- ir jafnvel ennþá, þar sem rafmagn er enn ekki kom- ið. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.