Þjóðviljinn - 15.07.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.07.1972, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur. 15. júli. 1972 Tryggvi Helgason, sjómað- ur á Akureyri: ,,Ég fagna þvi mjög eindregið, að þetta skref er stigið i sjálf- stæðismálum okkar, og raunar lifsbjargarmáli. Maður verður bara að trúa þvi, og vona það, að þetta gangi allt saman eins og hjá siðuðum mönn- um, þar sem réttur og þörf okkar islendinga er svo ótviræður. Þá ber og að fagna þvi, að þannig hefur verið haldið á mál- um, að samstaða og samhugur hefur náðst um málið með þjóð inni.” Ingvar Hallgrímsson fiski- fræðingur: „Starfsmenn Hafrannsóknar- stofnunarinnar fögnuðu auðvitað mikið þessari fyrirhuguðu út- færslu. Þetta gefur okkur tækifæri til að ráða sjálfir yfir stærsta hluta þess fisks sem er hér við land, og þá getum við haft skynsamlega stjórn á veiðunum, og orðið, ef vel tekst til, fyrirmynd annarra þjóða um skynsamlega nýtingu sjávarverðmæta, og veitir sannarlega ekki af i öllum fæðu- skortinum og vandræðunum i hugruðum heimi.” Umsagnir um útgáfu reglugerðarinnar um útfærslu fískveiðilögsögunnar „Getum orðið fyrirmynd ann■ arra þjóða um skynsamlega hagnýtingu sjávarverðmœta99 Vegna útgáfu reglu- gerðarinnar um útfærslu fiskveiðilögsögunnar i gær sneri blaðið sér til nokkurra framámanna i islenzkum sjávarútvegi, og einnig til tveggja ráðherra ríkis- stjórnarinnar, og leitaði umsagnar þeirra um þenn- an sögulega atburð. Kristján Kagnarsson, formaður Liú. Einar Ágústsson utanríkis- ráðherra: ,,Við i rikisstjórninni höfum alltaf gert ráð fyrir þvi, að aðrar þjóðir þyrftu að fá að sjá þá reglugerð, sem útfærslan 1. september byggist á, með tals- verðum fyrirvara, til þess að þeir sem vilja virða útfærsluna geti hagað sér eftir ákvæðum reglu- gerðarinnar. Við höfðum ráðgert, að hæfileg- ur frestur i þessu efni væru tveir mánuðir, enda er það fresturinn sem gefin var 1958, er siðast var fært út. Það hefði þýtt, að reglu- gerðin hefði þurft að koma út fyr- ir 1. júli. Meðan á samningaviðræðunum i London stóð, 19. og 20. júni, bar þessi mál á góma, og brezka rikisstjórnin fór þess á leit við okkur að fresta útgáfu reglu- gerðarinnar, þar til eftir að þær samningaviðræður hefðu fariö fram, sem þá voru ráðgerðar i Reykjavik. Við urðum við þessari beiðni, og höfumþvi frestað útgáfu reglu- gerðarinnar þar til nú. Ég sé ástæöu til að taka fram i þessu sambandi, að útgáfa reglu- gerðarinnar breytir frá okkar hálfu engu um áframhaldandi samningaviðræður um undan- þágur við aðrar þjóðir, þar eð reglugerðin er til staðfestingar einhliða landhelgisútfærslu, en samningaviðræðurnar snúast um tvihliða fiskveiðisamninga, sem er auðvitað allt annað mál.” Magnús Torfi ólafsson menntamálaráöherra: „Útfærsla fiskveiðilögsögunnar stig af stigi er gerð af þjóðar- nauðarnauðsyn. Þótt ætið hafi verið andstöðu að mæta frá þeim útlendingum sem orðiö hafa að vikja af grunnmiðum, hefur hún dvínað þegar frá leið, og svo mun enn verða i þetta skipti. Viö höfum haldið svo á land- helgismálinu, að virðing fslands hefur vaxið af: umheimurinn litur á okkur sem forystuþjóð i skyn- samlegri hagnýtingu sjávar- afla.” Guðmundur Pétursson, for- seti Farmanna- og fiski- mannasambandsins: „Það hefur margsinnis verið á það bent á fundum og þingum Farmannasambandsins nokkuð langt aftur i timann, hve brýn þörf væri fyrir okkur að færa landhelgina lengra út heldur en verið hefur, og alveg sérstaklega hefur það komið i ljós hin siðari ár með ágangni okkar, og ekki siður erlendra fiskveiðiþjóða, hve gengið er nærri fiskistofnunum* þó vitum við að þetta er raunar okkar fjöregg. Það er vitað, að i náinni framtið þurfum við að sækja það fjár- magn, sem við lifum á, fyrst og fremst i sjóinn, bæði til lifsviður- væris á liðandi stundu og eins til þess að byggja upp þá atvinnu- vegi, sem létt geta á sjávarút- veginum i þjóðarbúskapnum. Við bentum á það i tið fyrrver- andi rikisstjórnar, — ég vil taka það fram, að ég segi þetta ekki pólitiskt, — að við ættum að sýna röggsemi og færa út; segja upp samningnum við Breta og V- Þjóðverja og færa út i að minnsta kosti 50 sjómilur. Sama efnisleg tillaga var sam- þykkt á siðasta þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins, sem haldið var i desember siðastliðn- um. I ræðu minni, sem ég hélt þá við þingsetningu, lýsti ég það skoðun mina, að allir flokkadrættir myndu vikja fyrir þessu þjóð- þrifamáli, og allir, hvar i flokki sem þeir standa pólitiskt, myndu sameinast um málið, og nú hefur það, sem betur fer, orðið að veru- leika.” Magni Kristjánsson, skip- stjóri á togaranum Barða frá Neskaupstað: „Ég fagnaði þessu skrefi og tel það rökrétt framhald af þvi sem á undan væri gengið. Ég átti aldrei von á öðru en að upp úr samningaviðræðunum slitnaði, þvi að samningatilboð það, sem Bretarnir hafa haldið sig við, felur i sér sóknaraukn- ingu, og á engan hátt hægt að anza þvi. Þegar við með útfærslunni höf- um aflað okkur yfirráða yfir mestum hluta landgrunnsins, verðum við að gera stærri kröfur til okkar sjálfra: gera stórátak varðandi bætta meðferð aflans á sjó og landi, og jafnframt að nýta fiskstofnana miklu skynsamlegar en nú er gert, með takmörkun veiða á smáfiski og einnig á fiski- stofnum sem greinilega fara minnkandi.” Sturlaugur Böðvarsson, út- gerðarmaður á Akranesi: Hann sagði, að hér væri um lifs- spursmál að ræða, og að við Is- lendingar værum búnir að vera Framhald á bls. 11. Sturlaugur Böðvarsson útgerðar- maður. Guðmundur Pétursson formaður Tryggvi Helgason sjómaöur. Farmanna- og fiskimannasam- bandsins. ■■■BB^^BHHB^^HBBBBBBHB^^BBBI^^HHBBBHBBBBHIHBH Ingvar Hallgrimsson fiskifræöing Magni Kristjánsson skipstjóri. Margeir Jónsson fiskverkandi ur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.