Þjóðviljinn - 26.07.1972, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 26.07.1972, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur. 26. júii 1972 DIOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljana. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuðí. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. SKATTARNIR OG LÍFEYRKÞEGAR Vinstri stjórnin hefur á þvi rúma ári; sem hún hefur farið með völd, beitt sér fyrirhækkunelli-og örorkubóta úr 4.900 kr i 7.241 kr. og komið á tekjutryggingu er nemur 11.200 kr. Þegar þessar bætur voru hækkaðar kallaði Morgunblaðið hækkanirnar til hinna öldruðu „óþarfa veizluhöld” og sögðu tekjutrygginguna ,,ala á leti og ómennsku.” Slik voru við- brögð þeirra sem nú þykjast bera sér- staka umhyggju fyrir öldruðu fólki vegna skattalaganna. Þjóðviljinn benti fyrst blaða á þann annmarka nýju skatta- laganna er gerði ellilifeyrisþegum að bera hærri skatta. Sérstök ástæða er til að benda á þann annmarka, að ellilifeyris- þegar verða ekki aðnjótandi þeirra lag- færingar á skattalögunum, sem niður- felling almannatryggingasjóðsgjaldsins var, en það hefði orðið 22 þúsund krónur, þar eð ellilifeyrisþegar voru þá þegar undanþegnir þvi gjaldi. Hins vegar var ætlun þeirra sem endurskoðuðu skatta- lögin i vetur, að beitt yrði undanþágu- ákvæðum,,frá tekjuskatti og útsvari, sem þetta fólk snerti og veitti heimild til lækkunar á skatti aldraðra. Þannig er ákvæði i 25 gr. laga um tekju- og eignaskatt er segir: „Tekjuskatt gjaldenda, sem náð hafa 67 ára aldri á skattárinu,að fjárhæð 5.000 kr. eða lægra, skal fella niður. Tekjuskatt sömu gjald- enda að fjárhæð 5-10.000 kr.lækka þannig, að lækkun réni i beinu hlutfalli við hækkun tekjuskatts.” Þá segir i 15. gr. reglu- gerðar um útsvör, að „heimilt er sveitar- stjórn að lækka útsvar gjaldanda sem nýtur bóta, þ.e. elli- og örorkulifeyris, örorkustyrks, makabóta, barnalifeyris, mæðralauna, ekkju- og ekklabóta, og ekkjulifeyris.” Skattskráin bendir til þess að þessum heimildarákvæðum til lækkunar á greiðslum aldraðs fólks til hins opinbera hafi litið verið beitt og þvi sjálfsagt fyrir bótaþega að kæra til skatt- stjóra vegna álagningar. Ef menn hafa fengið útsvar á elli- og örorkulifeyri, þá er það vegna þess að borgarstjórnarihaldið, með Geir varaformann Sjálfstæðis- flokksins i fylkingarbrjósti, hefur ekki notað þessar undanþáguheimildir. í þessu sambandi er einnig rétt að minna á, að borgarstjórnarihaldið notfærði sér alla möguleika til að auka álag á útsvarið og fasteignagjaldið og lagði sig fram um að auka þannig skattana sem mest. Morgunblaðið skrifar nú um það, að eðlilegra hefði verið að auka skattana á þeim með breiðari bökin. Þjóðviljinn tek- ur eindregið undir það, en minnir Morgun- blaðið um leið á afstöðu þess blaðs til stór- eignaskattsins forðum. Alþýðubandalagið hefur ávallt verið fylgjandi hörðu skatta- eftirliti og stighækkandi stökkum er kæmu þá þyngst á þá er breiðust hafa bökin, en hefur alltaf rekið sig á harða andstöðu úr röðum Sjálfstæðismanna og ihaldsaflanna innan Framsóknarflokksins. Skattlagning á stórgróðafyrirtæki hefur mætt sömu andstöðu. En ef til vill er rétt að láta nú reyna á vilja þessara aðila i verki. Jakob Jakobsson svarar brezkum þingmanni: BREZKIR TOGARAR HAFAVEITT MUN SMÆRRI FISK EN SKIP ANNARRA ÞJÓÐA I blaðinu YORKSHIRE POST birtist þann 7. júli grein eftir JAKOB JAKOBSSON fiskifræðing, þar sem hann hrekur ýmsar staðhæfingar Patricks Walls þingmanns (sem margir islendingar eru farnir að kannast við) um íslenzkar fiskveiðar og landhelgismál. t upphafi greinar sinnar getur Jakob um þá staöhæfingu þing- mannsins aft tslendingar hafi litl- ar áhyggjur af verndun fiski- stofna heldur vilji þeir einfald- lega einoka þann fisk sem hafa má á fslandsmiöum. Jakob tekur dæmiö af Norður- Atlanzhafssildinni sem hvarf til aö skýra þá staðhæfingu tslend- inga aö ekki sé unnt að treysta á alþjóðlegar nefndir eins og t.d. NEAFC (Noröaustur-Atlanzhafs fiskveiöanefndin) aö þvi er varð- ar virkar ráðstafanir til verndar fiskistofnum. Hann segir, að einnig aö þvi er varöar Noröur- sjávarsild hafi þessi nefnd brugð- izt hlutverki sinu. Jakob hrekur þær staðhæfingar Walls að tslendingar hafi spillt sildarstofn- um með ra'kjuveiðum við tsland suðvestanvert — getur þess, að þau mið hafi fundizt fyrir aðeins tveim árum og gætu rækjuveiðar þar þvi ekki haft áhrif á stofna annarra fiska — auk þess hafi lslendingar strangara eftirlit með þvi að öðrum fiski sé ekki spillt með rækjuveiðum en aðrar þjóöir. Reikningslist borgarstjóra llér i þessum pistlum hefur oft vcrið á það bcnt að Geir Hall- grimsson borgarstjóri sýndi vita- verða vanrækslu i starfi sinu og væri algerlcga upptekinn i bar- Þá vikur Jakob að þeim stað- h;efingum Walls að þorskastofn- inn við lsland sé ekki i ýkja mik- illi hættu, enda hafi veiðin verið nokkuð jöfn og stöðug undanfar- inn áratug. Jakob minnir á það, að Bretar hafi árið 1966 veitt um 110 þúsund smálestir af tslands- þorski, eða um 30,6% af afla- magninu aö þyngd. En á sama ári var sjálfur fiskafjöldinn sem Bretar veiddu um helmingur allra þorska sem veiddust á íslandsmiðum. Þessi mismunur á hlutfalli i þyngd og tölu stafar af þvi, segir Jakob, að brezkir tog- arar hafa tilhneigingu til að veiða meira af ungum og óþroskuðum þorski en skip annarra þjóða. Að lokum rekur Jakob Jakobs- son ofan i hinn brezka þingmann staðhæfingar um að á fundi NEAFC 1971 hafi þvi verið lýst yfir, að þorskstofninn við tsland væri ekki i þeirri hættu að það þyrfti að gera einhverjar sérstak- ar ráðstafanir honum til verndar. Engin slik ummæli er að finna i fundargerðum nefndarinnar. áttunni innan sins flokks um for- mannssætið. Nú hefur þessi van- ræksla komiö æ skýrar fram. Ný- lega lagði borgarstjórinn fram reikninga borgarinnar ,,vel" end- urskoðaða. Þegar fulltrúar minnihlutaflokkanna fóru að kanna málið betur og athuga ein- staka liði borgarreikningsins þá kom fram að leiðrétta þurfti 23 Herragarðurinn Ný herrafataverzlun i miðbænum Garöar Siggeirsson fyrir framan nýju verzlunina sína í Aðalstræti 9. (Ljósm. Gunnar Steinn) Eigandinn, Garðar Siggeirsson, Ástæða er til að benda á, að auk hefur 12 ára reynslu i herraverzl- mikils úrvals af fatnaði i venju- un, og mun kappkosta að hafa á legum stærðum, mun HERRA- boðstólnum eingöngu vandaðar GARÐURINN leggja áherzlu á að vörur frá innlendum og erlendum þjóna þeim viðskiptavinum, sem framleiðendum. þurfa sérstærðir. liöi á tekju- og rekstrarreikningi borgarsjóðs. Hrein eign fyrir- tækja horgarinnar var vantalin um a.m.k. 55 iniljónir. Ljóst var að ein deild borgarskrifstofunnar vissi ckki livað önnur var að gera, alla heildaryfirsýn og hcildarfyr- irmæli skorti. Samræmingu á vinnubrögöum deilda og fyrir- tækja borgarinnar á borgarstjóri að hafa með höndum, en þessi at- riði liöfðu vcrið vanrækt gersam- lega. Sigurjón Pétursson borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins sagöi i umræðunumi „Þessi reikningur er i einu orði sagt rangur og það er móðgun við borgarfulltrúa að bjóða upp á hann til samþykktar eins og hann liggur hér fyrir. Þetta eru stór orð, sem ástæða er til að finna stað." i umræðum i borgarstjórn urðu borgarstjórinn og erfðaprins lians að viðurkenna þessar reikningsskekkjur. En hvaðætli Geir Ilallgrimsson hcfði gert við stjórnendur og bókhalds- aðila i hans cigin fyrirtækjum, ef svona reikningur hefði þar verið lagöur fram á hluthafafundi? Þetta siðasta hneyksli borgar stjórans, því lians er ábyrgðin, gefur tilefni til að enn á ný verði tekin til umræðu vanræksla hans i borgarstjóraembættinu. Það er ekki seinna vænna fyrir Geir að gera upp við sig, hvort hann ætli aðsinna þvi starfi sem minnihluti Reykvikinga kaus hann til cða hvort hann snúi sér algerlcga að innanfiokksbaráttunni. err.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.