Þjóðviljinn - 15.07.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.07.1972, Blaðsíða 12
DIÚDVIUINN Laugardagur. 15. júli. 1972 Kvöldvarzla lyfjabúða vik- una 15. júli til 21. júli er i Reykjavikur Apóteki og Borgar Apóteki. Næturvarzl- an er i Stórholti 1. Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. McGovern í lokarœðu á flokksþingi: Og börn munu hlaupa brennandi út úr skólum sínum Varaforsetaefnið frjálslyndur kaþólikki McGovcrn nýtur stuðnings æskufótks, blökkumanna og ýmissa minnihluta. Hann stendur ver að vigi hjá auðjöfrum í Wall Street og forsprökkum bandariskra vcrk- lýðsfclaga. MIAMI 14/7. — i ræðu sinni á þingi Demókrata- flokksins i nótt hét McGovern þvi að loftárás- um á Víetnam yrði hætt þann dag sem hann stigi i forsetastól. Nokkru áður hafði skoðanabróðir for- setaefnisins, Thomas F. Eagleton öldungardeildar- þingmaður frá Minnesota, veriö kosinn varaforseta- efni flokksins. McGovern réð mestu um val varaforsetaefnis og er þá talinn hafa rofið þá hefð sem lengi hefur verið i gildi, að forsetaefni hafi með sér mann sem hef,ur allólik viðhorf til ýmissa mála.'Eagleton er hinsvegar talinn pólitiskur tvi- buri McGoverns — halnn hefur verið harður andstæðingur Viet- nam-striðsins og mælt með mikl- um niðurskurði á hernaðarút- gjöldum. Hins vegar getur það komið McGovern að haldi að Eagleton er maður kaþólskur — eins og um þriöjungur bandariskra kjósenda. bá hefur hann gott samband við bandariska verk- lýðshreyfingu, en forsprakkar hennar hafa einmitt verið framarlega i flokki þeirra sem barizt hafa gegn framboði McGoverns. Sem fyrr segir lagöi McGovern áherzlu á það i lokaræðu sinni, að hann mundi láta hætta loftárás- um á Vietnam um leið og hann tæki við völdum. Börn i Asiu, sagöi hann. munu ekki framar hlaupa logandi út úr skólum sin- um;það verður ekki lengur rætt um það, hvort eigi að eyðileggja með sprengjum borgir eða áveituskurði i norðri. Innan 90 daga eftir að ég verð kjörinn verða allir bandariskir hermenn og allir striðsfangar komnir heim. Við skulum koma okkur saman um aö aldrei framar verði æskumenn þessa lands sendir til að úthella blóði til að halda uppi stjórn sem ekki á stuðning þjóö- arinnar að baki sér (og á þá við herforingjastjórnina i Saigon að sjálfsögðu). Gaddafi sviptur völdum í Líbýu? IIABAT 14/7 t»rá- látur orðrómur geng- ur um það i Rabat að hinn ungi leiðtogi Libýu, Gaddafi, hafi verið sviptur völdum og sé nú fangi i her- búðum skammt frá Tripolis. Ferðamenn sem komu frá Libýu til Beirut og Róm i dag höfðu hins vegar þá sögu að segja, að allt væri með kyrr- um kjörum i Tripoli og ekkert benti til neinna innanlandsá - taka Samt sem áður fer orð- rómur um, að æðstu menn landsins séu á fundum um ein- hvern alvarlegan ágreining fjöllum hærra. Bent er á það, að i Tripoli hafa engin við- brögð l'engizt við fréttinni og að nýskipaður forsætisráð- herra landsins hefur aflýst áætlaðri heimsókn til Parisar á siðustu stundu. Gaddafi, sem er aðeins þritugur að aldri, hefur verið óumdeildur leiðtogi landsins siðan Idris konungi var steypt af stóli 1969. Hann er talinn ofsafenginn i arabiskri þjóð- ernishyggju sinni og fylgir stranglega ölluin kröfum sem gerðar eru til múhameðstrúar- Gaddafi. manna. Hann hefur verið ef- lendum oliufélögum óþægur ljár i þúfu og mjög hamait gegn sovézkum áhrifum i Arabalöndum. IRA beitti eldflaugum Jane Fonda útvarpar frá N-Yietnam HANOI 14/7 Hin þekííta banda- riska kvikmyndaleikkona Jane Fonda, sem nú er I Norður-Viet- nam, hvatti i útvarpssendingu i dag til þess, að hætt yrði loftárás- um á landið. Jane Fonda hefur um langt skeið verið eindreginn andstæð- ingur styrjaldarreksturs landa sinna. Hún er nú i Norður-Viet- nam til að safna efni i fyrir blöð og timarit — ætlar hún að segja löndum sinum frá þvi sem er að gerast i Vietnam. Jane Fonda hefur sagt við fréttamenn AFP, að þeir banda- rískir flugmenn sem taki þátt i árásunum á Norður-Vietnam séu „hálaunuð vélmenni sem hefur verið talin trú um að það sé eng- inn munur á þvi að kasta sprengj- um á Vietnama og apa”. BELFAST 14/7 Brezk- ir hermenn héldu inn i Lenadoon-Avenue- hverfið i Belfast i nótt eftir að IRA-menn höfðu ráðizt á varðstöð og lok- að 14 brezka hermenn inni. Hófst þá mikill bar- dagi sem stóð i 12 stund- ir. Þrir brezkir hermenn féllu, og brezkir her- menn telja sig hafa hæft 28 leyniskyttur. IRA hefur heitið að hefna þess sem skeði i Lenadoon-hverfinu. Brezk yfirvöld hafa skýrt svo frá, aðlRA hafi i átökunum i gær- kvöldi og nótt i fyrsta sinn beitt eldflaugum i atlögum sinum — og er búizt við þvi, að þetta tákni verulega stigmögnun striðsins. I gærkvöldi gáfu íulltrúar svo- nefndra varnarsveita mótmæl- enda, UDA, i Londonderry út yf- irlýsingu þess efnis að þeir mundu svara i sömu mynt og beita öllum hugsanlegum ráðum til að kveða niður sprengjutilræði IIIA i borginni. Allstórt svæði i Londonde. ry er nú i rústum eftir harðvitugar sprengingar IRA- manna siðustu tvo daga. Siðari fréttir frá þvi i dag; að einn brezkur hermaður og einn óbreyttur borgari til viðbótar heföu fallið i átökum i kvöld. Eru þá sjö fallnir á einum sólahring, þvi áður höfðu þrir óbreyttir borgarar látizt af skotsárum. Fellur norska stjórnin fyrir þjóðaratkvœði ? OSLÖ 14/7 Talsmaður Alþýðu- hreyfingar gegn aðild Noregs að Efnahagsbandalaginu sagði i dag á blaðamannafundi, að hreyfing- in liti svo á að norska stjórnin yrði að segja af sér ef þjóðaratkvæða- greiðslan um aðild gengi henni i mót. Hann sagði að hreyfingin hefði fengið aðeins einn sjötta hluta af þeim 8 miljónum króna sem út- hlutað var til upplýsingastarf- semi um EBE, en stuðningsmenn EBE hefðu 5/6. Engu að siður væri Alþýðuhreyfingin i stöðugri sókn og væru nú i henni 140 þús- undir manna félagsbundnir og 60 manns störfuðu á hennar vegum. Fóstbræður fá verðlaun Karlakórinn Fóstbræður komu heim frá alþjóðamóti kóra, sem haldiö var i Wales á fimmtudag. F'rammistaða kórsins var með ágætum, en hann hlaut önnur verðlaun. og 100 pund fyrir frammistöðuna auk verðlauna- | skjaldar. LENGSTA BRÚ I EVROPU Sviar eru að ljúka viö sniiði lengstu brúar i Evrópu, sem tengir eyna Öland við meginland Sviþjóðar. Er hún á sjöunda kilómeter á lengd. Brúin verður opnuð fyrir umferð þann fyrsta október. Samningar með fyrirvara Eins og fram hefur komiö i fréttum hafa íslendingar náð sam- komulagi við Efna- hagsbandalagið um viðskiptakjör. A blaðamannafundi i gær Lúðvik Jósepsson var við- skiptaráðherra spurður um samkomulagið. Hann lét svo ummælt, að efnislega séð væri búið að gera samning við EBE, en þeir sett fyrirvara varðandi tollafvilnanir á sjávarafurðum frá Islandi, þess efnis að þær giltu ekki nema viðunandi lausn fengist á landhelgismálinu. Islenzka sendinefndin hefði einnig sett fyrirvara þess efnis að tslend- ingar muni ekki fullgilda samninginn fyrr en við viss- um, hvernig þessum fyrirvara EBE yrði beitt. Fyrir lægi þvi, að undirskrifa viðskipta- samninginn, en hann yrði ekki staðfestur af islenzkum stjórnvöldum fyrr en þetta lægi ljóst fyrir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.