Þjóðviljinn - 23.07.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.07.1972, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Sunnudagur 23. iúli 1972—37. árgangur—162. tölublað Alþýðubankinn hf ykkar hagur okkar metnaóur Verður yerkfall hjá framreiðslumönnum? Þegar blaðið fór i prentun i gær, var ekki séð fyrir um, hvort samningar tækjust i kjaradeilu fram- leiðslumanna. Samningafundur átti að hefjast kl 4 i gær og hafi þar ekki tekizt samkomulag átti verkfall að koma til framkvæmda kl. 3 s.l. nótt. Það er krafa framreiðslumanna um lágmarkskaup- tryggingu, sem einkum hefur strandað á. Skaftárhlaup í rénun Vegaeftirlitið veitti i gær þær upplýsingar að hlaupið í Skaftá hefði ekki lokað veginum austur enda hefði áin ekki vaxið fra þvi a föstudag, og teldi fólk þar að frekar væri farið að draga úr hlaupinu. Hins vegar hefði hlaupið lokað veginum sem ferðamenn fara gjarnan um Skaftártungur og i Eldgjá. En allt bendir til þess að hlaupið væri i rénun og þá hjaðnar það á sólarhring. Ilér er mynd af köfurum þcim er köfuðu niður i flakið af E! Grillo i lok júni. Þeir voru í kafi allt að 27 minútum. Enskur sprengjusérfræðingur kominn til Seyðisfjarðar Myndataka hefst senn Blaðið hafði samband við Troels Bendtsen og spurðist fyrir um, hvað liði undirbúningi að töku Brekkukotsannáls. Hann Borgnesingar vildu ekki landa úrfiskiskipi sínu! Borgarnes hefur sem kunnugt er ekki verið mikill útgerðarbær. Þar hefur ekki veriðskráö fiskiskip i langan aldur, þar til fyrir einum hálfum mánuði að Jón Eggertsson kaupmaður á staðnum keypti 22ja tonna bát sem smiðaður var á Skagaströnd. Jón sklrði bátinn Má, og hélt til veiða. Fyrir nokkrum dögum hugðist hann leggja upp fisk i Borgarnesi, kom siglandi með 3-400 kg. en þá brá svo við að enginn nennti að standa i þessu og snéri Jón þá til ReykjaviKur með aflann. Nú er Már á sjó og ætlar skipstjórinn,sem heitir Einar og er bróðir Jóns, að reyna fyrir vestan og norðan og leggja aflann á land þar sem hentugast er hverju sinni. Um borð eru þeir bræður og þriðji maður. sj. tjáði blaðinu að myndatakan hæfist eins og áætlað var 2. eöa 3. ágúst. Verið væri að byggja Löngustétt út i Gufunesi, einnig væri verið að innrétta innistúdió i Skeifunni og Brekkukot stæði vel verndað suður i Garði. Enn væri þó ekki búið að velja endanlega alla leikara og statista, en það yrði gert, þegar Þjóðverjarnir kæmu aftur um miðja viku. Scyðisfirði 22/7 — Á fimmtu- dagskvöld kom varðskipið Óðinn hingað með enskan sprengjusérfræðing , R.T. Drannel, en hann vinnur á vegum brezka flotamálaráðu- neytisins. Er honum ætlað að athuga djúpsprengjur og tundurskeyti um borð i E1 Grilló. Tveir kafarar frá land- helgisgæzlunni eru um borð i varðskipinu. Er þeim ætlað að kafa niður i flakið af E1 Grilló. Mér virðist þessir kafarar ekki veria eins færir og fyrir- rennarar þeirra hér um daginn. Er þó annar nýkominn heim af námskeiði i djúpköfun. Haf þeir ekki náö að kafa niður að flakinu ennþá og geta ekki verið nema 15 minútur i kafi. Forverar þeirra voru allt að 27 minútur i kafi og komust niður i flakið.Fullreynt er þó ekki um hæi'ni þeirrra. Þá er hinum enska sprengju- sérfræðingi ætlað að lita á tunnusprengju á Vestdalseyri, er Bretar skildu eftir i strið- inu. G.S. Eftir samkomulagið við EBE Framtíð samningsins veltur á lausn fiskveiðideílunnar r Ahuga á leiklist? Er margt áhugafólk um leik- nám á íslandi? Ganga margir ineö þá hugmynd aö rétt sé aö leggja stund á leiknám? Hafa ráðamenn i þjóðfélaginu áhuga á leiknámi og aðstööu leiknema? Allir vita að enginn leiklistarskóli hefur verið rekinn á islandi eða liefur tekið inn nemendur lengi. En verður á næstunni stofnaður Rikisleiklistarskóii? Svar við sutnum spurninganna er hægt að fá kl. 3 e.h. i Norræna húsinu, en þá verður haldinn stofnfundur samtaka áhugafólks um leik- listarnám. í gær undirritaöi Einar Ágústsson viöskiptasamn- ing við Efnahagsbandalag Evrópu fyrir islands hönd. Utanríkisráöherra flutti viö þaö tækifæri ræðu og sagði m.a.: ,,Með þessari athöfn lýkur flóknum en árangursrikum samningaviðræðum og nýtt tima- bil hefst i samskiptum Efnahags- bandalagsins við þau EFTA-riki, sem ekki sóttu um aðild að bandalaginu”. ...,,Sem aðili að EFTA gat ts- land frá upphafi tekið þátt i samningaviðræðum við Efna- hagsbandalagið. Sé litið á samningsniðurstöðurnar, sem fyrir liggja, er ljóst að bandalagið hefur haft raunhæfa og sveigjan- lega afstöðu til séraðstæðna ts- lands. Enda þótt markmið samninga- viðræðnanna væri friverzlun með iðnaðarvörur, gerði bandalagið sér ljóst að slikur samningur myndi vera algjörlega ófullnægjandi fyrir tsland og féllst þvi á, að samningurinn næði einnig til sjávarafurða, sem eru aðalútflutningsvörur lslendinga. Með þessu hefur bandalagið gefið gott fordæmi um það hvernig leysa beri sérstök vandamál smárikis. Fyrir þennan skilning legum vandamálum, er leiða af útfærslu islenzku fiskveiðilögsög- unnar. Komisá fyrirvari til fram- kvæmda er framtið samningsins i hættu. Það er einlæg von min, að til sliks komi ekki. Enda þótt samningaumleitanir viö Bretland liggi niðri eins og er, hafa báðir aðilar margsinnis lýst þvi yfir, að dyrum hafi ekki verið lokað og ég er vongóður að vegna þess áhuga, sem fyrir hendi er á báðar hliðai; . finnist viðunandi bráðabirgða- lausn. Fari svo er ég þess fullviss, að samningurinn muni þegar til lengdar lætur vera mikils virði - fyrir efnahagsþróun íslands og tengsl þess við Evrópu”. Einar Agústsson, utanrikisráð- herra flyt ég þakkir islenzku rikis- stjórnarinnar.... ...Við tækifæri sem þessi er eðlilegt að hugsa til þess, sem vel hefur tekizt,og að lita björtum augum til framtiðarinnar. Engu að siður get ég ekki látið hjá liða að minnast á, aö skuggi hvilir yfir samningsgerðinni. Efnahags- bandalagið hefur gert þann fyrir- vara, að umsamdar viðskipta- ivílnanir fyrir sjávarafurðir komi eigi til framkvæmda nema við- unandi lausn finnist á efnahags- Hásetahlutur 150 þús. Akranesi, 22/7, — Þrir bátar eru á sild héðan frá Akranesi. Hefur þeim gengið sæmilega siðustu daga við veiðarnar i Norðursjó. Þannig hefur Óskar Magnússon aflað fyrir á S.miljón kr. og er hásetahlutur á þeim bát um 150 þúsund kr. Fór hann á veiðar eftir sjómannadag. Þá hefur Ólafi Sigurðssyni og Jörundi gengið sæmilega. Veiðisvæði bátanna er vestan- vert við Shetlandseyjar og er sigling af miðunum þar álika löng til Danmerkur og heim til ís- lands. 1 athugun er að fleir is- lenzkir bátar komi heim með sild i beitu. H.S. Hlutafj ársöfnunin Hlutafjársöfnun Þjóðviljans i Prent h.f. er enn ólokið og skil liafa ekki borizt utan af landi. Staða kjördæmanna i söfnuninni iniðaö við upphaflcga áætlun er nú sem hér scgir: Reykjavik 108% Reykjanes 132% Vesturland 138% Vestfirðir 120% Norðurl. vest. 135% Norðurl. eyst. 90% Austurland 89% Suðuriand 65%

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.