Þjóðviljinn - 27.08.1972, Side 4

Þjóðviljinn - 27.08.1972, Side 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. áRúst 1972 STAÐREYNDIR UM TYRKLAND Flatarmál: 780.000 ferkm. — þar af 350 undir bandariskri herstjórn. Fólksfjöldi: 35.4 milj. (1970) ólæsi: 36% karlmanna, 67% kvenna (1965) Þjóðartekjur á mann:350$ á ári (1968). Skipting þjóðartekna: Um 20 fjölskyldur ráða yfir um 60% teknanna. Landbúnaður: 38,3% þjóðartekna. Vinnsluiðnaður: 16.7% Þjónustugreinar: 35.7% Námur, orka, samgöngur: 9,3% Útflutningur: Óunnin baðmull, óunnið tóbak, hnetur, matarolia, ávextir. Innflutningur: Vélar,fullunnar vörur ýmiskonar, efnaiðnaðarvörur, olia (bandarisk). Jarðefni: króm, járn, kopar, blý, kol, olia ofl. KúgaAir Kúrdar — þeim er lika selt kókakóla TYRKLAND - NATO: HENGINGAR 1 ÞÁGU FRELSIS isma” er orðin tóm. Allt þetta ber okkur tslend- ingum að hafa i huga þegar við litum i eigin barm. Höfum við eitthvað jákvætt að sækja i hramm heimsveldisins fyrir vest- an, og hver eru tengslin milli þess og þeirrar stéttar sem situr efst á valdapiramidanum hér heima? Tilfellið Tyrkland. Tyrkland er miðdepill milli ýmissa landa þar sem NATO og þar með Bandarikin hafa auð- valdshagsmuna að gæta. Auk þess á landið landamæri að Sovétrikjunum. Hernaðarleg lega landsins og lega oliulinda i Austurlöndum nær valda þvi, að landið er austasta varðstaða Bandarikjanna. Þessi staða er siðan leppstjórnum Bandarikj- anna i SA-Asiu nokkur trygging fyrir sambandi vesturum og Bandarikjamönnum mikilvæg miðstöð i „friðunaraðgerðunum” i SA-Asiu. Þeir hafa bæði flug- stöðvar, radarstöðvar og meðal- drægar árásareldflaugar stað- settar i Tyrklandi alls 100 her- stöðvar. Þjóðfélagsmótun i Tyrklandi einkennist fyrst og fremst af tveimur timabilum. Það fyrra nær frá árinu 1923—1949. Arið 1923 var lýðveldi stofnsett og hafnar nokkrar umbætur i iðnaði og fé- lagsmálum. Sjálfstæð innlend borgarastétt treysti völd sin og reyndi að gæta sjálfstæðis gagn- vart heimsvaldastefnunni. Tima- bilið einkennist af togstreitu milli einkafjárfestingar og tilrauna til rikisreksturs — en arðrán á verkalýðnum ekki hindrað. Iðanaðurinn var i höndum fárra aðila og aðstaða öreiganna var gerð þolanlegri — til skamms tima. Reynt var að koma i veg fyrir baráttu fyrir betri lifskjör- um, sérstaklega meðal bænda, og stjórnvöld reyndu að viðhalda valda- og eignakerfinu á lands- byggðinni. Á þessum tima óx upp nokkur þungaiðnaður, t.d. rikisrekin stáliðjuver, pappirsverksmiðjur og vefnaðarvöruverksmiðjur. Eitt bandalagslanda tslands i NATO er Tyrkland. Og eins og segir i NATO-sáttmálanum erum við bandamenn til þess að „....standa vörð um frelsi, sam- eiginlegan arf og menningu þjóð- anna — sem byggð er á lýðræðis- grunni, einstaklingsfrelsi og lög- ræði”.... Vist hafa Portúgalir staðið dyggilega þennan vörð i Mósam- bik og Angóla og kúgað þar ný- lenduþjóðir. Vist hafa griskir fas- istar haldið fast við ..lýðræðið og frelsið” og haldið þjóðinni i hlekkjum með gerræði og dyggri aðstoð Bandarikjanna. Vist hefur ..brjóstvörn frelsisins” — Banda- rikin — fullnægt „markaðs- og hráefnaþörfum þjóðarinnar” i skjóli bræðralagsins i NATO, studd a.f borgarastéttum V- Evrópu; Guatémala, Dómini- kanska lýðveldisins, I.aos, Kambódia, Kórea, Iran. Vietnam .... og Tyrkland, allt eru þetta „athafnasvæði” Bandarikjanna. Vist selja Þjóðverjar Portúgölum Mótmælaganga gegn 6. flota Bandarikjanna vopn og Bandarikjamenn Grikkj- um. Vist hafa Bandarikin um 300 herstöðvar á erlendri grund, og vist hafa Þjóðverjar fjórfaldað hernaðarútgjöld sin á nokkrum árum. Vist gera Bretar viðskipta- samninga við hvita þrælapiskara i Rhódesiu. Meðan á öllu þessu stendur benda þessir sömu samstarfsaðil- ar okkar i austur og segja: „Þarna eru Kina og Sovétrikin, — þar eru óvinirnir. Tengizt okkur, og þá mun ykkur borgið”. Og islenzk borgarastétt þakkar fyrir, og fáir sjá Guatemala eða Vietnam eða tran — eða eru átök- in þar kannski mistök Bandarikj- anna eða „barátta gegn heims- kommúnisma”? Eða grunar okk- ur. að samstarfið við „lýðræðis- þjóðirnar” i NATO sé einhverjum innlendum aðilum i hag? Varla er það óbeit á Vietnömum eða afriskum blökkumönnum eða griskri alþýðu, sem fær islenzka auðvaldið til þess aö brosa við bandariskum stjórnvöldum og tindátum Pentagons og lýsa yfir samstöðu i NATO og ósk um auk- in tengsl við „vestrænar lýð- ræðisþjóðir”? lslenzku auðvaldi er ákveðin trygging fyrir aðstöðu og völdum, i veru NATO-herliðs á fslandi og tengslum landsins við hernaðar- bandalagið. Enda sést ljóslega, að bandalagsþjóðirnar eru flestar uppteknar við að berja á innlend- um andstöðuöflum, kommúnist- um og róttækum aðilum. Ótti forráðamanna auðvaldsheimsins á rætur sinar i baráttu andstæðra stétta innan bandaiagslandanna. Stéttabaráttan i þessum löndum, eins og trlandi, Bandarikjunum, Frakklandi og Grikklandi, verður ekki fyrir atbeina Kina eða Sovét- rikjanna. Um er að ræða uppreisn gegn kúgun borgarastéttarinnar — baráttu lágstétta fyrir sósial- isma —, þannig aö frasinn um „andófið gegn stækkun austur- blokkarinnar og baráttu hins frjálsa heims gegn kinverskum eða sovézkum heimskommún Einræðisherrar Tyrklands Fórnarlamb pyndinga Notað var að mestu innlent fjár- magn — nema i vefnaði. Þar kom stórtlán frá Sovétrikjunum til aö- stoðar. Seinna timabilið hefst með stofnun NATO og auknum tengsl- um landsins við Bandarikin. Urðu þá til sterk tengsl við auðvalds- skipulag vesturheims, — pólitisk, hernaðarleg og fjárhagsleg. MacNamara, varnarmálaráð- herra Kennedy-stjórnarinnar, sagði, að Tyrkland væri hern- aðarlega mikilvægt, milli Sovét- rikjanna og oliulinda Austurlands og islausra hafna. Einnig var áhugi vestrænna auðvaldssinna mikill á jarðefn. og ódýru vinnu- afli i Tyrklandi, Innlend borgara- stétt var siður en svo á móti tengslunum, og lénsherrar voru ákafir i að komai veg fyrir þjóð- félagsendurbætur til hagsbóta fyrir öreigana á landsbyggðinni. Bandariskir „leiðbeinendur” gerðu ráð fyrir fjármálalegu og pólitisku „frelsi", og það varð til þess að allir stjórnmálaflokkar aðrir en sósialiskir voru leyfðir. Stórborgarastéttin og lénsherr- arnir komust til fullra valda i kosningum árið 1950 — þar með var öllum tilraunum til umbóta innanlands lokið. Gripið var til „aðgerða vegn kommúnisma” og gengið i NATO árið 1952 — „vest- rænni samvinnu” til halds og styrks. t efnahagsmálum hefur þróun- in verið þessi: Einkafjárfestingar auknar og rikisrekin fyrirtæki látin i hendur einkaaðila. Þróunarbanki i tengsium við Alþjóðabankann settur á stofn. Erlendu fjármagni hleypt inn i landið og alþjóðlegir hringar skjóta rótum: Chrysler, Coca Cola og jafnvel Tuborg. Er- lent fjármagn er ráðandi i efna- iðnaði, matvælaiðnaði, gúmmi- iðnaöi, málmiðnaði o.s.frv. Mars- hall-hjálpin kom þegar fyrir 1950 og þróunaraðstoð eftir það, bæði frá S.Þ. og Bandarikjunum. t kjölfar alls þessa óx innflutn- ingur hömlulaust og fjárfestingar voru aðallega gerðar þar sem eigendunum bezt hentaði þ.e. i borgum. Landsbyggðin varð þvi æ fátækari og bændur flosnuðu upp. Ógurlegar verðhækkanir áttu sér stað, en þær urðu brátt til þess, að gengisfellingar skullu á alþýðunni. Um leið og auðvaldið styrkti sig i sessi jukust stéttaandstæður i Tyrklandi, og oft varð róstur- samt. Loks tók herinn völdin árið 1960 og hélt þeim i eitt ár. Ráða- menn reyndu að hagræða efna- hagsmálum, án þess að skerða Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.