Þjóðviljinn - 15.07.1972, Blaðsíða 3
I.augardagur 15. júli. 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3.
Ávarp Lúðvíks Jósepssonar við undirritun reglugerðarinnar
„Metuin auðlindir
fiskimiðanna eins
og landið sjálft”
l.úftvik að uudirrita reglugerfiiua; til vinstri situr Jón Arnalds ráðu-
nevtisstjóri er einnig undirritaði reglugerðina.
Hér ferá eftirávarp Lúd-
viks Jósepssonar, sem hann
flutti er hann haföi undir-
ritaö reglugeröina um 50
milna fiskveiöilandhelgi;
,.í málefnasamningi rikis-
stjórnarinnar, sem kunngerður
var fyrir réttu einu ári siðan, eða
14. júli 1971, var þvi lýst yíir. að
rikisstjórnin myndi leggja höfuð-
áhcrzlu á. að fiskveiðilandhelgin
yrði stækkuð i 50 sjómilur frá
grunnlinum og að sta'kkunin ta'ki
gildi eigi siðar en 1. september
1972.
t samræmi við þessa yfirlýs-
ingu hefir kappsamlega verið
unnið að þvi. að kynna íyrirætlan-
ir Islendinga i þessum efnum og
að þvi. að undirbúa framkvæmd
málsins. hannig hefir landhelg-
ismál íslands margsinnis verið
rætt á erlendum vettvangi; á
þingi Sameinuðu þjóöanna, á
þingum og ráðstefnum með öðr-
um þjóðum og i sérstökum samn-
ingaviðræðum m.a. við Hreta og
Vestur-Þjóðverja.
lleima hefir málið verið rætt
itarlega við alla þa, sem það
snertir sérstaklega og samráð
haft um allan undirbúning máls-
ins.
SU reglugerð um 50 milna fisk-
veiðilandhelgi við ísland, sem i
dag hefir verið undirskrifuð og
gefin Ut. er sett samkvæmt land-
grunnslögunum frá 5. mai 1948,
en samkvæmt þeim lögum hafa
allar stækkanir á fiskveiðiland-
helginni verið gerðar, siðan þau
liig tóku gildi.
Hin nýja reglugerð er sett i
fullu samræmi við samþykkt Al-
þingis frá 15. febrúar 1972, en að
þeirri samþykkt stóðu allir Al-
þingismenn, GO að tölu. Með hinni
nýju reglugerð er allt hafsvæðiö
Ut i 50 sjómilur frá grunnlinum,
allt i kringum landið, lýst lög-
sögusvæði islands. Frá gildis-
tiikudegi reglugerðarinnar er þvi
öll veiði erlendra skipa innan 50
milna markanna. óheimil sam-
kvæ’mt islenzkum lögum. nema til
komi sérstök heimild veitt af is-
lenzkum stjórnvöldum.
Stækkun fiskveiðilandhelginnar
i 50 sjómilur frá grunnlinum er
vissulega mikill og merkilegur
áfangi i réttinda- og hagsmuna-
baráttu islendinga. Hað er yfir-
lýst stefna okkar, að allt land-
grunnið Ut lrá ströndum landsins
og allt hafsvæðið yfir þvi, eigi að
luta islenzkri lögsögu og eigi að
fylgja landinu sem eðlilegur hluti
af þvi Landgrunnið og hafið yfir
þvi og landið sjállt er ein liffræði-
leg heild. Með 50 milna fiskveiði-
landhelgi tökum við islendingar i
okkar hendur yfirstjórn á hagnýt-
ingu þeirra miklu auðæfa. sem
fiskimiðiná landgrunninu búa yf-
ir.
Við þær aðstæðstæður, sem
veriö hafa, höfum við ekki getað
haft nema takmörkuð áhrif á,
hvernig hagnýting þessara auð-
linda hefir farið lram. Útlending-
ar, sem stundað hafa veiðar við
landið hafa veitt hér á hverju ári
svipaö aflamagn og við höfum
gert. Það hefir þvi verið erfitt
fyrir okkur að setja reglur um
veiðarnar, þannig að þa’r næðu
lullum árangri og i mörgum til-
fellum ókleift meö öllu. Með 50
milna íiskveiðilandhelgi breytist
aðstaða okkar i þessum efnum
stórkostlega. NU fáum við að-
stöðu til að stjórna veiöunum sem
heild. NU getum við selt reglur til
verndar fiskistofnum á svo stóru
hafsvæði, að telja má, að þær
ættu að ná tilætluðum tilgangi i
flestum tilfellum.
Hm leið og viö lýsum formlega
yfir 50 milna fiskveiðilandhelgi,
eru settar reglur um tvö sérstök
friðunarsvæði innan 50 milna
markanna. A öðru þessu svæði,
sem er Ut af Norð-austurlandi,
eru allar togveiðar bannaðar
þ.e.a.s. allar togveiðar tslendinga
jalnt sem Utlendra bannaðar i 2
mánuði á ári, i april og maí-mán-
uði Kriðun á þessu svæði er
ákveðin til að koma i veg fyrir
ha’ttulega veiði á smáfiski. en
reynslan hefir sýnt. að á þessum
slóðum hefir oft verið um óhóf-
lega veiði á smáfiski að ræða. Hitt
lriðunarsvæðið er ákveðið á Sel-
vogsbanka. en þar eru allar tog-
veiðar bannaðar i einn mánuð,
frá 20. marz til 20. april, með það
fyrir augum að lriða þar þýð-
ingarmikil hrygningarsvæði.
bessi tvö Iriðunarsvæði, sem
auglýst eru jalnhliða gildistöku
hinnar stækkuðu fiskveiðiland-
helgi, eru að sjálfsögðu aðeins
hluti af þeim friðunaraðgcrðum.
sem gera þarf til verndar fiski-
stofnunum við landið.
Samkvæmt gildandi lögum á að
setja ný laga-ákvæði um hagnýt-
ingu fiskimiðanna innan land-
helgismarkanna lyrir n k. ára-
mót.
Fyrir þann lima þarf þvi að
endurskoða allar gildandi reglur
um þau mál og nU með hliðsjón af
hreyltum aðstæðum. 50 milna
fiskveiðilandhelgi mun i reynd
draga verulega Ur sóknarþungan-
um i fiskistofnana við landið.
NU stunda að jafnaði 80- 100 er-
lendir togarar veiðar hér viö
land. A ýmsum limum eru á mið-
unum 180 til 160 erlendir togarar
og margir þeirra mjög stórir og
afkastamiklir.
Sta’kkun liskveiðilandhelginnar
erokkur islendingum nauðsynieg
af tveimur megin ásta’ðum.
i fyrsla lagi er okkur lifsnauð-
syn að koma i veg fyrir olveiði á
miðunum við landið, en eins og
verið hefir, hefir sú hætta vofað
yfir og farið ört vaxandi.
i iiðru lagier okkur nauðsynlegt
að geta aukið okkar eigin veiðar
vegna stækkandi þjóðar og til
þess, að við getum haldið tii jafns
við aðrar þjóðir með góð lifskjör.
Fiskimiðin við landið eru okkar
dýrma’lustu auðlindir. t>ær auð-
lindir verðum við að vernda og
þær verðum við að hagnýta á
skynsamlegan hátt.
Akvæðum okkar um stækkun
fiskveiðilandhelginnar hefir mætt
hörðum mótmælum frá nokkrum
þjóðum. Þannig hafa Bretar og
Vestur-Þjóðverjar ekki aðeins
mótmælt fyrætlunum okkar,
heldur hafa þessar þjóðir kært
okkur fyrir Alþjóðadómstólnum i
Haag. Og nU siðast er þess kraf-
izt, að Alþjóðadómstóllinn setji
lögbann á Utfærslu okkar.
i hvert skipti, sem við tslend-
ingar höfum ákveðið að stækka
fiskveiðilandhelgi okkar höfum
við mætt andstöðu þeirra, sem nU
kæra okkur, eða hafa i Irammi
beinar og óbeinar hótanir i okkar
garð. Við höfum jafnan orðið að
berjasl fyrir málstað okkar i
landhelgismálum og takast á við
ýmiskonar erfiðleika til að koma
okkar máli Iram. Við losnum ef'-
laust ekki við það að þessu sinni,
fremur en i hinum fyrri tilfellum.
Kn við islendingar hiifum alltaf
unnið okkar landhelgisdeilur.
Málstaður okkar hefir verið rétt-
ur. Við höfum barizt fyrir aö fá
þær reglur viðurkenndar, sem
augljóslega hlutu að koma og
voru nauðsynlegar, ekki aðeins
lyrir okkur, hcldur einnig fyrir
aðra.
Þegar við tslendingar
stækkuðum fiskveiðiland-
helgi okkar með breyttum
grunnlinum, þá var sagt að
togaraútgerð. Þegar við færðum
fiskveiðimörkin Ut i 12 sjómilur
var enn sagt, að við værum að
leggja i rúsl Utgerðarbæina i
Bretlandi. Og nU kveður enn við
sami söngurinn; enn eru það
sömu fjarstæðurnar.
Breyttar grunnlinur 1952, 12
milur 1958 og 50 milur 1972, allt
hel'ir þetta verið ákveðið i land-
helgismálum okkar af knýjandi
nauðsyn, m.a. til að koma i veg
fyrir ofveiði og i fullu samræmi
við þá þróun sem átt hefir sér stað
i heiminum, á þessum timum,
varðandi liskveiði-landhelgismál.
NU hafa margar þjóðir tekið sér
sta’rri fiskveiðilandhelgi en 12
milur. Margar þeirra hafa ein-
hliða lýst yfir 200 milna fiskveiði-
landhelgi og nokkrar hafa fært sin
landhelgismörk Ut fyrir 12 milur
eftir að við tókum okkar ákvörð-
un um stækkun.
Knginn vafi er á þvi, að þeirri
stefnu vex ört lylgi, að strandriki
eigi að hafa rétt til stærri fisk-
veiðilandhelgi en 12 milur og að
eðlilegt sé, að stærðarmiirkin fari
eflir aðstæðum og þiirfum i
hverju tilfelli. Allir, sem til
þekkja, munu viðurkenna, að is-
lendingar þurli öllum þjóðum
fremur viðáttumikla fiskveiði-
landhelgi, svo háðir sem við erum
fiskveiðum og sjávarútvegi.
Við eigum þvi ábyggilega viss-
an stuðning margra þjóða við
okkar málstað, og mun það
styrkja okkur i hiklausri baráttu
fyrir sjónarmiðum okkar.
Við munum þvi ekki láta óbil-
gjiirn mótmæli, né heldur hótanir,
hala áhrif á okkur. Afram mun
um við halda ótrauðir og fram-
kvæma þá sta'kkun, sem ákveðin
hefir verið.
i hvert skipti, sem við tslend-
ingar hiifum orðið að standa i
deilum við erlenda aðila um land-
helgismál okkar, hiifum við staðið
saman sem einn maður. Við höf-
um sýnt hínum erlendu aðilum,
að hvorki hótanir né herskipavald
hal'a getað beygt okkur i þessu
lifshagsmuna máli.
NU reynirenn á samstiiðu þjóð-
arinnar, nú reynir enn á það, að
við sýnum hinum erlendu aðilum
i verki, að iill þjóðin stendur heils
hugar með þvi sem ákveðið hefir
verið. Knn skulum við sýna öðr-
um þjóðum, að við metum auð-
lindir fiskimiðanna við landið
eins og landið sjálft, að við teljum
jafn-sjálfsagt að við höfum lög-
siigu á landgrunnshafinu eins og
yfir landinu sjálfu.
Kinhuga þjóð, sem veit, að hún
hefir réttan málstað, sem skilur,
að hún er að berjast fyrir lifi sinu,
verður ekki sigruð.
Kinhugur okkar og fullkomin
samstaða mun þvi færa okkur
fullan sigur i landhelgismálinu”.
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
ItEYKJANESKJÖRDÆMI.
Alþýðubandalagið i Kópavogi skipuleggur árlega
skemmtiferð um aðra helgi 22. til 23. júli. Farið
verður um Fjallabaksleið.
Nánar auglýst siðar.
Miðnefndin minnir á loforðið
Miðnefnd herstöðva-
andstæðinga lék leiðan
afleik i gær, er þeir
boðuðu til blaða-
mannafundar í
Stjórnarráðinu með
utanrikisráðherra, en
þegar til átti að taka,
kom i ljós að gleymzt
bafði að tala við ráð-
berrann um fund með
blaðamönnum.
Ástæðan fyrir afleik Mið-
nefndarmanna var sú, að einum
Ur Miðnefnd hafði verið falið að
tala við ráðherra um fund með
viðræðunefnd Miðnefndar og
blaðamönnum. Sá sem þetta
átti að gera var ekki i viðræðu-
nefnd Miðnefndar. Hann mun
svo hafa komiö þeim boðum til
Miðnefndarinnar, að ráðherra
væri fús að veita Miðnefndinni
viðtal, en mun hins vegar hafa
gleymt að minnast á að blaða-
menn fengju að vera viðstaddir,
en i Stjórnarráðinu kom fram að
um misskilning var að ræða.
Er leitt til þess að vita, að
stoínun með jafn háleitt
ætlunarverk og Miðnefnd her-
stöðvarandstæðinga, skuli ekki
standa .betur að þeim málurh
sem unniö er að, en raun ber
vitni um.
Áður en blaðamenn fóru Ur
Stjórnarráðinu, og viðræðu-
nefndin hélt á tal við ráðherr-
ann, afhenti hún eftirfarandi
fréttatilkynningu;
Miðnefnd herstöðvaand-
stæðinga minnir á, að i dag,
14. júli, er rétt ár liðið, siðan
núverandi rikisstjórn lýsti
yfir i málefnasamningi sin-
um þeirri stefnu, að allt
bandariskt herlið verði flutt
á brott á yfirstandandi kjör-
timabili. Þetta ákvæði
markaði mikilvægan áfanga
i baráttu þjóðarinnar fyrir
óskertu fullveldi. bvi beinir
miðnefnd herstöðva-and-
stæðinga þeirri eindregnu
kröfu til rikisstj. aö hún
láti athöfn fylgja orðum, og
telur aö nú, þegar ár er liðið
frá samþykkt stjórnarsátt-
málans, megi ekki dragast
öllu lengur, að rikisstjórnin
hefji raunhæfar
framkvæmdir i þessu þjóð-
þrifamáli.
Jafnframt heitir nefndin á
landsmenn að halda vökd
sinni, láta framgang þessa
málefnis sitja i fyrirrUmi
fyrir veigaminni ágreinings-
efnum og krefjast skýlausra
efnda á þvi fyrirheiti, sem
gefið var fyrir réttu ári.
Nefndin telur það verðugt
markmið þjóðarinnar, að á
þjóðhátiðardaginn 1974
verði engar herstöðvar á Is-
landi.