Þjóðviljinn - 23.07.1972, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.07.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 23. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7. SJÖTUGUR Á MORGUN: Sigurður Thorodd sen verkfrœðingur Það stóðu góðar disir við vöggu hans á Bessastöðum fyrir 70 ár- um. Ein veitti honum brennandi áhuga á sjálfstæði lands sins og réttlæti til handa fólkinu, sem i þvi erfiðaði — föðurarfinn frá Skúla Thoroddsen, bezta foringjanum i sjálfstæðisbaráttu lslendinga gegn danska valdinu, næst Jóni forseta sjálfum, — og þeim stjórnmálamanninum er þá sameinaði bezt sjálfstæðisbar- áttuna, réttinda — og lifskjara- baráttu alþýðu. Önnur rétti honum listgáfuna, — móðurarfinn frá heilladis tslands, frú Theódóru Thoroddsen, en hjá honum tók sú gáfa á sig form myndlistarinnar, sem hjá systrung hans, Mugg. Sú þriðja beið með sina gjöf, þar til þroskinn og þjóðfélags- umhverfið höfðu mótað mann- gerðina betur. Sú fyrsta sagði fljótt til sin,. Það var heitt i tslendingum 12. júni 1913, þegar danskir hermenn af „Islahds Falk” höfðu rænt blá- hvita fánanum af tslendingi. Meðal þeirra, sem mótmæltu á ýmsan máta, var ungur sveinn, sem labbaði sér upp á stjórnar- ráðstún og skar niður danska fánann á stjórnarráðsstönginni, táknið um yfirráð danska valdsins yfir landinu hans. Það var Sigurður Skúlason Thoroddsen. Þegar ameriska hervaldið eftir strið tók við þvi kúgunar- og spillingar hlutverki, er Danir áð- ur léku á landi hér, þá fengu þeir nýju herrar og leppar þeirra og að finna fyrir þeim hita sjálf- stæðistilfinninganna, sem svo snemma brauzt út hjá hinum unga sveini. En þegar 16 ára stúdent 1919 átti að taka ákvörðun um lifs- starfið vandaðist málið. Stjórn- mál og list voru ekki störf til að lifa af á tslandi þá. En góð dis hafði veitt honum gáfu, sem einnig rik i ætt hans og að gagni mátti koma i lifs- baráttunni, — og það dreymdi þá marga stóra drauma um að vinna með verklegri byltingu bug á fátækt frumstæðs lands, — og Sigurður Thoroddsen réðst i það að verða verkfræðingur, út- skrifaður frá verkfræðiskóla Kaupmannahafnar 1927. Og það varð ævistarfið, afkastamikið og byltingarkent, — stórhugur hans og draumsýn fengu þar oft að njóta sin svo sem i stórvirkjunum þeim, sem nú er unnið að á Suður- landi og hann dró upp hugmyndir að fyrir löngu siðan. Að flytja fjöll, skapa vötn og vinna afl úr öllum saman — getur lika heillað listræna umbyltingarsinna. En þó aðstæður ásköpuðu Sigurði þetta ævistarf. þá létu bækur Kabelais. A Critical Study in Prose Fiction. Dorothy Gabe Coleman. Cambridge Uni- versity Press 1971. Þeir góðu kappar Pantagruel og Gargantua eru góðkunn- ingjar margra, þótt höfundur þeirra sé löngu allur. Höfundur- inn var munkur og stundaði einnig lækningar: engar sögur fara af honum sem rithöfundi fyrr en sögurnar um Pantagruel og Gargantua sáu dagsins ljós i fyrstu útgáfu i fyrstu gerð á markaðnum i Lyons 1532. Bókin hinar disirnar sitt ekki laust fyrir þvi. Sigurður varð ungur sósialisti og hefur alla ævi verið einhver hinn bezti stuðningsmaöur sósialiskrar hreyfingar á Islandi. Hann var um skeið i stjórn Sósialistaflokksins og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hann. Og þingmaður flokksins. kosinn á fornu höfuðbóli og bar- áttuvettvangi ættarinnar. tsa- firði, var hann 1942-46. Eg efast um að nokkur þeirra þingmanna er endurreistu lýðveldið á Lög- bergi 17. júni 1944 hafi fundið heitar til en Sigurður Skúlason Thoroddsen á þeirri stund, er endi var bundinn á aldalanga sjálf- stæðisbaráttu við eitt útlenda valdið, — og önnur frelsisbarátta við annað vald. vonandi styttri, hafin. Ég veit það sótti að Sigurði þá eftir strið, er allar aðstæður á Islandi voru gerbreyttar. að helga starf sitt alveg stjórn- málunum eða jafnvel listinni, þvi teikningar hans og málverk — og ekki hvað sizt „karikaturar” — höfðu þá vakið athygli og hann hafði haft sjálfstæðar list- sýningar. Islenzkum stjórn- málum glataðist heilsteyptur, raunsær hugsjónamaður við að Sigurður skyldi ekki helga sig stjórnmálunum alveg. En eigi varð þá á allt kosið. En sósialisminn og sjálfstæðisbar- áttan hafa átt hjarta hans alla tið. Ég flyt Sigurði Thoroddsen og fjölskyldu hans beztu heillaóskir á sjötugsafmæli hans, þakka honum samstarfið alla þessa ára- tugi, þakka honum eljuna, fórn- fýsina, stórhuginn og vonast til þess að island og frelsishreyfing þess fái enn lengi að njóta hans og hann að upplifa endanlegan sigur hennar áður en yfir lýkur. Einar Olgeirsson * Sigurður Thoroddsen fæddist á Bessastöðum á Álftanesi hinn 24. júli 1902 og verður því sjötugur á morgun, mánudag. Hann er sonur Skúla alþingismanns og ritstjóra Thoroddsen og konu hans Theo- dóru Thoroddsen, hinna þjóð- kunnu hjóna. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavik árið 1919 og lauk prófi i bygg- ingarverkfærði frá DTH i Kaup- mannahöfn árið 1927. Fyrst eftir heimkomuna starfaði hann hjá Reykjavikurhöfn og vita- og hafn- armálastjóra, en árið 1931 stofn- setti hann verkfræðistofu i Reykjavik, sem hann rak á eigin ábyrgð til ársins 1961. Þá gengu nokkrir samstarfsmenn hans á verkfræðistofunni til samvinnu við hann um rekstur stofunnar, og hefur hún siðan verið rekin undir var litin hornauga og talin svi- virðileg og óholl unglingum, en það er ákaflega oft merki um ágæti bóka. Háðið og satiran eru einkenni, sem fáir hafa náð i svipuðum mæli, og enn þann dag i dag lifa þeir góðu kappar eigin lifi. Coleman rekur til- orðningu bókarinnar, stilein- kenni og áhrif annarra höfunda og samlikingar við atburði sam- tiðar höfundar og loks tilgang Rabelais með bók sinni, sem var svarað með ofsóknum, þrátt fyrir stuðning konungsvaldsins. Klerkdómurinn var hörundsár á þeim árum. Saniuel Johnson: Tlie Complete English Poems. Edited by J.D. Fleeman. Penguin Books 1971. Það efaðist enginn um það á timum Johnsons, að hann teldist til fremstu skálda samtimans, ljóð hans „London” var prentað 23svar sinnum og allt eftir þvi. Nú hefur Penguin gefið út ensk ljóð hans með ágætum skýring- um og athugagreinum. Bókin er gefin út i nýjum bókaflokki Penguin: Penguin English Poets: ritstjóri útgáfunnar er Christopher Ricks. mmmmmm—mim—mt nafninu Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen s.f. Hefur Sigurður verið framkvæmdastjóri hennar alla tið. Ég mun hér ekki hætta mér út i að rekja hinn langa og margþætta starfsferil Sigurðar sem ráð- gjafaverkfræðings. Á hitt vil ég minnast, að ég hygg að hann. hafi öðrum fremur mótað stétt is- lenzkra ráðgjafaverkfræðinga. Að minnsta kosti var það svo þeg- ar ég kom hingað heim frá námi, að mér virtist að i huga eldri kollega minna væri hugtakiö ráð- gjafaverkfræðingur allt að þvi bundið Sigurði persónulega: Ráð- gjafaverkfræðingur? — Ja — það var Sigurður Thoroddsen. Sigurður gerir háar kröfur til ráðgjafaverkfræðingsins. Hann á að vera maður sem hinn ósérfróði viðskiptavinur getur treyst i hvi- vetna. Ekki hvað sizt á hann að geta treyst þvi að verkfræðingur- inn sé ekki bundinn hagsmuna- legum tengslum við aðra en við- skiptavininn. Þetta er stundum erfitt i okkar þrönga samfélagi, þar sem oft er örðugt að komast hjá að þjóna mörgum herrum. En frá þessari kröfu hefur Sigurður aldrei hvikað. Eitt þeirra viðfangsefna sem Sigurður Thoroddsen fékk snemma mikinn áhuga á er vatnsaflsvirkjanir. Mig grunar, að fá viðfangsefni séu honum kærari. Hann var snemma feng- inn til að hanna og áætla vatns- aflsvirkjanir viðs vegar um land. Mér telst til, að reistar hafi verið að minnsta kosti 14 virkjanir og miðlunarvirki er hann hefur hannað, i öllum hlutum landsins að heita má. Sennilega eru þær þó orðnar fleiri virkjanirnar, sem hann hefur úthugsað og áætlað, en ekki eru ennþá byggðar. Þess- ar athuganir á hinni miklu ónot- uðu vatnsorku landsins hóf hann af eigin áhuga i tómstundum sin- um, sumpart að eigin frumkvæði og sumpart fyrir áeggjan Jakobs Gislasonar orkumálastjóra, er snemma tók að fást við þessi mál. Á siðari árum, eftir að kerfis- bundnar rannsóknir hófust á vatnsorku landsins, hefur Sigurð- ur unnið ómetanlegt starf fyrir Orkustofnun á þessu sviði. Kom þá að góðum notum sú reynsla og þekking á virkjunarmálum er hann þá þegar hafði aflað sér. Hefur samvinna hans og Orku- stofnunar verið með miklum ágætum. Fyrst i stað var Sigurð- ur svo til sá eini sem stofnunin gat leitað til um þjónustu á þessu sviði. A siðari árum hafa fleiri verkfræðistofur komið til, en Verkfræðistofa Sigurðar Thor- oddsen s.f. er þó ennþá það ráð- gjafafyrirtæki, sem langmesta reynslu hefur á sviði vatnsafls- virkjana.Hef ég orð ýmissa keppi nauta hans fyrir þvi, sem margir hverjir eru mjög færir i sinni grein. Sigurður hefur alla tið haft gott lag á að velja sér hæfileikamikla samstarfsmenn, svo sem verk- fræðistofa hans ber ljóst vitni um. Hér að framan hefur einkum verið rætt um verkfræðinginn Sigurð Thoroddsen. Sú óhugnan- lega mynd, sem stundum er dreg- in upp á þessum siðustu og verstu timum af hinum þröngsýna sér- fræðingi, næstum gjörsneyddum mannlegum eiginleikum, á allra sizt við um Sigurð. Hann er aldrei sá þröngsýni sérfræðingur sem sú mynd sýnir, heldur sér hann jafn- an viðfangsefni sín i stærra, mannlegu samhengi. Tæknin á að hans dómi aö þjóna manninum. Þetta viðhorf sýnist mér móta mjög verkfræðistörf Sigurðar. Það er þetta viðhorf, sem hefur vafalaust orðið til þess að hann hefur veriö valinn sem fulltrúi verkfræðinga á vettvangi þar sem mjög reynir á hverja afstöðu menn hafa i þessu efni. Þannig hefur hann um árabil setið i Nátt- úruverndarráði sem fulltrúi Verkfræðingafélags Islands. Svo sem umræður um náttúruvernd- armál nú á siðustu timum bera mjög með sér er það ekki vanda- laust að vera fulltrúi verkfræð- inga á þeim vettvangi. Ég hef greinilega heyrt á ýmsum félög- um Sigurðar i Náttúruverndar- ráði, að þeim þykir honum hafa tekizt það hlutverk vel, enda þótt þeir hafi ekki ávallt verið honum sammála. Ég hygg og mála sann- ast að svo verði sambúð náttúr- unnar og tækninnar bezt skipað i framtiðinni að þar riki svipuð við- horf og Sigurður hefur mótað sér i þeim málum. Ötalið er enn það sem ég tel mest um vert i fari Siguröur, en það er sú góðvild til allra manna sem mér virðist lýsa sér i dag- legri framkomu hans og sam- skiptum við menn, ásamt þvi glaðlyndi sem slikri góðvild er jafnan samfara, að ógleymdri hinni frábæru kimnigáfu hans. Til þessa lifsviðhorfs má rekja af- stöðu Sigurðar til mannsins og tækninnar sem áður er á minnst. Til þess sama má einnig rekja það, að hann hefur ávallt skipað sér þar i flokk sem barizt var fyr- ir bættum hlut litilmagnans i þjóðfélaginu. En kannski er það kimnigáfan sem hefur komiö i veg fyrir að slik barátta gerði hann nokkru sinni kreddubund- inn. Ég vil á þessum merkisdegi i æfi hans þakka Sigurði fyrir mjög ánægjulegt samstarf og önnur samskipti á undanförnum árum, sem ég vona að geti staðið lengi enn, þar eð Siguröur er við ágæta starfsheilsu og er i þeirri lukku- legu stöðu að enginn lagafyrir- mæli skipa honum að hætta störf- um sjötugum. Að endingu vil ég færa honum og fjölskyldu hans hugheilar afmælis- og framtiðar- óskir. Jakob Björnsson. Meiri ending - sama verð! YOKOHAMA PREMIUM sérstaklega gerðir fyrir stóra bíla á erfiðum vegum. HJÓLBARÐAR Höfóatúni 8-Simar 86780 og 38900 SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA • VÉLADEILD

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.