Þjóðviljinn - 15.07.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur. 15. júli. 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5,
DuDdDilDil
Myndir sýndar
utan keppni
merkari en
verðlauna-
Pasolinifer sjálfur með hlutverk Chaucers skálds I mynd sinni um
Kantaraborgarsögur, sem hlutu Gullbjörninn
listinn
Kvikmynda-
hátíðin
í Berlín
Fyrirnokkru lauk i Berlín
alþjóðlegri kvikmynda-
hátið. Fyrstu verðlaun,
Gullbjörninn, hlaut sá
trægi itali, Pasolini, fyrir
mynd sem hann hefur gert
um átta Kantaraborgar-
sögur enska miðalda-
skáldsins Chaucers. Meðal
silfurverðlaunahafa eru
þau Peter Ustinov, Eliza-
beth Taylor og Alberto
Sordi.
Alberto Sordi hlaut sin verðlaun
fyrir leik i mynd italska leik-
stjórans Nanni Loys, „Saklaus i
varðhaldi”, sem frá var sagt hér i
blaðinu fyrir skömmu.
Kvikmyndarýnir danska
blaðsins Information er mjög
miður sin yfir úrskurði dóm-
nefndar, telur hann verðlauna-
listann svo mjög i afturhaldsátt
að sjaldgæft sé. Hann segir það
himinhrópandi óréttlæti að veita
Pasolini fyrstu verðlaun fyrir
Kantaraborgarsögur, sem séu i
raun ekki annað en endurtekning
og útvötnun á kvikmynd sem
sami maður gerði ekki alls fyrir
löngu og byggði þá á Tidægru
Boccacios. Hinn nýi alþýðleiki
Pasolinis sem þar kom fram
verði þvingaður mjög i annarri
atrennu. Rýnirinn finnur það
helzt til nýlundu, að i myndinni
eru fleiri naktir menn en konur —
það sé fyrir þá sem áhuga hafa
um að ræða tölfræðilegt skref i átt
til jafnræðis kynjanna.
Brasilski kvikmyndamaðurinn
Glauber Rocha kom til hátiðar-
innar, og þótt hann hafi lýst þvi
yfir nýlega, að hann sé hættur
kvikmyndagerð, hafði hann samt
sem áður með i fórum sinum
heimildamynd, sem hann setti
saman á Kúbu og fjallar um
pólitiskt ástand i Brasiliu. Rocha
getur ekki snúið heim til Brasiliu,
þvi þar biður hans fangelsisvist.
Hann kemur til Evrópu til að
verða sér úti um kafla i mynd
sem á að taka i Mexikó að öðru
leyti.
Othon Kastos leikur aðalhlutverkið i mynd Leons Hirzmans, en hann er
þekktur fyrir frábæra frammistöðu i myndum Glauber Kocha
Jerry Garcia hressir upp á „Fillmore”, annars óþolandi heimildar-
mynd.
Þar fyrir utan kom Rocha til
Berlinar til að kynna nýja mynd
eftir brasilskan félaga sinn, Leon
Hirzman, „Sao Bernando”, en
hún var sýnd á „Alþjóðum vett-
vangi kvikmynda ungra manna”.
Rocha telur, að i þeirri kreppu
sem brasilsk kvikmyndagerð nú
er i, sé mynd Hirzmans „eitt af
fáum sannfærandi dæmum um
þjóðlega og róttæka kvikmynda-
gerð.”
Hin harða stefna brasilskra
yfirvalda gegn hreyfingunni
„Cinema Novo” setur óbeinlinis
svip sinn á „Sao Bernando”, en
helztu forsprakkar hennar eru
annaðhvort i útlegð eða ganga at-
vinnulausir. Til að sneiða hjá
þeim óþægindum hefur Hirzman
kosið að fást ekki beinlinis við
Brasiliu samtimans, heldur kvik-
mynda skáldsögu eftir þekktan
rithöfund, Graciliano Ramos,
sem reyndar sat i þrjú ár fyrir
strið i fangelsi, ákærður fyrir
kommúnisma.
Á yfirborðinu er „Sao
Bernando" ástarsaga. Hún er um
rikan óðalseiganda, Paulo, sem
ákveður að gifta sig til að eignast
erfingja og koma i veg fyrir að
eigur sinar falli i hendur vanda-
lausra. Hann tekur sér að konu
fátæka og feimna kennslukonu,
sem kýs hjónabandið til að
komast úr fátækt. Giftingin færir
þau ekki nær hvort öðru, heldur
þvert á móti. Pauio hefur fyrst og
fremst eigandaafstöðu til konu
sinnar, og hún hverfur æ meir inn
i sjálfa sig með þeim afleiðingum
að afbrýðissemi Paulos tekur á
sig sjúklega mynd. Kannski
heldur hún framhjá honum,
kannski er hún i raun og veru
kommúnisti. Grunsemdir hans og
stöðug rekistefna draga hana til
dauða og myndin er byggð upp
sem endurminningar og sjálfs-
ásakanir Paulos tveim árum eftir
andlát hennar.
Saga þessi er sögð i löngum og
rólegum atriðum, og hefur
myndin yfir sér mjög greinilegan
bókmenntalegan blæ. Hún er
mjög vel gerð tilraun til að setja
fram i formi fjölskyldusögu gagn-
rýni á pólitisku kerfi. Leon Hirz-
man komst sjálfur svo að orði um
myndina i Berlin:
„Hún er um mann er hefur
gengið vel i þjóðfélaginu og
skoðar allt frá þvi sjónarhorni.
Hann telur sjálfan sig eiganda
Framhald á bls. 11.
Fordómar,
þjóðir
og stjórnir
GYÐINGAR í MÖRGUM
LÖNDUM hafa um aldir vanizt
þeirri kröfugerð, að þeir verði
að skara fram úr grönnum
sinum ef þeir eiga að halda
velli. Pilturinn Móses, sem
leggur út á svipaða náms- eða
starfsbraut og jafnaldri hans
Johan, Jean, John eða Ivan,
verður að sýna meiri einbeitni,
iðjusemi, frumkvæði, öðlast
meiri kunnáttu en þeir, ef hann
á að vera metinn til jafns við þá.
Ef honum mistekst, ef hann
fremur einhverjar misgerðir,
þá eru menn sammála um, að
þetta sé þessum júðaskröttum
likt.Ef honum hinsvegar vegnar
vel, þá vill enginn lengur muna
eftir þvi að hann er Gyðingur,
þá er hann sómi lands sins og
ættborgar. Hann fæddist nú hér
i plássinu hann Chagall. Og
frændi minn gekk með Einstein
i skóla. Veiztu að Botvinnik átti
lengi heima i húsinu andspænis
okkur? Feður okkar Menuhins
voru góðir vinir. Og svo fram-
vegis.
HÉR ER ÞETTA ALGILDA
LÖGMAL kynþáttafordóma
rifjað upp vegna þess, að það
gildir einnig að verulegu leyti á
sviði pólitiskra fordóma. Þetta
kemur meira að segja fram i af-
stöðu manna hérlendis til jafn
sakleysislegs fyrirbæris og
vinstristjórnin. Ég segi sak-
leysislegs vegna þess, að þvi
miður er ólikl.■ að stjórn Ólafs
Jóhannessonar hafi slik áhrif á
mannkynssöguna og gyðing-
dómurinn.
Eitt litið dæmi og ef til vill
spaugilegt. Það komu hér á
blaðið á dögunum ágæt hjón og
var mikið niðri fyrir. Þau eiga
son við nám erlendis, og ein-
hverra hluta vegna hafði hann
ekki fengið sömu fyrirgreiðslu i
ár varðandi lán — eða styrk —
sem i fyrra. Þau ætluðu sér
aldeilis að ná i ritstjóra
stjórnarmálgagnsins Þjóð-
viljans og taka hann til bæna út
af þessum ósköpum.
Nú tókst náttúrlega eftir
nokkurt þóf að koma fólkinu i
skilning um, að þau væru ekki á
réttri adressu með sinn vanda.
En þetta litla dæmi er aðeins
eitt af mörgum öðrum, stórum
og smáum. Það er einhvern-
veginn svo, að þegar menn
verða fyrir einhverjum
óþægindum (skattur hefur
hækkað, verð á vörutegundum,
einhver vara er ekki til, gengið
er valt, osfrv. eða þá að vegur-
inn er holóttur) og svo vill til að
vinstristjórn er við völd i
landinu, þá hafa menn furðu
sterkar tilhneigingar til að
kenna rikisstjórninni um allt
saman. Það munar minnstu, að
veðurfarið sé tekið með á
syndalistann. Ef menn verða
hinsvegar fyrir hliðstæðum
óþægindum undir þessum
venjulegu hægristjórnum ( og
þá kannski i mjög stórfelldum
mæli), þá eru þeir oft fullir af
undraverðu. umburðarlyndi.
Það er nú alltaf þessi dýrtið á
tslandi, segir fólk. Og það er svo
erfitt að stjórna okkur
tslendingum, segir fólk. Þeir
gera vist eins og þeir geta,
aumingja blessaðir mennirnir,
segir fólk.
Ef að eitthvað fer úrskeiðis
undir vinstri stjórn þá er það
semsagt af þvi að einmitt hún
situr við stýrið
Ef að eitthvað er i skötuliki
undir hægri stjórn, þá er það af
þvi að lifið er nú einu sinni
svona.
AUÐVITAÐ ER MARGT AÐ
ATHUGA við feril slikra for-
dóma, sem minna, sem fyrr
segir, að nokkru á þá kröfugerð
sem höfð er uppi á hendur
minnihlutaþjóðum. Þeir bera til
dæmis vitni innrætingar-
áhrifum Morgunblaðsins. En að
öðru leyti geta þeir vissulega
veriö vinstrisinnum tilefni til
nokkurs stolts. Þessir fordómar
bera þvi nefnilega vitni, að
menn ætlast ekki lengur til
neins af ihaldi og krötum.
Mönnum dettur ekki i hug að
nokkrar likur séu á þvi að eitt-
hvað breytist i þessu skrýtna
samfélagi okkar nema fyrir til-
stilli vinstristjórnar. Og ég held
ég ljúgi engu þótt ég bæti þvi
viö, að þessar vonir (eða til-
ætlunarsemi ef menn vilja það
heldur) eru fyrst og siðast
tengdar við nærveru Alþýðu-
bandalagsins i slíkri stjórn.
OG ÞVt LEGGUR ÞESSI
KRÖFUGERÐ þá miklu ábyrgð
á hendur sósialistum og öðrum
vinstrisinnum, að sú stjórn sem
þeir standa að sé i raun og veru
ÖÐRUVÍSI en venjulegur
myglaður hægribræðingur. Og
ekki barasta pinulitið öðruvisi,
heldur svo um muni.
Vissulega er pólitískt raunsæi
gott, nauðsynlegt að ala ekki á
neinum tálvonum með stjórn
sem styðst við jafn marglitan
hóp og Ólafia okkar elskuleg
gerir. Að menn viti jafnan hvað
er mögulegt og hvað ekki. Engu
að siður má . raunsæið ekki
færa vinstrisinna i kaf, menn
mega ekki missa sjónar á nauð-
syn þess, að það verður i hverri
grein að setja markið hærra en
raunsæismenn vildu telja
mögulegt — i þágu vinstri-
hyggju og umbreytinga i sósía-
liskum anda.
Ef þetta er ekki gert af þeirri
þrautseigju sem til þarf, þá er
hætt við þvi að munur á vinstri
og hægri stjórn verði of litill i
vitund almennings. Og þá fer
svo,aðekki verða lengur gerðar
neinar kröfur til vinstriflokka,
hvorki sanngjarnar né ósann-
gjarnar. Og þá hætta þeir að
vera vinstri flokkar — rétt eins
og þeir ágætu Gyðingar, sem
fyrr var minnzt á, hætta að vera
þjóð um leið og slegið verður af
kröfum, sem til þeirra eru
gerðar af öðrum og þeim
sjálfum.
Arni Bergmann.
llliÍllll
laugardags