Þjóðviljinn - 05.02.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Laiugardaigur 5. íebrúar 1972.
— Málgagn sóðialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis —
Útgefandi: Útgáfufélag ÞjóSviljMs.
Framkv.stjóri: Eiour Bergmann.
Ritstjórar: Sigurður Guðnwids»n, Svavar Gestsson (áb.).
.»~g-:ýsingastjóri: Heimir Ingimaros-vn.
sristjórn, afgraiðela, auglýsingar, prwsmiðja: SkóltnráaaMig 19. Síwi 17500
(5 fcan). — ÁskHft»rvewB kr. 195,00 á mánuði. — Laosasóluvurð kr. 12,00.
Kjaradeila BSRB ,
l^jaradeila starfsmanna ríkis og bæja hefur nú
staðið í nokkrar vikur og verður ekki sagt að,
BSRB hafi mistekizt að fá almenning til þess aðj
taika eftir sér. Er það vel, að samtök launafólks
skuli þannig tryggja sér eftirtekt almennings í
kjarabaráttunni. En ekki verður því neitað, að af
hálfu BSRB hefur kjaradeilan verið rekin af ó-
venjumikilli hörku. Strax þegar ríkisstjómin lýsti
þvi yfir, að hún teldi ekki ástæðu til þess að standa
að almennri hækkun allra launa opinberra starfs-
manna í samræmi við kjarasamninga Alþýðusam-
bandsins, gaf form. BSRB þá yfirlýsingu að hér
væri um að ræða lögbrot af hálfu ríkisstjórnarinn-
ar og að ríkisstjómin neitaði að ræða við opinbera
starfsmenn. Hér er auðvitað ekki rétt með farið.
Ríkisstjórnin hefur aldrei neitað að ræða við opin-
bera starfsmenn og ekkert lögbrot hefur verið
framið. Þjóðviljinn hefur látið koma fram þá skoð-
un á kjarakröfum Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja, að eðlilegt sé að hækka laun í lægri launa-
r
flokkunum til samræmis við launakjör ASI, en
að óeðlilegt sé að launahækkanir til félagsmanna
í verkalýðsfélögunum komi sjálfkrafa til allra ann-
arra, lika þeirra, sem hærri hafa launin.
J£jaradeila opinberra starfsmanna er nú komin á
sáttastig og hefur verið um nokkurt skeið án
þess að nokkuð afgerandi hafi gerzt. Er nauðsyn-
legt að ríkisstjómin og fomstumenn opinberra
starfsmanna geri gangskör að því að ná sáttum í
deilunni; deiluna verður að leysa.
Vilja þeir semja?
í kjaradeilu opinberra starfsmanna hefur furðu-
lega lítið verið rætt um afstöðu sveitarfélaganna
til kjarakrafna bæjarstarfsmanna. Hefur ekki
komið fram að Reykjavíkurborg sé reiðubúnari en
aðrir til þess að verða við kjarakröfum BSRB. Þó
hefur ekki skort frýjunarorðin í málgagni Geirs
Hallgrímssonar borgarstjóra um afstöðu ríkis-
stjórnarinnar til kjaraimála opinberra starfs-
manna.
Aðbúnaður á vinnustöðum
| sérkröfum verkalýðsfélaganna sem nú eru 1
samningum er verið að fjalla meðal annars v
aðbúnað á vinnustöðuim. Málmiðnaðarmenn hafa til
dæmis lokið samningum um sérkröfur sínar o'
þar eru inni í samningum þýðingarmikil ákvæði
um bættan aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöð-
um. Munu niðurstöður þessara samninga hafa
mikii áhrif á vinnuaðstöðu málmiðnaðarmanna.
En enn er margt ógert og verður hér ekki látið
staðar numið, eins og Guðjón Jónsson komst að
orði í viðtali við Þjóðviljann. En fyrsti áfanginn
er þýðingarmikill.
Nöfn genginna skálda og lög
nr. 10-1960 um söluskatt
Hr. for9eti.
Haustið 1969 var haldið hér í
Reykjavík fjölmennt rithöfunda-
þing. Auk rithöfunda sátu þingið
félagar í Félagi ísl. bókmennta-
þýðenda og félagar í Félagi ísl.
fr*ða. Meginhlutverk þingsins
var að fjalla um hagsmunamál
höfunda og rétthafa ritaðs máls.
F.in þeirra samþykkta sem þetta
rithöfundaþing gerði, fjallaði um
söluskatt af bókum, og lýsti þing-
íð óhæft, að slík fjárhæð, sem
þannig skapaðist af vinnu rit-
höfunda, rynni í ríkissjóð meðan
rithöfundarnir sjálfir vissu ekki,
hverntg þeir mættu gefa sig að
ritun bóka. Þetta er rifjað upp
hér, vegna þeirrar þingsályktunar-
tillögu, sem hér liggur fyrir á
þskj. 166 og fjallar um endur-
greiðslu söluskatts til rithöfunda.
Við flutningsmenn þessarar til-
Iögu leggjum til, að háttvirt Al-
þingi skori á ríkisstjórnina að
gera ráðstafanir til þess, að and-
virði söluskatts af bókum renni
til rithöfunda og höfunda fræði-
rita sem viðbótarritlaun. Tillag-
an er þannig beint framhald af
ályktun rithöfundaþingsins og
þeirra umræðna í ræðu og riti sem
síðan hafa spunnizt um þetta
hagsmunamál rithöfunda.
Þegar bókmenntaarf okkar ís-
lendinga ber' á góma, hættir
mönnum til að grípa til alhæf-
inga og faguryrða um snilldar-
verk fortx'ðarinnar og gildi þeirra
fyrir þjóðina, Það er auðvitað
óhjákvæmileg skuld, sem við
verðum að greiða þeim skáldum
og rithöfundum fortíðariimar,
sem hafa kannski öðrum fremur
gert okkur íslendinga að menn-
ingarlega sjálfstæðri þjóð, að
virða minningu þeirra, en sú
skuld er illa greidd, ef við ein-
angrum þá í sögunni til þess
einvörðungu að dýrka á hátíða-
stundum. Þann menningararf,
sem þessir menn skiluðu okkur
í hendur, verður að ávaxta í lif-
andi starfi hverrar kynslóðar, því
að sú þjóð sem gerir það ekki, sú
þjóð sem hætt er að vera menn-
ingarþjóð, er ekki lengur fær um
að meta það starf, sem þessir
menn inntu af hendi á sínum
tíma.
Rökin að finna í
söluskatts-
lögunum
Ég ætla ekki að verja ræðutíma
mx'num hér í hátíðlegar yfirlýs-
ingar um gildi menningar eða
þátt bókmenntanna í íslenzkum
menningararfi. Ég vil minna á,
að úttekt á menningarstigi hvers
tímabils, er jafnframt úttekt
á viðhorfi samtímans til list-
sköpunar og menningarstarfa,
og þá kannski fyrst og fremst
á því, hvaða skilningi slíkt
starf á að mæta hjá ráða-
mönnum þjóðarinnar. Um listir
og menningu verður því ekki
fjallað í heild nema í samhengi
annarra samfélagsþátta og því
verður ekki hjá því komizt hér
að biðja menn að leiða hugann
að tvennu í senn: nöfnum geng-
inna skálda og Iögum nr. 10/1960
um söluskatt, einfaldlega vegna
jxess, að rithöfundum samtíðar-
innar er ógerlegt að ávaxta bók-
menntaarf þjóðarinnar nema þeir
fái greitt fyrir ritstörf sín og fái
þannig helgað sig þeim óskiptir.
Kröfur rithöfxmda eru ekki
frábrugðnar kröfum annarra
vinnandi stétta: að þeir fái sann-
gjörn laun fyrir vinnu sína. Þeir
fara ekki fram á nein sérréttindi
eða forréttindi. Þeir krefjast við-
urkenningar á því, að ritstörf séu
vinna, sem krefst starfsorku
þeirra óskiptrar, en eins og nú er
háttað kjömm rlthöfunda, hljóta
þeir að eyða starfsorku sinni og
tíma í að stunda önnur störf
jafnframt ritstörfum sér til lífs-
bjargar.
Rök fyrir því, að söluskattur
af bókum xenni til höfunda þeirra
í formi viðbótarritlauna, er fyrst
og fremst að finna í söluskatts-
Iögunum sjálfum. f 7. gr. laganna
er kveðið á um að sala listamanna
á eigin verkum skuli undanþegin
söluskatti. I því felst viðurkerm-
ing ríkisvaldsins á því, að ótil-
hlýðilegt sé, að það hagnist bein-
línis á starfi listamanns með
þessum hætti.
En í stað þess að rithöfundar
njóti góðs af þessu ákvæði í
söluskattslögunum, er þeim gert
að standa undir miljóna króna
hagnaði ríkisins af verkum þeirra,
einvörðungu vegna þess, að svo er
háttað sambandi nöfunda við les-
endur sína, að því er ekki unnt
að halda uppi milliliðalaust. Hér
er tvímælalaust um að ræða mis-
rétti, milli rithöfunda og þeirra
listamanna, sem aðstöðu hafa til
að selja verk sín sjálfir. Auðvelt
og sanngjarnt væri að draga úr
þessu misrétti, á þann veg, að
ríkissjóður endurgreiddi höfund-
um andvirði söluskatts af bókum.
Söluskatturinn rynni síðan til
bókahöfundar sem viðbótarrit-
laun. Á það hefur margsinnis ver-
ið bent, að rithöfundarnir bera
langminnst úr býtum allra þeirra
sem við verk hans eru riðnir,
enda þótt því verði ekki á móti
mælt, að starf rithöfundarins er
undirstaða og forsenda allra bóka-
gerðastarfsgreina og raunar
margra annarra starfsgreina þjóð-
félagsins.
Þetta hefur varla verið betur
eða greinilegar orðað en í grein-
argerð frá Rithöfundasambandi
íslands, sem kom út í sambandi
við Rithöfundaþingið haustið
1969, en þar segir með leyfi for-
seta:
Rithöfundar bera
minnst úr býtum
„Ekki verður því á móti mælt,
að fjöldi starfshópa í þjóðfélag-
inu byggir afkomu sína á störf-
um rithöfunda. Svo er um prent-
ara, bókbindara, prentmynda-
gerðarmenn, bóksala, bókaverði,
bókmenntagagnrýnendur og.
kennara í bókmenntum. Rétt
þessara starfshópa til launa ve-
fengir enginn maður. Samfélagið
viðurkennir einnig rétt Iista-
manna til starfslauna, þegar þeir
flytja annarra verk, svo sem leik-
ara.
Öðru máli gegnir um skapend-
ur listar. Skáld og rithöfundar,
sem allir fyrrgreindir hópar eiga
störf sín að þakka að meira eða
minna leyti og þá um leið af-
komu sína, njóta ekki viðurkenn-
ingar á rétti til sómasamlegrar
greiðslu fyrir sköpunarstarf sitt.
Langmestur hluti af tekjam þeim,
sem fást af verkum þeirra, renn-
ur tií greiðslu á launum starfs-
hópa, sem ými$t vinna við út-
gáfu eða kynningu á verkum
þeirra. Frumkvöðullinn sjálfur
ber minnst xir býmm allra, sem
við verk hans eru riðnir . . .
íslenzkir rithöfundar eru ekki
þiggjendur, heldur hlutfallslega
stórtækusm veitendur þjóðfélags-
ins, þvx auk þess sem afkoma
stórra starfshópa í þjóðfélaginu
byggist á sköpunarstarfi þeirra,
þá er beinn fjárhagsarður hins
opinbera af verkum þeirra árlega
mörgum sinnum hærri en árstekj-
ur allrar rithöfundastéttarinnar af
ritstörfum".
Einn liður í fjárhagsarði hins
opinbera af störfum rithöfunda
er söluskatturinn. Fíann nam ár-
ið 1970 13,8 milj. króna, en áætl-
aður söluskattur ársins 1971 af
innlendum bókum, er skv. út-
reikningum Efnahagsstofnunar-
innar rúml. 19 milj. krónur. Þyki
einhverjum þetta háar upphæðir,
vil ég minna á til samanburðar, að
framiag ríkisins til Þjóðleikhúss
eru tæpar 35 milj. kr. og
Sinfóníuhljómsveitar íslands tæp-
ar 16 miljónir.
Hlutfall ritlauna
og söluskatts
af bókum
En hvernig er þá háttað hlut-
falli milli ritlauna höfundar og
söluskattsupphæðar ríkissins af
bók hans. Að því er vert að
hyggja.
Greiðslur ritlauna til rithöf-
unda eru aðallega með tvennum
hætti. Annars vegar ákveðin upp-
hæð, sem greiðist fyrir leyfðan
og prentaðan eintakafjölda,- og
hins vegar prósentugreiðsla,
ákveðið hlutfall af seldum ein-
tökum bókarinnar. í báðum til-
fellunum leggur útgefandi mat á
sölumöguleika bókarinnar, og
geta því ritlaun verið nokkuð
misjöfn eftir því hver höfundur-
inn er.
í blaðaviðtali í nóv. s. 1. segir
kunnur bókaútgefandi eftirfar-
andi um höfundarlaun, með leyfi
forseta: „Höfundarlaun geta því
verið allt frá núlli og til veru-
legra hárra upphæða, ef um er að
ræða prósentukerfið og svo kall-
aðar metsölubækur. Hið algeng-
asta er sennilega einhvers staðar
þar á milli, t. d. á bilinu frá 60—
120 þúsund kr. Ef bók, sem kost-
ar án söluskatts kr. 600, selst í
2000 eintökum og höfundurinn
fær t. d. samkvæmt samningi
10% í höfundarlaun, þá verða
höfundarlaun hans kr. 120 þús-
tmd. Ríkið fær hins vegar af
þessari sömu bók kr. 132 þúsund
í söluskatt . . ."
í þessu dæmi, fær ríkið me»x
í sinn hlut í formi söluskatts en
höfundurinn sjálfur, og eru þó
ekki reiknaðir með skattar til rík-
is og sveitarfélags sem höfundin-
um er gert að greiða fyrir það
sem í hans hlut kemur.
Afleiðingarnar af þessari þsróun
hljóta að vera augljósar: bóka-
útgáfan hlýtur óhjákvæmilega að
stefna í þá átt, að hún einskorft-
ast við léttmeti svo og metsöla-
höftmda, sem skrifa svonefndar
„öruggar sölubækur" Eðlileg
endurnýjun í listsköpun mun eiga
æ örðugra uppdráttar, æ færri
nýir höfundar fá verk sín útgefin,
allir sem af einhverjum ástteð-
um eiga ekki heima í sölukerfinu
troðast undir. Og þá eigum »ið
ekki lengur frjálsa list, því að
list, sem sveigð er undir markaðs-
kerfi, sú list, sem hlíta verður lög-
málum framboðs og eftirspurnar
líðandi dægurs, sú Iist er ekki
Iengur frjáls.
Höfundar fræði-
rita njóti sömu
kjara
Við höfum gert ráð ‘fyrir því
i tillögunni, að auk skálda og rit-
höfunda, ættu höfundar' þeirra
fræðirita, sem til menningarauka
horfa fyrir þjóðina, einnig að
njóta viðbótarritlauna með þess-
um hætti, enda mimu rxtlaun fyr-
ir slíkar bækur sízt hærn en fyrir
skáldverk. Þá mun og réttlætis-
mál, að þeir höfundar, er vinna
menningarstarf með þýðingum
erlendra bóka, njóti einnig sömu
kjara.
En um fyrirkomulag þessara
greiðslna, höfum við lagt til, að
menntamálaráðuneytið setji reglu-
gerð, og teljmn við það eðlileg
vinnubrögð, þar eð framkvæmd
þessa máls hlýtur að þurfa ná-
kvæmrar athugunar við, ef hún
á að ná tilgangi sínum. Sá til-
gangur er tvíþættur: annars veg-
ar sá að efla bókmennta- og
menningarstarf í landinu og hins
vegar sá að tryggja starfandi rit-
höfundum sanngjörn latrn fyrir
vinnu sína og gera þeim ldeift að
gefa sig óskipta að ritstörfum,
skapa þeim sem þessi störf
stunda, þroskavænleg vipnuskil-
yrði. Það er sannfæring flutnings-
manna.'að sá arður, sem ríkið fær
af vinnu listamanna í formi sölu-
skatts, komi þjóðinni þá bezt að
gagni, ef hann verður notaður ril
þess að styrkja sjálfa undirstöðu-
grein bókmennta- og menningar-
lífs í landinu.
SKATTRAMTÖL
— AÐSTOÐ
Opið i dag. — Hafíð
með yður launamiða
og önnur gögn, sem
máli skirita
VIÐSKIPTI,
Vesturgötu 3.
Ræða Svöfu Jakobsdóttur
fyrir tillögu um endurgreiðslu
söluskatts til rithöfunda
v