Þjóðviljinn - 19.08.1972, Síða 2

Þjóðviljinn - 19.08.1972, Síða 2
2 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. ágúst 1972! Kjartan Guðmundsson bifreiðastjóri F. 24.4. 1921 - D. 12.8. 1972 1 árhundruö hafa menn velt fyr- ir sér tilgangnum meö lifi og dauða, og i árhundruð enn mun svo veröa. Sumir telja sig vita lausn gát- unnar, aörir efast og halda leit- inni áfram og leggja sitt til mála. Einn slikur efasemdamaður, Þjóöverjinn Schiller, sagöi: — Þaö sem er jafn algengt og dauöinn, hlýtur aö vera einhver velgjörningur. — Slík heimspeki er trúveröug. Þvi ber okkur sem enn lifum að spjara okkur viö fráfall vinar. Kjartan Guömundsson bif- reiðastjóri Keflavik er iátinn 51 árs að aldri. Kjartan var fæddur að Núpi i Haukadal i Dalasýslu 24. april 1921. Foreldrar hans voru Sólveig ólafsdóttir og Guðmundur Guð- mundsson. Hjá foreldrum sinum ólst Kjartan upp til 12 ára aldurs, en þaöan i frá þurfti hann að sjá um sig sjálfur. Kjartan mun hafa fengizt við ýmis störf, en lengst mun hann þó hafa starfað viö bifreiöaakstur hjá Sérleyfisbifreiðum Keflavik- ur. 1957 kvæntist Kjartan Ester Þórðardóttur, sem iifir mann sinn ásamt tveimur sonum þeirra, Þórði 14 ára og Guðmundi 13 ára. Fyrir hjónaband eignaðist Kjartan dóttur, Elsu Björk, nú gifta og þriggja barna móður. Kjartan lézt 12. ágúst, og bar dauða hans brátt að. Þegar félagar falla fyrirvara- laust staldra menn við og rifja upp kynnin. Slikar upprifjanir eru Kjartani hagstæðari en mörgum öðrum. Aðeins ein upprifjun; ekki frá góöum dögum i baráttu og um- ræðu um sósialiskt ísland, heldur um Kjartan sem föður. 1 fimm vetur kenndi ég yngri syni þeirra hjóna, Guðmundi, sem var mikill fyrirmyndarnem- andi og námshestur. Orsakanna fyrir námshæfni Guðmundar og þeirra beggja bræðranna má efa- laust leita i umhyggju foreldra þeirra og þessari spurningu Kjartans til kennara: Hvað get ég gert fyrir þá? Slik umhyggja mætti lifa meðal okkar. Konu Kjartans, sonunum báö- um, dóttur og öllum ættingjum hans, votta ég samúð, fyrir mina hönd og minna. Úlfar Þormóðsson. vegna I ósköpunum menn fari út i þann fjanda að læra lögfræði, til þess eins að praktisera siðan sem lögfræöingar með eigin lög- fræðifyrirtæki, með skitadjobb eins og skrifstofustjórn eins ráðuneytis á bakhöndinni. Sveinbjörn Dagfinnsson, Tjarnarflöt 2 i Garðahreppi, skrifstofustjóri landbúnaðar- ráðuneytisins og praktiserandi lögfræðingur, hefur samkvæmt tekjuútsvari ekki nema 487.000,00 kr, i árstekjur.og verð- ur að teljast vel af sér vikiö hjá honum að geta rekið með þeim launum einbýlishús, bifreið og slatta af hrossum (ég hef heyrt að hann eigi átta hesta, en sel það sama verði og ég keypti). Mér segja kunnugir, að fóðrun eins hests hjá Fáki kosti að minnsta kosti 12 þús. kr. á ári, þannig að ef rétt er að hann eigi átta stykki, þá kostar það hann 96.000,00 kr. Nú verðum við bara að vona aö maðurinn sé ekki mjög barnmargur, þvi að þegar billinn, húsið og hestarnir hafa tekið sitt af þessum lágu laun- um er hætt við að lltið verði eftir fyrir familiuna. , Ég tek ofan fyrir mönnum sem þetta geta!! H.M.H. Laus staða Staða deildarstjóra i fræðslumáladeild menntamálaráðuneytisins er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 17. september 1972. Menntamálaráðuneytið, 17. ágúst 1972. Listin að geta lifað Ég hef verið að skoða skrá um álagða skatta og gjöld i Hafnar- firði og Garðahreppi, mér til á- nægju og uppbyggingar i smá- veikindum. Ég rakst þar á eitt nafn, sem vegna furðulágra op- inberra gjalda hefur vakið þá spurningu með mér, hvers Samkeppni um borgarbíl Nýlega átti sér stað athyglis- verð sýning hjá General Motors i New Milford, Michigan. Sýndir voru 68 bilar sem verkfræði- stúdentar i Bandaríkjunum og Kanada höfðu smiöað I tilefni samkeppni um nýjar hug- myndir varðandi farartæki i stórborgum. Ymsar bilaverksmiðjur gáfu vélarhluti, en-aö öðru leyti urðu stúdentarnir að sýna hug- myndaflug sitt i útvegun efnis. Bilarnir 68 þurftu að ganga i gegnum prófun i 14 liðum, og atvinnubilstjórar dæmdu um aksturshæfni þeirra. Fyrstu verðlaun hlaut svonefndur Wally Wagon, en hann hefur algjörlega sjálfvirka raf- kveikju, yfirbyggingu úr trefja- plasti og gengur fyrir köfnunar- efni i fljótandi formi. Hann kost- aði i framleiðslu 30 þúsund doll- ara. Kunnáttumenn luku lofsorði á margt i þessum bilum og sögðu, að fyrst stúdentarnir gætu komið fram með svo margar athyglisverðar nýjungar, þá ættu hinir „stóru” ekki að vera i vandræðum með að framleiða skynsamlegri bila i framtiðinni. Flaskan mín dýr Vínmenning er meðal annars fólgin í þekkingu á góðum vínum, hvenær vín- gerð heppnist vel og hvenær illa, en eins og flestir vita eru gæði vína mjög mismunandi frá ári til árs. Margir vinþekkjarar telja að árið 1929 hafi verið bezta vin- gerðarár á þessari öld og bezti vinframleiðandinn Chateau Mouton — Rothschild. Fyrir skömmu fór fram árlegt uppboð á vinum i New York, og þar var boðin upp fiaska af vini frá þess- um vinframleiðanda (flaskan var fimmfalt stærri en venjulegar vinflöskur) og hún seld á rúmar 740 þúsund krónur, sem eralgjört met. Kaupandinn heitir Joseph Zemel, 28 ára vinsali. ,,Ég keypti flöskuna af þvi að þetta er bezta vin sem nokkru sinni hefur verið framleitt”, sagöi Zemel, en grun- ur leikur á að hann hafi lika viljað borga vel fyrir að komast i sviös- ljósið. Burtséð frá þessum ósköpum, þá er verð að hækka á þekktum vintegundum, sérstaklega frönskum vinum, en frönsk vin- framleiðsla hefur verið meö minna móti að undanförnu; jafn- framt fer eftirspurn eftir góðum léttum vinum vaxandi. Svo aftur sé snúið að Joseph Zemel, sem nú á dýrustu vin- flösku i heimi, þá ætlar hann ekki að opna flöskuna fyrr en á brúð- kaupsdegi dóttur sinnar, en hún er nú 3ja ára. Þá getur vinið hæg- lega orðið súrt, en þá ætlar Zemel bara að nota það sem borðedik! Japanir hafa byrjað framleiðslu á þessu baðkeri, sem er, eins og myndin sýnir, hinn eigulegasti gripur. I karinu laugast likam- inn að sjáifsögðu, og siðan er hægt að setja i gang ýmiskonar nudd- ■;tæki sem eru staðsett i karinu. Semsagt tæki sem eykur 1 hreysti. og veiliðan, en tals- vert dýrt. Zemel meö flöskuna friðu. Aðdáendum Fischers, varð ekki um seU Margt fróðlegt og skemmti- legt hefur verið skrifað um ein- vigið i skák. Bandariska viku- ritið Time (21. ágúst) gerir aö umtalsefni siðustu skákirnar og heldur þvi fram að Spasski muni sækja sig í siðari hluta keppninnar; en þegar þær fréttir bárust aðdáendum Fischers, að hann hefði hagað sér óaðfinnanlega i veizlu hjá bandarisku menningarstofnun- inni hér, varð þeim ekki um sel. Þeir sem þekkja Bobby bezt vita, að þegar hann röflar sem mest og er hvað snúðugastur, er hann i essinu sinu við skákborð- ið!

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.