Þjóðviljinn - 15.07.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.07.1972, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur. 15. júli. 1972 PJÖÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJOÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjúðviljane. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuði. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. 50 MÍLNA LANDHELGIN GILDANDI ÍSLENZK LÖG. Fyrsta grundvallaratriðið i málefna- samningi vinstri stjórnarinnar var, ,,að landhelgissamningunum við Breta og Vestur-Þjóðverja verði sagt upp og ákvörðun tekin um útfærslu fiskveiðiland- helgi i 50 milur frá grunnlinum og komi sú útfærsla til framkvæmda eigi siðar en 1. september 1972.” 1 gær undirritaði sjávar- útvegsráðherra Lúðvik Jósepsson reglu- gerð um útfærslu fiskveiðilandhelgi íslands i 50 milur. Með undirskrift ráð- herra hefur 50 milna landhelgi hlotið laga- gildi og kemur til framkvæmda 1. septem- ber. Þar með er lögformlega verið að auka við landsréttindi okkar, verið að tryggja okkur lögsögu og full yfirráð yfir svæði, sem við íslendingar höfum talið okkur eiga rétt til en ekki fengið að njóta einir. í viðtali við sjávarútvegsráðherra i Þjóðviljanum i dag tilgreinir Lúðvik tvær aðalástæðurnar fyrir nauðsyn stækkunar landhelginnar. ,,Sú fyrri er hin brýna nauðsyn á þvi að draga úr sókninni, að koma i veg fyrir ofveiði, eða með öðrum orðum, þar er um friðunarsjónarmið að ræða. Hin ástæðan er augljós þörf okkar íslendinga á þvi að auka hlutdeild okkarii þeim afla, sem veiða má á miðunum við landið, þar er sem sagt um efnahagslegar ástæður að ræða.” í lok viðtalsins segir Lúðvik: ,,Ég efast ekki um fullan sigur okkar i málinu. islendingar standa allir einhuga i þessu máli nú eins og áður. Sameinaða og einhuga þjóð, sem berst fyrir lifshags- munum sinum, er ekki hægt að beygja með neinum hótunum, þvi munum við sigra örugglega.” Einar Ágústsson utan- rikisráðherra segir m.a. i viðtali i Þjóð- viljanum: „útgáfa reglugerðarinnar breytir frá okkar hálfu engu um áfram- haldandi samningaviðræður um undan- þágur við aðrar þjóðri, þar eð reglugerðin er til staðfestingar einhliða landhelgisút- færslu, en samningaviðræðurnar snúast um tvihliða fiskveiðisamning.” Magnús Torfi Ólafsson menntamála- ráðherra sagði: „Við höfum haldið svo á landhelgismálinu, að virðing íslands hefur vaxið af, umheimurinn litur á okkur sem forystuþjóð i skynsamlegri hag- nýtingu sjávarafla.” Þegar íslendingar hafa staðfest 50 milna landhelgi er rétt að hafa i huga, að ákvörðun okkar er i samræmi við knýjandi nauðsyn fjölmargra þjóða og óhjákvæmilegt skref til verndar náttúru- auðlinda. Jafnframt erum við að tryggja lifsöryggi þjóðarinnar. Það er þvi mikil- vægur áfangi i hinni ævarandi sjálfstæðis- baráttu okkar, þegar.50 milna landhelgin er orðin gildandi islenzk lög. VIÐTAL VIÐ LÚÐVÍK 1ÓSEPSS0N SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA „Einhuga þjóð, sem berst fyrir lífshagsmunum, er ekki að beygja” Myndin var tckin :i0. júni 1958, er Lúðvik Jósepsson undirritaði reglu- gerðina um úttærslu fiskveiðilögsögunnar i 12 mílur. t gær kom það einnig i hans hlut að undirrita reglugerðina um útfærslu í 50 milur. Við hlið hans stendur Gunnlaugur Briem ráðuneytisstjóri. hcegt Þaö hefur nú í annað sinn komið í hlut Lúðviks Jósepssonar að undirrita reglugerð um útfærslu fisk- veiöilögsögunnar við is- land, að þessu sinni í 50 milur. Hér fer á eftir viðtal við sjávarútvegsráðherra, þar sem m.a. er rætt um út- færsluna 1958, friðun fiski- stofnanna, viðræðurnar við Breta, afstöðu annarra þjóða og sigurmöguleika islendinga. — Nú þegar þú hefir undirritað nýja reglugerð um 50 miina fisk- veiðilandhelgi, þá kemur i hug- ann. að þú undirritaðir lika reglu- gerð um 12 milurnar 1958. Finnst þér ekki margt svipað i land- helgismálinu nú og þá? — Jú, i rauninni má segja það. Útfærslan 1958 átti rætur að rekja til þess að i stórnarsamningi vinstri stjórnarinnar, sem mynd- uð var 1956, var ákveðið að fisk- veiðilandhelgin skyldi verða stækkuð i 12 milur. Þá var orðin mikii þörf á stækkun landhelginn- ar. Sóknin i fiskistofnana var greinilega of mikil, og ijóst var að þeirri stefnu jókst fylgi i heimin- um', að strandriki gæti tekið sér 12 milna landhelgi. Nokkuð svipað hefir verið að gerast nú. Núverandi vinstri stjórn hét þvi i málefnasamningi sinum að fiskveiðilandhelgin skyldi verða stækkuð i 50 milur, og nú erum við að framkvæma það fyrirheit. Þörfin á stækkun landhelginnar nú er jafn augljós og 1958. Sókn erlendra fiskiskipa á miðin við landið er orðin háska- lega mikil og greinilega er orðið um ofveiði að ræða i vissum til- fellum. — Ilvcrjar telur þú aðal- ástæðurnar fyrir stækkun land- helginnar nú? Ég nefni tvær höfuðástæður, fyrst og fremst. Sú fyrri er hin brýna nauðsyn á þvi að draga úr sókninni. að koma i veg fyrir of- veiði. eða með öðrum orðum, þar er um friðunarsjónarmið að ræða. Ilin ástæðaner augljós þörf okkar tsiendinga á þvi að auka hiutdeild okkar i þeim afla, sem veiða má á miðunum við landið, þar er sem sagt um efnahagsleg- ar ástæður að ræða. — Ilvaða áhrif hefur útfærslan i 50 milur á friðun fiskistofnanna? — Það, að tslendingar einir hafi leyfi til að veiða á öllum hafsvæð- inu við landið út i 50 sjómilur frá grunniinum. mun hafa gifurlega mikil áhrif til þess að draga úr hættunni á ofveiði. Nú stunda að jafnaði 80-100 erlend fiskiskip — aðailega stórir togarar — veiðar á þessu svæði. Oft eru 130-160 er- tend skip á miðunum i einu. Flest eru þessi skip búin ný- tizku fiskileitartækjum og hinum fullkomnustu veiðarfærum. Hlut- ur útlendinganna i heildarveið- inni viö landið er um helmingur aflans. Ráðstöfun sem miðar að þvi að stjaka þessum flota út fyrir 50 milna mörkin mun þvi hafa gifur- leg áfirif’ á "héildarsóknina og auka likurnar á þvi að stofnarnir jafni sig á nýjan leik. — Var ekki gert ráð fyrir þvi i samningaviðræðunum við Breta, að þeir fengju um nokkurn tima að veiða áfram innan 50 milna markanna? — Jú, þaö er rétt. Krá upphafi höfum við tekið það fram, að við gætum samið um stuttan um- þóttunartima, eða aðlögunartima fyrir þá sem hér hafa stundaö veiðar i nokkur ár. Við gerðum okkur strax grein fyrir þvi, að færsla á fiskveiðmörkunum frá 12 i 50 milur væri mikil breyting og þvi ekki óeðlilegt að þeir sem stundað hafa veiðar á þessum slóðum fengju tima til að laga sig að nýjum aðstæðum. Við tókum þó skýrt fram i öllum viðræðum okkár við Breta um þessi mál, að slikar veiðiheimildir gætu aöeins staðið skamman tima og náð til minni togara, og yrðu að vera bundnar við tiltekin veiöisvæði sem við gætum samþykkt. Þá var það okkar skilyrði að við hefðum fulla lögsögu á svæðinu og gætum fullkomlega litið eftir þeim regl- um, sem settar yrðu. — Kr saniningaviðræðununi við Breta endanlcga slitið? — Við höfum tekið skýrt fram að við værum áfram tilbúnir að ræða við þá þessar takmörkuðu veiðiheimildir. Valið er þvi Breta, hvort þeir vilja viö okkur ræða, eða ekki. — Hvað hcldur þú um afstöðu annarra þjóða en Breta og Vest- ur-Þjóðverja til útfærslunnar? — Við vitum að flestar þjóöir i Vestur-Evrópu eru okkur and- snúnar i landhelgismálinu og hafa jafnan verið það, þegar á þau mál hefur reynt. Við eigum hins vegar margar stuðnings- þjóðir i Mið- og Suður-Ameriku og i Afriku og Asiu. Ég hef sagt að i rauninni getum við talað um ferns konar mis- munandi afstöðu þjóða til okkar úrfærslu. 1. Þær sem viðurkenna rétt okkar til 50 milna. 2. Þær sem telja Island hafa sér- stöðu og munu samþykkja út- færsluna með þögninni. 3. Þær sem lýsa þvi opinberlega yfir, að þau hafi fyrirskipað sin- um skipum að halda sig utan 50 milna markanna. 4. Þær sem mótmæla útfærslunni og i þeim hópi eru tvær, Bretar og Vestur-Þjóðverjar, sem hóta okk- ur á beinan eða óbeinan hátt. — Getur afstaða Alþjóðadóm- stólsins til kröfu Breta um lög- bann við útfærslu okkar haft áhrif á afstöðu okkar? — Nei. Við höfum formlega til- kynnt Alþjóðadómstólnum, að landhelgissamningarnir frá 1961 séu úr gildi fallnir og af þeim ástæðum hafi dómstóllinn enga lögsögu i landhelgismálum ts- lands. Við viðurkennum þvi ekki afskipti dómstólsins af okkar landhelgismáli. — Heldurðu að sigur okkar verði auðfenginn? — Ég efast ekki um fullan sigur okkar i málinu. tsiendingar standa allir einhuga i þessu máli nú eins og áður. Sameinaða og einhuga þjóö sem berst fyrir lifs- hagsmunum sinum er ekki hægt að beygja með neinum hótunum; þvi munum við sigra örugglega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.