Þjóðviljinn - 15.07.1972, Blaðsíða 6
6. SÍÐA — ÞJOÐVILJINN, Laugardagur. 15. júll. 1972
Yfirlit
yfir
baráttuna
fyrir
stœkkun
landhelginnar
r
l
50
milur
Þann 24. maí 1958 náðist sam-
komulag i þáverandi vinstri rikis-
stjórn um að gefa út reglugerð
um 12 milna fiskveiðilögsögu við
Island. Þáverandi sjávarútvegs-
ráðherra, Lúðvik Jósepsson,
undirritaði siðan reglugerðina
þann 30. júni og var hún gefin út.
Reglugerðin gekk i gildi kl. 12 að-
faranótt hins 1. september.
Nokkru áður fluttu allar þjóðir
togara sina útfyrir 12 milna
mörkin — nema Bretar. Þeir
höfðu haft i hótunum áður og
stóðu nú við þær. Þeir hófu
vopnaða árás á Islendinga,
stærsta rikið innan Atlanzhafs-
bandalagsins i Evrópu gerði árás
á það minnsta. Hér er óþarfi að
rifja þá sögu upp, um hina svi-
virðilegu framkomu brezku her-
skipana og hlálegar „veiðar”
þeirra undir herskipavernd. Sú
saga er enn i fersku minni. Með
útfærslu landhelginnar i 12 milur
varð landhelgin 69.809 ferkm. og
óx um 26.904 ferkm. Með þessari
útfærslu náðist mikilvæg friðun
fyrir fiskistofnana og útfærslan
var glæsilegur sigur i sjálfstæðis-
baráttu Islendinga.
Rétturinn til
landgrunnsins
Með ályktun Alþingis frá 5. mai
1959 um landhelgismál var þvi
lýst yfir að afla skyldi viður-
kenningar á rétti Islands til land-
grunnsins alls. Þaðhefir þvi verið
yfirlýst stefna þjóðarinnar, að
allt hafsvæðið yfir landgrunninu
yrði islenzk fiskveiðilandhelgi.
Landgrunnið við tsland er
glögglega aðgreint frá öðrum
landgrunnum með djúpum út-
hafsálum.
Það er álitið að landgrunnið,
hafið yfir þvi, botnsvæði og landið
sjálft, sé ein liffræðileg heild.
Verðmæti alls þessa svæðis,
botnsins hafsins og landsins, eru
eign islenzku þjóðarinnar. Hún
ein getur sett reglur um hag-
nýtingu þeirra.
Þvi hefur stundum verið haldið
fram aðlandgrunnið nái aðeins út
á 400 m dýpi. Það er ekki rétt,og
að halda þvi fram getur haft i för
með sér háskalega afsláttar-
stefnu. Það eru engin alþjóðalög
um viðáttu landgrunns og enn
deilt um það, hve langt það nær.
Sumar þjóðir telja landgrunnið
jafnvel ná út á 600 m dýpi og enn
aðrar eru með mun viðtækari
mörk.
La ndhelgissa mningarn-
ir frá 1961.
Árið 1961 gerði viðreisnar-
stjórnin landhelgissamning við
Breta og siðan Vestur-Þjóðverja.
Með þeim fengu þessar þjóðir
heimild til að veiða i islenzkri
fiskveiðilögsögu á afmörkuðum
FRA 12MILNA
LANDHELGI
UR