Þjóðviljinn - 27.08.1972, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 27.08.1972, Qupperneq 13
Sunnudagur 27. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13. © EVA RAAAM: MANNFALL OG MEYJAVAL '/XvXwXvX tengdu bæinn saman i einn og örugglega samofinn likama. Forspjallinu var mjög vel tekið og hljóðfæraleikararnir undir- strikuðu lófaklappið með blæstri, áður en þeir tóku til við að leika ,,Ég elska þig” eftir Grieg. Og að þessu viðkvæmnislega innskoti loknu streymdu ræðurnar yfir veizlugesti eins og beljandi út- synningur^tárvotar eins og regnið sem oftast fylgir honum og másandi eins og útsypningurinn sjálfur. Persrud snikkari, for- maður hátiðanefndar, kynnti fyrsta ræðu\nanninn, Jens Stor- haug, fyrrum forseta. Og Stor- haug, reis úr sæti með hrokkna hárið sitt og ibvggna. notalega brosið á sinum stað og flutti þakkir. Hann þakkaði hátiða- nefndinni, formanni hennar og öðrum nefndarmönnum fyrir áhrifamikið og vel unnið starf, hann þakkaði vatns- og salernis- nefndinni, formanni hennar og meðlimum fyrir áhrifamikið og vel unnið starf, og ekki sizt þakkaði hann Verkamanna- flokknum fyrir að hafa aldrei lagt stein i götu framfaranna heldur barizt fyrir þvi allt frá alda- mótum að norðurbærinn fengi vatn og salerni. Það var beinlinis hjartnæmt, þegar hljómsveitin lék ofurlágt „Allt var gott sem gjörði hann” sem undirleik að ræðu Jens Storhaugs. Að ræöu hans lokinni, reis Persud úr sæti og þakkaði fyrr- verandi bæjarstjórnarforseta, Jens Storhaug, fyrir þakkir hans til hátiðarnefndar og fyrir hið mikla framlag hans i þágu bæjar- félagsins, siðan stóð Jóhannes Rörholt upp og þakkaði Storhaug og Persrud og Persrud reis aftur úr sæti og þakkaði Jóhannesi Rörholt. Þá reis Henriksen úr sæti og þakkaði formanni hátiða- nefndarfyrir hönd nefndarmanna og Persrud þakkaði Henriksen fyrir vel unnið starf sem fulltrúi nefndarmanna i hátiðanefndinni. Torén bankastjóri þakkaði verk- tökunum fyrir ágætt starf við lögn á vatni og holræsum og gat þess i leiðinni að Hægri flokkurinn hefði alltaf barizt af heilum hug fyrir slikum málum — já, um árabil hefði hann unnið að framgangi vatns- og salernismálsins i Totta. Hvistendahl reis úr sæti fyrir hönd verktaka og þakkaði fyrir þakkirnar og einn af verkamönn- unum þakkaði honum og Vatne sem Irábærum vinnuveitendum. Bang ritstjóri frá Tottatið- indum skrifaöi hjá sér með áfergju og tók myndir af ræðu- mönnum og allir sem upphófu raust sina voru pressunni innan handar með þvi að stilla sér þannig upp að ritstjórinn gæti tekið sem allra beztar myndir. Það var ekki minnzt á Kát° kvennaflokkinn og enginn fór fram á að Gunda héldi ræðu. — Hvenær á ég að segja eitt- hvað, hvislaði hún að Hermanni i upphafi ræðustraumsins. — Þú getur sagt eitthvað þegar þér sýnist, Gunda> hvislaði Her- mann á móti. — Mér finnst að það mætti minnast á það hvað við höfum gert i Kvennaflokknum! — Já, segðu það bara, Gunda, sagði Hermann og kinkaði kolli. — Ég get þó varla staðið upp og farið að þakka sjálfri mér, eða hvað? — Nei, kannski ekki, sagði Hermann og var henni sammála. Gunda sá autt sæti við hliðina á Britu neðar i salnum og gekk þangað og settist. Brita hlustaði á ræðurnar með hrukkað enni. — Þeir gera þetta viljandi. Þeir eru að reyna að koma þvi inn hjá fólki að karlmennirnir eigi allan heiðurinn! Ó, Gunda, ég hefði svo gjarnan viljað standa upp og segja eitthvað gott um þig, en ég þori það ekki. Það myndi steinliða yfir mig. Gunda hristi höfðið. — Nei, nei, slakaðu bara á. Fyrst þeir hafa gert sér alla þessa fyrirhöfn til að fá heiðurinn, þá mega þeir svo sem eiga hann fyrir mér. Nei,það er langt siðan ég hætti að reikna með einhverju þakklæti fyrir framlag mitt. Ég hætti þvi þegar þeir ætluðu að af- greiða Jens Storhaug með tinfati sem kostaði fimmtiu kall, þegar hann hætti störfum eftir átta ára starf sem bæjarstjórnarforseti! — En fyrst þú veizt þetta, Gunda, af hverju heldurðu þá áfram? Er ekki alveg eins gott að hætta strax, fyrst ekkert fæst i 1 aðra hönd nema vanþakklæti. - Ertu frá þér! Sérðu ekki hverju við höfum komið til leiðar! Það er komið vatn og salerni i norðurbæinn. Það skiptir engu máli hver fær heiðurinn af þvi, fyrst við komum okkar baráttu- málum fram. Það fær aldrei neinn að halda heiðrinum i póli- tikinni, svo mikið hef ég þó lært i hjónabandi okkar Hermanns! Þetta er rétt eins og með gömlu dráttarklárana, meðan þeir geta dregið og borið byrðar fá þeir klapp og sykurmola, en þegar þeir eru ekki færir um það lengur, er farið með þá i sláturhúsið og þeir skotnir og hafðir i pylsur og álegg. Fat var borið um, hlaðið góm- sætasta smurbrauði með skinku- vafningum og pylsum, rækjum og sardinum, en Brita fann allt i einu hvernig ógleðin gagntók hana og hún afþakkaði með viðbjóði. Henni fannst allt i einu sem þekktir fyrrverandi stjórnmála- menn lægju þarna á vafasömum beði, sundurhlutaðir og hakkaðir og ofurseldir múgnum. Það fór ekki framhjá Gundu að Hermann hafði slæma samvizku þetta kvöld. En hún lét sem ekkert væri. Hún sagði ekki einu sinni neitt, þegar hann lagði sokkana snvrtilega á stólinn við rúmið, setti skóna undir stóf inn eins og þægur og dálitið hræddur smádrengur og hengdi buxurnar i brotunum yfir stól- bakið. En þegar hann lagðist upp i rúmið i bláröndóttu náttfötunum sinum og dró sængina upp að höku með djúpu andvarpi, gat hún ekki stillt sig lengur: — Þú þarft ekki að vera með samvizkubit, Hermann, ég er ekkert reið. Fyrst i stað lét hann sem hann skildi ekki neitt. — Reið? Af hverju ættir þú að vera reið? — Af þvi að þið karlmennirnir tókuð allan heiðurinn af Kvenna- flokknum og létuð sem það vadri karlmönnunum að þakka að loks- ins var lagt vatn og salerni i norðurbæinn! — Huh! Þú hefðir liklega getað opnað munninn sjálf! — Já, og ég var búin að skrifa það niður. Það sem ég ætlaði að segja. Hermann reis uppi rúminu og horfði á hana alvarlegur á svip. — Allt i lagi, Gunda, það er satt sem þú segir. Það var ætlun okkar að hunza Kvennaflokkinn. Skilurðu það ekki, Gunda, að við gátum ekki átt á hættu að hleypa ykkur að með allt gortið um að þið hefðuð gert þetta og hitt og norðurbærinn hefði aldrei fengið klósett nema fyrir ykkar atbeina. Enginn af flokkunum vildi eiga það á hættu og þess vegna sam- einuðumst við um þetta. En samt þykir mér þetta dálitið leiðinlegt, ég er svo óttalegur glópur. — Ekki nógu mikill glópur, sagði Gunda ásakandi. — Þú hefðir átt að neita að taka þátt i þessu. Fannst þér réttmætt að gera okkur þetta, Hermann? Þetta var alls ekki satt sem þið sögðuð, það var Kvennaflokkur- inn i Totta sem útvegaði norður- bænum vatn og salerni, þvi verður ekki á móti mælt. Hermann lá lengi þögull i rúminu. Loks andvarpaði hann djúpt. — Nei, þú hefur rétt fyrir þér, Gunda. Ég hefði ekki átt að taka þátt i þessu. Flugvélin sjaldgœfa Stangli hefur borizt svofellt bréf frá ónefndum velunnara: Brezkur leiðangur hefur að undanförnu unnið að björgun nokkurra hluta úr einhverju sem einu sinni var flugvélar- flak. Vél þessi fórst i veraldar- slagnum seinni uppi við Hofs- jökul, og er reyndar haft fyrir satt, að stjórn konunglegs flughers hafi jafnan verið feg- in þvi þegar einhver slik vél datt upp fyrir, þvi að þær voru smiðaðar mjög i anda Bakka- bræðra. Eftir slysið voru brezkir sérfræðingar sendir til að eyða flakinu og tókst það með afbrigðum vel. Er talið fullvist að ekki hefði jafn vel tekizt til með eyðingu vélar- innar ef islenzkir fjallamenn hefðu verið látnir um að stela úr henni i meðfæddum róleg- heitum og kæruleysi. Allt er þetta við hæfi, þvi að brezkir gátu sér mjög góðan orðstir fyrir framkvæmdir á þessu sviði i veraldarslagnum og uröu ekki fyrir annað frægari. Einn var þó hængur á þessu máli, sem sé sá að vélin lenti á vatnsbakka og verið getur að einhverjir hlutir úr henni hafi lent i vatninu eins og gengur. Hefur vatniö nú verið slætt og fundust i þvi nokkur skothylki, sem alveg eins gætu verið úr vélinni, enda þótt óábyrgir að- ilar hafi minnzt á rjúpnaskytt- erf á þessum slóðum i þessu sambandi. Er það mál i athug- un hjá James Bond jr.. Annað var, að skrúfa vélarinnar hélt áfram ferðinni eftir að nauð- lending var ákveðin og slysiö framkvæmt. Varð skrúfan siðar á vegi timbraðs fjalla- manns, sem stakk henni á sig og seldi fyrir landa. Hefur nú um skeiö veriö leitað af kappi að bruggtækjunum, ef fundur þeirra gæti varpað ljósti á núverandi heimkynni skrúf- unnar. Ef nokkuð væri eftir af vél- inni væri annar vængurinn nú kominn til Keflavikurflugvall- ar, og er beðið fyrir hinum á meðan. Vél þessi er hin eina sem til er i Evrópu i jafngóðu standi og þykir Bretum að henni mikill fengur. Voru þeir jafn- vel að hugsa um að gefa ts- lendingum i staðinn eina af fallbyssum Nelsons að leika sér að á gamlárskvöld, en þá fór Lúðvik af stað með þorska- striðið>og þvi fór sem fór. Brúðkaup 12/8 voru gefin saman i hjóna- band i Bústaðakirkju af séra Lár- usi Halldórssyni ungfrú Jóna S. Kristinsdóttir og Ragnar Breið- fjörð. Heimili þeirra er að Vesturbergi 120. 29/7 voru gefin saman i hjóna- band af séra Grimi Grimssyni ungfrú Steinunn R. Hjartardóttir lyfjafræðingur og Asbjörn Karls- son. Heimili þeirra er að Stangar- holti 4. Studio Guðmundar Garðastræti 2. Studio Guðmundar Garðastræti 2. bridge Happadrjúg mismæli I þessari sögn hafði Norðri orðið á að mismæla sig, segja lokasögn- ina fimm lauf i staðinn fyrlr fimm tígla. En það mlsmæli varð happa- drjúgt, þvl að fimm tígla sögnln er óvinnanleg. Norður: é 3 ¥ Á-9-5-4-2 ♦ Á-G-10-8-5-3 ♦ 6 Vestur: A D-9-6 V K-D-G-10-7 ♦ K-7-6-4 * 8 Austur: A 10-8-7-5-4 ¥ 8 ♦ 9 * G-9-7-5-2 Suður: A K-G-2 ¥ 6-3 ♦ D-2 * Á-K-D-10-4-3 Sagnir: Suður gefur. Enginn á hættu. Suður: Vestur: Norður: Austur: 1 * 1 ¥ dobl 1 A 2 * 2 A 3 4 pass 3 gr. pass 5 4>l pass Vestur lætur út hjartakóng. Hvernig á Suður að halda á spil- unum til þess að vinna þessa fimm laufa sögn gegn beztu vörn? Svar: Spilið fór á þessa leið: Hjarfaás úr borði, svínað framhjá laufagosa, tekið á ás, kóng og drottningu i laufi og laufi siðan spilað til að koma Austri inn. Hann tók á spaða- ásinn og lét siðan út spaðasjöu sem tekln var með kóngnum heima og Vestur kemst í þriggja llta kast- þröng með spaðadrottningu sina. En hugsum okkur nú að Austur ráðist annaðhvort á tígul eða spaða eftir að hann kemst inn á laufagos- ann þegar frompi er spilað i fimmta sinn. Fyrra tilvik: Austur ræðst á tigul- fnn. Suður lætur drottnlnguna sem Vestur má ekki taka með kóngnum. Suður lætur þá út siðasta tromp sitt og kemur Vestri í kastþröng. Hann verður að kasta frá spaða- drottningu sinnl til þess að halda fyrirstöðunum i hjarta og tígli og Suður lætur þá út spaðakóng sinn. Austur tekur með ásnum og lætur út spaða sem gosl Suðurs tekur og vestur kemst enn í kastþröng, svo að sögnin vinnst. Síðara tllvik: Austur lætur út lág- spaða. Suður tekur með kóngnum, lætur út tiguldrottningu, síðan laufafjarkann. Vesfur sem verður að halda í- fyrirstöðurnar i hjarta og tígli kastar spaðadrottningu sinni og lokasfaðan verður þessi (spil Austurs skipta ekki máli): ¥ 9 ♦ A-G-10 V D4 K-7-6 --------------- A G-2 ¥ 2 4 2 Suður sem er inni gefur aðeins einn slag af þeim sem eftir eru. Hann svínar i tígli og kemur Vestri inn í hjarta til að neyða hann til að láta út tígul. Rétt vamarleið Þessi gjöf var spiluð í Canandish Club í New York. Við fyrstu sýn mætti ætla að engin leið væri til að fella sögnina en einum spllaranum tókst að finna ráð til þess. Norður: A 9-8-7-4-3 ¥ 9-2 ♦ Á-7-6 * K-D-5 Vestur: A K-G-2 ¥ A ♦ K-9-5-3 * G-10-8-6-3 Austur: A 10-6 ¥ 8-7-3 ♦ G-10-4-2 A Á-9-7-2 Suður: A Á-D-5 ¥ K-D-G-10-6-5-4 ♦ D-8 4> 4 Sagnir: Suður gefur. Allir á hættu. Suður Vestur Austur Norður 4 ¥ Pass pass pass Vestur lét út laufagosann, Austn tók drottningu borðsins með ásnum og lét út spaðatiu. Suður lét spaða- drottningu, sem Vestur drap með kóngnum. Hvernig á Vestur að spila úr þessu til þess að fella þessa fjögurra hjarfa sögn? Athugasemdir um sögnfna: Fjögurra hjarta opnunin er vafa- laust á rökum reist, þvi að hún tor- veldar mótherjunum alla vörn. Ann- ars hefðl vitaskuld einnig verið rétt að segja eitt eða jafnvei tvö hjörtu. Ef Suður opnar á einu hjarta, er Vestri helmilt að dobla, en þó gildir sú meginregla að þegar höndin er fremur veik er vissara að eiga fjög- ur spil a.m.k. I sterkasta litnum (I þessu tilviki I spaða). Annars hefði lokasögnin líklega orðið fjögur hjörtu hvernig sem opnunin hefðl verið og laufagosf er eðlilegf út- spil.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.