Þjóðviljinn - 16.03.1972, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.03.1972, Blaðsíða 6
0 SlSA —1 ÞJÖÐVTLJTNiN — Fimmtudajgur 1<5. marz 1972 Kínverjar hafa tekið mjög eindregið undir það sjónarmið, að strandríki ráði sem mestu um land- helgismál sín. Kemur þetta m.a. fram í ræðu, sem An Tsjí-júan, fulltrúi Kína, flutti þann 3. marz á fundi hjá hafsbotnsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Fer hér á eftir endursögn á ræðu þessaii. Fulltrúi Kína hjá Hafsbotnsnefnd S.Þ.: Myndin er tekin í veizlu sem kínverska sendinefndin hjá Samcinuðu þjóðunum hélt til að þakka flutningslöndum tiUögurnar um aðild Kina að S.Þ. — fyrir miðju er Tsjíao Kúan-húa, formaður nefndarinnar. Hvert strandríki hefur sjálft rétt ti! að ákveða landhelgi sína Khwepsiki fudKrúinn hóf m-áls á t>ví að rekja yfirgang bandiarístera heimsvaldasinna á heimshöfum og bætti því við að sdðar hefði .Jiitt risaveldið" baetzt við í kapphlaupig um að nýta hafið og hafsbotninn í þágu sinna pólitísfcu ®g hem- aðarlegu hagsmuna. Sagði An Tsjí-júan, að stórveldin töluðu fa-gurlegia um „sameiginlega nýtingu auðæfa hafsins“ meðan þau héldu áfram að senda „svo- nefnd rannsókn-asteip og fiski- skip“ inn fyrir landheigi til stórfellds tjóms fyrir fisteveið- ar og efnaihag einfcum ýmissa rikja í Asíu, Afrífcu og Róm- önsfcu Ameríku Samstaða smærri rikja En tímamir hafa breytzt sagði hinn herskái fulltrúi Kína, og þjóðim-ar hafa risið gegn viðleitni stórveldann-a til að halda uppi sínu forraeði á heimsihöfunum. Mörg ríki Róm- önsku Ameríku haf-a með góð- um árangri lýst yfir 200 míln-a landhelgi. Á síðustu árum hef- ur baráttan gegn yfirnáðum stórveldanna breiðst út frá aiusturströnd Kyrrahiafsins sunnanverðs til annarra h-afa, frá Rómönsku Ameríku til Asíu og Afríku og jafnvel til Norð- ur-Evrópu og Norður-Ameriku. í>á sagði Kínverjinn, að hetjuleg barátta ríkja Róm- önsku Ameríku, sem hafa ektei hiteað við að handtaka og sekta veiðiþjófa, hafi vateið aðdiáun alls h-eimsins. „Þetta hefur enn einu sinni sannað, að meða-n smá og veikburða ríki í heim- inum balda vöku sinni, gefast ekki upp. efla einingu sína og styðja hvert annað geta þau visisulega unnið sigur, og að þa@ er unnt að sigra stórveld- in enda þótt þau líti hribalega út.“ Lagakrókar Stórveldin hafa reynt að finna alþjóðleg laga-áfcvæði sér til vamar. Fyrst lýstu þau því yfir, að alþjóðalög kvæðu svo á, að landhelgin ætti að vera þrjár sjómílur. Síðan haf-a að- stæðu-r neytt þau til að breyta um tón og nú segja þau að landhelgin sfculi vera tólf míl- ur. Með þvd reyna þau að ráðast gegn 20® rnílna land- helgi Suður-Ameríkuþjóða sem „lagabroti". En allir sem bafa nokkra þekkingu á alþjóð-alög- um vita. að sagan þekkir ekki alþjóðlega viðurkennd ákvæði um það, hver breidd landhelg- inn-ar skuli vera. Það er strand- ríkið sjálft sem ákveður hver skuli vera landhelgi þess. sú ákvörðun fellur undir full- veldi þess. Um þessar mundir eru a.m.k tí-u mismiunandi á- bvæði um breidd iandhelgi í gildi í heiminum — frá 3 míl- um til 200 mílna. Það hlægileg- asta er, að þegar risaveldi seg- ir á einum tima, að landhelgi skuli vera þrjár. sjómilur, þá mega aðrir ekki neita. Ef það svo í dag segir, ásamt öðru risaiveldi, að breidd landhelg- innar megi ekfci fara fram úr 12 m-ílum þá er aftur ætlazt til að aðrir fylgi á eftir. Með þessari rökvísi eru það aðeins risaveldin sem hafa lokaorð- ið, meðan öðru-m löndrjm er ætlað að Mýða og láta traðlka á sér. Auk þess, sagði Kdnverjinn, afskræma stórveldin mjög hug- tökin „siglingafrelsi“ og „frelsi til fiskveiða". Þau vitja gieitia haldið áfram að senda skip sín til að ræna fiskimið annarra og ásaika svo þær þjó-ðir, sem taka upp vöm fyrir baigsmuni sdna, um ránsskap og laga- brot. Þá minntist fulitrúmn á það, að Bandaríkin hefðu með stuðningi sínum við Sjang Kæ- sjék á Tævan og svo J-apanir, með tilkalli til nokkurra srná- eyj-a skammt frá ströndum Kína, reynt að skerða land- helgi Kína og gerði fyrir hönd stjórmar sinnar tiIkaJI til land- grunns og fiskimiða kringum eyjiar þessar. Hiann lýsti yfir algerri samstöðu með rikjum Rómöns’ku Ameríteu í baráttu þeirra fyrir 200 mdlma land- Framhald á 9. sdðu. OSKA- STUND ír FALLEG MYND Þessi falle.ga mynd er eftir Guðbjörgn Erlendsdóttur, 6 ára, Skólagerði 11, Reykjavík. Kaerar þakkir fyrir myndina Guðbjörg. Saga eftir Bergljótu Strákaprinsessan Prambald af 1 sdðu. síðum buxum. Öllu þessu hryllti föður hennar við. Því eftir hans skoðunum áttu prinsessur að vera litlar. viðkvsem- ar verur, sem íklæddust síðum blúndu- k'jólum og heimsóttu hver aðra og drukku kaffi úr litlum bollum. með- an þær töluðu um veðrið og nýjustu París artízkuna. — 6, bamið mitt, kveinaði kóngur- inn. Þú kemur mér í gröfina. Metorð- in, hvað um metorðin? — Ó, pabbi, hló prinsessan, — þú Tn-átt ekki vera svon-a einstrenigings- legur. — Ein — hvað? -— Einstrengingslegur — garrtaldags. — Ég er hreint ekki einstrengings- legur, en það verða að vera takmörk. Prinsessur enga að líta út eins og prinsessur en ebki eins og strákar, sagði kóngurinn reiður. en reiðastur var hann nú sjálfum sér, því þegar prinsessan hló og rótaði í rauða hárinu sínu, var hún honum svo kær, og það varð aftur hann, sem gafst upp. það var breint ómögulegt að vera strang- ur við hana. — Hí hí, hló prinsessan, — og hvem- ig heldurðu svo, að það sé hægt fyrir þig að breyta mér? Þetta var auðvitað vandamál. Kóng- urinn hugsaði sig lengi um, en svo rétti hann skyndilega upp hægri vísifingur og hrópaðd hrifinn: Ég læt boð út ganga. Sá sem getur fengið prinsessuna til að hegða sér eins og prinsessu ber, skal fá hana og hálft konungsríkið. Svoleiðislagað er svo mikið móðins núna. — Já, pabbi. Það gæti ordið spenn- andi. að sjá alla þá menn sem kæmu til að biðja mín. (Framhald í næstu Óskastund.)] Myndagáta Hvert barnanna þarf að fara lengstu leið- ina í skólann? Framhald af 4. síðu. og synti með hann í land. Svona bjarg- aði Tryggur Nonna litla. Héma er svo vísa, sem Bergljót Hrönn sendi með sö’gunni: Tryggur er vitwr hundur og veit, hvað er engi og tún og sækir, sé honum skipað sauð upp á fjallabrún. Svör við gátum 1. Vindurinn. 2. Tvær endur. Svar við myndagátu Skýin. 2 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.