Þjóðviljinn - 27.08.1972, Qupperneq 3
Sunnudagur 27. ágúst 1972 þJóÐVILJINN — SÍÐA 3
I
Úrskurður Alþjóðadóm-
stólsins virtist koma tlatt
upp á marga. Fólk virðist
almennt ekki hafa veriö
undir það búið að fá á sig
þessa skvettu, og það kom
hik á ýmsa daginn sem
úrskurðurinn var birtur.
Alþjóðadómstóll fyrir-
skipar íslendingum að
fresta útfærslunni. Hvað
gerist nú? — sögðu þeir
fjöldamörgu, sem virtust
ekki hafa áttað sig á, að
alltaf hefur legið Ijóst fyr-
ir, að Bretar og Vestur-
Þjóðverjar myndu leita til
Alþjóðadómstólsins, ef
samningar tækjust ekki,
og alltaf hefur mátt búast
við, að dómstóllinn yrði
okkur öfugsnúinn og and-
stæður, ef til þess kæmi.
Þessi viðbrögð hinna mörgu.
sem minna þekktu til, voru i
fyllsta máta eðlileg. íslendingar
hafa frá fornu fari borið virð-
ingu fyrir lögum og dómum. Á
alþjóðavettvangi hafa þeir einn-
ig ótviræðra hagsmuna að gæta.
að reynt verði að þróa þjóða-
rétt meira en orðið er og byggja
upp virðingu mannkyns fyrir
friðsamlegri lausn deilumála.
hess vegna er ekki nema eðli-
legt. að á menn komi stundar-
hik. þegar fyrirmæli eru gefin i
nafni dómstóls. sem kenndur er
við Samtök hinna sameinuðu
þjóða.
Kn beear menn skvnia hina
ótraustu undirstöðu þessa
dóms — að hann hefur hvorki
neinar alþjóðareglur um land-
helgismál til að dæma eftir né
neina i aðstöðu til að fylgja dóm-
um sinum fram og að i lögum
hans er beinlinis kveðið svo á,
að engin þjóð sé skyldug að lúta
dómsmeðferð og valdi hans,
nema hún hafi fyrirfram sam-
þykkt það, — þá verður mönn-
um ljóst. að skirskotun Breta og
hjóðverja til dómstólsins er
öðru fremur áróðurslegt her-
bragð i tvisýnni baráttu um al-
menningsálitið i heiminum. Og
við þess háttar slag eru Islend-
ingar ófeimnir. Strax eftir
fyrsta undrunarhikið, varð al-
gerlega ljóst. að þjóðin er ein-
huga um að hafa fyrirmæli
Alþjóðadómstólsins að engu.
En eftir stendur þó hitt, að af
hálfu Breta og Vestur-Þjóðverja
er það býsna sterkt áróðurs-
bragð gagnvart fólki i öðrum
löndum að beita Alþjóðadóm-
stólnum fyfir sig. 1 þvi skyni
reyna þessi riki fyrst og fremst
að styðjast við samningana,
sem fyrrverandi rikisstjórn
gerði við brezku og þýzku
stjórnina árið 1961. Þessir
samningar eru nú helzta hald-
reipi andstæðinga okkar — án
þeirra hefði engum tekizt að
beita Alþjóðadómstólnum gegn
okkur.
Samstaðan, sem tókst á
Alþingi i vetur, hefur tvimæla-
laust verið mjög mikils virði út
á við fyrir málstað Islendinga.
Að sjálfsögðu átti stjórnarand-
staðan ekki annars kost en að
beygja sig fyrir vilja mikils
Mótmælaaðgerðir vegna landliclgissaiiiniiigaiina við Breta og V-l>j»ðverja. en niótiiiæli vegna þcirra voru inikil og margháttuö og
voru borin fram á margvislegan liátt við breytilcgar aðstæður.
Ellefu ára gömul
afglöp segja til sín
Áttum við að gefast upp fyrir Bretum og Vestur-Þjóðverjum?
meiri hluta landsmanna. Og hún
á þakkir skilið fyrir að hafa gert
það tiltölulega hávaðalaust. Það
verður þvi ekki beðið með að-
gerðir i nokkur ár. þ.e. fram yfir
hafréttarráðstefnu SÞ, eins og
fyrrv. stjórnarflokkar vildu, og
samningunum frá 1961 hefur
verið sagt upp i samræmi við
einróma samþykkt Alþingis.
Jafnframt er rétt að hafa i
huga, að stjórnarflokkarnir
hafa einnig teygt sig eins langt
til samkomulags við stjórnar-
andstöðuna og þeir hafa talið
sér fært. Samningurinn við
Breta 1961 var nauðungarsamn-
ingur, knúinn fram af þcirra
liálfu i krafti vopnaðs ofrikis.
Þeir sem standa að núverandi
rikisstjórn og voru þá i minni
hluta á Alþingi. lýstu þvi yfir við
atkvæðagreiðslur á Alþingi
1961, að af þessum ástæðum
væri samningurinn ómerkur og
að engu hafandi og myndu þeir
tafarlaust fella hann úr gildi, ef
þeir kæmust til valda.
Ilin mikilvæga samstaða allra
flokka á Alþingi i vetur um
þingsályktun i landhelgismálinu
var hins vegar byggð á þess
liáttar orðalagi, sem úlilokaði,
að þessuni röksemduin væri nú
beitt gagnvart Brelum. í stað
þess hafa núverandi stjórnar-
flokkar fallizt á. að út á við og
bæði gagnvart Bretum og
Alþjóöadómstólnum. yrði tekið
svo til orða, að samningarnir
..hefðu gengt hlutverki sinu og
ættu ekki lengur við”. Þetta hef-
ur sjálfsagt mörgum þótt dálitið
kúnstugt orðalag, og með þvi er
jafnvel gefið i skyn. að samn-
ingarnir hafi einhvern tima ,,átt
við", sem er fjarri réttu lagi að
áliti stjórnarflokkanna. En
þetta hæpna orðalag verður að
skoða sem sérstaka matreiðslu
fyrir Breta og á það var fallizt
til að auðvelda samstöðu allra
flokka á Alþingi.
En þrátt fyrir liina mikilvægu
samstööu um þaö hvernig
liaga beri sókninni i land-
helgismálinu. bæöi i oröi og
verki i nútiö og næstu framtið,
er ckki þar meö sagt, aö um
leið skuli strik sett yfir mistök
fortiöarinnar. Stjórnmálaleg
mistök heyra sögunni til, ekki
siöur en afrekin. Þjóöin verö-
ur að læra af rcynslunni og
koma i veg fyrir, aö nokkurn
tima framar vcrði geröir svo
svivirðilegir samningar fyrir
hennar liiind eins og geröir
voru af fyrrverandi rikis-
stjórn áriö 1961. Sú samnings-
gcrö var ekki hvaö sizt
sviviröileg fyrir þá sök, að
VITANDl VITS var þannig
l'rá samningunum gengiö, aö i
þeim var ekkert uppsagnar-
ákvæöi, þótt öllum ætli aö
vera Ijóst, aö einmitt þaö
kæmi þjóöinni illa fyrr eöa
siöar.
Landsmenn allir þurfa
óhjákvæmilega að þekkja þessa
hlið málsins vel. jafnvel þótt
reynt sé að skapa samstöðu út á
við og halda á máli okkar likt og
um væri að ræða riikrétla, sam-
fellda baráttu. Skilningur á
sögulegum staðreyndum máls-
ins skýrir meðal annars fyrir
mönnum, hvernig á þvi slendur,
að þingflokkur Sjálfsta'ðis-
flokksins er þvi nú samþykkur,
að bráðabirgðaúrskurður
Alþjóðadómstólsins sé að engu
haíður, en gagnrýnir þó rikis-
stjórnina nú fyrir nokkrum dög-
um, vegna þess að stjórnin
ákvað að láta ekki neinn fulltrúa
mæta fyrir hönd þjóðarinnar
lrammi fyrir Alþjóðadómstóln-
um.
1 samþykkt þingflokks Sjálf-
stæðisfloleksins er sérstök
áherzla liigð á. að hyggilegra
hefði verið að láta sendimann
frá Islendingum mæta fyrir
dóminum. Þó er almennt vitað,
að dómstóllinn hafði fyrir fram-
an sig i skjölum málsins öll þau
gögn og röksemdir, sem við
helðum viljað færa fram. Mæt-
ing fyrir dóminum hefði hins
vegar ekki undirstrikað na-gi-
lega vel gagnvart fólki og fjöl-
miðlum þá aðalmálsvörn okkar.
sem aðrar þjóðir verða að
skilja, að Alþjóðadómstóllinn
hefur ekki lögsögu i málinu.
Skýringin á þessari andvana
fa'ddu árás Sjálfstæðisflokksins
á rikisstjórnina er að sjálfsögðu
fyrst og fremst sálra-ns eðlis.
Það er ekki sársaukalaust fyrir
Sjálfstæðisflokkinn að taka nú
út relsingú fyrir ellefu ára
gömul afglöp með þvi að verða
að alneila verkum sinum opin-
•berlega. '
Og nú er hin stóra stund að
rennaupp: 1. september. Samn-
ingar hafa ekki tekizt, og
margir eru þvi áreiðanlega
legnir. A þessu sligi málsins er
litil von til þess, að verulegur
sigur vinnisl átakalaust. Við
Islendingar erum ekki skot-
glaðir og munum vafalaust fara
að öllu með gát. En við erum
reiðubúnir að þrauka lengi og
þreyta laxinn með stöðugri
spennu. Við vitum, að timinn
vinnur með okkur, og gerum
okkur grein l'yrir þvi, að þófið,
sem framundan er á Islands-
miðum, hefur mikil óbein áhrif
til góðs.
Enginn þarf að imynda sér, að
þróun þjóðaréttar gerist aðeins
á toppnum, i hópi stjórnmála-
manna og hafréttarsérfræð-
inga. Þróunarl'erillinn á sér
fyrst og fremst rætur meðal
fjöldans, og viðhorf fjiildans
móla siðan skoðanir þeirra, sem
á toppnum sitja eftir óteljandi
leiðum. Hiklaus og einörð
barátta tslendinga fýrir rétti
sinum vekur umtal og athygli
viðs vegar um heim og þvi
fáránlegri sem tiltektir Breta
verða, þvi meiri athygli vekur
þessi deila og þeim mun meira
grala þeir sjálfir undan málstað
sinum i hugum fjöldans.
Ragnar Arnalds skrifar um landhelgismálið
Kosningabarátta Nixons kostar 15 milj. á dag
Þriðjungur þeirra sem
þátt tóku í því flokksþingi
demókrata, er kaus
McGovern forsetaefni,
hafði yfir sem svarar 1,8
miljón ísl. króna i árstekj-
ur. En 80% þeirra sem þátt
tóku í flokksþingi republik-
ana hafði meira en 1,3
miljónir i árstekjur.
En þetta er ekki eini munurinn
á flokksþingunum: Á flokksþingi
Nixons voru fjórum sinnum fleiri
eldri en 65 ára en á flokksþingi
McGoverns. Demókratar höfðu
þrisvar sinnum fleiri blakka þátt-
takendur. Konur skipuðu 40%
fulltrúasæta hjá demókrötum, en
30prósent hjá repúblikönum. 75%
repúblikana eru mótmælenda-
trúar, en tilsvarandi hópur er 45%
á demókratiska flokksþinginu.
Og af öllu þessu þykir ekki
undarlegt, að fyrstu dagana eftir
flokksþing Nixons hafa komið 8-9
miljónir kr. i kosningasjóðinn á
Frh. á bls. 15
Mikil þátttaka var i mótmælum
við upphaf flokksþings repúblik-
ana og til átaka kom.
Nixon er skemmtilegri, gáfaðri,
fyndnari en andstœðingurinn,
segja Bandarikjamenn