Þjóðviljinn - 06.05.1972, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.05.1972, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Laiuigardagur 6. maí 1972. Úrslit í þjóðaratkvæðagreiðslu í Frakklandi um stækkun Efnahagsbandalagsins Pompidou fékk verðugan ske Úrslitin í frönsfcu þjóðarat- kvæðagreiðslnnni um EBE urðu á nokfcuð aðra leið en búizt hafði verið við. 67 af hundraði þeirra, sem greiddu atfcvæði, voru að vísu sam- þyifckir aðild Englendinga að Efnahagsbandalaginu og aðeins 33 af hundraði andvigir henni. Stjómin gat því talið sig haía „unnið“ kosningamar eins og allir visisu að hún myndi gera, þótt hlutfallsriala andstæðing- anna væri að vísiu hærri en skoðanakannanimar gáfu til kynna og menn bjuggust við. En hin gífurlega háa tala þeirra, sem sáitu hjá eða greiddiu auð eða ógild atkvæði, um 47 af hundraði kjósenda, gjörbreytti niðurstöðunum. Þeg- ar tekið er tiHit til hennar kemur nefnile-ga í Ijós, að ein- ungis 36 af hundraði kjósenda styðja stefnu Pompidous í mál- um Evrópu og eru sammála því Efnahagsbandalagi, sem nú er verið að byggja upp. De Gaulle var sterkari þegar hann féll Til þess að gefa mönnum nokfcra hugmynd um merkingu þessara hlutfallstalna má geta þess, að þegar Pompidou var kjörinn forseti Frafcklands i maá 1969 naut hann stuðnings 37 af hiundraði kjósendia. í>að þótti lítið, og átti hann kosn- ingu sína aðaHega því að þafcfca að kommúnisfar sátu hjá. En nú vildi svo til að andstæðingur hans í forseta- kosnin.gunum, Poher, tók af- stöðu með aðild Englendánga að EBE, og hið sama gerð'J fjölmargir stjómmálamenn, er teljast til stjómarandstöðunnar (leiðtogar miðlflokfca ogróttæka flokksins). Pompidou gat því búizt við að fá nú situðning meira en helmings kjósendia, þ.e.a.s. endurheimta kjósendur sína frá 1969, og £á ednnig stuðning mikils fjölda þeirra, sem greiddu atkvæði gegn honum. En niðurstaðan varð sú, að honum tófcst ekki fyHi- lega að endurheimta hlutfalls- tölu sína frá 1969. Hann náði ekki þeirri hlutfallstölu, sem de Gaulle fékk í þjóðar- atkvæðagreiðslunni í apríl 1969, þegar hann beið ósigur og sagði af sér. Ósigur Pompi- dous er því mjöig mikiH: dag- inn eftir atkvæðagreiðsluna var aðalfyrirsögn dagblaðsins Combat „Löðrungurinn". EBE ekki sérstak- lesra vinsælt Astæða þessara kosningaúr- slita er vafalaust mjög fjöl- -<S> HershöíBingjarnir dansa Fyrir nokkru héldu grísfcu hershöfðingjamir upp á 5 ára afmaeli fasistastjómar sinn- ar. Því miður gerðust ekki nein tíðindi um sama leyti, sem bentu til þess. að dagar þessa stjórnarfars séu senn taldir Stjórnarandstaðan gríska er of klofin tH að snúa vöm í sókin gegn véldi hers- ins,. sem nýlega hefur fengið loforð fyrir miklum banda- rLsfcum vopnasendingum og ætlar að leyfa sjöumda banda- ríska flotanum að koma sér upp heimahöfn í Pireus í staðinn. En þótt minna sé um póli- tisfcar handtökur í Grikk- landi nú en á sl. árum og ritskoðun á blöðum éfcki nærri eins ábarandi, þá er ljöst að uim dæmigert fasistaríki er að ræða. Það byggir á her, sem hefur verið „hreinsaðuir" af óæskilegum öftum og síðam dembt yfir hverskyns fríð- indum, á miklu lögregluliði, sem að sögn nýtur aðstóðar um 100 þúsund spæjara. Að ógleymdum miklum þirgðum af kúgunarlögum, sem eru að því leyti hamdlhæg, að þaiu má „túlka“ á svo margvísieg- an hátt. Sé tiltölulega kyrrt í landinu er auðvelt að gefa stjómarfarinu yfirbragð nokk- urs frjálslyndis — en það er fljótlegt að herða á öllum .skrúfum um leið og and- spymulhreyfingingar sækja nokfcuð fram. 1100 ára afmæli Hafursfjarðarorustu Norska stjómin hefur sam- þyfclkt sérstafca fjárveitingu sem nemur um tíu miljónrum íslenzkra króna til að halda upp á eHefu hundruð ára afmæli orustunnar í Hafurs- firði, sem að sögn rak smiðs- höggið á sameiningu Noregs í eitt riki. Ekki þarí að fara mörgum orðum um það, að þetta afmæli er einndg hið merlcasta fyrir íslenddnga, þv: að upp úr ósigri norskra smákonunga í Hafursfirði efl- ast mjög búferlaflutningar hingað tH landsiins. Á myndinni sést Sigurbnginn á Stjörnutorgi (Étoile) í Paris. Pompidou getur ekki reist sér neinn sigurboga vegna úrslita þjóðaratkvæðagreiðslunnar. þætt, en flestum hiLutlausum fréttaiskýrendum ber þó saman uim að mestu valdi, að tails- verður hduti .kjósenda hafi talið þjóðaralfcvœðagreiðsiuna þarflaiusa og ekki sé'ð að hún væri annað en herbragð í iim- anríkismálium. gert í því skyni að fá mieinn til að gleyma fjár- máiaihneykslum, siem mikið bef- ur verið rætt um í vetur, og óleystum innanlandsvandamál- um, sem snerfca menn mikiu meira en sifcaðfesiing samnings, sem þegair er orðinn að póli- tískum veruleika. Úrslitin sýna einníg að að EBE er ekki sér- staklega vinsælt í Frafcklandi: margir hægri menn óbtast af- leiðingar þess á franskt efna- hagsiíf, og vinstri menn eru allir andvígir efnabagsbanda- lagi einokunarhringa og ai- þjóðafjármagnis. Mendes-France dró þá álykt- un af niðurstöðunum, að franskir kjósendur hefðu gefið yfirvöldunum lexíu í stjóm- málaiegu siðferði með því að neita að styðja með þátttöfcu sinni herbragð, sem ekfci hefði haft annan tilgang en þann að styrkja stjómina í sessi á vafaisömium forsendum. Og fréttaskýrendur halda þvi líka fram að þessi ferð hafi síður en svo verið iil fjár Pompidou ætiaöi að nota atkvæðagreiðsl- una til þesis að styrkja aðstöðu sína bæði innanlands og einn- ig gagnvart leiðtogum annarra Evrópuríkja, en hún hefur veikzt tii muna. Áhu.galeysi Frafcka um EBE hefur um leið orðið deginum ljósara. Auk þess mætti einnig bæta því við að úrslitin gefa stjóminni aHs ekki góð fyrirheit um þingkosn- ingamar sem fram eiga að fara á næsta ári. það er hæg- ur leikur fyrir andstæðinga stjómarinnar að vitna í skoð- anir de GauiUe á því hvað sé meirihluti. Hann taldi t.d. að þjóðaratkvæðagreiðstan 1946 um stjómarskrá fjórða lýðveld- isins hefði nánast verið mark- leysa og gildi stjómarsfcrárinn- ar mjög vatfasamt, því að um 30 aí hundraði sátiu hjá. Hann lýsti Því einnig yfir að bann myndi þegar segja atf sér ef hann fengi ekki skýran meiri- hluta. Samkvæmt kenningum de Gaulle er staða Pompidous því orðin vatfasöm. Þótt úrslitin hatfi vedkt stöðu Pompidous í alþjóðamálum, er því líklegast að þau haíi mest- ar atfleiðingar í innanlandsmiál- um og verði andstæðingum stjómárinnar mifcil hvatning tii að herða baráttuna fyrir þing- kosningamar. Hver mótar lýðræðið innan EBE? Þrátt fyrir tiletfnið hetfur þessi atkvæðagreiðsla því fyrst og fremst verið franskt innan- ríkismál, og þegar litið er yfir kosningabaráttuna verður varla sagt að neitt nýtt hatfi komið þar fram varðandi Efn.ahags- bandalagið. Einna merkileguist voru þó orð Jean-Jacques Servan-Schreibers. leiðtoga rót- tæka flokksins, um aðild Eng- lenddniga að EBE og atfleiðSng- ar hennar. Þau voru svar við þeirri skoðun, sem andstæðing- ar EBE hatfa mjög haildið á lofti, að sameining Evrópu hefði efcki í för með sér annað en aukið frelsi fyrir iðjuhölda og aiþjóðafjárimagn. en verk- lýðsleiðtogar og róttæfcir stióm- málamenn væru jafn bundnir við landamæri síns eigin rifcis eftir sem áður Þessi sfcoðun er, eins og kunmuigt er, einkum röfcstudid með því, hive franstoa lögreglan er fljót að vísa út- lendmgum úr landi ef þeir hatfa einhver afsfcipti atf stjómmál- um atf hvaða tagi sem er. J. J. S. S. (eins og hann er jafnan nefndur) meitaðd þessu ekki, en taldi þó, að stooðunin væri röng. Lýðræði væri miklu þróaðra á Norðurlönd- um og á Eimgilandi en í Frafck- landi, og lögregla þessara landia kærnist efcki upp mieð helming- inn atf því, siem er piagsiður franskrar lögreglu. En atf þessu dró hann svo þá áiyktun að það væri mikiH áivinningur fyr- ir Frafcka ef Englendimgar og Norðurlandiabúiar gengju í Etfma- hagsbandalagið, því aðþaðhlyti aS leáða til þess, að Fraktoar lærðu af þeim. tækju upp lýð- ræðislegri stjómarhætti og gætfu lögreglunni ekki eins iaiusan tauminn. Sameining Evrópu hefði því þær atfleiðinigar að nonsfcir og enskir stjómarhætt- ir breiddust út um megiriLandið og lýðræði og frelsi ykist. Á þenman hátt svaraði J.J.S.S. sipumingu, sietm ýmsir Norðlmenn og Englendiingar hafa mjög velt fýrir sér að undanfömu. En það er þó ólífc- legt að þetta svar bindi endd á áhyggjur þeirra, því áð leið- togi róttæka flokfcsins reyndi ekki að rökstyðja það, að þró- unin gæti efcki einmitt orðið á hinn veginn og leitt til þess að Norðmenn t.d. yrðu að taka upp franstoa og ítaiska stjómar- hætti tH að tryggja „hieilbrigt etfnaih'ag&líf“. En sennilega hief- ur bonum fundizt, að sú hlið málanna snerti efcki franska kjósendur. óeðlilegt að hafa herstöðv- ar erlendis áratugum saman McGovern, einn líklegasti mótframbjóðandi Nixons um stefnu sína í utanríkismálum einnig vaidið mörgum miklum í forkosningum í ýmsum rífcj. um Bandarikjanna hefur stjama öldungadeildarþing- mannsins McGovems farið hætokandi, og margir spá því, að hann sé líldegastur fram- bjóðandi Demókrata í forseta- kosningum þeim sem fram edga að fara í haust. 1 nýlegu viðtali við þýzka vitouritið der Spiegel kemst McGovem m.a. svo að orði um sigurihofrfur sínar og stetfnu: — Ég tel að Nixon standi mjög höllum fæti. Einkum að því er varðar utanríkáspólitík. Hann hefur brugðizt í Suð- austur-Asíu, en þar hefur hon- um ekki tekizt að binda endi á stríðið. Ef honum hetfði tek- izt það fyrdr þrem árum, nokikru eítir að hann komst til valda, þá væri erfiðara að sigra hann nú. Bn hamn hetfur vonbrigðum á sviði efinahags- mála. Atvinnjxleysið er mifcið, framleiðsla okikar er ékki leng- ur samkeppnislhæf, verðbólga er orðin okkar daglegt brauð... Ef ég væri forsetd mundi ég þegar í stað stöðva lotftárásinn- ar á Víetnam því að þær bera að mínum dómi engan árangur. Auk þess mundi ég þegar í stað ákveða að allir Banda- ríkjamenn yrðu á brott frá Víetnam innan 90 daga. — Sigur minn í forkosn- ingunum er ekki aðeins að þakka afstöðu minni til stríðs- ins í Víetmam heldur og áætl- unum mínum um endurbætur á skattalöggjöf, atvinnu handa öUum, um umbætur á sviði heilsugæzlu og menntunar. Víst er það rétt að slíkar umbætur kosta fé. En það má flá t.d. með niðursfcurði á út- gjöldium til hermála. Þar mætti spara 30 miljairði doilara á tímabíliniu til 1975. Þ'essi niðurskurður mætti vél gerast t.d. með fækkun í herliði okkar í Evrópu. Það væri hægt að fækka þar llði úr fjóru og háltfu herfylfci í tvö. Eiserihower forseti mælti með þessu þegar fyrir mörgum árum, þegar hann lét atf embætti. Návist tveggja her- fylkja í Evrópu væri að mín- um dómi nóg til að leggja á- herzlu á samstöðu okkar með hefðhundnum bandamönnum okkar og áhyggjum atf öryggi í Evrópu. — Ég held að Þjóðverjar og aðrir Vestur-lEvrópubúar mundu fallast á slíkar ráðstafanir. Ég tel að Evrópumenn búist alls ékki við því að við séum í McGovern: Nixon stendur höll- um fæti. Evrópu til eilífðamóns. Það er í raun og veru óeðlilegt á- stand, að land haíi í þrjótíu ár herlið sitt staðsett í öðruin löndum...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.