Þjóðviljinn - 23.07.1972, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. júll 1972
bréf til
blaósins
Stefna Morgunblaðsins og
Sjálfstæðisflokksins kom greini-
lega fram i umræðum Stefáns
Jónssonar við tvo hernámssinna i
útvarpinu nýlega. Herstöðin á
Miönesheiði er samkvæmt kenn-
ingu hernámssinna til þess að
verja Islendinga fyrir Rússum og
þó einkum til þess að verja
Bandarikin. Samkvæmt kenning-
um annars viðmælenda taldi
hann að 100.000 tslendingar
myndu farast ef fjarstýrðum eld-
flaugum hlöðnum kjarnorku yrði
skotið á Keflavikurflugvöll, en
hann áleit einnig að svipaöur
fjöldi myndi farast, þótt engin
herstöð væri á Miðnesheiði,
vegna geislavirks úrfellis, sem
bærist hingað frá sjóhernaði á á
Norður-Atianzhafi. Maður þessi
áleit þó skárra að hafa herstöð-
ina, en hversvegna? Við þvi var
ekkert svar. Nú er ákaflega vafa-
samt að hægt sé að ákveða mann-
fall hérlendis i styrjöld, sé ekki
gert ráð fyrir herstöð, en það at-
riði hamlaði ekki þennan fram-
sýna herfræðing. Það skulu
100.000 farasthvort sem herstöðin
er eða ekki, sú kenning er her-
mámssinnum algjör nauðsyn til
þess að vera stætt á að telja her-
stöðina nauðsynlega. Samkvæmt
kenningum Morgunblaðsins og
Sjálfstæðisflokksins verða Rúss-
ar alltaf árásaraðili, ef strið brýzt
út,og samkvæmt sömu heimildum
ætla þeir sér i styrjöld og öll
ófriðarhættan i heiminum stafar
frá þeim. Þvi álykta þeir, að
styrjöld brjótist út fyrr eða siðar.
Sá aðilinn, sem hernámssinnar
binda trúss sitt við, Nató og
Bandarikin, hlýtur að sigra i
væntanlegri styrjöld að dómi her-
námssinna, en þó verður sigurinn
nokkuð dýrkeyptur: hvað Islend-
inga snertir, ferst um það bil
helmingur þjóðarinnar. Þetta er
önnur forsendan fyrir herstöðinni
á Miðnesheiði. Hin er sú að vera
hlekkur i varnarkeðju Nató, og
með þvi að styrkja sem mest vig-
stöðu Nató hér á landi telja her-
námssinnar siður hættu á árás
Rússa, vigbúnaöarkapphlaupið
fresti styrjöld, en fresti henni
aðeins.
Þegar spyrillinn reyndi að
komast að skoðunum viðmælenda
um aðra úrlausn á spennunni
milli hernaðarblokkanna en
styrjöld, voru viðmælendur ekki
til umræðu um það. Þessir góðu
menn virðast ekki hafa fylgzt
með tilraunuum undanfarið til að
Draunnir-
inn
dýri
draga úr spennunni, enda myndu
slikar tilraunir draga jafnframt
úr vigbúnaðarkapphlaupinu og
skerða stórum hag þeirra afla,
sem mestan ábata hafa af
framleiðslu morðvopna.
Stjörnufræðingurinn sagöi á-
standið ágætt hér á landi, og mað-
ur vissi aldrei hvað maður
hreppti, ef bandariski herinn
hyrfi af landi brott: áhrif hans
væru sama og engin og afskipti
hans af innanrikismálum alls
engin. I þessum töluðum orðum
lýsti sá góði stjörnufræðingur ein-
mitt áhrifum bandariska hersins
á eigin skoðanir, innrætingin er
algjör, bandariskum áróöri hefur
heppnazt að móta svo hugsunar-
hátt og mat þessa ágæta stjörnu-
fræðings, að hann álitur áhrif
bandarisks hernaðaráróðurs eng-
in hér á Iandi. Þetta er nú innræt-
ing i lagi.
Heimsmynd hernámssinna er
þvi þessi: Tvö öfl berjast um
völdin i heiminum, og allir jarð-
arbúar eru annaðhvort á snærum
Bandarikjamanna eða Rússa:
vigbúnaðarkapphlaupið er nauð-
syn, og að lokum verður styrjöld.
Allt annað mat á ástandinu er að
þeirra dómi hin argasta villa eða
áróöursbragð Rússa. Þessi
heimsmynd kemur sér einkar vel
fyrir tvö stórveldin og auötrúa
vesalingar eru þeim hinar
„hagligustu geitur”. Þessir menn
virðast ekki muna stefnu de
Gaulle, stefnu Kinverja. Ind-
verja, Júgóslava og fjölda ann-
arra, þ.e. stefnu þriðja aflsins,
sem er sú að sundra hernaðar-
blokkunum og hamla gegn tvi-
skiptingu heimsins, sem myndi
leiða til algjörrar tortimingar.
Þriðja aflið er að verki i tiliögum
Brandts kanslara og allra þeirra,
sem eru ekki orðnir að „nærsýn-
um skepnum” og þeim mold-
vörpuöndum, sem „sig einn
sénan fær”. Og til allrar ham-
ingju eru þursarnir þegar á und-
anhaldi, sem vottast greinilegast
af samningamakki þeirra um tvi-
skiptingu heimsins i áhrifasvæði,
sem átti sér ekki stað að ástæðu-
lausu: hernaðarblokkirnar eru
teknar að gliðna i sundur.
En þrátt fyrir allar staðreyndir
er stefna Sjálfstæðisflokksins,
Morgunblaðsins og nærsýnna ró-
bóta sú, að helmingur tslendinga
skuli brenna i kjarnorkueldi til
dýrðar fjöldamorðingjum Vest-
ursins. Sá er þeirra dýrasti
draumur.
BÍLASKOÐUN & STILLING
Skúlagötu 32
LJÚSASTILLINGAR
HJÓLASTILLINGAR MÓTORSTILLINGAR
LátiS stilla i tima. 4
Fljót og örugg þjónusta. I
13-10 0
Tilkynning um útsvör
í Hafnarfirði
Þeir sem enn eru i vanskilum með fyrir-
framgreiðslu útsvara, eru hvattir til að
gera nú þegar full skil.
Efti 1. ágúst n.k. verða innheimtir fullir
dráttarvextir á vangoldna fyrirfram-
greiðslu, og allt útsvar viðkomandi gjald
anda fellur i gjalddaga.
Útsvarsinnheimtan Hafnarfirði.
Ljósmyndir frá Litháen
Litháar eru ef til vill
frægastir af tungu sinni,
sem er svo fornleg, að
ekki mun annað lifandi
mál geyma meira af forn-
um indóevrópskum arfi.
En þeim er einnig margt
til lista lagt — hafa til
dæmis á síðari árum eign-
azt ágæta listamenn í
grafík, sem borið hafa
hróðursinn víða um heim.
Og þeir eiga ýmsa ágæta
menn i gerð listrænna
Ijósmynda.
Hér fara á eftir nokkrar
Ijósmyndir sem fram
komu á sýningunni
Gintaro krastas í Vilnius.
1 ) Draumur (Sapnas)
eftir Aleksandras
Macijauskas.
2) Kartöf lutím inn
(Bulviakasis) eftir
Vaclovas Straukas.
3) Sveitafiðlari (Kaimo
smuikinikas) eftir
Algerdas Pilvelis.