Þjóðviljinn - 06.05.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.05.1972, Blaðsíða 1
Laugardagur 6. maí 1972 —-37. árgangur — 101. tölublað. Flugfélag íslands: KAUPIR 2 SKRÚFUÞOTUR FYRIR 70 MIU. KRÓNUR Flugfélag íslands hefur fest kaup á tveimur skrúfuþotum af gerðinni Fokker Friendship F- 27 200 frá japanska flugfélaginu All Nippon Air- ways. Verður önnur flugvélin afhent Flugfélag- inu í Osoka í Japan þann 25. þ.m., en hin á sama s-tað þann 10. júlí n.k. Kaupverð flugvélanna nemur um 70 milj. króna, og hefur Flugfélagið fengið lán hjá bandarískum banka fyrir 80% kaupverðsins, en staðgreiðir 20% af eigin fé. Flugvélar þessar eru af sömu gerð og þær tvær Fofcker Friend- shipvélar sem félagið á iyrir, aö ööru léiti en því, að hreyflamir í nýju flugvélunum eru nokkru arkumeiri. Flugivélamar voru smíðaðar á árunum 1964 og 1963 og haifa verið í innanlandsflugi í Japan frá upphafi. Sú flugvél- anna, sem fyrr verður afgreidd, hefur aðeins flogið um 600 klst. frá klössun og síðari flugvélin verðúr afhent Flugfélaginu hý- klössuð. AUKNING I FERÐUM INNANUANDS •'Með kaupum þessara tveggia skrúfuþota mun þjónusta Flug- félagsins við farþega þess á inn- anlandsfl u gleiðu m stóraukasf. l>annig munu í sumar verða fjór- ar ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar fimm daga vikunnar og . þrjár aðra daga. Til Vest- mannaeyja tvær ferðir alla daga. ttl Egilsstaða tvær ferðir alla daga nema þriðjudaga og til Isa- fjarðar níu ferðir í viku. Stund milli stríða í Víetnam SAIGON 5/5 — Það er heidur rólegt á norðurvígstöðvunuiin í Suður-Víetnam að því er Saigon-fréttir herma. Er það talið vera hléið á undan ó- veðrinu. Tilkynnt var um skriðdrekasveitir þjó'ðfreisis- hersins bæði sunnan og norð- an Hue. Bandaokjamenn gátu lítið aðhafzt í lofti fyrir lág- bykkni. Veðurguðimir em því heldiur hliðihollir þjóðfrelsiis- hernum að þessu sinni, en hann er nú talinn vinna að undirbúningi sóknar inn i Hue. 1 fjöllunum fyrir norðan og vestan Hue hefur Saigon- herinn misst tvö þýðingarmik- il virlki. Tillrynnt hefur verið vestan- hafs að Bandaríkiin muni senda aukinn herstyrk flug- véla og s'kipa til Víetnam. Er talið að tala bandarískra flug- véla þar muni ná einu þús- undi. Fýrir skömnriu seldi féiagið aðra Claudmasterflugvél sína Delta Airtransport flugfélaginu í Belgíu, og hefur það félag einnig sýnt áhuga á kaupum á þeirri Cloudmasterfll'Uigvél, sem enn er í eigu Flugfélaigs íslands. Enn eru í eigu Flugfélags íslands tvær flugvélar af DC-3 gerð, sem hafa verið notaðar til innanlandsfiugs allt frá árinu 1946, en <þó í óvei-u- legum mæli hin síðari ár. Með tilkomu tveggja F-27 Friend'Ship- flugvéla til viðbótar þeim, tveim, sem fyrir eru, munu DC-3 flug- vélarnar hverlfla úr áætlunarfllugi innanlands og mun að minnsta kosti önnur þeirra sett á sölu- lista. Cloudma sterf lugvéldn sem enn er í eigu Flugtféiagsins verð- ur í sumar notuð til Græniands- fliugs. Utanríkisráðherra um Mogga frétt: Frásögnin ekki rétt 0 Morgunblaðið slær upp á for- síðu í gær frétt, sem blaðið fékk senda frá New Vork og sögð er úr New York Times, þar sem því er haldið fram, „AÐ IS- LENZKA RÍKISSTJÓRNIN IIEFÐI ENGAR AÆTLANIR UPPI UM AÐ KREFJAST BROTTFLUTNINGS BANDA- RlSKRA HERMANNA A ÍS- LNDI, CfR SJÓHER OG FLUG- HER." • I‘jóðviljinn bar frétt þessa undir Einar Agústsson, utatnrík- isráðherra og sagði hann að frétt- in væri ekki rétt, því hann kvaðst hafa tekið það fram við Rogers að ríkisstjórnin liti svo á, „AÐ við þyrIftum ekki að þola HÉR ERLENT HERLIÐ". Ummæli utanríkisráðherxa fara hér á efltir: „Fr;isögnin er ekki rétt að því leyti til, að á umræddum fundi gerði ég utanríkisráðherra Banda- ríkjanna grein fyrir stefnu ríkis- stjómar Islands varðandi þátt- tökuna í NATO og fyrirhugaða endurskoðun varnarsamningsins við USA. Ég undirstrikaði það som ég hef áður sagt við Rogers, að við teljum NATO-samiánginn frá 1949 og varnarsamninginn frá 1951 tvö aðskilin mál og að sam- kvæmt okkar mati væri unnt að standa við skuldbindingarnar við NATO án þess að þurfa að þola hér erlent herlið. Hins vegar tjáði ég ráðherran- um, að vcgna mikilvægis land- helgismálsins hefði það í SYÍpinn algeran forgang hjá ríkisstjórn inni og því hefði það orðið að samkomulagi innan hennar að fresta því um skcið að hefja um- ræddar viðræður. Það er því utanríkisráðherra Bandaríkjanna og öðrum þeim, sem sátu fundinn í Ráðherrabú- staðnum þann 3. þ. m. algerlega ljóst, að engin stefnubreytilig hefur átt sér stað hjá ríkisstjórn Islands varðandi endurskoðun varnarsamningsins, og allar vangaveltur þar að lútandi þvi úr lausu lofti gripnar." —úþ Loftleiðir — Fragtflug h.f. Frá þvi var skýrt í gær, að samgönguráðuneytið hafi veitt Fragtflugi hf. leyfi til að hef ja reglubundnar áætlunarflug- ferðir milli Bankok og Islands með farþega á leið til Banda- ríkjanna, og gert ráð fyrir að Loftleiðir hf. muni sjá um flutninga á þeim frá íslandi til Bandaríkjanna. Hinn 3. marz sl. sendu Loft- Ieiðir bréf til tlugráðs, sem óskað hafði umsagnar félags- ins vegna umsóknar Fragtflugs og Air Siam um farþegaflug á flugleiðinni Bankck — Is- land. Stjórn Loftleiða taldi sér ekki fært að mæla með að leyfi þetta yrði veitt. Engir samningar hafa verið gerðir milli Loftleiða og Fragt- flugs um farþegaflutninga. ( Galdrastafír ] Á norrænni kaupstefnu sem gullsmidir á Norðurlöndum stóðu fyrir í Kaupmannahö'fin nú í vikunni og sagt var frá hér í Þjóðviljanum á dögiun- um fengu íslenzikiu sýnendurn- ir, sem voru 9 að tölu, góðar pantanir á framleiðslu sinni. Stærstu pöntunina fékk gU'llsmíðastofa Bjarna og í>ór- arins í framleiðslu sína á galdrastöfum, en pöntunina gerðu austurríslkir aðilar. ' OtfllU'tningsmiðstöð iðnaðar- ins sá um sýninguna fyrir hönd íslenzku framleiðend- anna. —úþ Staðfesting gríða- sáttmálanna íhættu Brandt vantar eltt atkvæði í tryggan meirihluta — Kristilegir demókratar tregir til samkomulags Björgun erfið KELL.OGG 5/5 Björgunarsitarf- ið í silfurnámunini í Kellogg í Idabo, Bandaríkjúnum, geng- ur afar erfiðleiga. I gær kom eldur upp í námurani og muiuu um 50 manns hafa lokast niðrd í nómugöngum, suimir á aJlt að 1.100 metra dýpi. Margír gangar eru fullir af reyk og gasi, og hiafa björgunatnmenn mátt snúa frá. Vitað er að þegar eru 32 af námumöinnum sem lokuðust inni dándr. Vomin um að finna einhvem á lífi veikist stöðugt. BONN 5/5 — Allt er í óvissu enniþá um hvort griðasáttmálam- ir sem þeir Brandt kanslari og Scheel utanríkisráðherra hafa gert við Sovétríkin og Pólland, hljóta staðfestingu hjá sambands- þinginiu í Bonn. I dag áttu þe'ir ráðherramir enn fund með Rain- er Barzel, leiðtoga Kristilegra demókrata, án þess að samkomu- la>g næðist, en þó var fullyrt aö aðilar hefðu nálgazt sjónarmið hvors annars. Þetta var þriðji fundurinn af þessi tagi sem leið- togar flokkanna eiga með sér -íðan vantraustið á Brandt vor fellt um miðja síðustu viku. Vestur-þýzka stjómin mun hafa vonazt eftir því að unnt hefði verið að sjá fyrir endann á málinu áður en William Rog- ers utanríkjisráðherra Bandaríkj- anna kemur til Bomn á morgun, laugardag. Þá munu ráðamenn hafa viljað fullv>sa Rogers um að afdrif griðasáttmálanna væru ekfci lengur í hættu og unrnt yrði að draga firekar úr spennu í álf- umni. Griðasáttmálarn>ir áttu að koma til afgreiðsiu í þessari viku, en var frestað. Nú er áfeveðið að þeir verði lagðir fyrir þingið á þriðjudaginn oig atfevæðagreiðsl- an farí fram á miðv5í\uda:ginn Ríkissitjómin hefur nú ekki nema 248 atkvæði vís, en þyrfti að hafa 249 til að vera viss um meiri- hluta. Willy Brandt Stjómarandstaðan hefur eink- um gert þá krafu tii sáttmáílanna að þeir kæmu ekiki í staðinn fyr- ir almenna firiðarsamninga við Þýzfcaland og þeir girtu ekki fyr- ir hugsaelega endursameiningu þýziku ríkjanna í framtíðinni. Hins vegar er augljóst mál, að það sem stendur aðallega í hálsi afturhaldsins í V-Þýzkalandi í sambandi við sáttmálana er það, að þeir mundu fela í sér viður- kenningu Vestur-Þýzkalands á öllum núverandi landamærum í Evrópu. En siterk öfl. í Þýzika- landi ala enn með sér landivinn- ingadrauma. Fundinn sekur og síian látinn laus PRAG 5/5 — Hinn kunni tékk- neski skákmaður Ludek Pach- man var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir undirróðurs- starfsemí, róg um ríkið og ólög- Einar Agústsson. Lögreglubifreið fyrir utan lesstofu viðskiptafræðmema í fyrrakvöld. ## PÓLITfSKUR STULDUR" — sagði lögreglan um skjalaránið Eins og frá hefur verið skýrt hér í blaöinu tók i- haldsstúdent skjalabunka „ófrjálsri hendi“ frá full- trúa Verðandi í gær. Síðan þusti hann brott með feng- inn ásamt fimm fylgifisk- í um sínum og læsti sig inni á almennri lesstofu stúd- enta. Eftir aö eigandi skjal- anna hafði árangurslaust reynt að fá piltinn til að skila skjölunum kærði hann verknaðinn og kvaddi lögregluna á vett- vang- En þar með var málið þó engan veginn til lykta leitt. Klukkustundum sam- an þráuöust lögregluyfir- völd við að aðhafast nokk- uð, og sögðust ekkert geta gert þar eö hér væri um pólitískan þjófnað að ræða! legan áróður- fint leið var ákveð- ið að láta hann lausan þar eð hann hefur þegar setið 18 mán- uði í gæzluvarðhaldí og vegna lélegrar heilsu. Paohman er nú 42ja ára. Hann var áberamdi og virkur stuðnings- maðwr þeirra umibóta sem kennd- ar voru við nafin Dubceks árið 1968, en eins og kunnugt er var stefnu Dúbceks hafinað af banda- lagsþjóðum Tékkáslóvakiu í Var- sjárbandalaginu. Þegar sýnt var að aíturhaldsötfl hedma fyrir gaetu ekkd stöðvað þróun þjóðféttagsins í sósíalíska átt, gerðu Sovétríkin og fylgiríki þedrra inm-ás i Tékkóslóvakíu í ágúst 1968 og neyddu heimamenn til aftur- hivarfis til fiynri stjómarháftta FangeiS'Un Pachmans og dómur- inn yfir honum nú er liður í langvinnum tilraunum til að „gera ástandið aftur eð-lilegt1' (normalísering) í landinu, eins og komizt er að orði. Aðalfundur Úigáfufélags Þjóðviljans # Á aðalfundi tJtgéfufélags Þjóðviljans 1972 var kjörin ný stjóm og skipa hana Adda Bára Sigfiúsdlóttir, Einar Olgeirsson, Guðjón Jónsson, Helgi Seljan, Hrafn Sæmundsson, Ingi R. Helgason, Magnús Jónsson, Ólaf- ur Jónsson og Ragnar Amalds. • I varastjórn eru Halldór Guðmundsson, Loftur Guttorms- son, Sigurður Magnússon og Trygigwi Sigurbjarnarson. Þegar utanríkisráð- ráðherra Bandaríkjanna var spurður í alvöru, þá hló hann. — Af hverju? Sjá leiðara. i V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.