Þjóðviljinn - 23.07.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.07.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur. 22. júli 1972 tJJODVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJODFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag ÞJóðviljana. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Sími 17500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuðí. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. Samþykkt fiskimanna í Klaksvík Fiskimannafélagið i Klaksvik i Færeyjum hefur skorað á landsstjórn og lögþing Færeyja að taka nú þegar ákvörðun um útfærslu fiskveiðilög- sögunnar við Færeyjar. Skuli yfirráða- svæði Færeyinga ná yfir landgrunnið allt og allan Færeyjabanka og komi út- færslan til framkvæmda eigi siðar en 1. sept. n.k. Þessi samþykkt fiskimanna i Færeyjum sýnir vel bæði samhug granna okkar i landhelgismálinu og einnig þann skilning sem nú fer vaxandi meðal þeirra þjóða er byggja lifsöryggi sitt á fiskveiðum, að nauðsynlegt sé að vernda fiskistofnana. Þvi hljóta íslendingar að fagna þessari samþykkt færeysku fiski- mannanna og vöna að stjórnvöld þau sem færeyska þjóðin hefur kjörið sýni þann dug, að gera lifsnauðsynlegar ráðstafanir nú þegar og helzt væri það æskilegt,að grannar okkar i austri Færeyingar stigi þetta mikilvæga skref i lifsbaráttu fisk- veiðiþjóðar, samtimis okkur þann 1. sept. n.k. Sýna þarf stórhug í raforkumálum Mikið er að undanförnu búið að deila um raforkumál Norðlendinga. Iðnaðarráðu- neytið hefur enn á ný gert sér grein fyrir þvi tviþætta hlutverki sem raflinan milli Akureyrar og Skagafjarðar á að gegna, en það er að leysa raforkuþörf Norðurlands vestra næstu tvö árin og tryggja þeim landshluta hlutdeild i framtiðarlausn á raforkuöflun fyrir Norðurland i heild með tengingu við Suðurland, og þar með aðild að ódýrri orku frá Sigölduvirkjun. Þetta réði þvi að ráðizt var i lagningu tengilinu milli Akureyrar og Skagafjarðar. Mark- miðið i raforkumálum er, að tengja saman dreifikerfi orkuveitna, og gera þannig öllum landsmönnum kleift að sitja við sama borð hvað raforkuverð snertir. Flestir.sem á annað borð hafa trú á þvi að islenzk þjóð geti byggt upp eigin atvinnu- vegi i sjálfstæðu landi, eru það stórhuga að vilja ráðast i stórvirkjanir. Forsenda þess er samtenging dreifikerfa. Morgunblaðsritstjórinn sem fylgjandi er stórvirkjun meðan það er háð orkusölu til erlendra auðfélaga vill nú aðeins virkja smátt, þegar byggja á islenzka atvinnu- vegi. Þá ser hann aðeins bæjarlækinn og er haldinnhreppasjónarmiði, sem á engan hátt samrýmist framtiðaruppbyggingu is- lenzkra raforkumála. Vera má að hreppa- sjónarmið séu nærtæk, menn sjá atvinnu- möguleika við byggingu orkuvera i heimabyggð, en litlu virkjanirnar hafa i för með sér dýrari raforku til langframa. Þvi er það mikil skammsýni að láta stundarhagsmuni vegna byggingafram- kvæmda sitja i fyrirrúmi i stað þess að meta framtiðarhag við orkukaup. Skammsýnin sem fram kemur hjá fylgjendum bæjarlækjavirkjana hlýtur að vikja fyrir þvi viðhorfi, að okkur islendingum beri að virkja stórt i þágu landsmanna sjálfra, sýna þann stórhug, sem einn samrýmist trúnni á sjálfstæði is- lenzkrar þjóðar. STÉTTIN OG STARFIÐ Þáttur um málefni verkalýösfélaga og vinnustaöa Umsjón: Arnmundur Backman og Gunnar Guttormsson 4RA DAGA YIISNUVIKA UMDEILD Á sama tíma og viö hér á landi höfum enn ekki tryggt öllum starfshópum 5 daga vinnuviku, eiga sér stað vestur í Ameriku veru- legar umræður í röðum verkafólks þar í landi um reynsluna af 4 daga vinnu- viku. Um þessa vinnutil- högun, sem þýðir 10 tíma vinnu í stað 8 á degi hverj- um (40 tíma vinnuvika^ virðast mjög skiptar skoðanir eftir því sem fram kemur í málgagni Alþjóða- sambands starfsmanna rikis og sveitarfélaga, ISKA-Bulletin. 4ra daga vinnuvika var að vísu ekki fyrst tekin upp hjá opinber- um starfsmönnum í Bandaríkjunum, heldur hjá einkafyrirtækjum, en síðar fylgdi hið opinbera í kjöl- farið og þekkist 4ra daga vinnuvika einkum meðal starfsmanna við löggæzlu. Gallup-skoðanakönnun, sem fram fór nýlega leiddi i ljós, aö 45% þeirra karla sem spurðir voru mæltu með 4ra daga vinnu- viku, en 49%, vildu halda sig við 5 daga vinnuviku. Meðal kvenna voru niðurstöðurnar á annan veg, þvi tvær ef hverjum þremur, sem spuröar voru,lýstu sig andviga 4ra daga vinnuviku. Könnun meðal beggja kynja var á þann veg að 38% voru með en 56% á móti, og 6% tóku ekki afstööu til málsins. Verkalýðssamband starfs- manna i bilaiðnaðinum hefur gagnrýnt þá lengingu vinnudags- ins; sem 4ra daga vinnuvika með óbreyttum vinnustundafjölda á viku, hefur i för meö sér. Bendir það á að þetta geti allta eins leitt til 12 tima vinnudags. Kunnur hagfræðingur hjá ameriska verkalýðssambandinu AFL-CIO,Fiudoæph Oswald,hefur skýrt frá niöurstöðu könnunar sem lciddi i Ijós að aðeins um 8. þús. ameriskir verkamenn ynnu 4ra daga vinnuviku, meðan um það bil 10 miljónir manna hefðu 40 stunda vinnuviku. Æ fleiri sam- bönd munu á næstunni semja um styttri vinnutima, ekki aðeins með styttingu vinnudagsins, heldur með lengri frium, fleiri fridögum og með þvi að menn fari fyrr á eftirlaun. Hann heldur þvi fram, að verði verkafólk látið njóta þeirrar framleiðniaukn- ingar sem vera mun á næstu 10 árum, þá sé ekki óraunhæft að tala um 29 tima vinnuviku með óbreyttum kaupmætti árið 1980. — gg- UMFANGSMIKIL FRÆÐSLU- STARFSEMI NORSKA AOF Samkvæmt lögum um hlutafélög i Noregi, fá verkamenn fulltrúa í fyrir- tækjaráðum (bedriftsfor- samlinger) eða stjómum fyrirtækja. Gert er ráð fyrir aðstofnuð verði innan tíðar fyrirtækjaráð við um það bil 270 fyrirtæki, og munu starfsmenn eiga að meðal- tali 4 fulltrúa í þessum ráð- um. Þá munu starfsmenn við fyrirtæki með 50 til 200 starfsmenn fá fulltrúa í stjórnum þessara fyrir- tækja. Samanlagt munu því á næstunni verða kosnir um 3000 fulltrúar af hálfu starfsmanna í þessar sotfn- anir. Menningar- og fræðslusam- bandið i Noregi hefur gert umfangsmikla áætlun um mennt- un þessara fulltrúa og stefnir að þvi, að þeir geti allir notið fræðslu til þess aö vera betur færir um að taka að sér þessi trúnaðarstörf. AOF gerir ráð fyrir að innan árs geti sambandið boðið a.m.k. helmingi þessara trúnaðarmanna (þ.e. um 1500) upp á tvö vikunám- skeið á ári hverju. Jon Ivar Naalsund kennari hjá AOF hefur nýlega sagt að einn mikilvægasti þátturinn i slikri fræðslu sé að veita þátttakendum á þessum námskeiðum pólitiska fræðslu, setja þessi störf i ráöum og stjórnum fyrirtækja i pólitiskt samhengi. Hann segir, að ástæðu- laust sé að óttast að þessir fulltrú- ar taki að lita á sig sem stjórn- endur fyrirtækjanna eftir skamma setu i þessum stofnun- um, og á sama hátt eigi þeir ekki að verða nýr hópur teknókrata. Á námskeiðunum verður veitt undristöðufræðsla i bókahaldi fyrirtækja, hagfræði, markaðs- málum o.fl. Framhald á bls. 11. BLÖKKUMENN HAFA 4 TIL 6 SINNUM LÆGRI LAUN Meirihluti verkamanna í málmiðnaðinum í Suður- Afríku hafa að meðaltali um 35—45 ísl. kr. í kaup á tímann. Hinsvegar hafa hinir hvítu og faglærðu frá 155 til 240 kr. á timann. Þetta kemur fram i skýrslu, sem sendinefnd frá Alþjóöasam- bandi málmiðnaðarmanna hefur nýlega lagt fram, en sambandinu var i marz s.l. boðið að senda nefnd manna til S-Afriku, eftir að þing sambandsins i fyrra hafði harðlega gagnrýnl launamis- réttið i S-Afriku. Skýrsla nefndar- innar staðfesti, að gagnrýni sam- bandsins á misréttið var rétt i öll- um atriðum. Það er álit nefndar- innar að launamisréttið milli svarta og vhitra sé ein af mörgum hindrunum i vegi jákvæðrar þjóðfélagsþróunar. Þá segir Framhald á bls. 11.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.