Þjóðviljinn - 15.07.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.07.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur. 15. júli. 1972 >JÓÐVILJINN — SÍÐA 11. REGLUGERÐIN I. april - l.jtini i. gr. Fiskveiðilandhelgi Islands skal afmörkuð 50 sjómilum utan við grunnlinu sem dregin er milli eftirtalinna staða: 1. Horn ................... 66°27'4 n.br., 22°24'3 v.lg. 2. Ásbúðarrif ............ 66°08'1 3. Rauðinúpur ............ 66°30'7 4. Rifstangi ............. 66°32'3 5. Hraunhafnartangi ....... 66°32'2 6. Langanes .............. 66°22'7 7. Glettinganes .......... 65°30'5 8. Norðfjarðarhorn ........ 65°10'0 9. Gerpir ................ 65°04'7 10. Hólmur ................. 64°58'9 11. Hvítingar .............. 64°23'9 12. Stokksnes .............. 64°14'1 13. Hrollaugseyjar ......... 64°01'7 14. Tvísker ................ 63°55'7 15. Ingólfshöfði ........... 63°47'8 16. Hvalsíki ............... 63°44'1 17. Meðallandssandur I_____ 63°32'4 18. Meðallandssandur II.... 63°30'6 19. Mýrnatangi ............. 63°27'4 20. Kötlutangi ............. 63°23'4 21. Lundadrangur ........... 63°23'5 22. Geirfuglasker .......... 63°19'0 23. Eldeyjardrangur ........ 63°43'8 24. Geirfugladrangur ....... 63°40'7 25. Skálasnagi ............. 64°51'3 26. Rjargtangar ......•.... 65“30'2 27. Kópanes ................ 65°48'4 28. Barði .................. 66°03'7 29. Straumnes .............. 66°25'7 30. Kögur .................. 66°28'3 31. Horn ................... 66°27'9 — 22°28'2 — 22°24'3 20°11'0 16°32'4 16°11'8 ’01'5 ’31'9 ’36'3 ’30'8 ’29'6 ’30'6 ’28'0 ’58'4 ’58'7 ’11'3 ’38'5 ’33'5 ’55'6 ’59'9 ’11'8 ’42'8 ’07'5 ’29'9 ’59'4 T7'l 16° 14° 13° 13° 13° 13° 14° 14° 15° 16° 16° 17° 17° 17° 18° 18° 19° 20° 22° 23° 24°02'5 24°32'1 06'0 47'4 08'4 55'5 24 23 23 22 Auk þess skulu dregnar marka- 32. Kolbeinsey 33. Hver sjómila reiknast 1852 metrar. 2. gr. t fiskveiðilandhelginni skulu erlendum skipum bannaðar allar veiðar samkvæmt ákvæðum laga nr. 33 19. júni 1922, um rétt til fisk- veiða I landhelgi. 3- gr. íslenzkum skipum, sem veiða með botnvörpu, flotvörpu eða dragnót eru bannaðar veiðar inn- an fiskveiðilandhelginnar á eftir- greindum svæðum og tfma: 1. Fyrir Norðausturlandi á timabilinu 1. apríl til 1. júni á svæði, er takmarkast að vestan af linu, sem dregin er réttvisandi i norður frá Rifstanga (grunnlinu- punktur 4) og að austan af lfnu, sem dregin er réttvisandi i norð- austur af Langanesi (grunnlinu- punktur 6). 2. Fyrir Suðurlandi á timabil- inu 20. marz til 20. april á svæði, sem afmarkast af linum, sem dregnar eru milli eftirgreindra linur i kringum eftirfarandi staði 50 sjómilur frá þeim: 67°08'8 n.br., 64°35'8 — 18' 13' 40'6 16'6 v.lg. a) 63°32'0 n.br., 21°25'0 v.lg. b) 63°00'0 — 21°25'0 — c) 63°00'0 — 22°00'0 — d) 63°32'0 — 22°00'0 — Að öðru leyti skal islenzkum skipum, sem veiða meö botn- vörpu, flotvörpu eða dragnót, heimilt að veiða innan fiskveiði- landhelginnar, samkvæmt ákvæðum laga nr. 62 18. mai 1967, um bann gegn veiðum með botn- vörpu og flotvörpu sbr. lög nr. 21 10. mai 1969, eða sérstökum ákvæðum, sem sett verða fyrir gildistöku reglugerðar þessarar. 4. gr. Botnvörpuskip skulu hafa öll veiðarfæri i búlka innanborðs, þegar þau eru stödd á svæðum, sem þeim er óheimilt að veiða á. 5. gr. Aflaskýrslur skulu sendar Fiskifélagi Islands á þann hátt, sem fyrir er mælt i lögum nr. 55 27. júni 1941, um afla- og út- gerðarskýrslur. Nú telur sjávarútvegsráðu- neytiö, að um ofveiði veröi aö ræða, og getur það þá takmarkað fjölda veiðiskipa og hámarksafla hvers einstaks skips. fi.gr. Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum sam- kvæmt ákvæðum laga nr. 62 18. mai 1967, um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu ásamt siðari breytingum, laga nr. 40 9. júni 1960, um takmarkað leyfi til dragnótaveiða i fiskveiði- landhelgi tslands undir visinda- legu eftirliti, laga nr. 33 19. júni 1922, um rétt til fiskveiða i land- helgi, meö siöari breytingum, eða ef um er að ræða brot, sem ekki fellur undir framangreind lög, sektum frá kr. 1.000.00 til kr. 100.000.00. 7. gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 44 5. april 1948, um visindalega verndun fiskimiða landgrunnsins, sbr. lög nr. 81 8. desember 1952, og fellur með gildistöku hennar úr gildi reglugerð nr. 3 11. marz 1961, um fiskveiðilandhelgi Islands. 8. gr. Reglugerð þessi öðlást gildi 1. september 1972. Sjávarútvegsráðuneytið, 14. júli 1972. Lúðvik Jósepsson. Jón L. Arnalds. Kvikmyndir Framhald af 5. siðu. lifandi manneskju og kemst með þvi móti inn á braut sem leiöir til tortimingar hans sjálfs. Þessar aðstæöur eru að minu viti i nánu sambandi við aðstæður i Brasiliu i dag — við vandamál tengd per- sónulegum auðæfum og auð- söfnun. Þetta vandamál er per- sónugert i myndinni, ef svo mætti segja.” Þær heimildarkvikmyndir, sem sýndar voru i opinberri keppni, voru einnig heldur dauflegar, að dómi sama heimildarmanns. „Fillmore” til dæmis, fjallar um siðustu daga hinnar þekktu rokk- miðstöðvar Bill Grahams, var beinlinis pfpt niður af rokkvinum i Berlin. Skárri miklu var mynd eftir Poljanski, sem byggir á við- tali við kappakstursstjörnu. En á „Vettvangi kvikmynda ungra manna” voru sýndar nokkrar bandariskar heimildarmyndir, sem merkar þóttu, enda þótt þær væru gerðar af nokkrum vanefnum. Ein heitir t.d. „Break and Enter” og fjallar um það heimilislaust fólk, sem leggur undir sig yfirgefnar byggingar i New York. Vönduðust þessara mynda er „Wilmington”, sem lýsir á hlutlægan hátt hvernig ein fjölskylda hefur öll ráö yfir opin- beru lifi i bæ einum i Delaware i krafti eignarhalds sins yfir stóru fyrirtæki og þeim þráðum sem þaðan liggja til hins pólitiska lifs. Styrkur mynda sem þessarra er fyrst og fremst sá, að þær lýsa þeim hlutum bandarisks samfélags, sem myndir þær sem venjulega eru sýndar i kvik- myndahúsum láta áfskipta. Getum orðið Framhald af bls. 2. sem þjóð, ef þessi útfærsla kæmi ekki til. „Það virðist, sem fiskurinn fari minnkandi ár frá ári, og ef ekki kemur til friðunar, eins og áform- að er, eigum við ekki eftir nema örfá ár sem sjálfstætt riki.” Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri Llú: „Ég fagna útgáfu reglugerðar- innar um 50 sjómilna fiskveiði- landhelgi, sem kemur i framhaldi af samþykkt Alþingis frá 15. febrúar, þar sem algjört sam- komulag náðist um útfærslu land- helginnar. Ég hef gert mér vonir um, að samkomulag náist um aðiögunar- tima við þá erlendu aðila sem mest hafa veitt á þeim hafsvæð- um sem nú verða innan fiskveiði- lögsögunnar, þar sem þeim væri veitt leyfi til takmarkaðra fisk- veiða. Að þvi leyti, sem ég hef haft að- stöðu að kynna mér gang þeirra samningaviðræðna, sem fram hafa farið að undanförnu, finnst mérað islenzka samninganefndin hafi verið sanngjörn og mætt óskum Breta að eins miklu leyti og hægt er við núverandi aöstæð- ur. Hins vegar eru kröfurBretameð þeim hætti, að útilokað er að verða við þeim, þvi að þær eru svo hóflausar, að maður gæti haldið, að islenzka landgrunnið tilheyrði Bretlandi og þeir væru að veita okkur undanþágu til fisk- veiða við okkar eigið land.” Margeir Jónsson, um ára- raðir útgerðarmaður og fiskverkandi i Keflavik: Hann sagði, að eins og reglu- gerðin lægi fyrir væri hann henni fylgjandi, og raunin yrði sú, að al- gjör samstaða tækist um hana. „Það, að taka fyrir viss svæði og vernda algjörlega fyrir veiðum, er nýung, sem sérstaklega ber að fagna. Otfærslan, sem er svo við- kvæmt mál sem raun hefur borið vitni um, er eitt mál, og samn- ingaviðræður við Breta annað, og þessum tveimur málum má ekki blanda saman.” ,-,w Húsmæðrafélag Reykjavikur. Skemmtiferð verður farin þriðjudaginn 18. júli. Miðasala verður i Hallveigarstöðum við Túngötu mánudaginn 17. júli frá kl. 2 til 5. Upplýsingar veittar i simum 17399, 23630 og 25197. KR - IBY leika i dag kl. 16.00. Komið og sjáið spennandi leik. KR Orðsending til ferðamanna Af gefnu tilefni vill utanrikisráðuneytið mælast til þess við ferðamenn, að þeir hafi meðferðis vegabréf eða önnur gild persónuskilriki með mynd, þótt óskylt sé i viðkomandi löndum, til að girða fyr- ir hugsanleg vandkvæði, t.d. i sambandi við afgreiðslu i peningastofnunum. Utanrikisráðuneytið, 14. júli 1972. Aðstoðarlæknisstaða Staða aðstoðarlæknis við tauga- lækningadeild Landsspitalans er laus til umsóknar frá 1. ágúst næstkomandi. Laun samkvæmt kjarasamningum Læknafélags Reykjavikur og Stjórnar- nefndar Rikisspitalanna. Umsóknir, er greini frá aldri, námsferli og fyrri störfum, sendist Stjórnarnefnd Rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 20. júli n.k. Reykjavik 13. júli 1972. Skrifstofa Rikisspitalanna. Faðir okkar Jón Hafliðason Hverfisgötu 32b, lézt að Hrafnistu 13. júli. Börnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.