Þjóðviljinn - 16.03.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.03.1972, Blaðsíða 12
• Almennar upplýsingar um læknaþjónustu í borginni eru gefnax í símsvara Lækmafé- lags Reykjavikuir. sími 18888 • Kvöldvarzla lyfjabúfta vik- una 11. marz til 17. marz, er i Reykjavíkur Apóteki, Borg- ar Apóteki og Hafnarfjarðar Apóteki. — Nseturvarzla er í Stórholti 1. • Slysavarðstofan Borgarspít alanum er opin allan sólar- hringmn. — Aðeins móttaka slasaðra. Sími 81212. • Tannlæknavakt Tannlækna- félags Islands i Heilsuvemd- arstöð Teykjavíkur. síml 22411. er opin alla laugardaga og sunnudaga kl. 17-18. rpphnl nnnnrrn nrhnl Voru brunavarnir á Litla-Hrauni í ólestri? „Þessir þrír fangaverðiir. sem uppi voru þegar við fengum vitnes'kju um eldinn, snerust í kringum sjálfa sig og varla er hægt að segja að þeir hafi kunnað að fara með þau slökkvitæki sem þarna voru við hönd- ina. Eldurinn var ekki meiri en svo að ef staðið hefði verið að málunum af einhvenri þekkingu. hefði verið hægt að ráða niðurlögum hans þá þegar“. Þannig fórust einum. fanga prð, er hann náði sambandi við blaðið í gær. „Þegar þeir þöfðu snúizt þarna nokkurn tíma, stakit einn þeirra upp á því að far- ið yrði og hringt í slökfcvi- liðið. Skömmu seinna var einn okkar fanganna sendur niður til þess að ná í gas- grímur að okkar eigin uppá- stungu. Þær eiga að vera geymdar í sérstakri geymslu, en þar var ekkert að finnsf. Því fór sem fór. En eldinn hefði verið hægt að stöðva ef rétt hefði verið haldið á málunum strax frá upphafi”, sagði þessi sami fangi enn- fremur. Gleymdist að gera úrbætur? Blaðið hafði samband við Bi'unamálastofnun ríkisins til þess að spyrjast fyrir um brunavamir á Hrauninu. Að sögn Magnúsar Sigiuroddsson- ar tók Bninamálastofnuninn ekki til starfa fyiT en um áramót 1969—1970. Fram að þeim tíma haíði lítið eldvarn areftirlit verið víðast hvar. Bftirlitsmenn frá Brunamála- stofnuminni vom nýlega í eftirlitsferð austur á Litla- Hraunj og töldu þeir þruna- vörnum þar í ýmsu ábóta- vant. „En raunin er sú”, sagði Magnús, „að við komum hvergi þar sem ekkert er hægt að finna að brunavörn- um. Við gáfum þeim frest til að bæta úr því sem okkur flannst mest ábótavaint. Var þar um að ræða að bæta við neyðarútgöngum og að fá fleiri tæki til þess að ráða niðurlö-gum elds á byrjunar- stigi. Sá fresfcur sem við gáf- um þeim til þessara • úrbóta var ekki úti, svo okkur er ekki kunnugt um hvort ]>eir hafi verið búnir að bæta hér úr”. Eru fangar skyn- lausar skepnur? Við höfðum samband við Njörð Snæhólm, sem hefur með að gera rannsókn elds- upptakanna, en han*n hafði ekkert um málið að segja að svo komnu. Svo virðist sem forstjóri Vinnuhælisins að Litla-Hrauni hafi bent rannsóknarmön-num á, að upptök eldsins væru af völdum einhvers fangans, en þessi dæmalausi forstjóri lét það eftir sér í Vísi í gær, „að þeir (fangarnir) hefðu svosem vel getað Iaumazt upp á loftið til að kveikja í”. Bn þetta voni ekki einu ummælin sem forstjórinn -lét hafa eftir sér í því blaði. Á öðrum stað segir hann meðal annars: „Við rákum þá út cins og fé. I>eir voru 34 hérna fyrir auistan og við höfðum í fuOlu tré við þ*á fangaverð- imir, þótt við værum ekki nema 8 taisins”. „Við rákum þá út úr hús- inu og út í útihús, fjárhúsin hcma, og þar var þeim hald- ið þar til lögreglan úr Reykjavík kom ...” Ummæli lík þessum, svo og þau sem forstjórinn viðhafði í sjónvarpi hljóta að vekja ýmsar spurningar. Fjöldi fólks hefur hringt hingað á blaðið og beðið okk- ur að spyrjast fyrir hvert við- horf þessa manns til fang- anna sé, hvort hann líti á þá sem hættulega óvini, mann- skæð dýr, eða s'kynlausar skepnur. Rykfallin máls- skjöl í dóms- málaráðuneytinu Þá höfum við og verið beðnir um að kanna hver við- horf félagsskaparins Vemdar svo og dómsmálaráðuneytis- ins séu til ummæla forstjór- ans. Þessum spumingum er hér með komið á framfæri, en þessi bruni virðist gefa kærkomið tækifæri til þess að dusta rykið af ýmsu því sem selzt hefur í dómsmálaráð- herratíð Jóhanns Hafsteins og Auðar Auðuns. 1 því sambandi er full á- stæða til að leggja þá spum- ingu fyrir dómsmálaráðherra hvort, eða réttara sagt hvað, honum sé kunnugt f)f stppfr um þeiirar nefndar, scm sett var á stofn fyrir 2—3 árum til að kanna hæfni forstjóra Litla-Hrauns til að gegna þvi starfi sem hann hefur með höndum og komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn væri óhæfur til að gegna starfi sínu. Það er sannarlega ekki van- þörf á að hendur verði látnar standa fram úr ermum í þess- um efnum, ef ekki á verra af að hljótast en þegar er orðið. — úþ. Kolanámumenn fagna unnum sigri Þessi mynd var tekin i Glasgow fyrir skömmu, þegar um þúsund kolanámumenn fóru í sigurgöngu um borgina tii að fagna Því, að þeir höfðu í löngu og hiirðu verkfalli brotið á hak aftur stefnu stjórnar Heaths í launamálum. Kolanámu- menn, ekki sízt skozkir, eru verkamanna róttækastir á Bretlandseyjum — enda stendur á fána þeirn sem þeir bera fyrir sér: „Sósíalismi er öryggi“. Ástamál og tekjumöguleikar þegar han-n komst að þvi hvaða starf Sonia hafði stund- að, sleit trúlofuninni og heimtaði fé sitt til baka, rakst hann á harða mótspyrnu. Sonia fór meira að segja fram á nokkra fjárupphæð til við- bótar þeirri sem hún hafði fengið, á þeim gi-undvelli að hún hafi ekki getað stundað atvinnu sína meðan á trú- lofuninni stóð og því orðið af miklum t.ekium. Þrítugur bankastarfsmaður í Róm hefur hafið mál gegn fyrrverandi unnustu sinni. Ástæðan er sú, að hann komst að því, að kærastan var skráð vændiskona hjá yf- irvöldunum. Banka*strákur þessi kynnt- ist Soniu Olivanti fyrir ári, trúlofaðist henni og afhenti henni sparifé sitt, 25 miljónir lira, trl að kaupa íbúð. En * * i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.