Þjóðviljinn - 23.07.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 23. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 2.
Þögn. Myrkur. Ofurhægt
birtirog hæöarbrúnir koma
í Ijós er sólin rís. Fuglar
kvaka i kyrrðinni. Hundur
geltir í fjarska. — Skyndi-
lega kveða við ógurlegar
drunur: sveit flugvéla
skriður af stað, klunnaleg-
arog ferlegar hlunkast þær
i loftið, hlaðnar sprengj-
um........
Svo hefst hin magnaða mynd
Mike Nichols, Catch 22, sem Há-
skólabió sýnir nú undir nafninu
,,Galli á gjöf Njarðar ’!!
bað er árið 1944. Striðinu um
ítaliu er eiginlega lokið, en for-
ingi bandariskrar flugsveitar
heldur mönnum sinum við efnið.
Á hverjum morgni sendir hann þá
til loftárása. Skotmörkin hafa alls
cnga hernaðarþýöingu; árásirnar
eru aðeins aðferð foringjans til að
auka hróðursinn heima fyrir með
loftmyndum af fallegu sprengju-
mynztri: að koma nafni sinu á
prent fyrir góða frammistöðu
eins og sumir aðrir foringjar
bandariska hersins. Flugmenn-
irnir, flestir ungir strákar, eru
orönir meira eða minna ruglaðir
af þessum djöfulgangi; foringj-
arnir fjölga stöðugt ferðum þeim
sem hver þarf að fljúga áöur en
hann losnar.
Yossarian flugliði er kannski
hinn eini þeirra með ótruflaöa
skynsenii. Ilann skilur geggjun-
ina og glæpinn og er trylltur af
hræöslu við dauðann sem er alls
staðar nálægur. Hann neitar að
fljúga framar og biður herlækn-
inn að úrskurða sig geöveikan. En
læknirinn bendir honum á ,,Reglu
22” (Catch 22): ,,Hver sem óskar
að komast burt frá þessum hild
arleik er ekki með öllu sturlaður.
Þess vegna er ekki hægt að skipa
honum að hætta aö fljúga. En' til
þess að vera settir i flug-bann
verða menn að vera sturlaðir. En
menn hljóta að vera sturlaðir ef
þeir geta haldið áfram að fljuga.
En ef flugmaður óskar að hætta
að fljúga, þá táknar það að hann
sé ekki sturlaður lengur, og þvi
verður hann að halda áfram að
fljúga.”
Svona hringavitleysa og hunda-
logik er einmitt einkennandi fyrir
skáldsögu Joseph Hellers, er kom
fyrst út i Bandarikjunum árið
1961, og hefur siðan selzt i miljón-
um eintaka um allan heim. 1 niu
ár lá kvikmyndarétturinn ósnert-
ur, þvi að ekki tókst aö koma sam-
an kvikmyndahandriti. Leikstjór-
arnir Richard Lester og Orson
Welles vildu ólmir kvikmynda
söguna en uröu að hætta við. Það
er áreiðanlega engin tilviljun að
Welles leikur með i mynd Nichols
og að kvikmyndatökumaðurinn
er aðalfilmari Lesters, David
Watkin (filmaði m.a. Bitlamynd-
ina ,,Hjálp”). Og til að bæta einu
nafni við svona til gamans, þá er
höfundur handritsins Buck
Henry. en hann leikur hlutverk
annars foringjans, Korns (menn
muna sjálfsagt eftir skemmtileg-
um leik hans i hlutverki fööur
stúlkunnar i mynd Milos For-
mans, Kynslóðabilinu (Taking
Off))_.
Það er ekki heiglum hent aö
kvikmynda þessa sögu sem er all-
flókin i byggingu. Heller: ,,Ég
bjóst við að veröa fyrir vonbrigð-
um með myndina, — þvi i raun-
inni átti ég ekkert i henni. En ég
komst að raun um að Mike
Nichols haföi ekki gert eina af
þessum venjulegu and-striðs-
RÍSPAPPÍRSLAMPINN
FRÁ JAPAN
Japanski ríspappirslampinn fæst nú einnig á Islandi í 4
stærðum.
Hentar hvar sem er, skapar góöa birtu og er til skrauts
bæði einn og einn og i samsetningum eins og á myndinni.
Athyglisverð og eiguleg nýjung.
HOSGAGNAVERZLUN
,\XELS EYJÓLFSSONAR
SKIPHOLTI 7 — Reykjavlk.
Simar 10117 og 18742.
myndum og ekki heldur brjálaða
gamanmynd. Hann náöi kjarnan-
um. Hann skildi verkið. —”
Einstaka kaflar myndarinnar
eru kannski full-langir, einkum
fatast Nichols tökin i seinni hlut-
anum. En svo eru önnur atriði of
snubbótt, eins og t.d. mótmælaaö-
geröir Yossarians. Maður á svo-
litið erfitt með aö trúa þvi, er
braskarinn Milo Minerbinder
gerir samning við Þjóðverja um
að bombardera bómullarbirgð-
irnar og i rauninni sjálfa banda-
risku herstöðina. Eins er hann
smalar saman hórum borgarinn-
ar i eitt allsherjar fyrirtæki fyrir
hermennina. En hvað getur ekki
gerzt i striði?
Af miklum hraða og krafti
skiptir myndin stöðugt um sviö og
tima. í upphafi sjáum við Yoss-
arian á tali við foringjana tvo,en
flugvélagnýr yfirgnæfir tal
þeirra. Yossarian gengur frá
þeim spölkorn; það er ráðizt aftan
aðhonum og hann stunginn hnifi.
Hann fellur i dá, og sem hann
liggur á skurðarborðinu og
sjúkrahúsi milli heims og helju
hrúgast atburðirnir upp i huga
hans i brenglaðri timaröð. Fimm
sinnum skýtur upp sama atburð-
inum er verður alltaf fyllri og
fyllri meö hverri lýsingu, Yossar-
ian stumrar yfir heisærðum,
deyjandi vini sinum um borð i
flugvél. Það er greinilegt sam-
band milli þessa atviks og hnif-
stungunnar, viss liking. Þau eru
bæði endurtekin og flugvéladyn-
urinn er sameiginlegur. Þegar
hnifstungan er endurtekin siðar i
myndinni er hávaðinn minnkaður
þannig að samtal Yossarians og
loringjanna heyrist. Þeir bjóða
Yossarian að fara heim ef hann
lofi að bera þeim vel söguna.
Yossarian sér enga aðra leið til að
losna og semur við þá. Hann
gengur burt og er stunginn. Þessi
tvö atriði eru mjög þýðingarmikil
og i rauninni miðdepill myndar-
innar. í flugvélinni verður’ Yoss-
arian fyrir hræðilegu áfalli sem
verður til þess að sýna honum
fram á hversu striðið er, og hann
þarf annað áfall (svöusárið til
þess að skynja að hann kemst alls
ekki i burtu með þvi að skriða fyr-
ir íoringjunum. Aðeins flótti mun
koma honum út úr þessum skyn-
semdarlausa heimi. Það er ekki
ætlun min að rekja einstök atriði
myndarinnar, en á spitalanum i
lokin kemur fram i samtali
prestsins og Yossarians hver réð-
ist að honum, og ættu menn að
fylgjast vel með þvi: ég hef orðið
var við að margir missa af þessu
atriði.
Joseph Heller skrifaði sögu sina
Catch
22
er Kóreustriðiö stóð sem hæst...
,,-en sagan er ekki um banda-
riska flugherinn og heimsstyrj-
öldina. ég var i rauninni að skrifa
um kalda striðið”. — Það þarf svo
sem engar útskýringar. Catch 22
er um hvaða strið sem er og hefur
öðlazt sérstaka merkingu nú á
dögúm Vietnamglæpsins. Upp-
reisn Yossarians sem Heller lýsti
fyrst árið 1961, er talin hafa haft
umtalsverð áhrif á hugsanahátt
ungu kynslóðarinnar i Bandarikj-
unum, sem neitar að fara i strið.
,,Þvi miður ", varð hinum fram
leiðandanum að orði, ,,þá getum
við alveg treyst á þjóð okkar, að
hún aðhafist þá hluti sem gera
þessa kvikmynd sigilda”
Hlutverk Yossarians gerir ó-
trúlegar kröfur til leikarans. Alan
Arkin er i einu orði sagt stórkost-
legur á hverju sem gengur. Og
Itómaborg. Nichols og félögum
tókst ekki að fínna nógu einangr-
aðan stað við Miöjarðarhafið fyr-
ir herstöðina. Þetta var ekkert
smáræðis fyrirtæki; 700 manns
unnu við að undirbúa töku mynd-
arinnar i Mexikó, m.a. við lagn-
ingu flugbrautarinnar sem gerð
var þarna milli fjallanna fyrir
þessa mynd. Margar skemmti-
legar sögur eru til af kvikmynda-
fólkinu á meðan það dvaldist
þarna i einangrun. Einn daginn
kom ,,striðshetjan” og fasistinn
John Wayne i einkaflugvél sinni
til þess að athuga ástandið i her-
búðunum. Hann bjóst við höfðing-
legum móttiikum að herforingja
sið. Enginn kom til móts við hann.
Hann brá sér þá á barinn, drakk
sig augafullan, braut og braml-
aði. valt loks um koll og rifbeins-
brotnaði.
hann er dyggilega studdur af öll-
um leikarahópnum, enda er Mike
Nichols þekktur fyrir sérstaka
leikstjórnarhæfileika, eins og
tvær fyrri myndir hans ,,Hver er
hræddur við Virginiu Woolf og The
Graduate (Frú Robertson) sýna.
Catch 22 var tekin i Mexikó og
Sumum þótti sem Orson Welles
væri full-ráðrikur meðan hann
stóð við. En Nichols hlustaði á all-
ar ráðleggingar Welles og sá
gamli gerði allt sem Nichols bað
hann um. Og auðvitað gáfu þeir
báðir út yfirlýsingar um, hversu
stórkosllegur hinn væri.
Catch 22. Anthony Perkins "
" uicipresiurinn) reynir að útskýra fyrir Yossarian (Alan Arkin).
■ hvers vegna ekki sé hægt að fá viðtal við yfirnicnniiia (Iláskóla hió) *
C3
John og Mary. Dustin Hoffman og
Mia Farrow (Nýja bió)
Strákur hittir stelpu á veitinga-
húsi. Hún l'er með honum heim,
þau sofa saman. Hún ætlar heim
morguninn eftir, en það dregst
lram eítir degi. Þau reyna að
kynnast hvort öðru og spyrja
margs og draga ályktanir um
hvort annað i huganum. Hann
segir: ,,Þetta gengur aldrei hjá
okkur, þú skalt fara”. Hún fer.
Hann leitar um alla borgina.
Hann veit ekki einu sinni hvað
hún heitir. . . .
★
Þetta er sagan um John and
Mary, ekki ýkja frumleg en bráð-
skemmtileg. Nýja bió sýnir nú
þessa mynd brezka leikstjórans
Peter Yates. llún gerist öll á ein-
um sólarhring, en inn i fléttast at-
vik úr lifi sögupersónanna
tveggja. Við heyrum ekki aðeins
tal þeirra, heldur lika hugsanir
sem oftast eru hnitmiðaðar og
fyndnar. Yates teflir hér saman
tveim framúrskarandi ungum
leikurum. Dustin Hoffman og Miu
Farrow, og tekst að halda áhuga
og ánægju áhorfandans alla
myndina þótt efniviðurinn sé
hvorki flókinn né nýstárlegur.
Þ.S.
og Mary
John