Þjóðviljinn - 20.04.1972, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Flmmtudagur 20. apriB. 1072.
— Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsls —
Utgefandi: Utgátufélag Þjóðviljans.
Framkv.stjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Slgurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.).
Auglýsingastjóri: Helmlr Ingimarsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Siml 17500
(5 linur). — Askriftarverð kr. 225.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 15.00.
Rógsherferð
undanfömum árum hefur meirihluti Sjálfstæð-
isflokksins og Alþýðuflokksins í útvarpsráði æv-
inlega útilokað verkalýðshreyfinguna frá útvarpi
og sjónvarpi á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí.
Kvað svo rammt að ofstaekinu uim tíma að áhöld
voru um hvort fengiz'f leyfi til þess að leika al-
þjóðasöng verkalýðsins í sjónvarpi á hátíðisdegi
verkalýðsins. Þetta er aðeins eitt dæmið um fram-
komu fyrrverandi meirihluta í útvarpsráði í garð
verkalýðssamtakanna en dæmin eru fleiri, mörg
fleiri og yrði of langt upp að telja. Þá eru þau ófá
tilfellin sem mætti rifja upp af þeim rifskoðunar-
anda sem sveif yfir vötnum í Ríkisútvarpinu á
valdatíma fyrrverandi stjórnarflokka. Til dæmis
var núverandi menntamálaráðherra, Magnús
Torfi Ólafsson, rekinn frá hljóðnema hljóðvarps-
ins og Ólafi Ragnari Grímssyni var a.m.k. einu
sinni bannað að senda út útvarpsþátt og hann
hlaut ákúrur fyrir aðra þætti er hann vann í hljóð-
varp og sjónvarp. Þegar Sigurður Blöndal skóg-
arvörður flutti hressilegt erindi um daiginn og
veginn hlaut hann vítur fyrir af hálfu úfvarps-
ráðs og þannig msetti enn lengi telja. Ritskoðunar-
andinn og ofstækið voru vegvísar meirihluta út-
varpsráðs á veguim þröngsýni og fordóma kalda-
stríðs-hugarfars stjórnarherranná.
j^ró þeim tíma er Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu-
flokkur misnotuðu meirihluta sinn í útvarps-
ráði í pólitísku skyni eru enn í Ríkisútvarpinu til
leifar afturhaldssjónarmiðanna. Hins vegar
er greinilegt að útvarpsráð sjálft er í dag skipað
víðsýnni og opnari einsíaklingum en áður var. Þeir
telja að útvarpið og sjónvarpið eigi að vera fjöl-
miðlar í beztu merkingu þess orðs, en ekki aðeins
flytjendur þröngsýnna sjónarmiða einsfakra hópa
í þjóðfélaginu. Og ýmsir sfarfsmenn sjónvarps og
útvarps taka undir það, að undir slíkri stjóm er
betra að vinna en ritskoðunarsfjórn Benedikts
Gröndals og Þorvalds Garðars Kristjánssonar.
En þá rýkur aðalritskoðunarmálgagnið upp til
handa og fóta og ræðst á Ríkisútvarpið og heimt-
a Morgunblaðsritskoðun á efni útvarpsins og
sjónvarpsins. Jóhann Hafstein stekkur upp utan
t a . -ír á alþingi til þess að mótmæla hlutlausu
1 . dðtali um heilbrigðismál við heilbrigðisráð-
herra. Auðvitað varð Jóhann sér fil ævarandi
skammar með frumhlaupi sínu í þetta sinn sem
oft áður, en ástæða er til þess að benda á, að það
er samhengi í þeim árásum forustu Sjálfsfæðis-
flokksins og Morgunblaðsins á útvarpsráð og Rík-
isútvárpið sem komið hafa fram að und-
anfömu. Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn
eru að hefja rógsherferð gegn Ríkisútvarpinu. Sú
herferð ber ekki árangur ef almenningur er á
verði og ef útvarpsráð neitar að láta kúgunaröflin
beygja sig. Það er vísf að það útvarpsráð sem
leyfir verkalýðssamtökunum að tala 1 maí á meiri
skilningi að fagna en ritskoðunar- og kúgunarandi
Morgunblaðsins.
Tilgangur frumvarpsins:
Landsmenn allir
njéti góðrar heil-
brigðisþjónustu
Fyrsta umræða í gær
Frumvarpið um heilbrigðis-
þjónustu var til 1. umræðu i
neðri deild Alþingis I gær og
flutti Magnús Kjartansson,
heilbrigðisráðherra. ýtarlega
framsöguræðu um frumvarpið,
rakti aðdraganda þess, helztu
nýmæii og skýrði einstaka
kafla þess.
Þá þakkaði hann öllum þeim
sem unnið hefðu að undirbún-
ingi þessa máls og sérstaklega
Páli Sigurðssyni ráðuneytis-
stjóra, formanni nefndar þeirr-
ar, er vann að samnin,gu frum-
varpsins.
Með þessu frumvarpi er leit-
ast við að samræma undir yf-
irstjórn ráðuneytisins alia þætti
hcilbrigðisþjónustunnar og
verkefni þeirra starfshópa sem
við hana starfa. Þannig er t.d.
í frumvarpinu sérstök grein
um verksvið hjúkrunarkvenna
og gerir frumvarpið ráð ' fyrir
að í hverju hinna 8 iæknishér-
aða. sem landinu er skipt í,
séu ráðnar héraðshjúkrunar-
konur til starfa með héraðs-
læknum og skulu þær hafa yf-
irumsjón með hjúkrunarstarfi
i héraðinu í samráði við hér-
aðslækni og hjúkrunarstjóra
ráðuneytisins. — Þá er athygl-
isvert þaö nýmæli frumvarps-
ins að stofna skuli sérstök
starfsmannaráð við sjúkrahús-
in. þar sem starfshópar þeir
er við þan starfa, eigi fulltrúa.
Er gert ráð fyrir því að þessi
starfsmannaráð kjósi menn i
stjórnir sjúkrahúsanna.
Mesta athygli og umræðnr
mun þó vekja ðkvæði frum-
varpsins um staðsetnin.gu 26
heilsugæzlustöðva ntan Reykja-
víkur. Það kom fram í ræðu
heilbrigðisráðherra að hér
væri verið að fara inn á braut,
sem t.d. bæði Svíar og Kanada-
menn hafa reynt með eóðnm
árangri. Sagði ráðherra að skoð-
anakannanir meðal ungra
iækna hefðu bent til þess að^'
fleiri þeirra myndu fáanlegir
til starfa við almennar lækn-
ingar út um land ef þeir ættu
kost á hópvinnu, eins og heilsu-
gæzlustöðvarnar eiga að geta
boðið upp á.
Rá'ðlherra vék að kostnaðar-
hlið þeirra breytinga, sem stofn-
ítn heilst.fíæzll'usljöðvanna hefði í
för með sér og sagði að samian-
Svart: Skákfélag Akureyrar:
Guðmundur Búason
Hreinn Hrafnsson
ABCDEFGH
laigit mæbti gera ráð fyrir að
hann yrði um 750 miljónir og
er þá meðtalinn kcstnaður við
bústaði lækna og annars starfS-
liðs. Sagði bann að með þessu
frumvarpi væri gert ráð fyrir
að hlutur ríkisins við byg'gángu
og búnað sjiikrahúsa hækkaði
úr 65% í. 85%. Þá kom það
fram í ræðu ráðherra að þær
framtevaemdir við sjúkrahús,
sem nú er unnið að eða ráð-
ger'ðar eru víðsyegar um land,
myndu kosita milli 1750 og 2000
miljónir króna. Væri nú unnið
að beildaráætiun um þessar
framkvæmdir og yrði hún vænt-
anlega tilbúin síðar á árinu.
Sagði ráðherra. að nauðsynlegt
væri þegiar áætlunin lægi fyr-
ir að taka ákvörðun um for-
gang tilteidnna framkvæmda.
Sagði hamn að útgjöld okkar til
heilbrigðismála hefðu nærfeUt
tvöfaldazt frá árinu 1960, og'
væru nú um 7% af vergri þjóð-
arframleiðslu.
1 lok ræðu sinnar hvatti ráð-
herra þingmenn og almennimg
til að kynna sér frumvarpið
sem bezt og vinna að því í kjör-
dæmunum að ná samstöðu um
þau atriði þess sem að héruðun
um vissu. Einnig óskaði hann
eftfr þvi aö fél a gsmálapefndir
beggja deilda héldu sameigin-
lega fiundi um frumvarpið og
væri ráðuneytið reiðubúið að
veita alla aðstoð oig upplýsing-
ar, sem það gæti Játið í té.
Sagðist ráðfherra vænta þess,
að unnt yrði að afáreiða frum-
varpið snemmia á þingi í haust,
þannig að hægt yrði að taka
mið af þvi við garð fjárlaga
fyrir næsta ár.
Ragnhildur Helgadóttir (S) tal-
aði næst, en síðan var umræð-
unini frestað.
Nánar verður sagt frá ræðu
Magnúsar og einstökum atrið-
um frumvarpsins í blaðinu síð-
ar.
Auglýsing
um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi
Kópavogs.
Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér með að aðal-
sko’ð'm bifreiða fer fram 24. april til 2. júni nk., að báð-
um dögum meðtöidum, sem hér segir:
Mánudag 24. april Y- 1 til Y_ 125
Þriðjudag 25. apríl Y- 126 til Y- 250
Miðvikudag 26. apríl Y- 251 til Y- 375
Finuntudag 27. apríl Y- 376 til Y- 500
Föstuda,? 28. aprfl Y- 501 til Y- 625
Þriðjudag 2. maí Y- 626 til Y- 750
Miðvikudag 3. mai Y- 751 til Y- 875
Finuntudag 4. maí Y- 876 til Y.1000
Föstudag 5. maá Y-H001 til Y-1125
Mánudag 8. mai Y-1126 til Y-1250
Þriðjudagur 9. maí Y-1251 til Y-1375
Miðvikudagur 10. maí Y-1376 til Y-1^00
Föstudagur 12. maí Y-1501 til Y-1625
Mánudagur 15. maí Y-1626 til Y-1750
Þriðjudagur 16. mai Y-1751 til Y-1875
Miðvikudagur 17. maí Y-1876 til Y-2000
Fimmtudag 18. maí Y-2001 til Y-2125
Föstudag 19. maí Y-2126 til Y-2250
Þriðjudag’ 23. maí Y-2251 til Y-2875
Miðvikudag 24. maí Y-2376 til Y-2500
Fimmtudag 25. maí Y-2501 til Y_2625
Föstudag 26. maí Y-2626 tii Y-2750
Ma.nudag 29. maí Y-2751 tn Y-2875
Þriðindag 30. maí Y-2876 tii Y-3000
Miðvikudag 31. maí Y-3091 til Y-3125
Fímmtudag 1. júní Y-3126 til Y-3250
Föstudag 2. iúní Y-3251 og þar yfir
íðaeigendum ber að koma með bifreiðar sánar að
Fél'agciheimili Kópavogs og verður skoðun framkvæmd
þar daglega kl. 8.45—12 og 13—17. Við skoðun skulu
ökumenn bifreiðanna legeja fram fullgild ökuskírteini.
SÝNA BER SKILRfKI FYRIR ÞVÍ AÐ LJÓSATÆKI
HAFI VFRIÐ STILLT. að bifreiðaskattur og vátrygg-
ing’aiðejöld ökumianna fyrir árið 1972 séu greidd. og lög-
boðin vátrygigimg fyrir hven'a bifreið sé f gildi.
Hafi giöld þessi ekfci verið greidd eða Ijósiatáeki stilK,
verður sikoðun ekki framkvæmd o? þifreiðin stnðvuð. þar
H1 giöldin eru greidd,
Vanræki einhver að komia bifreið sinni til skoðunar á
réttum degi. verður hann látinn sæta sektum samkvæmt
umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin
tekin úr umferð, hvar sem til henrnar næst. Þetba tilkynn-
isrt öllum, sem hlut eiga að máli.
Bæjarfógetinn í Kópavogi,
Sigurgeir Jónsson.
■ o-
ABCDEFGH
Hvitt: Taflfélag Reykjavíkur:
Jón Torfason
Bragl Halldórsson
14. h5 —
SCNDIBILASTOÐIN Hf
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS:
TÓNLEIKAR
/ Laugardalshöllhmi
laugardaginn 22. apríl kl. 15.
Létt vinsæl verk undir stjórn
Carmens Dragons
hljómsveitarstjóra Hollywood Bowl
Léttir og skemmtilegir tónleikar fyrir fólk á öllum aldri.
Aðgöngumiðar í Bókabúðum Lárusar Blöndal á Skólavörðustíg 2
og í Vesturveri og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstr.