Þjóðviljinn - 13.08.1972, Síða 15

Þjóðviljinn - 13.08.1972, Síða 15
Sminudagur 13. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15. „Það er mikil gæfa Framhald af bls. 9. á þessu og muni tilkynna forseta uppgjöf sina i fyrramáliö. Nú heimti þeir alþýöutryggingar eins og menn hafi hugsað sér þær beztar i heiminum. Hvernig i andskotanum á ég að vita hvernig menn hafa hugsað sér alþyðu- tryggingar beztar! Það varð aö samkomulagi milli okkar Ólafs að hugleiða málið um kvöldið og nóttina. Um morguninn hitti ég Ólaf, og hann segir við mig: „Einar, nú skal Alþýðuflokkurinn drepa sjálfan sig, ef hann ætlar aö drepa þessa rikisstjórn. Ég „asseptera" það allt." Og nú er komið til kasta Alþýðuflokksins. Þeir sem höföu sett hörðust „skilyrði" fengu að sýna hver heilindi höfðu búið að baki. Máliö er tekið fyrir i mið- stjórn Alþýðuflokksins. Þar falla atkvæði þannig.að 10 eru á móti, þrátt fyrir það að gengið hafði veriö að „skilyrðum" þeira, en 10 vóru með og fjórir sátu hjá, þar á meðal vissir forustumenn Alþýðuflokksins sem talið var að hefðu lofað k'ramsókn að koma i veg fyrir að stjórnin yrði mynduð. Finnur Jónsson á Isafirði var fjarverandi, er miðstjórnin hélt fund sinn, en hann greiddi at- kvæði i simskeyti með myndun rikisstjórnarinnar, og þar með varð Alþýðuflokkurinn aðili að stjórninni. Eftir allt þetta þóf var rikis- stjórnin mynduð. Viö fengum þó ekki til ráðstöfunar i stjórninni þær 580 miljónir sem inneignirnar námu — heldur 300 miljónir króna. Það var eitt af „skyl- yrðum" Alþýðullokksins. Ilugsið ykkur... árið 2044! Svona stóð þetta tæpt með myndun nýsköpunarstjórnarinn- ar. Verkföll héldu áfram fyrstu dagana; meðal annars var sem betur fer prentaraverkfall þegar stjórnarmyndunarþófið stóð yfir — en verkföllin leystust áður langt leið. 21. október er stjórnin mynduð. — Þið gerið fyrst og fremst kröfur um atvinnumálin. En hvað um sjálfstæðismálin? — Við vissum — meðan stjórnarmyndunin stóð yfir — að Bandarikjahættan var yfirvof- andi, og við vildum vera i rikis- stjórn til þess að koma i veg fyrir það að Bandarikjamenn héldu herstöðvum sinum hér áfram. Og eitt það allra þýðingar- mesta, sem okkur tókst með myndun nýsköpunarstjórnarinn- ar var að koma i veg fyrir það, að orðið yrði við kröfum Banda- rikjamanna um þrjár lokaðar herstöðvar á Islandi ti! 99 ára. Hugsaðu þér aðstöðuna hér á landi i hernámsmálunum: Her- stöðvar til 99 ára i Keflavik, Hval- firði og Skerjafirði. Þessar her- stöðvar hefðu veriö viggirtar, gjörsamlega lokaðar fyrir tslendingum og islenzkri umferð. Ekki einu sinni Isl. ráðherrar hefðu getað fengið að fara um þessi svæði. Og ef Islendingar hefðu verið bláfátæk þjóð 1. október 1945 i harðvitugri inn- byrðis baráttu,og hefðu Banda- rikjamenn boðið stórfé fyrir þessar herstöðvar þá hefði svarið þvi miður orðið annað. A þennan hátt og fleiri höfðum við sjálf- stæðismálin i huga og þau voru á dagskrá nýsköpunarstjórnarinn- ar. Meðal annars ræddum við Bandarikjahættuna i þing- flokknum. Al' hverju varðst þú ekki ráðherra? Sósialistaflokkurinn átti tvo ráðherra i nýsköpunarstjórninni. Hvernig stóð á þvi að þú varðst ekki annar ráðherrann? — Það var strax ákveöið i flokknum að Áki yrði ráðherra þar sem hann hafði þá þegar reynslu af hliðstæðum störfum sem bæjarstjóri á Siglufirði. En um það var allmikið rætt hvor okkar Brynjólfs ætti að taka aö sér ráðherraembættið. Á einum fundinum var ákveðið að við skyldum tveir fara af fundinum og koma okkur saman um þetta. Niðurstaðan varð sú, að Brynjólfur tók þetta að sér fyrir þrábeiðni mina, og það var vel ráðið þvi hann reyndist frábær menntamálaráðherra, og tillögur Siglúsar og hans i mennta- málunum voru samþykkta^ á tima nýsköpunarstjórnarinnar. Eitt af þvi sem mér fannst svo ánægjulegt við nýsköpunar- stjórnina var hversu gott sam- starf tókst með þeim Brynjólfi og Ölafi. Þeir stóðu fremst i and- stæðum baráttusveitum, en löngu eftir að slitnaði upp úr samstarf- inu i nýsköpunarstjórninni héldu þeir vissum, oft furðulegum, félagsskap, að þvi er ýmsum myndi þykja. Til dæmis um það skal ég segja þér eftirfarandi sögu: Það var á kaldastriðstimanum miðjum að hringt er til Brynjólfs og honum sagt undarlegri röddu að hann verði tekinn af lifi á morgun klukkan tvö. — Láttu ekki svona Ólafur, segir Brynjólfur þá i simann. — Hvernig i ósköpunum vissirðu að þetta var ég, spurði þá Ólafur. — Hver heldurðu aö hefði verið svo elskulegur að láta mig vita þetta fyrirfram nema þú, svaraði Billinn. — Þegar þú verður ekki ráð- herra situr þú i nýbyggingarráði sem varaformaöur þess. Hvernig starfaði nýbyggingarráð? Var það kannski eins konar ráðu- neyti? — Nýbyggingarráð var sjálf- stæö nefnd fjögurra manna, einn úr hverjum flokki, og starfaði ráðið eiginlega sem heili rikis- stjórnarinnar i atvinnu-, efna- hags- og áætlunarmálum. 1 ráðinu gerðum við áætlanir um að gjörbreyta öllu atvinnulifi lands- ins,og af nánu samstarfi þess og rikisstjórnarinnar leiddi að ný- sköpunarstjórnin vann mikil afrek. — I þessu sambandi má minna á skrif Alþýðublaðsins um skýja- ÚTBOÐ Tilboð óskast i byggingu fyrsta áfanga iþróttavallar Kópavogs við Kópavogslæk. Gera skal knattspyrnuvöll, 40C m hlaupabraut, atrennubrautir fyrir stökk, kasthringi og neðsta pall áhorfendasvæðb ásamt niðurföllum og holræsalögnum. Verkslok skulu vera 30. april 1973 Útboðsgögn verða afhent á skriísiofu bæjarverkfræðings Kópavogs Álfhólsvegi 5 kl. 11, mánudaginn 14. ágúst 1972. Tilboðum skal sk ila 29. ágúst kl. 11 og verða þau opnuð þá. Bæjarverkfræðingur Kópavogs. Sfór sending á kynningarver&i! Kr. 1.590- stærð 56?-13/4 Kr. i.775- Kr. 2.970- stœrð 560-15/4 Höfum fengið sfóra sendingu af BARUM hjólbörðum í flestum stærðum ó ótrúlega hagstæðu verði, eins og þessi verðdæmi sanna. BARUM KOSTAR MINNA — EN KEMST LENGRA stærð 650 - 16/6 ftKKNtSKA BIFRtlDAUMBODIO A ISLANDI H.F. að...” borgirnar, froðuna og paradisar- draumana. Og það má lika minna á það hvað nýsköpunarstjórninni tókst að framkvæma i atvinnu- málum: t»að sem vannst Fiskiskipaflotinn 1945 var 24 þúsund smálestir; þar af voru 2S gamlir togarar, ryðkiáfar, alls um 9000 lestir. Nýsköpunar- stjórnin lét smiða 32 nýja togara, og tugi báta innanlands og kaupa 140 báta erlendis frá. Með þessu móti var fiskiskipaflotinn tvö- l'aidaður að smáiestatölu, varð 4S þúsund lestir, þó að mörg gömlu skipin liættu. Klutningaskipaflotinn var 0500 lonn 1945 Aætlun nýbyggingaráðs var að kaupa 13 ný skip, 23 þús. lonn og áætlunin var framkvæmd (il fulls: Flutningaskipaflotinn nær fimmfaldaðist. Afköst sIIda rverksni iðjanna vom aukin úr 44 þúsund niáluni á sólarhring í TTþúsund. — Þannig mælti enn lengi telja. Um leið og þetta gerðist voru opuaðir nýir markaðir — ekki si/.t við Sovét- rikin. Ilvar ætlar Kinar að selja allt þetta? var spurt. Skammsýnin er ekki ný undir sólinni. Þannig tók F’élag islenzkra botnvörpuskipaeigenda þá af- stöðu til tillagna okkar um smiði 30 nýrra disiltogara, að vera á móti þvi, Þessir „framsýnu" at- vinnurekendur vildu biða i eitt og hálft ár — og kaupa þá kola- togara! En við réðum ferðinni og þurltum ekki að fara að tillögum þessara herra. Háðin höfðu verið tekin af afturhaldinu, sem aldrei sá neina leið i neinu máli nema að lækka kaup verkamanna. t»aö er inikil gæfa - Spyrjum enn: Tveir þættir stjórnmálastarfs þins eru i augum ungra manna á lslandi i dag hvað stærstir: Starfið,ekki sizt á Norðurlandi, að sköpun sósialistiskrar verkalýðshreyf- ingar og siðan nýsköpunin. Ilvor þátturinn er mikilvægari i þinum augum? — Þetta er einn og sami þáttur- inn, órjúfanlega samofinn. Þau sjö ár sem ég vann með að myndun og eflingu sósialistiskrar verkalýðshreyfingar á Norður- landi, eru mér ógleymanleg, — tilfinningin að taka þátt i sigur- brag „þess fólks sem vaknar" og meðvitundin um að hafa stuðlað að styrk þeirrar róttæku verka- lýðshreyfingar, sem ætið hefur haldizt nyrðra, er mér dýrmætt. Siðan hófst starfið i Reykjavik, 1931. Timabilið frá 1930-1942 er hetjuöld islenzkrar verkalýðs- hreyfingar, þar sem kjarni hennar þróast i baráttu Kommúnistaflokksins á timum kreppu og neyðar og sameinast siðan, á timum baráttunnar gegn fasismanum, hinum ágætu fé- lögum úr Alþýðuflokknum, er mynduðu með okkur Samein- ingarflokk alþýðu — Sósialista- flokkinn, fyrst og fremst þeim ó- gleymanlega leiðtoga og sam- starfsmanni Sigfúsi Sigurhjartar- syni. I eldraun áranna 1938-1942 er svo að lokum stálið hert sem — i skæruhernaðinum 1942 — heggur sundur hlekki þess gerðardóms, er viðhalda skyldi kúguninni og neyðinni. Og sósia- lisk verkalýðshreyfing tekur póli- tiska forustu með þjóðinni og skapar i krafti marxisks skilnings á aðstæðunum og i krafti sósia- liskrar hugsjónar og kjarks þá nýsköpun atvinnuveganna sem veldur þáttaskilum i sögu okkar lands. Þetta er allt ein og sama baráttan — fyrir byltingu i með- vitund og lifskjörum islenzkrar alþýðunnar og sósialismans. Það er mikil gæfa aö hafa fengið að vera með i ailri þessari baráttu, en það stórfenglegasta er að hafa mátt hjálpa til að vekja það fólk, sem hlekkjað var i fjötrum fátæktarinnar, veita þvi trú á sjálft sig og framtiðartak- mark sósialismans og upplifa með þvi, þegar það hristir af sér þessa fjötra, þótt það sé innan auðvaldsskipulagsins. Heillaóskir — — —Hér hefur verið verið stiklað á stóru um feril ný- sköpunarstjórnarinnar. Sú saga SOLUSTAÐIR: GARÐAHREPPI SlMI 5060^' (oður Hjólborðaverkstæði Gorðahrepps Sunnan við laekinn, gengt benzínstöð BPI er enn óskráð i heild sinni. Þó er nýsköpunartimabilið aðeins kafli i stjórnmálaferli Einars Olgeirs- sonar. Enn er Einar virkur félagi og jafnbrennandi áhugasamur og fyrrum er hann stóð sjálfur fremst i eldlinunni. Hugur Einars er sifellt viö stjórnmálin. Hann gefur útreglulega timaritiö Rétt, en hann hefur verið ritstjóri þess i nær 50 ár. Einar sækir reglulega fundi Alþýðubandalagsins. Iðu- lega er hann kvaddur til erinda- flutnings i skóla eða i leshringi þarsem yngsta kynslóðin hlýöir á hann segja frá reynslu sinni af sósialskri baráttu. Um Einar Olgeirsson verður ekki skrifað i eitt eintak litils dag- blaðs svo vit sé i. Til þess þyrfti bækur og það margar bækur. Hitt er fullvist, og á að hafa komið fram i þessari grein, að nýsköpun atvinnuveganna i lok striðsins er grundvöllur þeirrar sögu sem vtð erum að skrá með athöfnum okkar frá degi til dags. Ég færi Einari Olgeirssyni per- sónulega innilegar árnaðaróskir i tilefni dagsins og óska honum og konu hans allra heilla. Fyrir hönd Þjóðviljans flyt ég Einari Olgeirssyni einnig kveðjur. SHDOn ® BÚÐIN AUÐBREKKU 44 -46, KÖPAVOGI — SlMI 42606 Einar Olgeirsson var fyrsti rit- stjóri Þjóöviljans og gegndi þvi starfi i áratug. Æ siöan hefur hann lagt Þjóðviljanum ómetan- legt liö, og i dag á hann sæti i stjórn Útgáfufélags Þjóðviljans. Heill þér sjötugum, Einar. sv- Sjónvarp Framhald af 13. siðu. Archangelo Corelli. Stjórn- andi Ingvar Jónasson. 22.05 Stalin Mynd frá sænska sjónvarpinu um þróun Sovétrikjanna á valdatima Jósefs Stalins. Brugöið er upp myndum úr rússnesku þjóðlifi, eins og það var fyr- ir byltinguna og greint frá hvernig iðnaður varð smám saman grundvallaratvinnu- vegur Sovétmanna á Stalinstimanum. Einnig getur hér að lita myndir, sem þýzkir hermenn tóku á sinum tima á vigstöðvunum i Rússlandi, en komust siðar i annarra hendur. (Nord- vision — Sænska sjónvarp- ið) Þýðandi og þulur Jó- hanna Jóhannsdóttir. 22.50 Dagskrárlok lönskolinn í Reykjavík 2 kennarastöður eru lausar til umsóknar: 1. Aðalkennslugrein: Efnafræði 2. Aðalkennslugrein: Bókfærsla Æskilegar aukakennslugreinar: Eeikningur og enska. Umsóknir um stöðurnar sendist til Menntamálaráðuneytisins eða Iðnskól- ans i Reykjavik sem allra fyrst. — Um- sóknareyðublöð fást á ofangreindum stöðum. Skólastjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.