Þjóðviljinn - 27.08.1972, Qupperneq 6
6. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. ágúst 1972
DUMIUINN
MÁLGAGN sósíalisma,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag ÞJóðviljana.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson,
Svavar Gestsson (áb.).
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Sími 17500 (5 linur).
Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuði.
Lausasöluverð kr. 15.00.
Prentun: Blaðaprent h.f.
BÆGSLAGANGUR ALÞÍÐUFLOKKSINS
Það virðist vera nauðsynlegt að rifja
það upp að hér á landi sat i liðlega ellefu
ár rikisstjórn sem kenndi sjálfa sig við
viðreisn.
Þessi rikisstjórn felldi gengið fjórum
sinnum á valdaferli sinum, dollarinn kost-
aði 5-6 sinnum færri islenzkar krónur i
upphafi valdaferils þessarar rikisstjórnar
en i lok hans,
Þessi rikisstjórn stóð i stöðugu striði við
samtök verkafólks. íslendingar settu —
fyrir tilverknað þessarar rikisstjórnar —
heimsmet i verkföllum á valdatima henn-
ar.
Þessi rikisstjórn lagði á skatta eftir
þeirri reglu að menn skyldu greiða veru-
legar upphæðir jafnvel þótt þeir hefðu
engar tekjur, en hlutafjárgróði var gefinn
skattfrjáls.
Þessi rikisstjórn notaði aðstöðu sina til
þess að sópa sjóði landsmanna i þágu
einkabraskara nægir i þvi sambandi að
nefna Slippstöðina á Akureyri.
Þessi rikisstjórn lét ganga yfir þjóðina
hrikalegasta atvinnuleysi siðan á kreppu-
árunum, sjötti til sjöundi hver félagsmað-
ur alþýðusamtakanna var atvinnulaus.
Þessi rikisstjórn hafði enga trú á at-
vinnuvegum landsmanna sjálfra, en þeim
mun meiri trú á þeirri stefnu sinni að af-
henda erlendum auðhringum til fullra og
óskertra yfirráða afrakstur af náttúru-
auðlindum landsmanna.
Þessari rikisstjórn var hafnað i siðustu
alþingiskosningum og við tók ný rikis-
stjórn og um leið breyttist fyrrverandi
stjórnarlið i stjórnarandstöðu — og siðan
hafa gerzt mikil undur og stórmerki með
viðreisnarf lokkana.
Sérstaklega er athyglisvert að fylgjast
með Alþýðuflokknum og málgagni hans. í
meira en áratug var þessi flokkur hækja
afturhaldsins. Hvert sem skitverkið var
unnu ráðherrar Alþýðuflokksins það
með glöðu geði. Formaður Alþýðuflokks-
ins stóð staffirugur frammi fyrir hverjum
sem var og varði óhæfuverkin hversu and-
styggileg sem þau voru, jafnvel þó þau
þverbrytu og fordæmdu i sjálfum sér alla
stefnu Alþýðuflokksins. En nú þegar Al-
þýðuflokkurinn hefur i meira en áratug
troðið á stefnumálum sinum gerast þau
undur að flokkurinn tekur að halda fram
ýmsum félagslegum sjónarmiðum sem
forusta hans hefur bókstaflega troðið i
svaðið með stjórnaraðild sinni árum sam-
an. Þvi ber að fagna að Alþýðuflokkurinn
skuli minnast fortiðar sinnar, en það er
vinsamleg ábending margra gamalla
stuðningsmanna þess flokks að fögur orð
séu ekki nægjanleg heldur skeri athafn-
irnar úr. Hins vegar ber að fordæma það
hvernig Alþýðuflokksforustan setur nú
fram hin nýju viðhorf sin, hún skirrist ekki
við að niða gersamlega i svaðið allt það
sem núverandi rikisstjórn gerir. Og þar
fer Alþýðuflokkurinn ekki vinstra megin
að stefnu rikisstjórnarinnar heldur hægra
megin. Það sést gerst af afstöðu Alþýðu-
flokksins i skattamálum og landhelgis-
málinu eða málefnum bandariska herliðs-
ins. í þeim málum hefur Alþýðuflokkurinn
aldrei tekið sjálfstæða afstöðu svo máli
skipti. Afstaða Alþýðuflokksins hefur
fyrst orðið landslýðnum heyrinkunn er
Sjálfstæðisflokkurinn eða forusta hans
hafði látið i sér heyra.
Sem betur fer minnast íslendingar enn
framkomu og frammistöðu Alþýðuflokks-
ráðherranna. Hvar getur i sögu Islands
um aumari utanrikisráðherra en þá Guð-
mund í. Guðmundsson og Emil Jónsson?
Hefur nokkur heyrt um afrek Gylfa Þ.
Gislasonar i öðru en ferðalögum? Eða hef-
ur nokkur heyrt þess getið að sjómenn og
útgerðarmenn á íslandi sakni Eggerts G.
Þorsteinssonar úr embætti sjávarútvegs-
ráðherra?
Staðreyndin er nefnilega sú að allur al-
menningur á íslandi fyrirlitur nú bægsla
gang þess flokks sem stóð á haus i skit-
verkunum fyrir ihaldið i meira en áratug.
Þegar sá flokkur hefur skipt um forustu
verður hins vegar vonandi unnt að mæla
hann máli.
Um baráttu skólanema
og Samband ísl.
kennaraskólanema
Formáli:
Samband islenzkra kenn-
araskólanema — SiKN-var
stofnsett fyrir nokkrum ár-
um, en sambandið er hags-
munasamtök nemenda úr
Kennaraskóla Islands,
Kennaraháskólanum, Hús-
mæðraskólanum^ennara-
deild Myndlistarskólans,
kennaradeild Handíða og
myndlistarskólans, og
Fóstruskólanum. Alls eru
þetta um 1100 nemendur.
Eins og kunnugt er sendi
SíKN frá sér opið bréf til
yfirvalda, þar sem krafizt
var skjótra úrlausna á hús-
næðis og mötunarneytis-
vandræðum skólanema.
Hér á eftir fer viðtal við
formann sambandsins, ól-
af M. Jóhannesson, kenn-
araskólanema.
Er það fólk úr öllum þessum
skólum ólafur, sem er i húsnæð-
ishraki og stendur að samband-
inu?
sv. Já, það er úr öllum skól-
um, lika öðrum en eru i samband-
inu. Við höfum gert rannsókn á
húsna-ðisþörfinni og er um nokk-
uð stóran hóp að ræða. Aðallega
er þetta fólk utan af landi.
(ietur þú nefnt dæmi um hvern-
ig húsnæðisvandamálið birtist
fólki?
sv. Ja, sumir eiga mjög erfitt
með að finna nokkurn iverustað
aðrir verða að leigja mjög dýrt,
og t.d. hef ég verið á sjö stöðum
alls þessi fimm ár. sem ég hef
verið við nám i Reykjavik.
Hvað er með þennan samning
sem fylgdi lánum og fyrirgreiðslu
Seðlabankans, milli bankans og
eigenda Hótel Esju. um vetrar-
notkun hótelsins sem heimavistar
nemenda?
sv. — Mér skilst. að þetta hafi
verið eins konar skilyrði fyrir
lánveitingu — okkur var heitið að
fá þarna inni. Okkur tekst ekki að
hafa uppá þessum samningi og
höfum við þó haft samband við
bankann. Ég held þetta sé hálf-
gert plat. Að visu vill hóteleig-
andinn hýsa nemendur gegn fullri
greiðslu, en það eru 12 þúsund á
mánuði. Algjörlega út i hött, 3
þús. eru meira en nóg. Annars
hlýtur Seðlabankinn að eiga að
standa i skilum við gerða samn-
inga.
Hvað búizt þið við að mennta-
málaráðuneytið geti gert i mál-
inu?
sv. — Mér skilst, að ráðherra
hafi visað málinu til einhverra
aðila — annað veit ég ekki. Bréfið
var nokkuð harðort — t.a.m.
fengum við ekki inni i Morgun-
blaðinu. en það er mjög bagalegt.
Hvernig er starfsemi SfKN
háttað?
sv. — Aðalákvörðunarvald ligg-
ur hjá landsþingi. Þess á milli
starfa nefndir og starfshópar. Að
þessu sinni eru starfshópar fimm
að tölu og sinna eftirtöldum mál-
um: Bókasölu, húsnæðis- og
mötuneytisvandamálinu, upp-
töku fólks með stúdentspróf kenn-
araskóla i Háskóla íslands, æf-
ingarkennslu^norrænu móti kenn-
araskólanema. Nú. i sambandi
við bókasölu. þá er hugmyndin sú
að hafa sölu kennslubóka alla á
sama staö — rikisrekið fyrirtæki.
Eina stofnun handa öllum nem-
endum — t.d. með einhvers konar
útibú i skólunum. Eins og er telj-
um við núverandi kerfi fáránlegt
— endalaust labb. stundum fást
ekki bækur. og álagning er stund-
um misjöfn.
Svo er þaö háskólahópurinn. Sá
starfshópur vinnur að þvi að
reyna að fá leyfi til að kennara-
skólanemar með stúdentspróf fái
inngöngú i hinar ýmsu deildir há-
skólans. Gerð hefur verið rann-
sókn og samanburður á sliku
prófi og venjulegu stúdentsprófi.
Var kennaramenntunin metin
jöfn og vel það, þannig að ekkert
ætti að standa i veginum fyrir
inngöngu — annað en húsnæðis-
skortur. Þetta stendur allt i
stappi. Þá erum við mjög óá-
nægðir með æfingakennslu — hún
er allt of iitil og dreifð. Við höfum
eiginlega verið sviknir með nóga
kennslu og okkur finnst kennslu-
fræðileg hliö námsins vera van-
rækt. — Nú, hópurinn með hús-
næðismálin hefur sent frá sér
þetta bréf og unnið frekar, bæði
að könnun og eftirgrennslan, og
einnig athugað með mötuneyti.
Þeir i Tónabæ vilja taka við okkur
i mat. og við erum að reyna að
komast að samningum. Við höf-
um reynt að tala við fólk úr borg-
arstjórn. t.d. Markús örn, en ekk-
ert gengur þar heldur — það er
eins og ekkert gangi i þessu hel-
vitis kerfi. Hópurinn sem sér um
erlend samskipti undirbýr sam-
norræna ráðstefnu, sem hefst i
septemberbyrjun. Þar á að taka,
fyrir samspil jarðfræði og sögu
hérlendis — mjög merk ráð-
stefna, finnst mér, og þroskandi.
Þetta verður unnið kennslufræði-
lega — gerðar kennsluáætlanir.
Þarna verða menn 'frá öllum
Norðurlöndum, og voru tveir
Færeyingar boðnir sérstaklega.
Starfa þessir hópar fram að
næsta landsþingi?
sv. — Já, og það er allt skipu-
lagt upp á nýtt og reynt að hag-
nýta starf hópanna. Við vonum að
eitthvað af þessum málum kom-
ist i höfn.
Ef ekkert gengur ætlið þið þá að
reyna að setja eitthvert afl að
baki kröfunum?
sv,—— Það væri erfitt. t húsnæð-
ismálinu höfum við ekkert annað
afl en þá húsnæðislausu, hinir
hafa engan áhuga. Þó erum við að
reyna samstarf við Landssam-
band isl. menntaskólanema, en
ég veit ekki hvernig það gengur.
Og ég efast um, að kröfugöngur
gagni i þessu tilviki.
Hvernig eru pólitiskir straumar
innan StKN?
sv.— Þeir eru allavega. Sumir
vilja ekki blanda pólitik i hags-
munamál. en aðrir telja þetta ó-
aðskiljanlegt. Svo voru skiptar
skoðianirumhvort fylgja ætti eftir
yfirlýsingu Stúdentaráðs varð-
andi brottvisun hersins á siðasta
landsþingi.
Eitthvað að lokum. Ólafur?
sv. — Við eigum við ákveðna
aðila innan þjóðfélagsins að etja
— stjórnvöld og einkaaðila. Gerð-
ur samningur er brotinn og
menntamálaráðuneytið er stofn-
un sem er sein að taka við sér.
Sumir álita húsnæðismálið póli-
tiskt eins og fram kom i bréfinu —
aðrir ekki. Það er ekki svo fráleitt
að hægt sé að tengja þessa vinnu
okkar við baráttu skólanemaal-
mennt fyrir bættu skólakerfi.
. — atg —