Þjóðviljinn - 20.04.1972, Blaðsíða 12
• Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu í borginni eru
gefnar 1 símsvara Laakmafé-
lags Reykjavifcux. simj 18888.
• Kvöldvarzla lyfjabúða vik-
una 15. apríl — 21. apríl er
í Ingólfs Apóteki, Laugames-
apóteki og Laugavegs ApóteikL
Næturvarzla er í Stórholti 1.
• Slysavarðstofan Borgarspít-
alanum er opin aUam sólar-
hringmn. — Aðems móttaka
slasaðra. Siml 81212.
• Tannlæknavakt í Heilsu-
vemdarstöðinnl er opin alla
helgidagana frá kl. 5—6.
JU
Hemámsliðið, með íslenzka hemámssinna í
broddi fylkingar, vinnur nú að því að kynna
íslendingum gildi her„varnanna“. Aðaláherzl-
an ef lögð á það, að slíkar „varnir“ séu ómiss-
andi, en jafnfrannt svo dýrar og margþættar,
að íslendingum sé algerlega ofviða að annast
þaer.
Önnur aðaláherzla er svo lögð á það, hversu
mikið öryggi okkur sé húið með veru hersins
í landinu, vegna þess hjálparstarfs sem hann
sinnir með mannbjörg við erfiðar aðstæður.
Einn þáttur í starfsemi
Pentagon á íslandi
1 kynnisfcróum er bvorki sút né sorg og vopnin munduð með vinsamlegri glaðværð.
Fé veitt á fjárlögum Bandaríkjanna
til kynningar á „vörnum" íslands!
Á mámidaginm fór einn
þessara hópa í herstöðina til
þess að kynna sér starfsemi
þá sem fram fer á Keflavík-
urflugvelli á veguim hersins.
Hér var um að ræða 20 menn
frá Isafirði, nánar tiltekið 18
félagar úr svonefndum Junior
Chamibers-Wlúbb (J.C.) þar og
að auki formenn Rótary- og
Lions-Múbbanna þar.
Blaðamaður frá Þjóðviljan-
um hitti nokkra þessara Is-
firðinga á herbergi á Hótel
Esju og sagðist þeim svo frá.
íslenzkur umboðsmað-
ur herliðsins
Forsaga þessarar heimsókm-
ar er sú, að einm af félögum
J. C. í Kelflavík sem jafn-
framt var eiinn af stofmendum
J.C. á Isafirði koim okkur á
fraimfæri með þeim afleiðing-
um, að „varnaríiðið“ bauð
okkur í kynmiisferð í herstöð-
ima. Þessi maður, Sigurður
Jónsson, vinnur hjá sjónvarps-
stöð hersins á Keflavíkuirflug-
velli og hefur gert um ára-
raðir og er búsettur í Kefla-
Þessi ferð heÆur staðið til
nokkuð lengi, em vegna
vondra fluigskilyrða hefu-r orð-
ið að fresta henní æ ofan í æ,
þar til á sunnudag, en þá
komum við suður. Á Reykja-
víkurflugvelli beið okkar
leigurúta frá hernum, sem átti
að flytja okkur suður, en
vegna þess hve seint við vor
um á ferðinni var suðurförinni
frestað.
Við lögðum svo af stað M.
9 á mánudagsmorgun eftir
gistingu á Hótel Esju. Við
vorum sóttir í rútu á vegum
hersins og farið með okfcur í
OffLseraklúbbinn á Vellinuim.
Sigurður Jónsson tók á móti
okfcur suður frá en var ekki
með okkur þar að öðru leyti,
nejma hvað hann kom til þess
að kveðja okkur þegar við fór-
um.
1 Múbbmuim hélt ffltugm. í
bandaríska flotanum ræðu á
íslenzku, en hanm mun vera
giftur íslenzkri konu. Hann
skýrði fyrir okkur hvað þarna
færi fram. Einnig voru okk-
ur sýndar myndir af rúss-
nesikum flugvélum sem rofið
höfðu lofthelgi Islands, en
fylgt var eftir af bandarískum
eftíirlitsvéluim. Þær myndir
voru efcki ósvipaðar þeim sem
sýndar voru í sjónvarpinu á
dögunum. og nánast alveg
eins.
Síðan var farið með ofckur
til þess að skoða radar-flug-
vél og björgunarþyrlu. Einn-
iig fengum við að ræða við
þyrlufflugmannkim, sem á dög-
unum bjargaði erlendum sjó-
manni.
Þar næst fónum við út í
Rockewille. Þar fengum við
að skoða stjóntæM, þau sömu
og sýnd voru í sjónvarpinu.
Að lókum var snúið við á
Völlinn aftur og okkur bor-
inn góður beimi í mat og
dryk-k í Offiseraklúbbnum.
Allt það sem við sáum
þarna var nánast emdurtekn-
ing á sjónvarpsþættinum, sem
sýndur var á dögunum ncma
hvað þetta var allt mikið
raunverulegra þar sem við
fengum að sjá það með eig-
in augum.
Tveir og þrír Amerikanar
voru með ókkur allan tímanm.
Einn þeirra tók myndir af
okkur við ýmisikonar tæki-
færi. Enginn fulltrúi var með
í ferðinni frá íslenzkum
stjúrnvöldum.
Við erum mjög ánægðir með
fcrðina. Þarna komu fram
upplýsingar um eitt og ann-
að, sem við vissum ekki um
áður, án þess að um nokkurn
áróður væri að ræða. Leið-
sögumaðurlnn tók meira að
segja svo til orða, þegar við
komum að sjónvarpsstöðinni:
„Nú skal ég sýna ykkur hel-
vítis Kanasjónvarpið."
Okkur finnst, að þeir gegni
mcira hlutverki hér, en okkur
fannst áður, og að það verði
meira verk að manna stöð-
ina Islcndingum, en talað hef-
ur verið um.
Svo mörg voru þau orð .
Herliðið greiðir
allan kostnað
Eftiríarandi viðtal hafði
blaðið síðan við eiinm ferða-
langamna.
— Borgið þdð sjlálflr ferð-
ima?
— Nei, ég veit ekki hver
borgar. Okkur var sagt þarna
suðurfrá, að ákveðinn hafi
verið sérstakur styrkur frá
Bandaríkjastjóm til þ^ss, að
kynna Isl. starísemi hersins.
Og svona til þess að sýna
fram á að þessir peningar
færu ekki í súginn, lét her-
stjómin ljósmyndara fylgja
okkur eftir. Cm kostnaðinn
veit ég ekkert, hvorki flugfar
né uppihald.
— Veiztu hvort herinn hef-
ur boðið mörgum svona hói>-
uim í kynmisferðir?
— Þeir sögðu okkur, að
fyrri ríkisstjóm hefði aldrei
lcyft slík boð, en nú væri
Ieyfið fengið. Síðan það fékkst
hafa þeir boðið 4 eða 5 hóp-
um, meðal ammars J.C. Múbb-
unum á Sauðárkróki og
Reykjavífc.
— Á hvað lögðu þeir að-
allega áherzlu í þessu „kynn-
ingarstarfi“ sínu?
— Þeir löigðu mesta áherziu
á það, hve kostnaðarsamt væri
að halda uppi „vörnum“ hér.
Til að mynda sögðu þeir olík-
ur að þegar þedr flygju yfir
haf, tiil að leita að kafbátum,
fleygðu þeir niður 15—20 berg-
málsdýptarmælum, sem ættu
að gefa merki ef kafbátar
væru í r.ámuirida við þá. Hver
svona maélir sögðu þeir að
kostaði 700—800 dollara. Sdik-
ur fjáraustur til landvarna
væri ekki á færi fámennrsr
þjóða.
Þá Iögðu þeir einnig ríka
áhcrzlu á mikilvægi björguil-
ar- og hjálparstarfa, sem þeir
gætu innt af höndum með
vem sinni hér.
Einnig ræddu þeir nokkuð
um þær hömlur sem á þá
væru lagðar innan girð'ingar-
Pnamfoald á bls. 9.
Hernámsliðið býður hópum utan af
landsbyggðinni til skoðanaferða um herstöðina
án vitundar íslenzkra stjórnvalda
4